Dagur - 09.10.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 09.10.1965, Blaðsíða 5
5 ' A Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. ALMNGI var sett í gær og mun nú hefja störf. Enn er það nokkuð í óvissu hvaða mál það verða, sem einkum setja svip sinn á þetta þing, en sumt má þó ráða af líkum. Frumvarp til fjárlaga er að jafn- aði lagt fyrir þingið um leið og það er sett eða á fyrstu dögum þess, enda mæla lög fyrir um, að svo skuli gert. Að þessu sinni eru fjármál ríkisins í höndum nýlega skipaðs ráðherra, og er þetta í fyrsta sinn, sem hann legg- ur franr fjárlagafrumvarp. Frá því hefur verið skýrt, að greiðsluhalli hafi orðið hjá ríkissjóði á árinu 1964, rúmlega 200 millj. kr. Ýmsir munti vonast eftir því, enda ótæpt gefið í skyn í stjórnarblöðunum, að hinn nýi fjármálaráðherra mnni finna leið til að afnema þennan greiðsluhalla, þ. e. láta útborganir og innborganir standast á, án þess að hækka beina eða óbeina skatta, enda var töluvert um skattahækkanir á árinu sem leið, og hefur söluskatturinn verið hækk- aður tvisvar sinnum á skömmum tíma. Umsetning núgildandi fjárlaga fyrir árið 1965, að viðbættri vega- áætluninni fyrir þetta ár, er nokkuð yfir 3700 millj. kr. Til samanburðar má geta þess, að umsetning fjárlaga frá 1958 var innan við 900 millj. kr. I>á mun mega telja það nokkurn veginn víst, að hið svonefnda stór- iðjumál verði lagt fyrir þingið fyrr eða síðar á komandi vetri. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin lengst af ekki kært sig um að hafa þar aðra með í ráðum en valdamenn í sínu pólitíska liði, eða undirmenn sína í ríkisstofnunum. A þennan hátt hef- ur verið mótuð meðferð þessa máls. Á s.l. vetri brá hins vegar svo við, að stjórnin óskaði þess, að sett yrði á laggirnar viðræðunefnd þingmanna, þar sem sæti ættu fulltrúar þing- flokka. Skyldu þar vera tveir þing- menn úr hverjum flokki. f fyrstu var að vísu ekki óskað eftir fulltrú- uni frá Alþýðubandalaginu, en und- ir vorið sá stjórnin sig um hönd og vildi fá fulltrúa frá þeim flokki líka, sem og sjálfsagt var, og tóku Alþýðu- bandalagsmenn J)á boði hennar Jjeg- ar í stað. Þessi Jnngmannanefnd mun hafa lialdið allmarga fundi en eng- ar tillögur liafa frá henni komið og ekki er líklegt að nefndarmenn verði sammála um tillögugerð. Hvort sem stóriðjumálið, sem nú er mikið rætt, er tímabær framkvæmd hér á landi eða ekki, mun stjórnarvöldum Jjeim, er nú sitja, naumast treyst til far- sællar forystu í þeim. □ LOFTFERÐIR íslendinga aust- ur og vestur yfir Atlantshaf eru nú svo algengar orðnar, að varla þykir tíðindum sæta, þótt einhver fari þá leið til ánnarra landa. Það hygg ég þó, að mörgum þeim, er þannig ferð- ast í fyrsta sinn, þyki það eng- inn hversdagsviðburður vera og jafnvel frásagnarvert fyrst um sinn. Það fannst mér a. m. k. á síða'stliðnu vori, er að mér kom að fara slíka ferð, enda hafði ég ekki gert ráð fyrir, að úr því yrði. Við gný dynjandi aflvéla svif- um við upp í geiminn af Reykjavíkurflugvelli klukkan tuttugu mínútur yfir átta að morgni 24. apríl s.l. Það gekk eins og í sögu að komast af stað. Veðrið var skínandi bjart og meðbyr í lofti, hægur vind- ur og norðlægur. Eftir ör- skamma stund vorum við hátt í lofti yfir Reykjanesfjöllum og sáum niður á Kleifarvatn. Eftir svo sem 15—20 mínútur blasti skyndilega við augum hið nýja undur íslands, Surtsey, þar sem hún rís upp af sléttum fleti hafsins, hér á norðurslóð, hringmynduð, gíglöguð með ferskum litum brunninna og sjóþveginna jarðefna. Við sáum hana langt niðri, eilítið