Dagur - 03.04.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 03.04.1965, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) Bagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 ELDSVODII UM klukkan sex að kveldi sl. miðvikudags kom upp eldur í íbúðarhúsinu að Hólsgerði, fremsta bæ í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, vestan ár. Húsið í Hólsgerði er gamalt steinhús, þiljað innan með timbri, einn ig þak og loft úr timbri, en þak ið járnvarið. Norðan við þessa byggingu er nýleg viðbygging úr steini. Eldurinn kom upp í risinu og var þegar hringt til Slökkviliðs ins á Akureyri til aðstoðar, en jafnframt hóf heimilisfólkið slökkvistarf. Hafði því tekist að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkviliðið kom. Slökkviliðið dvaldi nokkurn tíma í Hólsgerði og athugaði allar aðstæður, en Lóan er kontin LÓAN er komin, segja menn, og er það óvenju snemmt. Stór gæsahópur sást á flugi yfir bænum nú í vikunni og nokkr- ar blönduðu geði við aligæsir hér í nágrenninu eina dagstund. Lítið hefur verið af þröstum í bænum í vetur, en þeim hefur fjölgað mjög nú undanfarna daga. □ HOLSGERÐI eldurinn virtist úr sögunni. Skömmu eftir að það fór gaus eldurinn upp aftur. Var því snú ið við og þegar það kom í Hóls gerði afíur var allmikill eldur á loftinu. Var nú rofið gat á þakið og dælt vatni á eldinn. Tók um klukkustund að slökkva hann. Þakið og loftið mun hafa eyðilagst að mestu af eldi, og einnig urðu aðrar skemmdir á húsinu af reyk og vatni, en nýi parturinn skemmdist minna. Innanstokksmunir voru bornir út og skemmdust iítið. Bæði hús og innbú var vátryggt. Ó- kunnugt er um eldsupptök. í Hólsgerði búa hjónin Hjálm ar Jóhannsson og Jónína Her- mannsdóttir ásamt 6 bömum sínum, móðir Hjálmars og aldr aður maður. Slökkviliðsmennirnir frá Ak- ureyri fóru á slökkviliðsbíl sem Brunavarnir Eyjafjarðar eiga, en er í umsjá Slökkviliðs Akur eyrar. Er sá bíll orðinn úreltur nokkuð, bæði seinn í förum og ekki útbúinn háþrýstidælu, og vatnstarik sem verður þó að telj ast nauðsynlegt, því dýrmætur tími getur farið forgörðum með an verið er að teng;a dæluút- búnað bíisins við vatnsbóiin á hverjum stað. Búvélaverksfæði BSE á Gl Annast viðgerðir og nýsraíði fyrir landbúnaðinn VÉLARÁÐUNAUTUR Búnað- arsambands Eyjafjarðar er Stef án Þórðarson. Hann hefur á hendi leiðbeiningastarf og veit- ir forstöðu Búvélaverkstæði BSE. En þetta mun eina véia- verkstæði landsins, sem fyrst og fremst annast búvélaviðgerð ir fyrir bændur. Stofnun þessari, sem Garðar heitinn Halldórsson átti drjúg- an þátt í á sínum tíma, veitti Eirik Eylands forstöðu fyrstu árin en síðan Stefán Þórðarson frá 1961. Og nú eru þáttaskil, því riýtt SÁ TVO HVÍTABIRNI Á ÍSNUM Raufarhöfn 30. marz. Á laugar- dag kom ísinn alveg upp í hafn- armynnið hér og var ísbreiðan svo langt út sem eygt var. Var þar mest um lagnaðarís að ræða en einnig stóra jaka innan um. Einn maður taldi sig hafa séð tvö bjarndýr alllangt úti á ís- breiðunni. Eftir að þetta er ritað hafa flugmenn séð greinilegar bjam dýraslóðir á ísnum mjög nærri landi. H.H. 3000 rúmmetra verkstæðishús, að hluta á tveimur hæðum, hef- ur risið á Gleráreyrum, norðan ár, og þangað verður flutt síð- ar í þessum mánuði. Með til- komu þess batnar aðstaða að mun til fulkomnari þjónustu, bæði hvað snertir viðgerðir á stórvirkum vélum og tækjum ræktunarsambandanna í hérað- inu, viðgerðir og viðhald hinna almennu búvéla bændanna. — Ennfremur annast verkstæðið margs konar tæknibúnað og