Dagur - 24.02.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 24.02.1965, Blaðsíða 7
7 „YEARS OF LIGHTNING, DAY OF DRUMS" frumsýnd samtímis á Akureyri og í Reykjavík FÖSTUDAGINN 26. febrúar n. k. verður kvikmyndin um Kennedy Bandaríkjaforseta frumsýnd samtímis í Háskólabíó í Reykjavík og Borgarbíó á Akureyri. Kvikmynd þessi, sem er með íslenzku tali, segir söguna af þeim tveim árum og tíu mánuðum, sem John F. Kennedy var leiðtogi þjóðar sinnar. Segja má, að hún sé eins konar minnisvarði honum til heiðurs — því að „hin Ieiftrandi ár“ sýna aðalmálin, sem hann beitti sér og barðist fyrir, þar til ævi hans lauk eins válega og raun ber vitni. En um leið er kvikmynd þessi sönnun á staðföstum vilja Bandaríkjamanna til að gera öllum þjóðum heims kleift að búa við frelsi og jafnrétti. Sex meginþættir stefnuskrár Kennedys forseta eru uppistaða myndaritipgjj en þættirnir voru þessir: Friðarsveitirnar, fram- farabandalagið, mannréttinda- lögin, geimrannsóknir í friðsam- legum tilgangi, baráttan fyrir varanlegum, öruggum friði og vigbúnaður í öryggis þágu. Myndin sýnii' Kennedy flytja boðskap sinn um frið og fram- farir meðal ýmissa þjóða, og hann ræðir einnig brýnustu vandamál heima og erlendis, um leið og brugðið er upp myndum af framvindu þeirra. Teknir eru kaflar úr frægustu ræðum hans. Inn á milli kafla um framlag Kennedys forseta sjálfs og fram- lag stjórnar hans í þágu stefnu- skrár hans er skotið þáttum frá útför Kennedys. Ur þessu verð- ur því heimildarkvikmynd, sem er ekki aðeins hrífandi svip- myndir af hinum mikilhæfa manni, heldur og lýsing á af- drifaríkum kafla veraldarsög- unnar. „Það var satt, að forsetinn var myrtur. En það var einnig satt, að morðinginn missti marks; hann vildi John F. Kennedy feigan, En honum varð ekki að ósk sinrii ... leiftrandi ár getur enginn myrkvað á einum ógnardegi.“ Á þessum orðum hefst kvik- myndin um Kennedy Banda- ríkjaforseta, sem sýnd verður samtímis í Háskólabíó og Borg- arbíó á Akureyri föstudaginn 26. febrúar. Og það er rödd Gunn- ars Eyjólfssonar leikara, sem segir þessi inngangsorð, því að hann er þulur myndarinnar, en Ásgeir Ingólfsson blaðamaður les kafla þá úr ræðum Kenne- dys forseta, seni heyrast í mynd- inni og forsetinn flytur að sjálf- sögðu sjálfur, því að notaðir eru þættir úr fjölmörgum mynd- um, sem teknar voru af starfs- ferli hans. Ymsir beztu kvikmyndatöku- menn Bandaríkjanna voru ráðn- ir til að taka myndir af útför forsetans, og einnig voru teknar kvikmyndir í tugum erlendra borga, þar sem efnt var til minn- ingarathafna. Gerð kvikmyndarinnar tók marga mánuði, og lögðu kvik- myndarsmiðirnir höfuðkapp á, að treginn vegna fráfalls forset- ans bæri ekki ofurliði og skyggði á afrek hans, markmið þau, sem hann vildi, að þjóð hans stefndi að og næði, og gam- ansemi þá, sem hann var þekkt- ur og ástsæll fyrir. Kennedy-fjölskyldan hafði mikinn áhuga á gerð myndar- innar og frú Kennedy, ekkja hins látna forseta, lánaði til dæmig. myndir úv einkasafni fjölskyldunnar, þar sem m. a. má sjá Karólínu litlu á hest- baki og John yngri ganga um með körfu á höfði. Við gerð myndarinnar skoðuðu framleið- endurnir hvorki meira né minna en 750.000 fet kvikmynda úr öllum áttum. í tilefni af frumsýningu Kennedy-kvikmyndarinnar hér á Akureyri, mun Mr. Jack Whiting verða viðstaddur sem sérlegur fulltrúi ambassadors Bandaríkjanna á íslandi og mun hann flytja stutt ávarp áð- ur en sýningin hefst. Þá hafa forráðamenn Borgar- bíós ákveðið, að allur aðgangs- eyrir sem inn kemur fyrir frum sýningu Kennedy-myndarinnar föstudaginn 26. febrúar, skuli renna í söfnunarsjóð til kaupa á Davíðshúsi, □ Faðir minn, BENEDIKT SIGFÚSSON, andaðist að heimili okkar, Hamarstíg 29, Akureyri, 18. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal fimmtudaginn 25. þ. m. kl. 2 e. h. — Bíl- ferð verður frá Sendibílastöðinni kl. 1.30 e. h. Sigríður Benediktsdóttir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa JÓSEFS ÍSLEIFSSONAR. