Dagur - 14.04.1965, Síða 4

Dagur - 14.04.1965, Síða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Skólarnir RÁÐGERT ER að stofnsetja þrjá nýja menntaskóla, fyrir liggur frum- varp um breytingar og endurbætur Háskólans, rætt er um háskóla á Ak- ureyri o. s. frv. Á rökstólum sitja nú nefndir til að gera tillögur um end- urskipulagningu alls skólakerfisins og kennslufyrirkomulags og er lík- legt að gagnlegar breytingar geti af því sprottið, þar sem um heildar- athugun er að ræða. í blöðum og útvarpi hafa menn rætt skólamálin og sýnist sitt hverjum. En allar um- ræður um skólamál bera því vitni, að framundan munu meiriháttar breytingar, svo mjög er núverandi skólalöggjöf gagnrýnd. Sennilegt er, að þær breytingar verði komnar á að einhverju leyti, áður en þau fræðslulög sem við höfum búið við í þrjá áratugi, hafa á sumum stöðum tekið gildi í verki. Rætt hefur verið um að efla Ak- ureyri sérstaklega sem skólabæ og er vissulega ástæða til að gefa því gaum. Jafnvel háskólahugmyndin er um- hugsunarverð. Ýmislegt liggur þó nær og er í senn meira aðkallandi og auðveldara í framkvæmd. Akureyri er iðnaðarbær en Iðnskóli Akureyr- ar er á götunni og hefur ríkt stór- furðulegt tómlæti um það mál. Tækniskóla vantar tilfinnanlega og væri hann vel staðsettur í höfuðstað Norðurlands. Verzlunarmenntun er tiltölulega auðvelt að veita hér á Ak- ureyri, bæði bóklega, sem hliðar- grein í skólum þeim, sem fyrir eru, og verklega menntun bæði í fyrir- tækjum samvinnumanna og einstak- linga. Hjúkrunarmenntun mtin óvíða vera eins auðvelt að leysa að vissu marki og með minni tilkostn- aði en á Akureyri og þannig mætti raunar lengur telja, sem alls styður j>að málefni, að efla Akureyri sem skólabæ. En Jtað er sorgleg staðreynd að á sama tíma og fyrirhugað er stórátak í byggingu nýrra skóla, skuli margir tugir ungmenna hér við Eyjafjörð, í einu blómlegasta héraði á Norðurlandi, hvergi fá skólavist Jtegar barnaskóla sleppir. Óhugsandi er, að norðlenzkir bændur uni því með J>ögn og þolinmæði til lengdar, að fá svo nauman skammt tekna, sem raun ber vitni, og verða í ofanálag að l)úa við mun verri menntunar- skilyrði fyrir börn sín, en þeir þegn- ar þjóðfélagsins, sem í þéttbýlinu búa. Það er svo önnur saga, hversu skólum ])eirn, sem nú starfa, tekst hið vandasama hlutverk sitt, að auka menntun og manndóm nemenda sinna, og verður það ekki rætt að sinni. □ Frá Stærra-Árskcgskirkju Á sl. ári fóru fram gagngerðar endurbætur á Stærra-Árskógs- kirlcju, einkum að innan, en ár- ið áður hafði kirkjan verið lag- færð nokkuð að utan. Endurbæt urnar á sl. ári voru í aðalatrið um þessar: Aðalkirkjan öll þiljuð innan, veggir með spónaplötum, en loft með texplötum. Gólf á söng- lofti, kór, og hluta af aðalkirkju og forkirkju teppalagt, en hitt flísalagt. Kolaofn tekinn burtu, en rafhitunarkerfi sett í alla kirkjuna, að nokkru með rör- ofnum undir bekkjum, en að nokkru með þilofnum. Lýsingu breytt, bætt við ljósa krónu, (16 ljós), og nokkrum veggljósum. Kolageymslu