til hægri, og upp af henni lagði reykjarstrók, ekki mikinn, næstum vingjarnlegan eins og úr eldhússtrompi í veðurblíðu. Á einum stað vottaði fyrir elds- bjarma, þrátt fyrir dagsbirt- una. Skjótt hvarf þessi dýrðar- sýn, en mér varð hún minnis- stæðari en flest annað í langri ferð um nokkur lönd að þessu sinni. Tekin var suðaustlæg stefna og hvít íslandsfjöll á 1 vinstri hlið hurfu í bládýpi loftsins. Nú var Gullfaxi hér einn á ferð með skýjum himins- ins yfir óendanlegt haf, þar sem hvergi sást land. Hér voru engir svartir ill- viðrisklakkar á ferð, heldur dreifð og létt hvít ský og undir þeim var hafið, blátt eins og hrafnar Flóka sáu það fyrir 1100 árum. Ég gat ekki betur séð, en að örlitlir skýhnoðrar dönsuðu yfir haffletinum, en svo skildist mér, að þetta væru ’brestandi faldar úthafsöldunn- ar. Sól skein í heiði og stefnt var nærri því í sólarátt. Þessi loftsigling í þvílíkri birtu milli hvítra skýja, eða yfir þeim, var vissulega heillandi. Ég hafði heyrt, að hreyfing flugvéla yfir hafi væri minni en yfir landi, og svo reyndist það í þetta sinn. Þarna var það helzt hreyfing skýjanna, sem gaf til kynna, að við værum ekki alltaf á sama stað í loftinu. Öryggið, sem fast land undir fótum eða landsýn veitir, var úr sögunni, en fjór- ir jötunefldir flughreyflar voru komnir í staðinn og ósjálfrátt treystir maður þeim vel. Eng- inn skaði skeður, þó að einn eða svo tæki sér hvíld um stund, sem þeir raunar sjaldan gera. En ekki var hægt að kom- ast hjá að leiða hugann að því, að fleiri lifandi verur en við í Gullfaxa myndu vera hér á ferð um loftin blá, þó að við sæjum þá ekki. Einhversstaðar neðan við okkur og neðan við hin hvítu ský voru eflaust farfugla- hópar á norðurieið. Lítið var öryggi þeirra í slíkri för í sam- anburði við okkar. Ekki minn- ist ég þess, að ég sæi skip í hafi. En furðuleg er þessi ævintýra öld. Þarna sátum við 40—50 manns í góðum hægindastólum Efíir Gísla GuSmundsson al|)iiigismann og hér inni var þægilegur stofu hiti og það var eins og við stæð- um kyrr í geimnum, en svo var okkur sagt, áð við æddum áfram með 530 km hraða á klukkustund, að flogið væri í meira en 6000 metra hæð og að úti fyrir, uppi í þessari miklu hæð, væri 28 stiga frost. En þegar sunnar dró, fór nokkuð að þykkna í lofti, en við flugum í heiði ofar skýjum og öðru hverju sást niður í sjóinn. Ein- staka sinnum vaggaði flugvélin sér lítið eitt eins og til að minna á staðreyndir í ríki náttúrunn- ar. En þessu var varla gaumur gefinn, því að hér inni var mörgu að sinna. Flugfreyjur báru fram morgunverð og tók það að vonum langan tíma. í flugvélum eins og þessum er lítið hreyfanlegt hjaraborð við hvert sæti. Þá var borinn fram varningur sá, sem að jafnaði er til sölu handa farþegum á milli- landaförum á sjó og í lofti, þar sem tolllöggjöf hinna einstöku ríkja gildir ekki. Þannig leið tíminn og allt í einu vorum við komin upp undir Skotlands- strendur. Sáum niður yfir Suð- ureyjar, vötnótt land eða — sem líklegra er — vogskorið. Tók nú að þykkna í lofti og sást óglöggt til jarðar, er við flugum suður yfir hina skozku strönd. Klukkan ellefu eftir íslenzk- um tíma lentum við í Glasgow. Þar var dumbungsveður og sá lítt til sólar, stinningsgola og ekki heitt í veðri. Grænni jörð en í Reykjavík, en lítið um laufguð tré. Þrjár stórar flug- vélar stóðu þar nærri okkur á flugbrautinni, tvær írskar, en ein frá brezka flugfélaginu BEA. Húsakynni á þessum flugvelli virtust mér engu veg- legri en á Reykjavíkurflug- velli. Við förum út úr Gullfaxa og inn í afgreiðslusal