Dagur - 03.04.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 03.04.1965, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábvrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÁlumSníuni' verksmiðja ÞAÐ hefur verið yfirlýst stefna Framsóknarflokksins að rannsaka beri möguleika á virkjun fallvatna til raforkuframleiðslu í stórum stíl, m. a. til uppbyggingar stóriðju með aðstoð erlends fjármagns. Þessi mál Iiafa mjög verið á dagskrá nú að undanförnu, en að þeim unnið um of á bak við tjöldin af núverandi stjórnarvöldum og erlendum aðil- um. Ýmsir væntu þess, að miðstjóm- arfundur Framsóknarflokksins um síðustu belgi tæki afdráttarlausa af- stöðu með eða móti Búrfellsvirkjun og byggingu stóriðjuvers hjá Straums vík við Hafnarfjörð. Slíkt var auðvit- að fjarstæða á meðan jafn mörg veigamikil atriði þess máls eru jafn óljós og þau enn eru. Um þetta seg- ir svo í stjómmálaályktun mið- stjórnarfundarins: „Innlendan iðnað ber að efla m. a. með liagstæðuin stofnlánum og aúkn um rekstrarlánum, leiðbeiningár- starfsemi, aukinni vinnubagræðingu og niðurfærslu aðflutningsgjalda af vélum og byggingarefni iðnfyrir- tækja. Höfuðáherzlu ber að leggja á vinnslu landbúnaðar- og sjávaraf- urða. Þess sé ga-tt, að skyndileg breyt- ing í innflutnings- og tollamálum leiði ekki til þess að iðnfyrirtæki verði ósamkeppnisfær heldur verði þeim veitt hæfilegt svigrúm til þess að aðlaga sig breytingum í þeim efnum. Rétt er að kannaðir séu möguleikar á uppbyggingu ein- stakra stærri iðngreina með beinni þátttöku erlends fjármagns samkv. sérstökum lögum og samningi hverju sinni, enda sé nægilegt vinnuafl fyrir hendi og slík atvinnu- fyrirtæki liður í skipulagðri upp- byggingu atvinnuveganna, en megi aldrei verða til þess að slakað sé á eða dregið tir eflingu alinnlendra atvinnuvega. Slík atvinnufyrirtæki yrðu að öllu leyti að lúta íslenzkum lögum. Megináherzlu ber að leggja á, að staðsetningu slíkra iðnfyrir- tækja sé, ef til kemur, þannig hagað, að hún stuðli að jafnvægi í byggð landsins. Þess sé og jafnan gætt, að tryggja efnahagslegan og tæknilegan grundvöll þess, að íslendingar geti sem fyrst tileinkað sér þú þekkingu og verkkunnáttu, sem flytjast kann inn í landið á þennan hátt, svo að slíkur iðnaður geti orðið alíslenzkur sem aílra fyrst. Þess sé og jafnan gætt að erlend fjárfesting verði aldrei nema lítill hluti af heildarfjárfest- ingu þjóðarinnar. (Framh. á bls. 7). Laxaseyðum sleppt í Hörgá. (Ljósmynd: E. D.) LAXINN STEFNIR TI LANDS í HAFDJÚPUNUM eru millj- ónir stórra, feitra og fagurra laxa, sem ýmist eru á hraðri leið til lands og jafnvel komn- ir upp undir árósana. í sumum löndum fer því veiðitíminn í hönd þótt við verðum enn, hér á landi, að bíða nokkrar vikur þangað til tærar og svalar berg vatnsár hafa heillað til sín kon ung fiskanna. En það afl, sem knýr laxinn frá allsnætgum sjáv arins upp í hið ferska straum- vatn ánna okkar mun eigi verða minna en áður og lætur senn til sín taka. — En yfir lifnaðar- háttum þessa fagra fisks er allt af jafn mikill töfrablær. Veiðimennirnir eru háðir öðru afli en álíka sterku og hef ur það ekki leynt sér í fréttum af keyptum veiðiréttindum í laxám landsins. Hinar mörgu og verðmiklu laxveiðiár flestra landa eru í meira eða minni hættu, sem veiðiár. Virkjanir, affall frá iðjuverum og milljónaborgum spilla laxgöngum. Laxveiði í sjó er víða stunduð af kappi og dregur það einig úr laxgöngum upp í árnar. Hér á landi eru slíkar