Dagur - 12.05.1965, Side 1

Dagur - 12.05.1965, Side 1
Nýja fiugvélin á sunnudaginn HIN nýja Friendship-vél Flug- félags íslands kemur væntan- lega til landsins n. k. föstudag. Ráðgert er, að vélin hefji áætl- unarflug strax á sunnudaginn og verður þá væntanlega farið til Akureyrar. Flugstjóri á heimleiðinni verð ur Jón Ragnar Steindórsson, og mun hann einnig þjálfa 10 flug- menn í sumar til að stjórna flugvélinni. Búizt er við að vélin verði komin í fulla áætlun um næstu mánaðamót, en auk áætlunar- flugsins verður hún notuð til þjálfunarflugsins. Flugfélagið hefur ákveðið að efna til útsýn- isflugferða á hverjum sunnu- degi í sumar og verður hin nýja vél notuð í það. Flugvélin er smíðuð í Hol- landi, hún tekur 48 farþega í sæti og flughraði hennar er 450 km á klukkustund. □ Mikiil ís á Hrúfafirði og Miðfirði Rlönduósi 11. maí. Hingað kom Stapafell með olíu í gær og kom það næst áður fyrstu dagana í marz. Skipakoman var okkur því kær. íshrafl er hér ennþá, en var ekki til stórra tafa. Hins- vegar eru Hrútafjörður og Mið- Góð grásleppuveiði við Grímsey Grímsey 11. maí. Enn er jöfn og góð grásleppuveiði. Nú hefur sú vertíð staðið tafalaust í hálf- an mánuð og búið að fá fast að 100 tunnum hinna verðmætu hrogna. Um þetta leyti hefur grásleppuveiði venjulega verið að Ijúka, en nú ætlar hún að standa eitthvað lengur. Þorsk- afli er tregur, enaa lítið hugsað um þann gula. Alltaf er fremur kalt. Fuglabjörgin eru þétt set- ín en sennilega byrjar varpið með seinna móti í ár. Sauðburð ur er byrjaður. Lítilsháttar hef- ur verið keypt af heyi. S. S. fjörður fullir af ís og ennfrem- ur Strandafirðir. Mælifell losar vörur sínar á Skagaströnd og þær svo bíl- fluttar hingað og í allar áttir. Kjarnfóður hefur verið flutt um mánaðartíma landleiðina að sunnan. Er mál-þeim flutning- um linni, svo dýrir eru þeir. í gær var aðalfundur Sölu- félags Austur-Húnavatnssýslu. Kom í ljós að afurðasalan hafði gengið sæmilega vel ag grund- vallarverð náðst fyrir búvörurn ar og vel það á sumum vöruteg- undum. Mjólkursamlagið tók á móti 3.500 tonnum mjólkur frá um 200 mjólkurframleiðendum. Endanlegt verð til bænda varð 7 krónur fyrir hvern innveginn mjólkurlítra. Og mjólkurupp- bætur reiknisfærð fyrir áramót in. Samlagsstjóri er Sveinn Ell ertsson. Glannalegur ásetningur er nú kominn í Ijós á nokkrum stöð- um en almennt í héraði mun SAUÐBURÐUR ER HAFINN. Hdr er þrílemba Kr. Sveinssonar í Glerárhverfi. (Ljm.: E. D.) Skógræktarfélag Eyfirðinga iekk jorð að gjoi Uppeldisstöð þess fullnægir plöntuþörfinni mann Dalmannson skógarvörð- hey næg. O.S. AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Eyfirðinga var haldinn á laugardaginn að Hótel KEA. Guðmundur Karl Pétursson formaður félagsins bauð full- trúa velkomna og stjórnaði fundi. Fundarritari var Sigurð- ur Jósepsson í Torfufelli. Formaður gerði síðan grein fyrir störfum félagsins á liðnu ári. En þau eru tvíþætt, annars vegar plöntuuppeldið en hins vegar gróðursetningin. Skóg- ræktarfélag Eyjafjarðar telur 676 félaga auk 60 æfifélaga og framkvæmdastjóri þess er Ár- NV LAXÁRVIRKJUN ER UNDIRBÖIN RÍKISSTJÓRNIN lagði um dag inn fram frumvarp að tilhlutan Laxárvirkjunar og bæjarstjóm- ar Akureyrar, um nýja 12 þús. kw. Laxáávirkjun. Er von manna að það mál fái afgreiðslu á þingi því, sem nú er að ljuka. Er þetta ánægjuefni. