Dagur - 22.09.1965, Page 1
axminsfer
gólffeppi
dnnaðekki LW
EIHIR HE
HAFKAESTBÆTI 81 . SÍMI 115 36
Dagu
XLVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 22. sepl. 1S65 — 69. tbl.
Góð síld veiðist út af
Austfjörðunum
VIKUAFLINN var, samkvæmt
skýrslu Fiskifélags íslands,
208.619 mál og tunnur. Sömu
viku í fyrra var hann 61.975
mál og tunnur. Heildaraflinn
nú 1.876.533 mál og tunnur, en
á sama tíma í fyrra 2.307.757
mál og tunnur.
Saltað hefur verið í 203 þús.
Fé kafnaði í Álku
Blönduósi 21. september. Það
óhapp varð í göngum, að 28
kindur köfnuðu í Álku, lítilli
á, sem rennur skammt frá
Grímstungu og sameinast Vatns
dalsá. Lítið vatn var í ánni, en
féð rann of hratt út í hana — og
tróðst þar undir.
Ekki eru gæsirnar útdauðar,
þótt eitthvað hafi fækkað í
gæsafári syðra. Á sumum bæj-
um eru þær næstum plága. Þar
sem þær dvelja, lítur engin
skepna við grasi á eftir.
Búið er að slátra 10 þúsund
fjár og er það um Vfe kg léttara
en í fyrra, að meðaltali. Ó. S.
uppsaltaðar tunnur, á móti 321
þús. í fyrra, á sama tíma.
Síldin hefur mjög nálgast
landið frá því, sem verið hefur
undanfarnar vikur. Aðalveiði-
svæðið var um 50 til 100 sjómíl-
ur milli norðausturs og austurs
frá Langanesi. Síldin, sem
þarna veiddist, var nokkuð
blönduð. Þó var ágæt söltunar-
síld í sumum köstunum og
barst nokkuð af söltunarsíld til
Siglufjarðar og Eyjafjarðar-
hafna. Veðurfar var fremur
óhagstætt alla vikuna.
Síðan á sunnudag hefur ver-
ið allgóð veiði út af Austfjörð-
um, á svæði 35 til 50 sjómílur
fiá landi. Þetta er mjög góð
söltunarsíld, og hefur verið
saltað á öllum söltunarstöðvum
austanlands síðustu sólarhring-
ana, en tilfinnanlega vantar
vinnukraft til þess að geta nýtt
þessa góðu síld.
Síðastliðinn sólarhring (mánu
dag) öfluðu 48 skip 34.800 mál
og tunnur.
Þau skip, sem aflað höfðu 20
(Framhald á blaðsíðu 5).
Nýff verð á landbúnaðarvörum
felur í sér verulegar hækkanir
í FYRBAKVÖLD auglýsti
framleiðsluráð landbúnaðarins
nýtt verð á mjólk og mjólkur-
vörum. Samkvæmt því kostar
mjólkin kr. 6,80, í lausu máli,
hver lítri, en kostaði á sama
tíma í fyrra kr. 5,75. Rjómi í
lausu máli kostar nú kr. 83,50
en í fyrra kr. 74,80. Smásölu-
verð á skyri hækkar úr kr.
18,75 í kr. 20,65 og á smjöri úr
kr. 90,00 í kr. 102,60. Verð á
45% feitum osti hækkar um .kr.
10,00 hvert kíló.
í gær var svo ákveðið haust-
verð til neytenda á ýmsum
öðrum landbúnaðarvörum. —
Smásöluverð á súpukjöti verð-
ur kr. 64,55 í stað kr. 54,55 í
janúar í vetur, kotelettur kr.
86,95 í stað kr. 70,40, heil læri
eða niðursöguð kr. 75,00 í stað
kr. 60,65 o. s. frv. Allt miðað
YOLPHONE
Á HÚSAVÍK verður sjónleik-
urinn Valphone frumsýndur
innan skamms. Hann var æfð-
ur í fyrravetur, en ekki sýnd-
ur. Nú hafa æíingar staðið yfir
um skeið. Leikstjóri er Sigurð-
ur Hallmarsson. — Sjónleikur
þessi er talinn gamanleikur, og
er höfundur hans Ben John-
Við Ófærugjá.
