Dagur - 03.04.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 03.04.1965, Blaðsíða 8
s Frá bíla- og búvélasýningu Véladeildar SÍS á Blönduósi. (Ljósinynd: E. D.) Sýna bíla og búvélar á ýmsum stöðmn norðanlands SMÁTT ÖG STÓRT SÖLUMENN frá Véladeild SÍS, Gunnar Gunnarsson og Árni Reynisson, brugðu sér norður á Blönduós í upphafi Húna- vökunnar með bíla og vinnu- Blönduósi 2. apríl. Húnavakan stendur yfir en er illa sótt vegna sótthræðslu fólks. Samkomu- bann var ekki sett og því var Húnavöku ekki frestað eða henni aflýst. Hins vegar varaði héraðslæknirinn fólk við að ssekja samkomur, eftir að in- flúensan var orðin töluvert út- breidd og taka margir viðvör- unarorð hans til greina. Senni- lega hefði verið skynsamlegast að hætta við fyrirtækið. Á Skagaströnd er veikin tölu vert útbreidd, einnig í Vatnsdal og Þingi. En þrátt fyrir veikind in skemmtum við okkur á hverri nóttu og vökum á daginn lika, því annað sæmir ekki í sól og Grásleppan komin á mið Húsvíkinga F'RÉTTARITARI blaðsins á Húsavík, Þormóður Jónsson tjáði blaðinu í vikunni, að nú væri grásleppan gengin að Tjör nesi og hefðu sjómenn fengið þar góða veiði daginn áður. En Húsvíkingar hafa grásleppunet í sjó allt frá Húsavíkurhöfða og norður með nesinu. Þorskveiði hefur ekki glæðst svo heitið geti. Þá sagði fréttaritari, að Héðinn Maríusson og synir hans hefði í gær skotið tvo höfrunga frammi á flóanum en það þættu engin tíðindi austur þar, þótt þeir feðgar skytu höfrunga, seli eða hnýsur, svo vanalegt væri það. Þessu til viðbótar seg ir þormóður: Herðubreið, sem búin er að vera ísteppt hér á Húsavík eina viku fór héðan f.h í dag. Hún mun freista þess að komast vestur á Hvamstanga og flytja þaðan vörur til Hólma víkur. vélar og voru þar í tvo daga. — Síðan voru þeir einn dag á Sauðárkróki og verða þar á ný um „sæluvikuna." í framhaldi af þessu sýnir jafnvel logni, sem er sjaldgæft á Blönduósi. O.S. LEIKFÉLAG Ólafsfjarðar hef- ur undanfarnar vikur æft sjón- leikinn Hamarinn eftir séra Jakob Jónsson. Leikurinn var frumsýndur í gærkvöldi í félags ■heimili Ólafsfirðinga, Tjarnar- borg. Leikur þessi var fyrst sýndur á Akureyri 1948 og á Siglufirði síðar það sama ár, en kemur nú í ofurlítið breyttri mynd, þar Véladeild KEA Vauxhall Viva, 5 manna fólksbíl, sem þegar er farið að selja og kcstar um 148 þús. kr. Svo sem meðfylgjandi mynd ber með sér, sendi Véladeild SÍS þessar tegundir til Norður- lands að þessu sinni: Farmall B-414 traktor með B-901 moksturstækjum og sláttuvél. Rokdreifari fyrir hús- dýraáburð. Rokblásari fyrir hey. New Idea dreifari fyrir til- búinn áburð. Bedford KGL 7 tonna og Vauxhall Viva De Luxe fólksbifreiðir. □ sem séra Jakob hefur sent fé- laginu breytingar, er hann hef- ur seinna gert á síðasta hluta leiksins. Þó að Leikfélag Ólafs- fjarðar sá ekki fjölmennur fé- lagsskapur, hefur það ekki látið aftra sér að nær 20 leikarar koma fram í Hamrinum. Leikstjóri og leiktjaldamálari er Kristinn Jóhannsson, skóla- stjóri. □ AU3IINGJA HESTURINN Á síðustu árum hefur mátt sjá hross flutt á bifreiðum og gefst það vel þótt áður þætti óliæfa. En um flutninga lifandi búpen- ings gilda ýms ákvæði, sem liafa ber í heiðri. Virðist stund- um út af því brugðið. Fyrir nokkrum dögum ók vörubifreið um bæinn og fremur greitt. Á palli hennar var dráttarvél og hestur og hesturinn ekki í sér- stakri stíu og enginn maður gætti lians. í beygjum átti hest- urinn örðugt með jafnvægið og’ slengdist til. Hér var öðruvísi að farið en vera átti. ÁTTA SÖLTUNAR- STÖÐVAR Á Seyðisfirði síanda yfir mikl- ar framkvæmdir um þesar mundir og