Dagur - 01.05.1965, Side 8

Dagur - 01.05.1965, Side 8
8 Garðyrkjuskóli á Norðurlantli Á undanförnum árum hefir tæpast verið hægt annað, en veita því athygli, að sífelit hafa verið að berast endurteknar áskoranir og tilmæli frá smærri og stærri fundum og fé lagasamtökum kvenna hér norð anlands, til yfirvaldanna, um aukinn stuðning við almenna garðyrkju í Norðlendingafjórð- ungi. Nú hafa allir þingmenn kjör- dæmisins lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stofnun garðyrkjuskóla á Ak- ureyri eða í grennd. Eru þetta hinar mestu gleðifréttir fyrir alla sanna unnendur garðyrkju á Norðurlandi, og verður að treysta því að Alþingi sam- þykki þessa tímabæru tillögu. Það mun líka almennt viður- kennt, a. m. k. meðal nágranna- þjóða okkar, að garðyrkja sé bæði hagsmuna- og menningar- mál, og því beri hinu opinbera að reyna að greiða fyrir fram- taki einstaklinga á þessu sviði, ekki síður en t. d. í landbúnaði. Þetta sjónarmið virðist hið op- inbera líka hafa viðurkennt hér á landi með stofnun Garðyrkju- Garðyrkjuskóli á NorðurlandiH skóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi 1939. Er ekki að efa, að sá skóli hafi gert mikið gagn, en áhrifa hans hefir þó fremur lítið gætt hér norðanlands. Er 'það hvort tveggja, að skólinn er staðsettur á miklu jarðhita- svæði, og því hneigzt í áttina að vera gróðurhúsaskóli, a. m. k. að nokkru leyti, enda geysileg verkefni og möguleikar á því sviði, því vel má hugsa sér ald- inrækt hér á landi í gróðurhús- um á stærstu jarðhitasvæðun- um, og ef til vill útflutning ávaxta, bæði ferskra og niður- VOR f GRÍMSEY Grímsey 30. apríl. Nú er sum- arið komið í Grímsey, björgin þéttsetin fugli, grásleppuveiði að hefjast fyrir alvöru og ísinn farinn, nema einn og einn jaki. Hér hefur enginn friður verið með grásleppunetin. En í dag verður vitjað um í fyrsta sinn í íslausum sjó. Einn maður fór á færi í gær til að fá fisk í soð- ið, en varð tæpast var. En þe' ta fer væntanlega að lagast. S. S soðinna. — Þá er og aðgætanái að höfuðborgin er á næsta ieiti við skólann með mikla og heill- andi möguleika fyrir ungt fóik. Það er því næsta eðlilegt að heimtur hafa orðið fremur slæm ar á þeim fáu unglingum, sem sótt hafa skólann héðan að norðan, enda munu flestir, sem Jón Rögnvaldsson lokið hafa prófi frá Garðyrkju- skólanum í Hveragerði, hafa setzt að í Reykjavík eða á Suð- urnesjum, og þar situr einnig hinn eini opinberi ráðunautur landsins í garðyrkju, og hefir yfirdrifið að gera við leiðbein- ingar meðal garðyrkjubænda og annarrt á suðvestur homi landsins. Bændur munu hins vegar hafa yfir 40 ráðunauta. Nú er vitanlegt að fyrir dyr- um stendur að endurskipu- leggja, og byggja yfir skólann í Hveragerði. Hafa heyrzt ein- staka raddir, einkum sunnan fjalla, halda því fram, að aflok- inni fyrirhugaðri uppbyggingu, mundi skólinn færari um að þjóna landinu öllu. En slikt er hin mesta fásinna. Skólinn mun vegna aðstöðu sinnar halda áfram að verða fyrst og fremst gróðurhúsaskóli, x enda ætti hann að vera brautryðjandi á sviði aldinræktar og blóma- ræktar, e. t. v. til útflutnings, eins og drepið er á hér að fram- an. Þá munu sennilega líða nokkur ár þar til skólinn hefir