Dagur - 24.02.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 24.02.1965, Blaðsíða 2
KA sækir að marki ÍMA. Gísli Bjarnason er ineð knöttinn, Hafstcinn að baki hans. (Ljósm.: N. H.) Völsungsr NorÖurlandsmeistarar í kvennaflokki Keppendur á Norðurlandsmóti í handknattleik eru um 180 - Áhorfendur voru mjög margir S. L. laugardag hófst í Kafveituskemmunni á Akureyri Hand- knattleiksmót Norðurlands. Mót þetta mun vera fjölmennasta íþróttamót, sem fram hefur farið á Norðurlandi. Keppendur eru alls um 180, frá Völsung á Húsavík, KA, Þór og ÍMA. Mótið hófst kl. 2 e. h. og var engin setningarathöfn og var það miður, þar sem þetta er Norðurlandsmót. — Það er ánægjulegt að Húsvíkingar skuli vera með og er vonandi að fleiri kaupstaðir eða ungmenna- félög sendi keppendur í framtíðinni. — Það sem mest hefur staðið handknattleiknum og öðrum inniíþróttum fyrir þrifum hér að undanförnu er húsnæðis- leysið. Á Húsavík er þó ágætur salur og verið er að byggja íþróttahús á Dalvík. Hér á Akur eyri hefur ríkt hreint vandræða ástand undánfarin ár, en í vet- ur hefur aðstaða fengizt í Raf- veituskemmunni og er árangur inn af því þegar kominn í ljós. Ekki er vitað hvernig úr rætist með húsnæði næsta vetur, en vinda verður bráðan bug að því að skapa íþróttamönnum okkar góð æfingaskilyrði fyrir inni- íþróttir. Keppnin á laugardag. Fyrsti leikur mótsins var í II. flokki karla milli Þórs og Völs- unga. Leikurinn var heldur til- þrifalítill og daufur og sigraði Þór með 10 marka mun, 23:13. Húsvíkingar héldu í við Þórs- ara í fyrri hálfleik, en í þeim síðari sýndi Þórsliðið betri leik og sigraði verðskuldað. Dómari var Árni Sverrisson. | Akureyringar leika \ I í IL deild um helgina í í :■ | AKUREYRINGAR halda i | áfram þátttöku sinni í Hand- l I knattleiksmóti íslands í II. \ \ deild um "næstu helgi í = | Reykjavík og leika þá við ? 1 Val, sem er sigurstrangleg- f É astur í deildinni. — Liðinu [ \ fylgja beztu óskir og von-1' | andi standa piltarnir sig vel. i Næsti leikur var í III. flokki karla milli Þórs og KA. Þessi leikur var mjög fjörugur, þó að Þór kæmist 6 mörk yfir í fyrri hálfleik. Þennan mun tókst KA að jafna nokkuð í síðari hálf- leik en Þór sigraði með aðeins tveggja marka mun, 15:13. Þórs liðið lék nú mun betur en í Ak- ureyrarmótinu. Dómari var Vil hjálmur Pálsson frá Húsavík. Þriðji leikurinn var í meist- araflokki kvenna, Völsungar og KA léku. Leikurinn var mjög jafn allan tímann og í hálfleik var jafntefli, 5:5. Húsavíkur- 'stúlkurnar gerðu út um leikinn rétt fyrir leikslok og sigruðu með 13:11 og má segja að þær hafi unnið verðskuldaðan sigur. Dómari var Frímann Gunn- laugsson. Keppnin á sunnudag. Fyrsti leikurinn var milli KA og Völsunga í III. flokki karla. Völsungar byrjuðu vel og skor- uðu fyrstu mörkin, en KA- drengirnir náðu sér á strik í síðari hálfleik og sigruðu með 11:7. Dómari var Árni Sverris- son. Næst léku KA og ÍMA í meist ara'flökki. karla. Léikurinn var ójafn eins og vænta mátti og sigraði KA með 39:18. í lið ÍMA vantaði einn bezta manninn, Kjartan Guðjónsson, sem var veikur. KA-liðið lék nú ekki ~SÁþs vel og í Akureyrarmótinu. Bezti maður hjá KA var Haf- :Östeinh..'Þass.jná geta, að einn úr liði ÍMA „dekkaði“ Ólaf Ólafss. . allan leikinn og átti hann ekki hægt um vik að skora. Allt út- lit er fyrir að KA verði Norður- landsmeistari í þessum flokki. Þór og Völsungar senda ekki lið til keppni í jsessum flokki, en verða vonandi með næst. Dómari var Aðalsteinn Jónsson. Þriðji leikurinn var svo í meistaraflokki kvenna, ÍMA og Völsungar léku. Völsungsstúlk- urnar sýndu nú mjög góðan leik og sigruðu með 24:1. í hálf- leik var staðan 16:1. Með þess- um sigri tryggðu Húsavíkur- stúlkurnar sér Norðurlands- meistaratitil og eru þær vel að honum komnar. Dómari var Gísli Bjarnason. Fjórði leikurinn var í II. flokki karla, milli KA og Völs- unga. Léku nú Völsungar mun betur en fyrri daginn, og var þetta hörku-spennandi leikur, sem lauk með sigri KA, 