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarkon- um og starfsfólki á Kristneshæli fyrir góða umönnun í veikindum hans. — Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall SOLVEIGAR ÞÓRU JÚLÍUSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri fyrir hjúkrun í veikindum hennar. Vinir. HULD 59652247 — IV/V — 2. I.O.O.F. Rb! 2 - 1142248Ví* - III. I. O. O. F. — 146226814: — MESSA: — Messað verður í Ak ureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 434—106— 226—203. B.S. MÖÐRUVALLAKLAUSTUR- PRESTAKALL. — Messáð á Möðruvöllum, sunnudaginn 28 febrúar kl. 11 f.h. og á Bakka sama dag kl. 2 e.h. Sóknarprestur. DREN G J ADEILD! heldur fund fimmtu- dagskvöldið kl. 8. — Stúlknadeildinni , er boðið á fundinn. — Mætið vel nýir félagar velkomnir. Stjórnin. ADALDEILD. Fundurinn er vera átti í síðustu viku, verð- ur í kvöld miðvikudagskvöld. kl. 8,30 í Kapellunni. Skugga myndasýning. Veitingar. Stjórnin. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION: Sunnudaginn 28. febrúar — Sunnudagaskóli kl. 11. f.h. — Oll börn velkomin. Fundúr í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 4 e.h. — Allar konur velkomnar Samkoma kl. 8,30 e.h. Allir velkomnir. I. O. G. T. — st. BRYNJA nr. 99 heldur fund í Bjargi fimmtu- daginn 25. febr. kl. 8,30. — Inntaka nýrra félaga Upplest ur, söngur með gítarundirleik o.fl. Æ. t. ST. BRYNJA NR. 99. — Hefur skemmtifund að Bjargi, laug ardaginn 27. febrúai' kl. 8. e. h. Sýndur verður gamanleik- urinn Happið eftir Pál J. Ár- dal. Dans, allir templarar vel- komnir. — Munið að taka með ykkur gesti, nánar auglýst á Brjmju-fundi á fimmtudaginn. Nefndin SKÓGRÆKTARFÉLAG Tjarn argerðis heldur aðalfund á Stefni fimmtudaginn 25. febr. kl. 8,30 e.h. — Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. GÓUGLEÐI húnvetninga verð- ur í Landsbankasalnum nk. laugardag. Sjá augl. í blaðinu í dag. IILÍFARKONUR. Fundur varð ur haldinn í Oddeyrarskólan- um fimmtudaginn 25. febrúar n.k. kl. 8,30 e.h. Nefndarkosn ingar, og Vinnufundur. Takið með ykkur Kaffi. Stjórnin AKUREYRINGAR æskulýðs- vika Hjálpræðishersins stend ur yfir. í kvöld miðvikudag kl. 8,30 verður samkoma, og á morgun fimmtudag kl. 8,30 sýnir Níels Hansson skugga- myndir. — Kapt F. Kifjell stjórnar þessum samkomum. Mikill söngur. — Barnasam- komur á hverju kvöldi kl. 6. Allir hjartanlega velkomnir. Hj álpræðisherinn. Framlög í Davíðshús Til Davíðshúss hafa blaðinu borizt eftirfarandi gjafir: Guð- rún og Theodór, Bjarmalandi, kr. 1000. Álfheiður Pálsdóttir og Vilborg Sigurðardóttir 500. Hólmgeir Þorsteinsson 1000. Margrét Þorsteinsdóttir 100. Áheit frá ónefndum aðdáanda 200. Álfheiður Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Jónsson 1000. J og B 200. Loftrún Guðmunds- dóttir, Hraukbæjarkoti, 300. Margrét Antonsdóttir 500. Bene dikt Sæmundsson 500. Gunnur Sæmundsdóttir 1000. BMA 200. GJ 200. Kristín Guðmundsdótt- ir, Hléskógum 300. Arnbjörg og Baldur, Grýtubakka 500. Helgi Simonarson, Þverá 500. Eyiar- rósarsveit ÆFAK 125. Þorgils Jónsson, Daðastöðum 100. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). sinn safna saman stráum í * hrciður sitt og bindast æfilangri tryggð. Þannig er líka það unga íólk, sem ekki er lialdið andleg- um meinlokum og ekki apar hvert eftir öðru og galla og lieimsku liinna eldri að auki. Það kærir sig ekki um að vera eftirmynd af amerískum töff- gæjum eða skrípamynd af fihnstjörnu, það kærir sig held- ur ekki um að vera eins og all- ir aðrir. Heilbrigt og eðlilegt fólk vill hafa heilann í lagi og hjartað á réttum stað. - ÁVARP (Framhald af blaðsíðu 8). bindindisvikunni með því að sækja þær samkomur, sem stofnað er til, hvetja aðra til þess og beita áhrifum sínum á annan hátt til þess, að hún nái sem bezt tilgangi sínum. BINDINDISFÉLAG ÖKUMANNA Jónas Jónsson. ÍÞRÓTTABANDALAG AKUREYRAR fsak Guðmann. UNGMENNASAMBAND EYJAFJARDAR Þóroddur Jóhannsson. ÆSKULÝÐRÁÐ AKUREYRAR Hermann Sigtryggsson, Pétur Sigurgeirsson. FÉLAG ÁFENGISVARNANEFNDA VID EYJAFJÖRÐ Ármann Dalmannsson. SKÁTAFÉLAG AKUREYRAR Tryggvi Þorsteinsson. ÆSKULÝDSFÉLAG AKUREYRARKIRKJU Sigurður Sigurðsson. ÞINGSTÚKA AKUREYRAR Arnfinnur Arnfinnsson, Eiríkur Sigurðsson, Jón Ivristinsson. ^0<H>PbÞWHK(ÞÖÖ-Ö-tKHÍbM*SH>CBXHKHKH>Ö-ÞSHKHKH3íB>Ö-p-0SH>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.