verið endurreistur, og þýðir ekkert fyrir okkur Norðlend- Inga að byggja allt vort traust á honum. Hitt er sjálfsagt, að við sameinumst öll um að vinna að stofnun garðyrkjuskóla fyrir Norðurland, og það mun vissu- lega ekki um hentugri stað að ræða en Akureyri með næstum 10 þúsund íbúum og að sjálf- sögðu fjölda unglinga. Mundu nokkrir þeirra að líkindum sækja skólann, og ef nauðsyn- legt reyndist, með nokkrum styrk frá bænum. Þá verður að telja hagkvæmt fyrir allan Norðlendingafjórðung a. m. k. að sækja skóla hingað til Ak- ureyrar. Nú vill svo vel til, að ríkið er nýlega búið að eignast gögmlu Gróðrarstöðina á Akureyri, eða tilraunaráð landbúnaðarins, sem ekkert mun hafa með hana að gera, og efasamt að þessu gamla óskabarni Norðlendinga verði sýndur verðugur sómi, nema þar verði komið upp garðyrkjuskóla að nýju fyrir Norðurland, því eins og kunn- ugt er, rak Ræktunarfélag Norðurlands garðyrkjuskóla og námskeið í Gróðrarstöðinni í hart nær 4 áratugi, úr síðustu aldamótum. Allir sem eitthvað þekkja til þessara mála, vita, að garð- yrkjuskólinn í Gróðrarstöðinni var á sínum tíma hin merkasta stofnun og vakti áhugaöldu um allt Norðurland fyrir garðyrkju enda komu nemendur úr flest- um byggðarlögum fjórðungsins. Bera þessu vitni m. a. 40—50 ára gamlir trjálundir við marga sveitabæi víðsvegar um Norður land. Munu flestöll þessara trjáa (Framhald á blaðsíðu 7). Tjón af eldi Gunnarsstöðum Þistilfirði 27. apríL — Hér eru þokur tíðar, eins til tveggja stiga hiti á dag inn en frost um nætur. í fjörum er mikið af ís, sem þar situr fast ur og strjálingur af ísjökum á firðinum. Nokkuð hefur tapast af hrogn kelsanetum og hafa þó hrogn- kelsveiðar lítið verið stundaðar því stundum hefur allt verið fullt af ís. Á sunnudaginn kom upp eld ur í húsinu Báru á Þórshöfn og SMÁTT OG STÓRT ÞAÐ VAKTI ATHYGLI Nokkur bréfkom og sínitöl við blaðið bera því vitni, að frétíin um síofnun félags ungra hesta- manna á Akureyri, seni miða þátttöku við algert bindindi, hef ur vakið eftirtekt, enda mun slíkur félagsskapur sjálfsagt ein stakur hér á Iandi. Brennivíns- peli og svipa hafa verið nokkuð tryggir förunautar hestamanna, svo sem sagnir herma og enn tíðkast, hvað sem veldur. Hið nýja hestamannafélag heitir Fjölnir. Á Akureyri mun vera á þriðja hundrað reiðhesta og margt sannra gæðinga, þótt þetta séu auðvitað fyrst og fremst „götu- hestar“, margir þvingaðir til gangs og kunni naumast að hlaupa á ósléttu landi. MIKILL MUNUR Á HIRÐINGU Það er skammt síðan flórlæri þóttu „eðlilegt“ merki húsvistar og menn báru ekki kinnroða fyr ir að láta sjá sig á slíkum hest um. Nú er þetta' viðhorf orðið annað og sómasamlegra. Sem heild eru hestamir vel hirtir þótt ýmsir eigi enn langt í land að hirða hesta sína eins vel og hæfir góðhestum og sporti og mikill munur á hirðingunni, sem glöggt hefur mátt sjá nú nýlega þegar tugir hestamanna fóru hópreið um bæinn og slógu síð- ar köttinn úr tunnunni Flórlærin og brennivínspelinn hafa lengi hestamönnum til minnkunnar verið, þyrfti hvort tveggja að lieyra til algerra und antekninga eins og hver annar viðbjóðslegur sóðaskapur. 