ný- smíði, svo sem snig’a, færibönd o. fl. Fimm manns vinna á verk- stæðinu og verður bætt við meiri starfskrafti með bættri vinnuaðstöðu og síauknum verkefnum. Þá er þess að geta, að í hinu nýja húsi verða skrifstofur ráðunauta Eúnaðarsambands- ins. Hinn aukni vélakostur bænd- anna krefst mikilla og góðra leiðbeininga ef vel á að vera, svo sem á öllum sviðum vél- væðingar í þessu landi. Búvéla- verkstæðið og Jeiðbeiningar- starf Stefáns ráðunauts mun því ekki skorta verkefni í næstu framtíð. □ SAMSTARFSNEFHÐIUMFERÐAMÁLUM 2tevl'm « ingu í samráði og samstarfi við löggjafa og lögreglu, borgar- og bæjayfirvöld, bifreiðaeftirlit, tryggingafélög og vegamála- stjórn. Jafnframt var til umræðu að leita til annarra frjálsra félags- samtaka, svo sem Rauða kross íslands, Skárahreyfingarinnar og æskulýðsráða hinna ýmsu bæja- og sveitafélaga. Á vikulegum fundum hefur nefndin rætt um: 1. a. Hægri-handar akstur verði lögskipaður hér á landi og viðhlýtandi undirbúningi sem fyrst komið á. b. Að ísland gerist aðili að samræmingu á umferðarreglum Norðurlandanna, verði slík sam ræming tekin upp. 2. Hert verði á refsingum vegna ölvunar við akstur, og (Framhald á blaðsíðu 2). Enn er Murland lokað af ís sem mikils má af vænta ef vel er á málum haldið og ísinn var að reka út Seyðis- fjörð. Við Sléttu og Langanes ligg- ur ísinn alveg að landi en hefur eitthvað gisnað. Hætt að smíða tunnur Á mánudaginn verður Tunnu- verksmiðju ríkisins á Akureyri lokað vegna efnisskorts. Búið var að ganga frá pöntun á efni í um 28 þús. tunnur frá Noregi og var loforð fengið um að það kæmi í marz. En það lofoi'ð bx'ást og þi'átt fyi'ir ítrekaðar tilraunir til að fá tunnuefnið, hafa þær ekki borið árangur. Þá tvo mánuði sem verksmiðj an hefir stax-fað í vetur hafa um 25 þúsund tunnur verið smíð- aðar, og hafa 44 menn haft þar atvinnu. Er mjög illt fyrir þá að missa nú atvinnuna svo snögg- lega, þar sem atvinnuhorfur eru ekki sem beztar í bænum. Bjöi-n Einarsson er vei'kstjóri Tunnuverksmiðjunnar. SLYSAVARNAFÉLAG íslands skrifaði bréf í janúar s.l. til stjórna Bindindisfélags öku- manna og Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda þess efnis, að þau félög, ásamt SVFÍ, stofnuðu til samsíarfs varðandi umferðar- mál. Þar var bent á, að félög þessi, sem að meira eða minna leyti störfuðu að sama marki í umferðar- og öryggismálum ættu að samstilla þau öfl, sem lægju í skipulagðri starfsemi hinna fjölmörgu félagsdeilda þessara aðila víðsvegar um landið, og með sameiginlegu átaki ættu þau að geta komið enn meiru til leiðar, en hvert í sínu lagi. Fyrsti viðræðufundur þess- ara aðila var haldinn fimmtu- daginn 11. febrúar s.l., þar sem mættir voru Ásbjörn Stefáns- son frá BFÖ, Magnús H. Valdi- marsson frá FÍB og Hannes Flafstein frá SVFÍ, er kosinn var formaður nefndarinnar. Þegar á þessum fundi kom fram einlægur samstarfsvilji þessara aðila og var ákveðið, að nefnd þessi skyldi heita Sam- síarfsnefnd í umferðarniáluni. Markmið hennar yrði fyi'st og fremst að vinna að auknu um- ferðaröryggi og umferðarmenn- Nýja búvélaverkstæðið á Gleráreyrum. (Ljósmynd: E. D) STEFÁN ÞÓRÐARSON vélaráðunautur Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. UNDANFARNA daga hafa litl ar breytingar orðið á ísnum norðan við landið, enda hæg- viðri. Þar er hann ennþá víða skammt undan en hefur hvergi lokað fjörðum. í gær tók að losna um ísinn á Austfjörðum og var skipaleið opin að sunnan til Norðfjarðar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.