13:12. Dómari var Ólafur Ólafsson. Þá léku Völsungur og Þór í IV. flokki karla og sigruðu Þórs arar með 12:5. Dómari var Árni Sverrisson. Að lokum léku svo Völsung- ar og Þór í III. flokki kvenna. Þór sigraði með 11:9. Leikurinn var mjög tvísýnn, en undir lok tryggðu Þórsstúlkurnar sér sig- ur. Það vakti athygli, að Völs- ungsstúlkurnar voru miklu yngri en Þórsstúlkurnar en stóðu sig vel. — Dómari var Árni Sverrisson. r ÍR-INGAR, íslandsmeistararnir í körfuknattleik, koma til bæj- arins um næstu helgi í boði fþróttafélagsins Þórs. — Leika meistararnir tvo leiki hér, ann- an við Þór á laugardag kl. 5 e. h. en hinn við lið ÍBA á sunnudag kl. 2 e. h. Báðir leik- irnir fara fram í íþróttahúsinu. Þessir leikir eru liðir í sam- bandi við 50 ára afmæli Þórs. Vissulega er gaman að fá snjalla íþróttamenn til keppni Innanhússmót í frjálsum Iþróffum Haukur Ingihergsson vann allar greinar KA gekkst fyrir frjálsíþrótta- móti innanhúss í íþróttahúsinu á Akureyri s.l. sunnudag og var það opið mót. Keppendur voru alls 12 í tveim flokkum. Allgóður árangur náðist, t. d. í hástökki með atrennu, þar sem tveir keppendur stukku yfir 1,75 m. Haukur Ingibergs- son sýndi mezt öryggi og vann á því. Sigurður Sigmundsson kom á óvart með sínum árangri í hástökkinu, þar sem hann var einnig nærri því að fara yfir 1,80 m í einni tilrauninni. í há- stökkinu háði það keppendum, hvað atrennur náðust stuttar. í yngri flokkunum komu fram álitleg íþróttamannsefni, en mest bar á Sigurði Ringsteð og Haraldi Guðmundssyni. Úrslit urðu þessi: ELDRI FLOKKUR. Langstökk án atrennu. m Haukur Ingibergsson HSÞ 2,94 Þóroddur Jóhannss. UMSE 2,93 Sig. V. Sigmundss. UMSE 2,89 Þrístökk án atrcnnu. m Haukur Ingibergsson HSÞ 9,10 Sig. V. Sigmundss. UMSE 8,91 Þóroddur Jóhannss. UMSE 8,73 Hástökk með atrcnnu. m____ Haukur Ingibergsson HSÞ 1,75 Sig. V. Sigmundss. UMSE 1,75 Þóroddur Jóhannss. UMSE 1,50 SVEINAFLOKKUR. Langstökk án aírennu. m Haraldur Guðmundss. KA 2,58 Sigurður Ringsteð KA 2,46 Guðm. Ó. Guðmundss. KA 2,39 Þrístökk án atrennu. m Sigurður Ringsteð KA 7,72 Haraldur Guðmundss. KA 7,58 Guðm. Ó. Guðmundss. KA 7,43 Hástökk með atrennu. m Sigurður Ringsteð KA 1,50 Þór Sigurðsson KA 1,50 Haraldur Guðmundss. KA 1,40 Mótstjóri var Hreiðar Jóns- son. □ r Ivar Sigmundsson KA varð sfór- svigsmeisfari Akureyrar STÓRSVIGSKEPPNI Akureyr armótsins fór fram s.l. sunnu- dag í Reithólum í Hlíðarfjalli, og var endamarkið við Stromp- inn. Veður var ágætt, sólskin og kýrrt, en hart færi. Úrslit urðu þessi: A-flokkur. mín. ívar Sigmundsson KA 1:20,5 Reynir Brynjólfsson Þór 1:21,6 Viðar Garðarsson KA 1:28,2 Brautin var um 1000 m, fall- hæð um 235 m og hlið 36. B-flokkur. mín. Smári Sigurðsson KA 1:21,2 Sigurður Jakobsson KA 1:23,6 Þorlákur Sigurðsson KA 1:29,6 C-flokkur. mín. puðmundur Finnss. Þór 1:25,1 Stefán Ásgrímsson ÍMA 1:26,6 Björn Sveinsson KA 1:32,1 ÍVAR SIGMUNDSSON. Þorsteinn Baldvinss. KA 1:21,9 Guðm. Frímannsson KA 1:26,9 Stúlkur. mín. Karól. Guðmundsd. KA 1:41,0 Guðrún Sigurlaugsd. KA 1:48,0 Drengir 13—15 ára. mín. Árni Óðinsson KA 1:14,4 Bjarni Jensson Þór 1:18,9 Örn Þórsson KA 1:20,7 12 ára og yngri. mín. Arngr. Brynjólfsson Þór 1:21,0 hér m heigina hér í bænum, en hins vegar býður aðstaðan í íþróttahúsinu ekki upp á mikla möguleika í þessari íþróttagrein. □ Jiilíus Norðurlandsm. HRADSKÁKMÓT Norðurlands fór fí-am á Akureyri í fyrrá- kvöld. Keppendur voru 28, og sigraði Júlíus Bogason með 23 vinninga, 2. Gunnlaugur Guð- mundsson 22. Keppnisstjóri var Hermann Sigtryggsson. □ SKÁKÞING NORÐLENDINGA HEILDARÚRSLIT mótsins urðu þessi: ■ Meistaraflokkur: Hjálmar Theodórsson 6 vinn- inga, Hjörleifur Halldórsson 6, Jón Björgvinsson 5y2, Margeir Steingrímsson 5, Jón Ingimars- son 4V2, Kristinn Jónsson 4V2, Benedikt Jónsson 2%, Haukur Jónsson 1 og Rafn Einarsson 1 vinning. í fyrsta flokki sigraði Þorgeir Steingrímsson og í öðrum flokki Sveinbjörn Sigurðsson. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.