500 KNATTSPYRNUKAPP- LEIKIR Fregnir herma, að í sumar verði háðir hér á landi um 500 knatt- spymukappleikir, og senn fer keppnistímabilið að hefjast. Ef- laust hafa knattspymumenn okk ar þjálfað Iíkama sinn vel í vet- ur til að viðhalda hreysti sinni þoli og viðbragðsflýti, jafnframt lesið sér til fróðleiks það, sem af bókum verður lært í þessarí grein. Landsleikur verður við Dani 5. júlí og við íra 9. ágúst og hefur ekki verið valið í Iandslið íslendinga, sem tæplegast er von. á Þórshöfn varð af mikið tjón, bæði af eld inum, vatni og reyk. Bára er einnar hæðar hús á kjallara og kom eldurinn upp í kjallaran- um. Þarna bjuggu hjónin Oskar Jónsson og Klara Guðjónsdóttir og er tjón þeirra mikið þótt tæk ist að slökkva eldinn áður en meira brann. Svo er sagt, að sumir hafi erfiða drauma hér um slóðir og dreymi margt í sambandi við hafísinn. O. H. MARGIR LEIKIR Á AKUREYRI Nú leika Akureyringar í fyrstu deild og hefst fyrstudeildar- keppnin 20. maí en í annarri deild átta dögum síðar. Ekki hefur blaðið fregnað um fyrstu Ieiki Akureyringa. Akureyring ar skemmta sér við fátt beiur en knattspymuna enda knatt- spymuleikir betur sóttir hér en víðast annarsstaðar. Og um margar aðrar íþróttir em bæjar búar fremur tómlátir. Sumir eru farnir að spá úrslitum ein- stakra kappleikja í sumar. Ekki verður það gert á þessum vett- vangi, en aðeins minnt á, að til mikils er nú ætlast af okkar mönnum og vonandi bregðast þeir ekki þeim kröfum, sem með réttu má til þeirra gera. LOKSINS PLASTGLUGGAR Loks eru að koma á markaðinn gluggar úr gerfiefnum, sem ekki þrútna eða rýrna, og ekki þarf að mála. Er þetta þýzk fram- leiðsla og liílu dýrari en tré- gluggar. Á þeim er 10 ára á- byrgð. Umboðsmaður hér á landi er Ingvi Guðmundsson Reykjavík. Trégluggamir gisna, þrútna og fúna og hafa alla tíð haft mjög takmarkaða endmgu. Vel heppnað gerfiefni úr ein- hverskonar plasti, er líklegt til að leysa tréð af hólmi í þessu efni og er vel ef það tekzt. ÍSLENDINGAR HAFA KOM- IÐ UPP SKIPASMÍÐASTÖÐV- UM ERLENDIS I ályktun frá nýstofnuðu lands sambandi skipasmíðastöðva seg ir, að á undaníörnum árum hafi mörg hundruð millj. kr. verið greidd í vinnulaun erlendis vegna skipasmíða. Síðan segir: „Hafa því íslendingar á þenn an hátt óbeint komið upp stór- felldum skipasmíðaiðnaði er- lendis, og hefur sú upphæð, sem þannig hefur verið greidd fyrir erlent vinnuafl fyrir utan kaup á efni, vélum og tækjum, num- ið yfir 200 milljónum króna á einu ári. Þar sem þessi uggvænlega þróun getur einnig haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir allt viðhald á fiskiskipaflotan- um, vegna yfirvofandi hættu á skorti á sérþjálfuðum mönnum í þessari iðngrein, ályktar Lands samband skipasmíðastöðva að skora á Alþingi og ríkisstjóm að hraða svo sem frekast er unnt raunhæfum ráðstöfunum til lausnar á Iánsfjárþörf skipa- smíðaiðnaðarins svo og að ís- lenzkum skipasmíðastöðvum verði kleift að fullnægja þörf þjóðárinnar um smíði fiskiskipa og viðhald fiskiflotans í náinni framtíð." KRÍAN ER KOMIN NÚ ER KRÍAN KOMIN, sögðu sjómenn í gær, hrossagaukur- inn, grátittlingurinn og maríu- erlan láta nú líka til sín heyra, auk þeirra fugla, sem áður voru komnir og frá var sagt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.