breytt í snyrtiherbergi, með handlaug og vatnssalerni. Handrið sett við stiga upp á söngloft. Sett var tvöfalt gler í alla glugga aðal- kirkjunnar, og litað g!er í glugga í kór og skrúðhús. Veru legar lagfæringar voru gerðar á turni. Þá var öll kirkjan máluð innan, og að nokkru að utan. Yfirsmiður var Sveinn Jóns- son húsasmíðameistari Ytra- Kálfskinni, málaravinnu fram- kvæmdu þeir bræður Hannes og Kristján Vigfússynir Litla-Ár- skógi, en Raforka hf. Akureyri sá um raflögn. Heildarkostnaður varð um kr. 332.000.00. í sambandi við þessar endur bætur á kirkjunni má taka fram að þar er hvergi um neinn íburð að ræða. Hinsvegar mun það samhljóða álit þeirra, sem kirkj una hafa skoðað, að eins og hún er nú, sé hún í sínum einfald- leik bæði stílhrein og fögur, og hið virðulegasta guðshús, enda almenn ánægja innan safnaðar- ins með hversu til hefur tekist. í tilefni af þessum fram- kvæmdum bárust kirkjunni margar og góðar gjafir, bæði peningar og munir, alls að verð mæti um kr. 135.000.00. Fylgir hér með greinargerð um þessar gjafir og áheit, ásamt nokkrum eldri gjöfum, sem ekki hefur verið getið opinberlega áður. minningagjafír Minningagjöf um hjónin Rósu Loftsdóttur og Einar Jónsson, gefin af 5 börnum þeirra, sem á lífi eru, en þau eru: Jón, Guð- rún, Þórey, Sigurlaug og María, minningagjafabók, ásamt pen- ingum kr. 3.000.00. Minningagjöf um Guðrúnu Jóhannesardóttur, gefin af Snorra Sigfússyni og börnum kr. 2.100.00, til að fegra kring- um kirkjuna. Minningagjöf um Jens kristj- ánsson Buck Stærri-Árskógi, gef in af ekkju hans, Signýu Jón- asdóttur, börnum og tengda- börnum, ljósakróna úr kristal með 8 Ijósum. Minningagjöf um Vigfús Kristjánsson Litla-Árskógi, gef in af ekkju hans Elísabeti Jó hannsdóttur, 8 veggljós úr kristal, hvert 2ja ljósa. Minningargjöf um hjónin Hall fríði Sigvaldadóttur og Svein- björn Jónsson, ásamt 4 börn- um þeirra sem eru: Björn Júlí- us, Sigurpáll Jóhann, Magnús og Sveinfríður, gefin af þeim systkinum Margréti Sveinbjörns dóttur og Sigurði Sveinbjörns- syni kr. 4.000.00. Minningagjöf um Elínu Jó- hannsdóttur og Pál Benidikt Pálsson, gefin af Elísabeti Jó- hannsdóttur og börnum hennar, 4 veggljós úr kristal, hvert 3ja ljósa. Minningagjöf um Valgerði Marinósdóttur, gefin af Ingi- björgu Einarsdóttur og Marinó Þorsteinssyni, ljósakróna úr kristal með 16 Ijósum. Minningagjöf um Hauk Frí- mannsson, gefin af ekkju hans Kristínu Björnsdóttur, kr. 2.000. AÐRAR GJAFIR OG ÁHEIT a) peningagjafir: Emiiía Jónsdóttir og Stein- unn Bjarnadóttir Hátúni kr. 500.00. Einar Jónsson frá Ytra-Kálfskinni 400.00. Krist ín Jóhannsdóttir og Svein- björn Jóhannsson Steinnesi 1.000.00. Antonía Antonsdótt ir Sólgörðum 1.000.00. Jóna Jóhannsd. og Jóhann Ás- mundsson Svalbarði 600.00. Valentín Sölvason Lækjar- bakka 500.00. Kristín H. Jóns dóttir Ásbyrgi 1.000.00, Svan ALMENNA bókafélagið sendir nú frá sér fyrstu útgáfubækur sínar á þessu ári. Eru það mán aðarbækurnar fyrir janúar og febrúar, og að auki ný ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson, en hún er gefin út í félagi við Bóka verzlun Sigfúsar Eymundsson- ar. Janúar-bókin, Mannþing eftir Indriða G. Þorsteinsson, er þriðja safnið af stuttum sögum þessa vinsæla höfundar, en fimmta skáldrit hans. Sögurnar í Mannþingi, ellefu talsins, eru skrifaðar allt frá árinu 1958 til haustsins 1964. Þær eru, eins og fyrri sögur Indriða, sprottn- ar úr nútíðinni, og nær engin þeirra aftar en síðasta skáld- saga hans, Land og synir, sem fjallaði um tíðaskiptin, sem gerð ust í þjóðfélaginu við aðsteðj- andi heimsstyrjöld. Bókin er 131 bls., prentuð í Víkingsprenti og bundin í Fé- lagsbókbandinu. Febrúar-bók AB er Kína eft- ir Loren Fessler, en þýðandinri er Sigurður A. Magnússon. Þetta er ellefta bókin í bóka- flokknum Lönd og þjóðir og fjallar að upphafi umlorna sögu og einstæðan menningararf kín versku þjóðarinnar, en seinni helmingur bókarinnar fjallar einkum um síðustu hundrað ár in og þó umfram allt um næst liðna áratugi, „sem skipt hafa sköpum í allri þróun Kínverja og valdið meiri straumhvörfum í lífi þeirra, hugsunarhætti og siðvenjum en nokkuð annað í langri sögu þeirra“, eins og seg ir í formálanum. Höfundurinn björg Árnadóttir Sólgörðum 500.00. Ungmennafél. Reynir 15.000.00. Úr gjafakassa kirkjunnar og ónafngreindar gjafir, 2.000.00. b) aðrar gjafir: Kvenfélagið Hvöt, Altaris- klæði, tjöld fyrir skrúðhús- dyr, jólatré með skrauti og rafljósasamstæðu, og teppi á gólf kirkjunnar, (alls að verðmæti um kr. 45,000,00). Jón Einarsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir, dúkur á altari. — Guðrún Einarsdótt ir Ytra-Kólfskinni, blóma- vasar og blóm á altari. Kristj án Vigfússon Litla-Árskógi: Tafla fyrir sálmanúmer. — Hannes Vigfússon Litla-Ár- skógi: Handrið við stiga upp á söngloft. Ásta Marinósdótt ir og Sveinn Jónsson Ytra- Kálfskinni: Ryksuga. Soffía Vigfúsdóttir Akureyri: Ljósa króna úr kristal með 4 ljós- um. Ollum þessum gjöfum fylgir sú ósk gefanda að þær megi verða kirkjunni og söfnuðinum til blessunar. Fyrir hönd kirkjunnar og safn aðarins flytur sóknarnefndin öll um gefendum alúðarþakkir. í sóknarnefnd Stærra-Árskógs sóknar: Marinó Þorsteinsson, Kristján Vigfússon, Sigurður Stefánsson. er bandarískur menntamaður, sem verið hefur langdvölum í Kína og er þar öllum hnútum kunnugur. Þá er myndaval bók arinnar að sama skapi afburða- skemmtilegt og fróðlegt. Bókin er 176 síður, sett í prentsmiðjunni Odda, en prent uð í Verana á ftalíu. Þriðja bókin, Mig hefur dreymt þetta áður, er fimmta Ijóðabók Jóhanns Hjálmarsson ar, en auk þess hefur hann gef ið út safn ljóðaþýðinga. Þó að höfundurinn sé enn kornungur fæddur 1939, hafa bækur hans þegar vakið mikla athygli með al bókmenntamanna og örugg- lega mun þessi nýja ljóðabók hans ekki þykja síður athyglis verð og forvitnileg. Bókin er áttatíu blaðsíður, myndskreytt af Sverri Haralds syni listmálara, en prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. VOPJÐ 30 ÁRA ÚT er komið jan.