veiðar ekki leyfðar. Með ýmsum hætti er á hinn bóginn tækni og vísindi notuð í þágu fiskiræktar í ám og vötn um og ýms þau vatnasvæði, er áður höfðu af öðru að státa en eftirsóttum fisktegundum, bjóða nú stangveiðimönnum hina eftir sóttu aðstöðu til veiða. Slíkt hefur jafnvel gerst hér á landi og hefur á sumum stöðum ekki þurft mikið til, e.t.v. lítið meira en taka litla hindrun úr Iaxa- vegi. Hér á landi er laxveiðiár marg ar og eru veiðihlunnindin orð- in mjög verðmæt, skifta jafnvel milljónum króna ef þau eru seld veiðifélögum eða einstakl- ingum. Og hingað til lands hef ur hnignun laxgangna og stang veiða ekki náð ennþá. ísland er eitt þeirra fáu landa í heimin- um, sem heldur sínu í þessu efni og vel það. Þó er meira um það vert hve möguleikarn- ir, enn ónotaðir, eru miklir, svo að segja um land allt. Nýlega var frá því sagt í fréttum, að bændur í Húna- vatnssýslum leigðu ár sínar til stangaveiða fyrir á fimmtu millj ón króna það ár sem nú er að líða. Af þessu má sjá, að hér er ekki um neitt hégómamál að ræða, heldur mikilvægt fjárhags atriði, sem sjáifsagt er að nota eftir því sem hinar ýmsu ár hafa eiginleika til. Hitt er svo annað mál, hvort laxveiðarnar sjálfar eru ekki hégóminn einn. Um það virðast skiptar skoðanir og naumast mun að þeim gróða- vegur að öllum jafnaði. En slíkt á við um margt, sem gleði veitir en er fjárhagslega óhag- kvæmt. Og staðreyndin er sú, að samkvæmt framboði og eft- irspurn, sem ráðið hefur leigu íslenzku ánna til þessa, er eng- in hætta á minnkandi eftir- spurn meðal veiðimanna og nokkurn veginn vist, að eftir- spurnin eykst á næstu árum, eins og hún hefur aukizt á síð- ustu árum. Leiga sú, sem landeigendur fá, er að mestu leyti fundið fé, þar sem óvíða hefur verið lagt í kostnað vegna ánna, að nokkru ráði. Þegar á þetta er litið og menn hafa það jafnframt fyrir augunum, að ár, sem voru alger lega- fisklausar fyrir nokkrum úrum eru orðnar verðmætar veiðiár, verður naumast afsak- að að láta hina ónotuðu mögu- leika bíða enn um langa stund. íslenzku árnar eru enn of lítið rannsakaðar. Vitað er að þær eru misjafnlega góðar fóstrur laxa og annarra nytja- fiska. Einnig er talið víst, sam- kvæmt erlendum rannsóknum, að hver á geti af eigin ramm- leik aðeins skilað ákveðnu há- marki af laxaseyðum í göngu- stærð. En hvort tveggja er, að það er hægt að bæta uppeldis- skilyrði ánna og jafnvel er hægt að „komast fram hjá þeim“ með því að ala laxinn í klak- eða eldisstöðvum í göngu- stærð og sleppa honum þá fyrst í veiðiána. Með því móti er jafnvel unnt að gera þær ár að veiðiám, sem sjálfar eru ekki færar .um að ala upp lax eða silung. En þótt árnar hafi ekki enn hlotið þá rannsókn, sem á að vera undirstaða stóraukinn- ar fiskgengdar og veiða er mjög jákvæð reynsla í þessu i huganum nokkrum sinnum efni á ýmsum stöðum. Laxaseyðin í íslenzkum ám eru 3—5 ár í ánum og eru að- eins 10—15 sm löng er þau, oft- ast á vorin, ganga í hópum til sjávar. Þau hafa rétt áður feng- ið silfurgljáandi lit og uggarn- ir hafa dökknað. í árósnum nema þau staðar og aðlaga sig nýju umhverfi og söltum sjó. í þessum fyrsta áfanga eru marg- ar hættur, því fuglar og aðrir fiskar eru hvarvetna á hnot- skóg. Líklegt er talið, að laxa- seyðin dreifi sér um stór haf- svæði í ætisleit. Laxinn virðist ekki halda sig á venjulegum fiskveiðislóðum, því sjaldan veiðist hann á venjulegum veiðislóðum fiskiskipanna. En um ferðir hans er lítið vitað. Við Gi-ænland veiddust