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að Laxá annist alla raforku- framleiðslu fyrir Norðurland og Austurland, ef ekki sýnist hag- kvæmara, við nánari rannsókn, að virkja á Austurlandi t. d. við Lagarfoss. f frumvarpinu segir m. a.: „Tilgangur Laxárvirkjunar er að vinna raforku fyrir núver- SAMSONGUR SAMSÖNGUR Karlakórs Ak- ureyrar verður endurtekinn í kvöld í Sjálfstæðishúsinu kl. 9. Aðgöngumiðar seldir í Sjálf- andi orkuveitusvæði virkjunar- innar með eigin aflstöðvum eða afla hennar á annan hátt og selja raforkuna í heildsölu til rafmagnsveitna ríkisins og hér- aðsrafmagnsveitna frá aðalorku veitu eða aflstöð. Sýni áætlanir stjórnar Laxár virkjuna og eigenda hennar, að fjárhagslega sé hagkvæmt að leggja aðalorkuveitur frá Laxár virkjun til Norðvesturlands, Skeiðfossvirkjunar og Austur- lands, skal það vera í verka- hring Laxárvirkjunar að leggja og eiga slíkar aðalorkuveitur og selja raforkuna í heildsölu til rafmagnsveitna ríkisins og hér- aðsrafmagnsveitna í þessum landshlufum. Áður en til fram- kvæmda kemur skal hafa náðst samkomulag milli hlutaðeig- andi aðila um raforkuverð og sölusamningar verið gerðir. “ □ Urgur vegna minni framkvæntda stæðishúsinu frá kl. 7. □ Egilsstöðum 11. maí. Hér eru kuldar, næturfrost og snjóar öðru hverju. Það vorar því hægt á Héraði. Og nú bregður svo við að kaldara er við sjóinn en inn til landsins. Snjólaust er að heita má en klaki í jörð. Bygg- ingaframkvæmdir eru ekki hafn ar, enda orðið erfitt um þunga flutninga vegna aurbleytu á veg um. Flestir vegir eru gamlir og lélegir. En á nýju vegaspottun- um sést, að ekki þarf auibleyta á vorin að valda sh'kum erfið- leikum í samgöngum, svo sem nú er og oftast á hverju vori. Vegurinn um Fagradal hefur alltaf verið opinn, en Fjarða- heiði er erfið og hefst ekki und- Framhald á blaðsíðu 2. Síðasta ár var fremur lélegt skógræktarár, vöxtur minni en venjulega og nokkrar skemmd- ir af vorkuldum, einkum á lerki. Fræfall var lítið og minna safnað af þeim sökum en oft áður. Skógræktarfélagið lét reisa allmiklar girðingar við Garðs- árgil, auk venjulegs viðhalds girðinga hinna ýmsu skógar- reita félagsins. í uppeldisstöð féla’gsins í Kjarnalandi var starfsemin enn vaxandi. Er nú svo komið, að stöðin fullnægir plöntuþörfinni og getur mætt mjög aukinni gróðursetningu. Þaðan voiu seldar yfir 100 þús. plöntur á sl. vori. Og Kjarnaland er að verða skógi klætt, víða mjög fagurl Sjálf er gróðrarstöðin mjög snyrtileg og allur gróður virðist þrífast þar hið bezta. Þangað ættu Akureyringar og fleiri að leggja leið sína, því þar er enn eitt ævintýri gróðursins að gerast, á 80 hektara landi. Og þar er vinnuaðstaðan orðin betri en hún áður var. Hinar ýmsu deildir Skóg- ræktarfélags Eyjafjarðar fá ár- lega allmikið af plöntum til gróðursetningar, sumar smá- tækar að vísu, en aðrar stærri í sniðum. Sjálft á félagið hina ýmsu skógarreiti, sem það ann- ast sérstaklega og einstaklingar á félagssvæðinu eiga sina reiti. Enn urðu á árinu skipti á skógræktarfólki, norsku og ís- lenzku og er slík kynning hin mikilvægasta. Gefið var út syðra Æskan og skógurinn og er það vel heppnað rit, nær uppselt og verður án efa endurprentað og selt til ágóða fyrir skógrækt- ina og til mikils fróðleiks og uppörfunar skógræktarfólkinu. Þá hefur það fengizt fram, að gjafir til skógræktarinnar eru skattfrjálsar. Skógarvörðurinn, Ármann Dalmannsson, las og skýrði (Framhald á blaðsíðu 7). NÝTT 70 MILLJ. KR. SKULDABRÉFALÁN FYRIR helgina var opinberlega tilkynnt, að fjármálaráðherra hefði ákveðið að nota heimild frá ríkisstjórninni til að taka 40 millj. kr. innlent lán. Verða skuldabréf lánsins í formi spari- skírteina, með líku sniði og sparimerkjaskírteini ríkissjóðs í fyrra. Sala spariskírteinanna hefst á morgun. Seðlabankinn hefur umsjón með sölunni. All- ar upplýsingar liggja frammi í bönkum og stærri sparisjóðum landsins. □ Sirniir knappir með hey Haganesvík 11. maí. Hér er þokuslæðingur en annars gott veður. Nokkrir stunda grá- sleppuveiði með sæmilegum ár- angri. Sauðburður er hafinn. Hey vantar á nokkrum stöðum en keypt hefur verið frá Olafs- firði og á Mannskaðahóli á Höfðaströnd. Unnið er í Siglu- fjarðarvegi og var honum lok- að jafnskjótt og snjó var rutt í Skarðinu. Áburðurinn kemur hingað um 20. maí og þykir mörgum það seint, Fóðurbæti höfum við ekið frá Sauðárkróki eins og venjulega og ekki orðið þurrð á. Vegurinn hingað frá Hofsósi er góður. G. V.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.