—marz hefti Vorsins 1965, sem er tímarit fyrir börn og unglinga og gefið út á Akureyri. Ritið er nú 30 ára og er þess minnst í þessu hefti. Stofnandi var Hannes J. Magnússon skólastjóri og gaf hann það einn út fjögur fyrstu árin, en síðan í félagi við Eirík Sigurðsson skólastjóra. Tímaritið Vorið, sem kemur út fjórum sinnum á ári, hefur alltaf notið vinsælda og er jafnan kærkomið lestrarefni á hvert heimili, þar sem börn og unglingar eiga heima. □ LEIKRIT EFTIR LÖF SÝNT í FYRIR skömmu var ég stadd- ur í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík þar sem sýndur var nýmóðins leikur fyrir troðfullu húsi. Efni hans var mestan part þrautleið inlegt fyllirí og ruddalegt klám. Allt var tætingslegt eins og á vitlausraspítala. Enda þótt þarna væru auðsjáanlega dug- legir leikarar að verki, orkaði sýningin á mig eins og martröð, þrúgandi og dapurleg. Það var því líkast að koma úr neðri byggðum Hadesarheims inn í dómkirkju er ég rétt á eft ir var boðinn á leik í Freyvangi eftir Nobelsverðlaunaskáldkon- una Selmu Lagerlöf. Ævintýra- heimur hennar er ævinlega heill andi, til orðinn fyrir áhrif frá gullöld rómantísku stefnunnar. Veröld hennar stjörnum stráð og norðurljósum eins og Sigrún arljóð Bjarna, og guðsloga glædd. Þar er ástinni ekki sóað til óbóta og á glæ kastað eina ögurstund. Það byrjar eins og blærinn, sem bylgju slær á rein, þroskast óafvitandi eins og sæðið sem grær og vex, unz hún brýzt út með ósigrandi afli, sterkari en hel. Efnið er af líkum uppruna og í hinni frægu Gösta Berlings Sögu, munnmælasagnir frá Vermalandi, inu fríða og fagn- aðarsæla, klæddar í skáldsögu- búning. Allt er þarna fallegt, sól skin yfir landinu, gleði í yfir- bragði fólksins, sem klætt er lit klæðum að hætti þeirra tíma. Út í þessa sveitasælu kemur ung ur aðalsmaður með unnustu sína í heimsókn til föðurbróð- ur síns, auðugs stórbónda og námaeiganda. Mærin, sem köll uð er „dúnunginn11, vinnur hvers mans hug og hjarta með fegurð sinni og viðmóti. Fjarska lega er hún barnaleg enda ung og reynslulaus, og horfir til festarmanns síns eins og guðs, og undrast það lítillæti, að hann skuli hafa tekið hana að sér, og er alveg blind fyrir göllum hans. Ungi maðurinn er reyndar ekki annað en útblásinn sjálfbirg- ingur, sem hefur gaman af að láta þennan sakleysingja dást að sér, en finnst með sjálfum sér, að hann hafi tekið niður fyrir sig, og þessi bakaradóttir, sem þar að auki er bláfátæk, sé honum naumast samboðin svo miklum manni. Það sem fyrir honum vakir umfram allt er að hlunnfara frænda sinn, sem er piparsveinn og býr með geð- stirðri ráðskonu í sveitinni. Tel- ur hann festaVmey sinni trú um, að frændinn sé lítill karl, sem auðvelt muni reynast að snúa peninga út úr, og að því á „dún unginn" að stuðla með blíðu sinni og barnslund. Brátt kemur þó í ljós, að frændinn er ekki annað eins lamb að leika sér að og haldið var. Hann sér í gegn um vef- inn og lætur sér fátt finnast um mannskap frænda síns. Hins vegar verður hann þegar í stað