Dagur - 24.04.1965, Síða 8

Dagur - 24.04.1965, Síða 8
8 ' ; *♦ »• %> ... ' ' FJÓLDI Akureyringa hlýddi á Ieik Luðrasveitarinnar, fyrst á Ráðhústorgi, síðan í Fjórðungs- sjúkraliúsinu, hinn fyrsta sumardag. Þá fóru 70—80 manns hópreið um bæinn á gæðingum sín um. Margir bæjarbúar lögðu leið sína til fjalla, allt til Vindheimajökuls. Lóan og stelkurinn létu til sín heyra. Hér á myndinni alca lögreglumenn fyrir hestamönnum. (Ljósmynd: E. D.) Kröfur gerðar um 20% kauphækkanir a þingi Alþýðusambands Norðurlands Formaður Tryggvi Helgason svarar spurning- um blaðsins um það efni SMÁTT OG STÓRT fi* TVEIR ÁNÆGJULEGIR ' ATBURÐIR UM miðjan mánuðinn hélt Al- þýðusamband Norðurlands ráð- stefnu á Akureyri um kjaramál. Var hún vel sótt. Þar sem kjara málin eru mjög á dagskrá þótti blaðinu viðeigandi að leita fregna af ráðstefnunni og útliti og horfum í þeim samningum, er framundan eru og snéri sér til forseta Alþýðusambands Norðurlands, Tryggva, Helga- sonar, í því efni og svarar hann hér á eftir nokkrum spurn ingum blaðsins. Hvert var tilefni verkalýðs- ráðstefnunnar? Að forma í meginatriðum til- lögur til verkalýðsfélaganna um endurbætur samninga og hækk anir á launum verkafólks, sem við teljum óhjákvæmilegt. Ráð- stefnuna sátu einnig fulltrúar frá Alþýðusambandi Austur- lands. Hverjar eru meginkröfur ykk ar nú, Tryggvi? í Fyrsta lagi 12—15% kaup- hækkun og í öðru lagi stytting vinnuvikunnar úr 48 stundum í 44 stundir. Ennfremur nokkr- ar minniháttar lagfæringar á ÁSKORUN FUNDUR haldinn í Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna á Ak- ureyri 13. apríl 1965 telur, að mjög skorti á að heilbrigðiseft- irlit á vinnustöðum í bænum, sérstaklega í verksmiðjum og öðrum vinnustöðum, þar sem innivinna er daglega stunduð. Leyfir fundurinn sér því að skora á heilbrigðisnefnd bæjar- ins, að auka eftirlit á vinnu- stöðum, og sjá um að heilbrigð- isreglugerð bæjarins sé að öðru leyti framfylgt. □ gildandi samningum, samkvæmt tillögum þeirra trúnaðarmanna samtakanna, á Norður- og Aust urlandi, sem sérstaklega yfir- fóru samningana. Kröfur okk- ar jafngilda því ekki undir 20% hækkun. Á hvaða rökum reisið þið, þess ar kröfur? Allir virðast vera sammála um, að enginn daglaunamaður ,geti lifað sómasamlega af dag- íaunum sínum. Það er talið full- sannað, að þjóðartekjurnar hafi aukizt um 7,5—8% að meðal- t.ali. á ,ári. Ættu því þeir, sem við; frgmlöiðSluna starfa, að fá réttmæta • hlutdeild í þessari aukningu. En það hafa þeir því miður pkki fengið. Menn gerðu sér vonir unr það í fyrra með júnísamkomulaginu, að gerðar yrðu ráðstafanir til að draga úr hinum stöðuga vexti verðbólg- unnar. En í því efni hefur ekki örlað á vilja valdhafanna til að láta þær vonir rætast. Kröfur okkar nú, eru óhjákvæmilegt svar við þessari verðbólguþró- un og launaskerðingu sem af henni hafa orðið síðan í fyrra. Verkamenn hafa reynt að bæta sér þetta upp með hóflausri eft irvinnu, þar sem hana er að fá, enda hefur það komið í Ijós, að í sumum byggðarlögum hef- ur um helmingur vinnutekn- anna byggist á yfirvinnu og næt urvinnu. Norðurland er í þessu efni í algerðum sérflokki vegna deyfðarinnar í atvinnulífinu. Hvað hefur 48 stunda vinnu- vika verið lengi í gildi hér á landi? Hún hefur verið í gildi síðan 1942 eða hart nær í aldarfjórð- ung, hjá verkamönnum. Hins- vegar hafa sumar aðrar starfs- greinar styttri vinnuviku, eða niður í 39 vinnustundir. í iðn- greinum eru 42—44 vinnustund ir í sömu vinnuflokkum og verkamenn vinna, svo sem í byggingavinnunni, á slippstöðv- um og á verkstæðum. Kröfurn 'ar um