Dagur - 22.09.1965, Side 8
8
SMÁTT ÖG STÓRT
Þrjár blómarósir í Skólagörðum bæjarins.
(Ljósmynd: E. D.)
Skólagarðamir nýju í Akureyr-
a
rkaupstað
ljúka fyrsta starfsári sínu við almenna ánægju
FYRIR nokkrum árum var
stofnaður vinnuskóli fyrir börn
á Akureyri, en hann varð ekki
langh'fur. Nú í sumar var þessi
skóli endurvakinn í öðru formi
og ber nafnið Skólagarðar Ak-
ureyrar. Bærinn hafði forgöngu
um málið en garðyrkjustjóri
bæjarins, Jónas Guðmundsson,
annaðist undirbúning og yfir-
stjórn.
Fréttamaður Dags skrapp í
skólagarðana á mánudaginn,
þar sem störfum var að ljúka
og ræddi um stund við börn og
kennara. Skólagarðarnir eru að
mestu í Gróðrarstöðinni, þar
sem meira en hálfrar aldar
gamall trjágróður veitir hið
ákjósanlegasta skjól. Sjálf er
Gróðrarstöðin opin kennslubók
fyrir þá, er þangað koma. Þar
var lengi eins konar garðyrkju-
skóli, sem eflaust bar mikinn
árangur í ræktunarmenning-
unni, en lagðist því miður niður.
Börnin, sem í sumar voru í
Skólagörðunum, eru 10—12 ára
og voru 59 að tölu, drengir að
tveim þriðju. Kennarar Bald-
vin J. Bjarnason og Birgir
Helgason. Fyrst var ráðgert að
taka aðeins 30 börn. Og þrátt
fyrir nálega helmings fjölgun,
varð að hafna umsóknum.
Skólagarðamir hófu starf 2.
júní og nú síðustu aagana er
uppskeran hirt. Hvert barn
fékk rúmlega 50 fermetra land
sérstaklega, er síðar var skift
undir ræktun garðávaxta, er
börnin sjálf önnuðust. Enn-
Nýja Surtsey stækkar
FYRIR nokkrum dögum fóru
mæiingar fram á iiýju eyjunni
við Surísev. Var hun þá orðin
67 meíra há eg austurkaniur
hennar 624 meírar. Þar eru
sprengigos tíð og ofi mikil, en
hraungos ekki. Er því varan-
• leiki hennar óviss ennþá. □
fremur unnu þau mikið bæði í
Gróðrarstöðinni sjálfri og úti í
bæ, t. d. við Eiðsvöll og á fleiri
stöðum eftir þörfum.
Barnahópnum var skift í tvo
flokka og vann annar fyrir há-
degi og hinn eftir hádegi. —
Asamt hinum ýmsu störfum
voru margs konar leikir stund-
aðir eftir reglum, sem kennar-
ar settu þar um.
Skólagarðar bæjarins eru
ekki ætlaðir að vera tekjulind
fyrir börnin eða heimili þeirra,
heldur skóli og dvöl við holl
viðfangsefni. — Þá má ekki
gleyma herferð barnann gegn
njólanum, sem of lengi hefur
verið alinn í bænum.
Þvi miður kom það fyrir í
sumar, að einhverjir lögðust
svo lágt að stela úr görðum
barnanna, bæði káli o. fl. Er
sh'kt næsta ótrúlegt, en satt
engu að síður, og þrátt fyrir
skugga sem þessa, hefur starf-
ið veitt börnunum mikla gleði
og eflaust mikinn skilning á
gróðurmætti moldarinnar.