snortinn af barnslegri einlægni og töfrum ungu stúlkunnar, þó að hann berjist gegn þeim til- finningum með því að ástin og efinn vegast á í sál hans. Að áeggjan móður sinnar kemst hann loks að þeirri niðurstöðu að bezt muni verða að losa sig sem fyrst við hjúin með því að gefa þeim búgarð eins og til var ætlast af honum. En þá ger- ist það, sem vegur baggamun- inn: Strákurinn, sem nú þykist hafa komið ár sinni vel fyrir borð, ætlar að reka smiðshögg ið á fjárplóg sinn með því að selja frænda sínum nokkur verðlaus hlutabréf. Óðalsbónd- inn, sem vel skyldi, hvar fiskur lá undir steini, var reiðubúinn Nýjar bækui* frá AB 5 SELMU LAGER- FREYVANGI að fórna þessu líka. En þá opn ast loks augu Dúnungans fyrir lubbamennsku kærastans og hún segir í sundur með þeim. í sveitinni hefur smám sam- an önnur tilfinning þróast í sál hennar, ást á frændanum, sem hún finnur að meiri staður og styrkur er í. Og sú ást breytir henni úr hugsunarlausum krakka í fullþroska konu. Eg sé ekki annað en leikend- urnir skili yfirleitt hlutverkum sínum með prýði. Enginn undr ast það, þó að Guðmundur Gunn arsson, sem er þaulæfður leik- ari og leikstjóri, sómi sér hið bezta í gervi stórbóndans. Hitt vekur meiri furðu, kvað ungfrú Guðríður Eiríksdóttir, sem varla getur heitið að komið hafi fyrr á svið, leikur hitt aðalhlutverk- ið: Dúnungann, af næmum skilningi. Er hlutverkið þó eng an veginn auðvelt og krefst mik illar innlifunar. En æskufegurð hennar og barnsleg rödd, sem þó berst mjög vel af leiksviðinu fellur einkarvel að efni og vek ur þegar í stað athygli áhorf- andans á notalegan hátt. Berg- ráðsfrúin er mjög virðulega sýnd af Ingveldi Hallmundsdótt ur, sem einnig hefur séð um gerð búninganna með mikilli smekkvísi. Hallmundur Kristins son leikur skemmtilega hinn unga oflátung, og ráðskonu frændans leikur ungfrú Sigur- helga Þórðardóttir myndarlega. Hún mætti þó kannske vera ör lítið hrjúfari á yfirborðinu til að samsvara stéttinni. I leikrit inu eru þar að auki margar aukapersónur, vinnufólk og dansarar, sem Selma hefur allt af í pokahorninu til að lífga sveitarbraginn, og voru karlarn ir hver öðrum skemmtilegri. Leikfélag Öngulsstaðahrepps hefur færzt mikið í fang og lagt mikið á sig til að gera leik þennan sem bezt úr garði. Ger- ir það leikinn ekki sízt aðlað- andi, hvað leiksviðið er fagurt og samsvarar vel ævintýrablæ leiksins. Hafa margir lagt þar hönd að verki eftir fyrirsögn leikstjórans. En góðan og mikinn þátt í þessu á þó Óttar Björnsson á Laugalandi, sem málað hefur leiktjöldin. Það er ánægjulegt, þegar fé- lagsheimilin eru notuð til slíkr- ar starfsemi sem menningarbrag ur er að. Mun það sýna sig, að hæfileikar og kraftar eru nógir í hverju sveitarfélagi, þegar eft ir þeim er leitað, og hæfir því ekki að þegja yfir svo myndar legri starfsemi sem hér er á ferðinni, enda mun engan iðra þess að horfa á leik þessarar ágætu skáldkonu í Freyvangi eina kvöldstund. Benjamín Kristjánsson. GÓÐ GJÖF í DESEMBER s.l. barst kirkj- unni