síð- asta ár um 1400 tonn af laxi, sem er stórkostleg veiðiaukn- ing. Talið er, að mikið af þess- um laxi sé alið upp í ám Nor- egs, Svíþjóðar og Skotlands og þykir mörgum miður að höggv- in séu svo stór skörð í laxastofn inn áður en hann nær til heima- stöðva sinna. En þangað liggur leið allra laxanna til að hrygna og viðhalda stofninum. Samkvæmt merkingum á laxi fer hann miklar vegalengdar og á ferðalagi sínu fer hann oft 20—40 km á sólarhring, miðað við beina línu milli merkingar- staðs og veiðistaðs. En enginn veit hve beina eða krókótta leið hann fer á ferðalagi sínu í haf- inu. Vitað er, að hann hefur farið 100 km á einum sólar- hring. Og vitað er að lax hefur veiðst 2400 km frá merkingar- stað, svo langförull er þessi fagri og skemmtilegi fiskur. Þar sem bezt hefur verið fylgst með laxinum hefur kom- ið í ljós, að yfir 90 af hverjum 100 löxum, sem endurheimtast, koma í sína heimaá, og er það mikil ratvísi. Það nægir, að gönguseyði, sem sleppt er í á, sé aðoins nokkra daga í ánni. Á þeim tíma fær seyðið „tilfinn- ingu“ fyrir ánni og leitar þang- að aftur á sínum tíma. Þcgar lax gengur úr sjó, er sagt að hann nemi staðar við ár- ósana til að venjast ferskvatn- inu á sama hátt og hann áður þurfti, sem gönguseyði að venj- ast hinu salta vatni. Að því búnu gengur hann oft langar leiðir upp eftir ánum án þess að nema staðar. Við straum- þungar flúðir eða aðrar torfær- ur stöðvast hann þó oftast eitt- hvað. Stærsti laxinn gengur fyrst í árnar og gengur lengst. Hann velur sér líka þau hrygn- ingarsvæðin, sem lengst eru frá sjó. Laxinn tekur litla sem enga fæðu eftir að hann geng- ur í árnar og heldur kyrru fyr- ir er hann er kominn nálægt hrygningarstöðvunum, helzt þar sem lítið ber á og vatnið er ekki straumþungt. Fyrstu laxarnir ganga í sum- ar íslenzkar ár seint í apríl- mánuði, en laxagöngurnar hefj- ast ekki fyrir alvöru fyrr en um mánaðamótin Ma -júní og í sumar ár gengur laxinn ekki fyrr en í júlí. En í þeim mán- uði eru laxagöngur mestar og standa þær yfir allt fram í sept- ember. Veðráttan hefur mikil áhrif á allar þessar göngur og eru nokkur áraskipti að því hve snemma laxinn gengur. Eftir hrygninguna í ánum er laxinn magur og veikburða, HINN 1. apríl n.k. hefst voráætl un Loftleiða, en með henni fjölgar áætlunarferðum milli ís lands og annarra Evrópulanda úr 10 vikulegum í 14 ferðir fram og til baka, en Bandaríkjaferð- unum úr 5 í 14. Sjö vikulegar ferðir verða milli íslands og Luxemborgar, en þær verða farnar með hinum nýju Rolls Royce flugvélum félagsins. Cloudmasterflugvélarnar verða sem fyrr í förum milli íslands og hinna Norðurlandanna fjög- urra, Stóra-Bretlands og Holl- lands. Voráætlun Loftleiða gildir til 17. maí, en þá hefst sumaráætl- unin, en með henni verður sú aðalbreyting að eingöngu Rolls Royce flugvélar verða í förum milli Bandaríkjanna og íslands. Á tímabilinu frá 1. apríl til 31. maí bjóða Loftleiðir hin hag- stæðu vorfai-gjöld milli íslands og annarra Evrópulanda, en sú lækkun nemur um 25% frá venjulegum fargjöldum en flug félögin hafa tekið upp þessi far ” gjöld í því skyni að auðvelda viðskiptavinum sínum að njóta vor- og sumarveðráttu í sólrík- um löndum. Er þessi árstími ís lendingum af ýmsum öðrum á- stæðum einnig mjög heppilegur til ferða, og fjölgar þeim mjög árlega, sem vilja njóta sumars hér heima en ferðast vor eða haust til að sækja sér sumar- auka. -Gei't er ráð fyrir að í vor og sumar verði nokkrar hinna 5 