Forstöðumaður og kennarar
Skólagarðanna telja, að hik-
laust beri að halda þessu starfi
áfram og þakka forsjármönn-
um bæjarins góðan skilning á
máli þessu. Q
GÆSAFÁR í ARNARFELLS-
VERI
Á síðari árum fjölgaði grágæs-
um mjög hér á Iandi og var
mjög kvartað um gróður-
skemmdir af þeirra völdum í
sumum sveitum. Samkvæmt
talningu í júlí 1963 voru grá-
gæsir hér á landi 19 þúsundir,
fullorðnar. En um haustið það
ár hafa þær eflaust verið helm-
ingi fleiri. Þessar tölur eru þó
mjög rengdar af ýmsum þeim,
sem telja sig þekkja vel til. Nú
hefur náttúran heft fjölgun
gæsanna í bráð. í einni mestu
gæsabyggð landsins, Arnarfells
veri, fundu gangnamenn í haust
flekki af dauðum gæsum. Er tal
ið, að gæsirnar hafi drepist af
ormaveiki, svo sem varð fyrir
nokkrum árum. Fjölgun gæs-
anna er því sennilega stöðvuð í
ár, án aðgerða manna. □
ÚRRÆÐI TIL EFLINGAR
VEÐDEILD
Á Alþingi síðast liðinn vetur
fluttu Framsóknarmenn frum-
varp til laga um eflingu veð-
deildarinnar. Var þar gert ráð
fyrir, að ríkissjóður Iegði veð-
deildinni til 20 milljónir króna
á ári og að Seðlabankanum
yrði gert skylt, að lána henni
allt að 100 milljónum króna, ef
ríkisstjómin óskaði þess. Jafn-
framt var gert ráð fyrir, að veð-
deildin gæfi út bankavaxtabréf,
og að veita mætti allt að 40%
af láni hverju í bankavaxta-
bréfum. Lánstími allt að 40 ár-
um, án afborgunar fyrstu tvö
árin. Vextir allt að 4%. Fmm-
varp þetta dagaði uppi, en ef að
Vinnum á meðan við gelum slaðið
Neskaupstað 21. september. —
Hér er mikill síldarbær á ný og
hv^í sem. vettlingi veldur, vinn-
ur á meðan orkan leyfir. Hér
hefur verið látlaus söltun síðan
fyrir helgi.
Aðkomufólkið er flest farið,
og því færri hendur en vera
þyrftu. Við fáum Ijómandi síld
og er mikils um vert, að geta
hagnýtt hana. T. d. er komin
hér úrvalssíld í dag. — Sjóveð-
ur hefur því miður ekki verið
gótt og hefur veiðarfæratjón
orðið nokkurt.
Söltun hér mun nú orðin hátt
Raímap á 12 bæií Fnjóskadat
Nesí, Fnjóskadal 20. sept. Ver-
ið er að leggja rafmagn heim á
12 bæi í Fnjóskadal norðan-
verðum, frá Hrísgerði að Böð-
varsnesi. Búið er að leggja
stauralínuna og strengja vír-
ana, en eftir er að setja upp
spennubreyta. Vonast er til að
jaessari framkvæmd Ijúki nú í
haust.
í þessari viku verður lokið
við að setja slitlag á nýbyggðan
veg milli Einbúalækjar hjá
Dæli og Draílastaða.
Þrjátíu Iirútar á sýnÍBgu.
Hinn 16. sept. sl. var hrúta-
sýning haldin í Nesi. Þar
dæmdu ráounautarnir Árni
Pétursson og Skafti Benedikts-
son. Þrjátíu hrútar voru á sýn-
ingunni og fengu 22 fyrstu verð
laun.
í dag lýkur öðrum göngum.
V. K.
í 40 þúsund tunnur. Þessi síld-
arhrota núna bjargar fjárhag
söltunarstöðva og margra hér
á staðnum líka. Undanfarna
daga hefur verið saltað á öll-
um stöðvum frá Langanesi og
suður úr. Það veitir ekki af að
salta upp í samningana. — Hér
lifa allir og hrærast í síld.
Hér úti er meiri síld á stóru
svæði, en áður í sumar á síld-
armiðunum og það síldarleg-
asta, sem verið hefur í sumar
hér fyrir austan, allt upp að 35
sjómílum. Þetta er mikill mun-
ur, en þegar síldin var einhvers
staðar úti í „ballarhafi“. H. Ó.