í Hrísey vegleg gjöf frá hjónunum Sigrúnu Gísladóttur og Vigfúsi Vigfússyni, Eiðsvalla götu 8, Akureyri, og börnum þeirra. Gáfu þau fagra kristals- ljósakrónu, sem lýsir nú upp kór kirkjunnar, og tvö vegg- Ijós af sama efni. Hér er um að ræða minningargjöf um Gísla son þeirra hjóna, sem búsettur var í Hrísey, en hann lézt árið 1940 og var útför hans gerð frá Hríseyj arkirkj u. Vil ég fyrir hönd safnaðai’ins í Hrísey flytja gefendum alúðarþakkir fyrir þessar fögru gjafir og þann hlý- hug, sem að baki þeim býr. Bolli Gústavsson. I RONALD FANGEN | EIRÍKUR HAMARj 1 Skáldsaga g I 295 I <HS<HS<HS<HS<HS<HS<HK " S<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS — Ég JdoIí ekki slíkar yfirlætisiegar athugasemdir um raunverulegan ástarhug. Ég hefi oft tekið þátt í (nú ýkir þú rækilega!) óhefluðu spjalli um ástleitni, en forsendan verður þó að vera sú, að við vitum hvað ást er. Mm. Ég á við.... — Um hvað eruð þér að hugsa? — Þér blátt áfram brosið. Eiríkur segir ósjálfrátt dálítið vandræðalega: — Já, mér dettur í hug að ég heimskaði mig á yður á fundinum í dag. — Heimskaði mig alveg miskunnarlaust! — Hvernig þá? — Jú, góðvinur yðar og samborgari, herra Sanne, spjall- aði æstur um lifnaðarháttu yðar og spurði svo, hversvegna í hamingjunnarbænum J)ér kvæntust ekki og lifðuð borg- aralegu lífi! — Og allt í einu hraut mér ósjálfrátt af munni: — Kannski af Jrví að munur er á ástarhug og ástleitni! — Þetta var auðvitað bjánalega sagt. Fylkir var fyndinn, og allir hlógu að mér. — Ég hefi því fyrr villst inn á yðar slóð- ir á Jiessum vettvangi! Það er annars skrítið. — Bjartur sagði Jireytulega: — Við erum víst harla ólíkir. Ég veit engan mun á Jiessu tvennu. — Ástarhugur. Ástleitni! Nei, mér finnst Jiað vera alveg ])að sama. Hann sat stundarkorn og virtist berjast v.ið að hugsa. Svo sagði hann: — Nú hefi ég fundið það! — Þetta stafar auðvitað af J>ví að ég hefi verið svo önnurn kafinn að hlaða undir sjálfan mig, að ég hefi ekki mátt vera að því að elska. En til að njóta hefi ég haft nægan tíma — eins og allir hinir. — En nú sögðuð Jrér einmitt að ])ér elskuðuð? — Já, J)ví nú var ég kominn Jrangað, og hið eina sjálfs- mat sem ég þarfnaðist, væri að hún yrði aðeins og eingöngu mín, hún sem vill eiga næstum alla. En hvað stoðar það nú. Eg er alveg bandóður eftir að hún sé og verði aðeins mín, skilji að J)að er hið eina sem er nokkurs virði að heyra hér til, eiga hér heima, hjá mér, mér, mér! — En skiljið J)ér nokkuð í þessu? Eiríkur spurði og varð óðar í vandræðum með spurning- una: — En hafið J)ér J)á engin svonefnd áhugamál? — Er ekki einu sinni til í vitund yðar, yðar eigið sjálf, eitthvað útaf fyrir sig án nokkurra tengsla við auðæfi og allt J)essháttar útvortis? — Jú, það er það víst á vissan hátt, en það er mér einkis virði. \rið skulum segja: eftir tvö ár, — þá er ég sennilega daglaunamaður eða slæpingur á bryggjunum í Ríó eða öðr- um áþekkum stað. Þá er ég sjálfum mér einkis virði! — Þér trúið J)á ekki á nokkurn