Cloudmasterflugvéla Loftleiða notaðar til leiguferða. Hefir þeg enda drepst þá mikið af hon- um. Er hann þá kallaður hob- lax. Eitthvað af honum gengur niður árnar er ísa leysir næsta vor og kemur þá aftur til að hrygna. Þriggja til sex punda laxar hafa aðeins verið eitt ár í sjó og er auðséð á því hve laxinn vex ótrúlega ört í sjónum. Eftir tveggja ára dvöl í sjó er laxinn 65—80 sm langur og vegur þá 6—12 pund. Þeir laxar sem stærri eru kallast stórlaxar og eru enn eldri. Brátt fara menn að hyggja að veiðarfærum sínum, þeir, sem í sumar hyggjast stunda lax- veiðar, bæði línu stöng og hjóli. Góður stangveiðimaður athug- ar einnig fluguboxið og talar ekki allt of mikið um það heima hjá sér hvað hver fluga kostar. Heppnir eru þeir veiðimenn, sem þegar hafa tryggt sér leyfi til veiðanna í góðri eða sæmi- legri veiðiá fyrir „sanngjarnt þegar fyrir hendi nokkur og verð“ og geta skroppið þangað meðan jörð enn er freðin, ís fyrir landi og sjálfur konungur fiskanna ennþá einhvers staðar úti í hafsauga. En þegar að því kemur að alvöruferðin hefjist og raunverulegar laxveiðar, skyldi hver og einn treysta sinni eigin athugun og reynslu meira en annarra, þegar fyrstu sporin hafa verið stigin. (Hér hefur m. a. verið stuðst við erindi Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra). □ ar verið fullsamið um allmarg- ar ferðir en fleiri eru ráðgerðar. Mikil aukining verður á flug- liði Loftleiða vegna vor- og sum arstarfseminnar, og er t.d. gert j'áð fyrir að í sumar verði um 170 flugfreyjur starfandi hjá félaginu. (Fréttatilkynning). TÍMARITIÐ FLÓRA BLAÐINU hefur borizt Flóra, tímarit um íslenzka grasafræði, sem gefin er út á Akureyri und- ir ritstjórn grasafræðinganna, Helga Hallgrímssonar, Harðar Kristinssonar og Steindórs Steindórssonar, 2. ár 1964. í formála segir Helgi Hall- grímsson, að rit þetta hafi hlot- ið betri viðtökur en útgefendur þorðu að vona, og þakkar jafn- framt styrk úr ríkissjóði og Menningarsjóði KEA. Steindór Steindórsson ritar að þessu sinni aðalgrein, og fjall- ar hún um gróður á miðhálendi íslands og mun framhald henn- ar birtast í næstu heftum. Er hér um mjög fróðlega ritgerð að ræða. Þá skrifar Guðbrandur Magnússon greinina, Gróður Siglufjarðar (Hvanneyrar- hrepps), Hörður Kristinsson um íslenzkar engjaskófir, Helgi Hallgrímsson þátt um burnirót- ina, Helgi Jónsson á Gvendar- stöðum um rannsóknir sínar á Vestfjörðum og Steindór Stein dórsson flóru Grímseyjar. Þá eru í þessu riti greinar um gras garðinn á Akureyri, nýja sveppa tegund, friðun plantna og þorra gróður eftir Helga Hallgríms- son. VORÁÆTLUN LOFTLEIÐA RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga 28 KHKHKHKHKHKHKBJ eldri konur. Hún rauk beint á Eirík: — Sælir, herra Hamar! Það var indælt að þér gátuð kom- ið! Já, þér þekkið mig auðvitað ekki, ég er frú Raft. (Jú, F.iríki var kunnugt, er hann heyrði nafnið, að þetta var mjög fjölleitin og umrædd kona). — Þér megið ekki reiðast því, að ég er hérna, en mér fannst ég ekki geta skilið við Vilhelm, aumingja drenginn, hann er svo algerlega bugaður og brákaður, skal ég segja yður. — Viljið þér ekki setjast! — Jti, þakka yður.fyrir, sagði Eiríkur og settist. En ég vildi gjarnan hafa tal áf honum. — Hann kemur, hann kemur, sagði hún og hnipraði sig saman uppi í skinnstól, — og ég skal vissulega fara, svo að jrið fáið að vera einir, — en ég fæ víst að sitja hérna joangað til hann kemur? — Eg hefi kvöldið fyrir mér, frú Raft, svo