er þar ekkert at- vinnuleysi þótt ekki fáist bein úr sjó og ísinn Iegðist að landi, næstum inn í fjarðarbotn. Ver- ið er að undirbúa móttöku bræðslusíldar og standa vonir til, að tvær síldarbræðslur geti brætt 10 þús. mál síldar á sól- arhring næsta sumar. Þar verða starfræktar átta söltunarstöðv- ar í sumar. ÞAÐ ÞÓTTI ÞEIM GOTT í REYKJAVÍK Eftirfarandi saga barst frá Reykjavík: Feðgar tveir á Ak- ureyri hjóluðu á ísilögðum Pollinum. Faðirinn datt í vök. Sonurinn vildi ekki rétta hon- um hjálparhönd fyrr en búið væri að mynda hann! Menn geta hugleitt sannleiksgildi sög- unnar. — En hér kemur sönn saga: Æfður frístundaljósmynd- ari var á ísnum þennan dag og tók margar myndir. Þá vildi það til að kunningi hans datt niður um ísinn og varð ekki meint af. En Ijósmyndarinn gleymdi því á þeirri stundu, að hann hafði myndavélina með- ferðis og nagar sig nú í liandar- bökin. FYRIR KONUR Bændaklúbburinn evfirzki hef- ur á mánudaginn klúbbfund og hafa framsögu þau frú Ragna Sigurðardóttir frá Þórustöðum og ÓIi Valur Hansson garð- yrkjuráðunautur og ræða um garðyrkju. Konum er sérstak- Iega á það bent, að hér er til- valið tækifæri fyrir þær að fræðast um garðyrkju og taka þátt í umræðum. — Það væri ánægjulegt að húsmæður fjöl- menntu á þennan fund. LÁGÞRÝSTISVÆÐI VERRI EN HÁLKA Margra ára víðtækar og ná- kvæmar rannsóknir á umferð- arslysum, sem gerðar liafa ver- ið í Þýzkalandi og víðar, hafa leitt í Ijós, að lágþrýstisvæðin eru ökumönnum liættulegri en liálkan. Loftslagið hefur mikil áhrif á manninn og hæfni hans til starfa, bílstjóra eins og aðra. Lágþrýstisvæðin draga úr ein- beitingarhæfni ökumanna, án þess þeir geri sér það Ijóst. Könnuður, sem rannsakaði 67 þús. bílslys, fullyrðir, að 85 til 90% þeirra hafi orðið við óhag- stæð veðurskilyrði er voru mannslíkamanum mótdræg. — Það þykir sannað, að þar sem lágþrýstisvæði fari yfir, fari eiimig bílslysafaraldur yfir, samtímis. ÞEIR, SEM SVARA Það er gamall og góður siður manna að svara þegar á þá er yrt. Þetta gerði t. d. Búnaðar- bankinn í nokkuð Iangri grein, eftir að Dagur birti opinbera skýrslu um hag bankans og Iét þá frómu ósk í Ijós, að bænda- stéttin nyti að nokkru „góðær- isins“ í bankanum. ÞEIR, SEM EKKI SVARA Það gegnir öðru máli með Út- vegsbankann. Þaðan heyrist hvorki hósti né stuna, þótí fyrir bankastjórnina séu lagðar mjög skýrar spurningar og þess efn- is, að sómakærar stofnanir myndu flestar telja það Ijúfa skyldu að gefa greinargoð svör við þeim. En Útvegsbankinn lætur þögnina tala fyrir sig, enn sem komið er. DRUKKNAR ROTTUR FENGU MAGAKRABBA Á ráðstefnu 70 vísindamanna, sænskra og finnskra, vakti það (Framhald á blaðsíðu 2). NORÐFJÖRÐUR FULLUR AF ÍS Neskaupstað 30. marz. Hér er allt fullt af ís og siglingar alger lega útilokaðar eins og er. En heldur sýnist mér ísinn gisnari í dag, enda sunnanátt og þýð- viðri. Viðfjörður og Hellisfjörð ur eru líka fullir af ís. Verið er að ryðja snjó af Odds skarðsvegi og opnast hann til umferðar í dag. Flugferðir í síð ustu viku voru fjórar, svo við erum ekki alveg einangraðir. Olíuskip varð að snúa við fyrir skömmu. Nú er siglingafært að Norðfj arðarhorni og batnandi út lit. Um leið og ísinn kom hvarf allt líf, svo ekki sést einu sinni mávur eða æðarfugl hvað þá meira. Og sjórinn er fisklaus. Bátar voru teknir á land og hef ur hvorki orðið tjón á þeim eða hafnarmannvirkjum vegna íss- ins- H.O. HÚNAVAKAN! MOLÚM vegna inflúensu, sem gengur í Húnavatnssýslum Leikarar Leikfélags Ólafsfjarðar á æfingu. „Hamarinn" leikinn í ÓlafsfirSi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.