skapaðan hlut? — Trúi? Nei. — Jú á auðæfi. Á sjálfan mig sem snilling, J)egar ég er ríkur, og lús J)egar ég er fátækur. Eiríkur stóðst ])etta ekki lengur. Hann óaði við ])essu, var sárgramur og samtímis smeykur. Hann sat og horfði á grannvaxna piltinn glæsilega með fallega, föla og enn nærri barnslega smettið, — og virtist að hann væri })að ömurleg- asta og óviðfeldnasta sem hann hefði augum litið. Nú vildi hann fara. — En viðskiptin. Gangið ])ér að skilmálunum? Bjartur hugsaði sig snöggvast um: — Já, að J)ví tilskildu að ég fái að halda íbúðunum mín- um í París og Lundúnum, og að ekkert fréttist af })essu fyrr en ég er kominn af landi burt, — segjum eftir hálfan mánuð, og að allt hérna sem er einkaeign mín, fatnaður og lauseyrir er J)að víst nefnt, — })að tek ég með mér. Teljið })ér nokkuð athugavert við ])að? — Nei, það held ég ekki. Það er víst óhætt. — Jæja, þá verð ég víst að ganga að skilmálunum. Ég er hlekkjaður niður á píslarbekkinn. Og nú skal ég ekki fram- ar blekkja fjölskyldu mína með því að reyna að gera nokk- urn skapaðan hlut! — — Nei, ég er fæddur looser. Ég skal reyna að sætta mig við það og njóta lífsins fyrir tvö hundruð })úsund krónur. Og komið J)ér til Parísar.... — Þá vil ég ekki sjá yður, greip Eiríkur framí. — Nei, nei, herra minn. Ég hefi næga kunningja. En samt, Hamar, ég })akka yður alla hjálpina. Ég gleðst við ])essa peninga, þrátt fyrir allt. — Eruð J)ér ánægður með tíu ])úsund? —. Ég?_Ég vil ekki sjá einn eyri! — Viljið þér })að alls ekki? — Nei, af og frá! Mér })ótti gaman af átökunum, — og rnjög gaman að heyra yður taka gleði í munn. Bjartur hló. — Ég sem er frægur fyrir að vera talinn glaðasti sprett- fiskurinn. — Leyndarmálið sem hún talaði um í kvöld var bara það, að við ætlum að hafa næturrall hérna kl. 12. — Þér áttuð að fá að vera með. — En það vil ég ekki. — Það þykir mér líka vænt um. Það eigið })ér ekki heima. Þér eruð mikilmenni, Hamar. Þér eruð víst einn þeirra sem trúa á hamingjuna og treysta henni. Eiríkur horfði fast á Bjart og varð æstur á ný: — Yður gæti ég gefið duglega á ’ann, ef ég stilltí mig ekki. Og nú fer ég. Sælir! — Hefi ég nú enn eiiiu sinni gert yður gramt í geði! Jæja, jæja. — Bless! Eiríkur leit á hann andartak, áður en hann gekk framí forstofuna. Bjartur var staðinn upp og stóð þarna hár og undrandi á svipinn í miðju forhallarflæminu. Úti var þokan enn þéttari en áður. VII Dagarnir liðu, en Eiríki varð lítið úr verki. Og J)að litla sem hann tók sér fyrir hendur örvaði í sífellu J)á hugsun hjá honum, að senn yrði Jressu að verða lokið, nú orkaði hann ekki lengur að halda Jressu áfram né megnaði hann lengur að standa í [ressu starfi. En að hætta? Hvernig þá? Átti hann að hætta að vinna? Hvað ætlaði hann fyrir sér, ])rítugur maðurinn? Senn mætti við })ví búast að öllu væri lokið hjá Fylki, (þótt hann léti ekki á neinu bera) — en jafnframt þótt hann hætti, — og. það einmitt sjálfs síns vegna, })á varð hann J)ó sjálfur að hefja starf á einn eður annan hátt, og