það veldur mér engum óþægindum, jovert á móti. — Og joað gerði hann ekki heldur. Eiríki þótti gaman að horfa á hana. — Hugsa sér hve svívirðilega hraklegt joetta er! Og Vil- helm sem er svo duglegur og góður piltur. Eg hefi heyrt margt ruddalegt á ævi minni, — já, ég hefi reynslu, skal ég segja yður, Hamar, en annað eins og Jretta hefi ég aldrei heyrt! Að hugsa sér hve góður hann hefir verið, og hve mörgum hann hefir lijálpað! — Og svo Joessi andstyggilegi Friðriksen! — Yður geðjast jrá ekki að honum, frú Raft? — Nei, Joað getið Jrér bölvað yður upp á að ég geri ekki! Reglulegt svín, skal ég segja yður, — jú, jii, ég Joekki hann. Hann hefir farið á fjörurnar við mig, skal ég segja yður! — Jæja, hefir hann það? — Já, ég á ekki við að ég furði mig minnstu vitund á því, frú Raft. — Æ, þér Hamar, kumraði hún innra með sér. — „Ekki öl á slíkri stund,“ — er það ekki þannig sem Jrað hljóðar hjá Ibsen? — En ég sagði við hann, nei, Friðriksen, ég hefi ekki þörf fyrir yðar jafnaldra, ekki enn, að minnsta kosti! — Að hugsa sér annars, hve heppilegt Jrað var aÓ Vilhelm skyldi ná í yður. Ég sé Jrað á yður að Jrér eruð ágætis maður bæði ytra og innra! Mér finnst eins og ég |>ekki yður svo prýðis vel! — Hver veit nema við höfum verið góðkunningjar í ann- arri tilveru! — Guð, eruð Joér guðspekingur? — Nei, ég sagði Jretta aðeins til að segja eitthvað. Hún kumraði aftur lítið eitt: — Vitið Jrér hvað, ég held að Jrér séuð hættulegur maður, Hamar. . . . Bjartur kom einmitt á réttu augnabliki. Hann var ódrukkinn í augnaráði og leit yfirleitt fullorðinslegar út, heldur en Eiríkur hafði séð hann nokkru sinni áður, — eða stafaði þetta ef til vill af því, að hans eigið heimili gæddi hann einskonar virðuleika? — Sælir, Hamar, velkominn! Eiríkur reis úr sæti: — Sælir, jæja? Hafið þér farið yfir plöggin? — Já, það hefi ég. — Heyrðu Nanna. — Frú Raft spratt upp, — spræk er hún, hugsaði Eirík- ur, — hún leit hrygg — barnsleg á Bjart. — Nú skal Nanna fara. En Jdú manst hverju Jrú lofaðir, Vilhelm? — Já, og ég efni ]>að líka. Hún gekk til dyranna, en sneri sér þar við og leit bros- andi á Eirík: — Við höfum leyndarmál, Vilhelm og ég. — Þér fáið kannski að vera með. Ef Jrér eruð reglulega góður! — Bless strákar mínir! Þeir stóðu báðir stundarkorn þegjandi, eftir að hún var farin, báðir dálítið viðutan. — \’iljið Jrér ekki sjá húsið mitt, Hamar, sagði Bjartur loksi'ns. Síðan gengu þeir þögulir um öll herbergi hans. Eiríkur glápti af undrun: Þetta stóra og íburðarmikla glæsi- lega, manntóma hús handa löngum og fölum vandræðaleg- um pilti 25 ára að aldri! Þeir fóru ofan í kjallarann og sáu vínfangaklefann, gufubaðið og knattborðsstofuna, þeir gengu um salina tvo, borðstofuna, nægilega stóra handa 40 manns, — málverk, gömul húsgögn, allt. Er Jreir loks námu staðar í bókasafninu, sagði Eiríkur: — Hve mörg bindi hafið þér hérna, Bjartur? — Um fimmtán hundruð bindi, býst ég við. — Þykir yður gaman að lesa? — Mér gæti víst þótt Jrað, en ég hefi engan frið í mér til þess að setjast niður með bók. — Hvað gerið Joér þá í þessu mikla húsi, þegar Jrér eruð aleinn heima? — Ég er næstum aldrei heima. Og bókstaflega aldrei ein- samall. Ojú, annars, Jrað kemur fyrir. Þá sit ég fyrir framan arininn. — Þá er það sennilega ætlun heiðraðs htisbóndans að við gerum það líka í kvöld? — Já, þar er það bezt. Viljið Jrér viskí? — Takk fyrir. Þeir fóru sömu leið til baka. Bjartur kom með viskí og selters, þeir