(Ljósmynil: E. D.)
FYRSTU BÍLUM EKIÐ FYRIR
ÓLAFSFJARÐARMÚLANN
Vegurinii þó ekki opnaður fyrst um sinn, enda
vegagerð langt frá því að vera lokið
við fyrsta og annan gæðaflokk.
Heilir skrokkar kr. 48,62 kg. í
stað kr. 39,40.
í öðrum verðflokki er heild-
söluverð í heilum og hálfum
skrokkum kr. 43,06 kg. í stað
kr. 35,10, súpukjöt kr. 57,00 í
stað kr. 46,50.
Slátur og innmatur hækkar
hlutfallslega í verði. Heilslátur
með ósviðnum haus kostar nú
kr. 59,75 og hækka um tæpar 8
krónur. □
í SÍÐUSTU VIKU var fyrstu
bílunum ekið um nýja veginn
fyi'ir Ólafsfjarðarmúla. Má það
heita merkur áfangi, að þar
skuli vegagerð vera svo langt
komið. Fyrir tiltölulega íáum
árum var slík vegagerð af flest-
um talin óframkvæmanleg,
enda vegarstæðið óglæsilegt,
frá sjó að sjá, hengiflug og fugl-
um einum fært, en þó gengt
frískustu mönnum.
Hrikalega vegarstæði.
Þegar fréttamaður blaðsins
athugaði vegagerðina s.l. sunnu
dag, leyndu sér ekki vand-
kvæði vegalagningarinnar, né
hitt, hve mikið starf er fram-
undan, áður en vegurinn verð-
ur opnaður fyrir almenna um-
ferð. En gleðiefni er það, hve
vel hefur miðað í sumar, og að
engin slys hafa orðið í vegagerð
inni, enn sem komið er.
Margt fólk var í Múlanum
þennan dag. Mátti þar sjá fólk
úr Hörgárdal, Svarfaðardal og
Dalvík, Akureyri og víðar að.
.Leiðin er hrikaleg, en vegurinn
verður breiður. Útsýni er mjög
fagurt, svo hátt liggur vegur-
inn.
ÓJafsfirðingar bíða opnunar
hins nýja vegar með óþreyju
og hafa nú sent frá sér áskorun
um, að hraðað verði fram-
kvæmdum eftir megni. Bið
þeirra er löng orðin, en allra
hluta vegna væri óskynsamlegt,
að opna veginn fyrir almennri
umferð, fyrr en þeim umferðar-
hættum er afstýrt, sem afstýrt
verður. □
llla fór imð olíuna á Raufarhöfn
Raufarhöfn 21. semtember. Á
laugardaginn kom skip með
1000 tonn af olíu, og áttum við
ekki að verða ofurseld hafís,
hörmungum og kulda, í veíur.
En þegar búið var að skipa upp
500 tonnum, kom babb í bátinn.
son.
□ Bækistöð vegagerðarmanna í Ólafsfjaróarmúla.
Gasolían var blönduð svartolíu.
Var nú allri olíunni skipað um
borð á ný, ásamt þeirri er fyrir
var á staðnum, en hún var líka
menguð orðin. Nú stöndum við
uppi jafn olíulausir og þegar ís-
inn var mestur, og verðum að
fá alla gasolíuna senda með
bílum frá Húsavík.
Ekkert hefur verið saltað hér
írá því á föstudag, þangið til í
dag. Nú eru þrjú skip komin
með síld, sem er mjög álitleg.
Búið er að salta hér alls 42.000
tunnur. Hæsta síöðin er Norð-
ursíld h.f. með 12.802 tunnur,
næst síldin h.f. með 6.328 tunn-
ur, Borgir hf. með 5.396 tunnur
og Björg h.f. nieð 5.064 tunn-
ur. II. H.
STAFNSRETT I DAG
OG Á MORGUN
. í DAG verður stóðið rekið til
Stafnsréttar, en sauðféð á morg-
un. Mun þar verða margt um
(Ljósmynd: E. D.) manninn, ef að vanda lætur. □