gerði hann })að ekki, yrði hann að sækja um stöðu: nýtt viðfangsefni, nýtt })óf. Auðvitað gæti hann gert dálítið hlé, tekið sér frí um hríð. En það var alls ekki það sem hann átti við, er hann sagði við sjálfan sig, að nú yrði Jressu að verða lokið. Ofurlítil hvíld gæti auðvitað verið góð, og þá stæði hann sig ef til vill betur um hríð eftir á. —. En })að væri alveg óbærilegt að hugsa til þess að halda })ví sarna áfram, fást við nærfellt sömu verkefnin, viðskipti við sömu mennina og labba um sömu göturnar. Hann yrði að hefja nýtt líf. Eða J)á að end- urnýja sjálfan sig. Og hvernig. færi hann að })ví? Já, hvernig færi hann að því? Ætti maður að líta blátt áfram á sínar eigin aðstæður og ekki aðeins hugsunarlaust fylgja einhverri ósjálfráðri tilfinningu, sem sennilega væri aðeins eitthvert furðulegt undirvitundartilbrigði af óánægju hans sjálfs, — þá væri í raun og veru engin leið út úr })essu. Ekkert framundan. Enginn möguleiki á verulegri breyt- ingu. Hann hefði enga sérstaka list- eða snilligáfu, og at- vinnu hefði hann Jxirf, því þótt hann kynni að langa til ])ess hefði hann ekki efni á að setjast „í helgan stein“ sem eftirlaunamaður. Svo fjársterkur væri hann ekki, og auk Jress væru peningar hans ekki öruggir, þeir sem bundnir voru í hlutabréfum, — og margt af því sem í dag virtist stór- olæsileart gæti hrunið til erunna einhvern næstu daganna. Verðbréfum gæti hann ekki treyst, og handbært fé hans væri ekki nægilegt til lífsframfærzlu, nema hann blátt áfram æti upp stofnféð. — Og hversvegna gæti hann annars ekki gert það? Það væri ef til vill einmitt réttast að kæra sig kollóttan og láta bara skeika að sköpuðu. Þá kæmi kannski starfsgleði hans aftur og samanburðar-hæfileiki, Jregar þess gerðist brýn ])örf. En þá yrði hann að minnsta kosti að hafa löngun til Jress og hana svo sterka, að hugar- flug hans gæti gert honum ljóst, hvernig hann ætti að gera })etta á skemmtilegan hátt. Og svo að lokum: Hvað væri hér annars á ferð? Hann fékk nær ekkert svar við þeirri spurningu. Væri hann hér á förnum vegi lífsins og Jrættist svo miklu betri en ])eir hinir og það líf sem hann hefði viðskipti við? \:æri hann blátt áfram „leiðinlegur siða-nuddari“ troðfullur af brodd- sáru siðferðisviðnámi? Þetta væri að minnsta kosti einhver skipulagsbundinn meingalli hjá honum, því hann mundi svo vel frá æskuárum, hve oft hann var sárhryggur yfir óþol- inrnæði sinni og skorti á umburðarlyndi sínu við aðra. Það gat með engu móti samrýmst löngun hans og þörf til að skilja aðra og virða eiginleika þeirra. En })að væri senni- lega heldur ekki rétt að hann væri þannig. gerður. Af ýms- um ytri ástæðum er sýnt gætu að þetta væri ekki rétt liafði hann þrásinnis veitt J)ví athugli, hve fólki féll létt og eins og alveg ósjálfrátt að trúa honum fyrir málum sínum og fela honum þau á hendur. Menn virtust finna að hann væri mjög eftirtektarnæmur, og það var líka satt. Hann var allt Framhald.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.