blönduðu í glösin, sátu þögulir og horfðu inn í eldinn. — Hún leitaði á yður líka, sagði Bjartur allt í einu stilli- lega. Eiríkur hafði gleymt frii Raft og áttaði sig Jrví ekki undir eins. — Hver? Æ, frú Raft eigið }>ér við? — Nanna, já. Hún gat ekki stillt sig. — Jæja, hamingjan góða. Við töluðum saman í tvær mín- útur, sagði Eiríkur vandræðalega. — Ein mínúta næg'ir, hrópaði Bjartur og Joaut skyndilega upp, ein sekunda er nóg! — Bjartur, verið þér nú rólegur, sagði Eiríkur og varð var lítillar taugakviku hjá sér. Ég hefi enga hugmynd um kon- una, enga hugmynd um afstöðu yðar til hennar, hefi ekki minnsta áhuga á henni. Mér finnst að við ættum að tala um viðskiptamálin, eins og til var ætlast, og til þess er ég hingað kominn. — Afstaða mín til hennar er mjög einföld og blátt áfram, sagði Bjartur. Ég elska hana. Það er ekki satt að þér hafið engan áhuga á henni. Þér drýgðuð hór með henni í hjarta yðar, eins og komist er að orði í Biblíunni! Það sá ég í aug- unum i yður. — Annars vil ég líka helzt tala um viðskipti, sagði hann og settist niður. En hvorugur þeirra hóf máls. Þrjár eilífar mínútur liðu, meðan Eiríkur var að átta sig á Jrví, að Bjartur hefði samt séð rétt: hann hefði raunverulega orðið snortinn af konunni Jreirri arna, — en nii sagði Bjartur: — Þér megið ekki vera reiður. Við skulum drekka ofur- lítið, svo að ég jafni mig. Hann tæmdi glasið, hann hafði Jrennan raunverulega gráð uga drykkjumanns ánægjusvip, er hann drakk, — eins og hann væri að belgja í sig hreinu uppsprettuvatni. Hann hall- aði sér afturábak í stólnum og sat um hríð með lokuð aug- un. — Er það ástarrugíingur, — eða hvað er Jrað annars sem farið hefir svo illa með yður, Bjartur? spurði Eiríkur, — af- sakið annars slíka spurningu. — Spyrjið bara! sagði Bjartur, — nei, ég veit Jrað ekki, það er sennilega margt, ég sjálfur fyrst og fremst. — Fruð þér mjög sárhryggur út af því, sem nú hefir gerzt? — Já, Jjað er ég. Ég vildi helzt skjóta mig, en ég er of hug- laus til Jress. —• Mér er svo óskiljanlegt Jrað sem Jrér segið, að ég verð að halda áfram að spyrja, annars skil ég ekki neitt í neinu. — Spyrjið bara, eins og ég sagði áðan. — Jæja, — ég á við: Þér komist samt út úr Joessu með talsverðan fjárstofn. Tvö hundruð Jrúsund eru allmiklir peningar. — Það eruð sennilega þér, sem hafið komið þessu í kring? — Já, Jrað var svo að vísu. Bjartur reis upp í stólnum og rétti fram höndina: — Þakka yður fyrir. Eiríkur Jrrýsti hönd hans. — En hvaða gagn er annars í Jressu, fyrst þér eruð jafn svartsýnn eftir sem áður? — Jæja, en Jretta var fallega gert af yður. Ég vildi óska að ég hefði Jtekkt yður áður, — Jrótt Jrað hefði samt sennilega ekki stoðað neitt heldur. — En verra hefði Jró verið, hefðuð Jrér orðið alveg snoð- inn og snauður? — Já. En hvað á ég að gera við Jressa peninga? Festi ég ]>á í banka, fæ ég um tólf þúsund krónur í vexti — eða eitt- hvað í þá áttina. Og það er þó hvorki til að lifa á eða devja. — En góði Bjartur, J^að eru há laun fyrir bezt menntuðu menn landsins. Og Jrað er ekki tíundi hluti Jajóðarinnar okkar, sem fær svo mikið. — Hvað stoðar það mig? Ég fer í hundana á þann hátt samt sem áður. — Ég er miklu bjartsýnni á Jretta. Þér komið nú í heil- brigðari og sannari afstöðu til alls og allra. Hvað hafið þér nú til dæmis hugsað yður að gera við húsið hérna, — já, ég spyr í fyllstu hreinskilni, — finnst yður nokkurt hæfilegt Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.