Saltað á Dalvík í gær
Dalvík 21. september. Hár var
söltuð síld í gær og hingað
kom tvisvar síld til söltunar í
síðustu viku. Það var Björgvin,
sem í gær kom með 1000 tunn-
ur og voru saltaðar 600 tunnur
af farminum og síldin talin góð.
Hár eru tvær söltunarstöðv-
ar, Höfn og Múli voru samein-
aðar i Norðurver, og hin stöð-
in heitir Söltunarfélag Dalvík-
ur. Báðar stöðvarnar hafa feng-
ið síld, og síldarstúlkur hafa
verið sóttar fram í Svaríaðar-
dal og inn á Árskógsströnd, svo
og menn til staría.
Síldin var fljót að setja ann-
an svip á staðinn. Við búumst
við meiri síld og eru tunnur
fluttar frá Akureyri.
Sauðfjárslátrun hefst á morg-
un og verður lógað hér tæplega
9 þúsund fjár. J. H.
lögum yrði, væri með því, á við-
unandi hátt, bætt úr brýnni
þörf.
f rökstuðningi sínum með
frumvarpinu segja flutnings-
menn m. a.: „Það er varhuga-
verð þróun, að fésterkir aðilar,
sem liafa ekki atvinnu af bú-
skap, kaupi hlunnindajarðir
einungis vegna hlunnindanna,
en nýti jarðirnar Iítt eða ekki.
Hins vegar sé fólki, sem hefur
hug á að hefja búskap, örðugt
eða jafnvel ókleift að komast
yfir jarðnæði. — — Lán eru
veitt til íbúðarhúsa — — og
stefnt að því, að þau nenú allt
að % hlutum byggingarkostnað
ar, lán til verkamannabústaða
eru þó mun hærri, stofnlán til
fiskiskipa, sem keypt eru til
landsins, nema % kaupverðs, og
til skipa, sem smíðuð eru innan
lands, allt að 75% kostnaðar-
verðs. En sökum fjárskorts hef-
ir Veðdeild Búnaðarbankans til
þessa ekki veitt hærri jarðar-
kaupalán en 100 þúsuúd krón-
ur, og þó hefir veðfleidin ekki
getað fullnægt eftirspurn lána.“
Frainsókharmenn fluttu á
síðasta Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um markaðsrann-
sóknir og sölustarfsemi í þágu
atvinnuveganna, þess efnis, að
athugað yrði milli þinga á
hvem hátt efla mætti slíka starf
semi og leggja niðurstöður fyr-
ir næsta þing. Skyldi athugun
þessi fara fram í samráði við
fulltrúa atvinnuveganna. AIIs-
herjamefnd sameinaðs þings
mælti einrón'ia með meginefni
tillögunnar, en því miður dag-
aði hana uppi eins og fleiri góð
mál við þinglokin í vor. f grein-
argerð tillögunnar segir m. a.:
„Við sendiráð flestra ríkja
starfa verzlunarfulltrúar, sér-
menntaðir um markaðsmál, er
vinna að öflun og útbreiðslu
alls konar upplýsinga.“ f ís-
lenzku utanríkisþjónustunni
mun lííið vera um slíkt.
ÚTIGÖNGUFÉ Á
VARPSTÖÐVUM
SNÆUCLUNNAR
Stórutungu 18. september. Nú í
fyrstu göngum fundust sjö úti-
gönguær á afréttum austan
Fljóts. Þær voru á Laufrönd,
varpstað snæuglunnar og voru
bæði úr Bárðardal, Mývatns-
sveit og Reykjadal. Sumar hafa
gengið úti s.l. tvo vetur og skil-
uðu þrem reifum, eða hluta af
þeim. Ærnar voru mjög feitar
og af þeim sökum bágrækar.
Á Marteinsflæðum fundust 2
lömb. Þau urðu ferðamenn var-
ir við í sumar.
Menn búast við sæmilega
vænu fé í haust og kemur það
brátt í ljós.
Tvær ær, mæðgur, fund-
ust á Vesturafrétt og voru
þær frá Litluvöllum í Búrðar-
dal. Þ. J.