styttingu vinnuvikunnar miðast við að samræma þetta. Eru Eeiri ííðindi af ráðstefn- unni? Atvinnu ástandið á Norður- landi var auðvitað mikið rætt og leiðir til úrbóta. Atvinnuá- standið er óviðunandi. Síldin hefur brugðist og þorskurinn einnig, enda er nú svo komið, að 40 fiskiskip úr þessum lands- (Framhald á blaðsíðu 4). Um páskana urðu þeir ánægju legu atburðir, liér á Akureyri, að skíðamenn kynntust betri stjórn á skíðalandsmóti en þeir höfðu áður reynt, og í Ieikhúsi bæjarins var óperetta frumsýnd og á þann veg flutt, að miklu at hygli vekur. Skíðamenn utan af landi og frá höfuðborginni hafa borið mikið lof á landsmótið bæði stjórn þess, framkomu skíða- fólks og almennings og hina góðu aðstöðu í Hlíðarfjalli. Hvergi á landinu er aðstaða slík til skíðamóta og skíðaiðkana en í Hlíðarfjalli, og er nú loksins öllum að verða það ljóst. En framundan eru þó stór verkefni óleyst þar efra og vonandi held ur bæjarstjórn áfram að bæta enn aðstöðuna, jafnvel með meira í huga en aðstöðu fyrir fslandsmót. SÖNGLEIKURINN í SAMKOiMUHÚSINU Operettan Nitouche, sem nú er sýnd í samkomuhúsinu á Akur- eyri kostaði ír.eiri fjármuni í uppsetningu en nokkurt annað leikrit hefur gert hjá LA. Leik félagið tefldi djarft er það ákvað þetta verkefni. Árangurinn er sá, að leikhúsgestir úr bæ og héraði geta fagnað sýningunni heils hugar, enda gæti óperett- an vel sómt sér á fjölum þjóð- leikhússins , svo vel hefur nú til tekist. Væntanlega sýnir það sig einnig í mikilli aðsókn, að ekki sé unnið fyrir gýg hjá Leik félaginu og að hið djarfa val sé að verðleikum metið. HVER ER STEFNA HANS? Stjórnarandsíæðingar eru svo ónærgæínir, stundum, að Ieggia þá spurningu fyrir Sjálfstæðis flokkinn, hver sé stefna lians í stærstu þjóðmálunum, svo sem í einkaframíaki og þjóðnýtingu. í loðnum svörum vefst forsvars mönnum tunga um tönn. Það nægir ekki sem svar, að segjast vilja gera allt fyrir alla og vera flokkur allra stétta. Hin ófyrir- leitna hentistefna á mörgum undanfömum árum hefur svar- að að nokkru hver ,stefnan“ er. Sjálfstæðisflakkurinn birtir öðru hverju yfirlýsingar, telur sig t.d. einan flokka styðja eink reksturinn. En í framkvæmd bæði í ríkisbúskapnum og ekki síður í stjórn sinni á Reykjavík- urborg, blasir allt annað við. Þar eru þjóðnýtingaraðferðir í heiðri hafðar. TIL HAMINGJU MEÐ GÓÐAN ÁSETNING I vetur skaut athyglisverðu fél- ag upp kollinum. Það er félag ungra hestamanna, sem liafa al- gert bindindi innan félagsins. Ef þessir unglingar verða svo gæfu samir að stunda hina íögru og hollu íþrótt sína, án áfengis, er það vissulega athyglis- og eftir- breytnisvert, og kynni að verða upphaf nauðsynlegrar breyting ar á hestamennskunni. Ættu góðir menn að styðja við bakið á þessum ungu mönnum og meta hina góðu viðleitni þeirra. Frú Sigríður Thorla- cius flytur hér erindi FRÚ Sigríður Thorlacius, sem margir kannast við af blöðum og útvarpi, flytur erindi og sýnir skugamyndir að Hótel KEA á sunnudaginn kl. 3 e. h. Allar Framsóknarkonur vel- komnar á fundinn og aðrar meðan húsrúm leyfir. □ Kvöldverðarfundur hjá Félagi ungra Framsóknar- manna á Akureyri verður að Hótel KEA sunnudaginn 2. maí kl. 19. Gestur fundarins verður Steingrímur Hermannsson. — Nánar auglýst síðar. Q DRENGJAHLAUP K.A. A MORGUN HLAUPIÐ fer fram á morgun, sunnudag, kl. 2 e.h. á íþrótta- vellinum. Keppt verður í tveim aldursflokkum, 15—16 ára og 14 ára og yngri. Valprent og Bóka- forlag Odds Björnssonar hafa gefið bikara sem keppt er um. Um 20 keppendur eru skráðir til leiks. n

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.