á vellin- um, en þar urðum við að halda kyrru fyrir. Flugvöllurinn virt- ist vera í útjaðri borgarinnar. Eina klukkustund vorum við þarna á Glasgow-flugvelli, en svo vorum við komin í sæti á ný og Gullfaxi brunaði eftir flugbrautinni. Síðari áfangi ferð arinnar var að hefjast. En nú var skozka klukkan eitt og sumarklukkan okkar, sem þó er ldukkutíma á undan sól, ekki nógu fljót. Við urðum enn að flýta henni um klukkutíma. Enn vorum við á leið upp í geiminn og margt ber sem snöggvast fyrir augu: Verk- smiðjuhverfi, skip á fljótinu, grónar hæðir með dökkum trjá- lundum, strjálli byggð í hlíðum og svo allt í einu ekkert nema úlfgrá þoka og flöktandi flók- ar. Við flugum upp í gegnum skýjaþykkni, og það tók drjúg- an tíma fannst mér, en svo var aftur komin heiðríkja og sólin skein, þó ekki eins skært og fyrr. Horfin var hin góða græna jörð og yfirsýn yfir Skotland fengum við ekki. Eftir 25 mínútna flug sáum við loks niður í sjó, en aðeins í svip öðru hverju. Vissum, að við flugum yfir Norðursjó í átt til Jótlands. Ekki þurfti að kvarta yfir vistinni um borð. Jafnskjótt og Gullfaxi var kominn upp úr skýjunum, tóku flugfreyjur að bera fram gómsætan miðdegis- verð með ilmandi kaffi á eftir. Framreiðsla og neyzla þess, sem fram var borið, tók enn sem fyrr drjúgan tíma og öllum virt ist líða vel. Einhverjum hafði orðið óglatt í lendingu í Glasgow, en það leið fljótt hjá. Hinar ágætu máltíðir og um- stang, sem þeim fylgir, svo og höndlan sú, er fyrr var nefnd, er vel til fallin að láta þá, sem er um og ó um svona ferðalög, gleyma stað og stund. Flogið var í sömu hæð og fyrr, hraðinn svipaður, mun þó hafa verið aðeins minni vegna vindstöðu. Svo urðum við þess vör, að land var neðan skýja. Danmörk. Öðru hverju sáust niður á milli skýja, akrar með moldarlit eða græn tún, hús hér og þar — en engir grænir skóg- ar. Þetta gaf til kynna það, sem síðar kom í ljós, að seint hafði vorað í Danmörku að þessu sinni. Um alla Norður-Evrópu var heldur kalt vor. Með aðstoð gamallar landafræðikunnáttu skynjaði ég í svipsýnum eyjar og sund. En hér var þrútið loft og ólíkt því, sem verið hafði um morguninn við íslands- strönd og á Atlantshafi. Svo varð maður þess var, að Gullfaxi var farinn að lækka flugið. Heiðríkjan var horfin og öðru hverju vorum við á kafi í skýjum. Og þarna sá ég allt í einu, að við svifum í lítilli hæð yfir hinni miklu borg við Eyr- arsund, en út frá henni kvísl- aðist hið þéttriðna akveganet Sjálands með bifreiðum á ferð í ýmsar áttir. Þarna sveimuð- um við um stund, ýmist yfir sjó eða landi. Okkur hafði ver- ið sagt, að ferðinni yrði lokið klukkan korter yfir þrjú, og stundvíslega á þeim tíma renndi Gullfaxi sér niður á Kastrup-flugvöll á Amager-eyju í Kaupmannahöfn. Hér var dimmt í lofti og rigning. Marg- ar flugbrautir í grænu túni. Þar runnum við áfram langa leið, og svo var numið staðar fyrir framan hina miklu flug- stöð í Kastrup. Þar, einhvers staðar hátt uppi birtust kunnug andlit. Þetta mun vera ein mesta og glæsilegasta flugstöð í Evrópu og stærð hennar og útbúnaður kom mér á óvart. Byggingar þessar teiknaði Steen Eiler Rasmussen prófess- or, einn af helztu húsagerðar- meisturum Dana í seinni tíð. Nokkrir íslendingar munu hafa verið nemendur hans við lista- háskólann í Kaupmannahöfn. Alls höfðum við verið tæpar fimm klukkustundir á flugi og sennilega flogið um 2500 km leið. Mér varð oft á þessari leið hugsað til annarrar ferðar, sem ég fór fyrir 36 árum með gamla Brúarfossi milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar með við- komu í Leith í Skotlandi. Þá vorum við nálega fimm sólar- hringa að fara það, sem nú tók jafn margar klukkustundir. GJÖF TIL MÖÐRUVALLAKLAUSTURSKIRKJU SÍRA Sigurbjörn Á. Gíslason í Ási átti erindi norður að Möðru völlum í Hörgárdal hinn 6. sept- ember s.l. Kom hann færandi hendi, þar sem hann hafði með- ferðis og afhenti settum sóknar- presti á Möðruvöllum tuttugu sálmabækur í nýjustu prentun, áletraðar kirkjunni, að gjöf frá Elliheimilinu Grund í Reykja- vík. Sömuleiðis tuttugu eintök af lítilli hugþekkri bók eftir norskan biskup, sem í íslenzkri þýðingu Ólafs Ólafssonar nefn- ist „Helgistundir". Síra Sigur- björn Ástvaldur segir í formála að bókinni, m. a.: „....þessar hugleiðingar stefna allar að því að hjálpa sjúklingum. Margur er æfilangt að læra að segja: Samt treysti ég þér drott- inn minn. Raunabörnin eru mörg, sem það hafa sagt og reynt fyrr og síðar....“. Þessi tuttugu eintök af bókinni Helgi- stundir eru, eins og sálmabæk- urnar, gjöf frá Grund í Reykja- vík. Fylgja gjöfinni þau tilmæli, að bókin verði seld til styrktar sjúkrasjóði þeim, er fyrir er í sókninni. Prestar Möðruvallaklausturs- kirkju og sóknarnefnd færa þeim feðgum Sigurbirni og Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra Grundar þakkir fyrir þessa veg- legu bókagjöf. Ágúst sigurðsson, — ÞESSIR álitlegu piltar frá Húsavík léku á ýmsum héraðsmótum Framsóknarmanna í sumar. Hljóm- sveitin keitir „Vibrar og Hafliði“. □ ÞRÍSKIPTING LÖGMÁLSINS SNEMMA á fyrra ári skrifaði ég fáein orð í Fokdreifar Dags. Tilefni þess var það, að S. G. J. hafði látið þar í ljós þann skiln- ing á orðum Biblíunnar, að æv- inleg útskúfun frá Kristi lægi við því, að leita frétta af fram- liðnum, þar sem slík fréttaleit- un væri bönnuð í lögmáli Móse en í 7. kapítula Mattheusarguð- spjalls eru þessi orð höfð eftir Kristi: „Aldrei þekkti ég yður; farið frá mér þér, sem fremjið lögmálsbrot". Ég vitnaði til nokkurra at- riða í lögmálinu, sem mér fund- ust fjarlæg venjulegum hugs- unarhætti hér á landi og spurði hvort svo bæri að skilja hin helgu fræði, að kristnir menn væru bundnir af öllu lögmáli Móse og það væri sáluhjálpar- atriði að lifa í samræmi við það að öllu leyti. Þessu svaraði S. G. J. í Degi á þá leið að lögmálinu mætti skipta í þrennt. Einn hlutinn hefði verið ætlaður ísraels- mönnum einum og kristnir Aðalfundur Æ.S.K. í Hólastifti AÐALFUNDUR Æskulýðssam- bands kirkjunnar í Hólastifti var haldinn í Húnaveri í Austur Húnavatnssýslu 11. og 12. sept- ember s.l. Fundinn sóttu 35 fulltrúar æskulýðsstarfs kirkj- unnar í hinu forna Hólabiskups- dæmi. Tólf fulltrúanna voru prestar, hinir leikmenn, flestir unglingar úr æskulýðsfélögum safnaðanna. Eru þau nú 9 tals- Formaður sambandsins, sr. Pétur Sigurgeirsson á Akur- eyri, flutti skýrslu stjórnarinn- ar um starfið á liðnu ári. Hefur það enn sem fyrr einkum beinst að uppbyggingu æskulýðsbúð- anna við Vestmannsvatn. í sum- ar voru settir þar upp tveir litl- ir svefnskálar, annar þeirra gefinn af Dalvíkurhreppi. — Næsta verkefnið þar er að reisa stóran svefnskála. Hefur Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi á Akureyri teiknað hann og Lionsfélagar á Húsavík gengið frá grunni hans. Þegar skáli þessi er kominn upp, eru fyrst möguleikar á að hafa eitthvert vetrarstarf við Vestmannsvatn. Útgáfunefnd sambandsins hef ur unnið að útgáfu unglinga- bókar eftir sr. Jón Kr. ísfeld og æskulýðssöngbókar með nótum. Var á fundinum samin reglu- gerð og kosin stjórn fyrir Bókaútgáfu ÆSK í Hólastifti. ■Tvö fermingarbarnamót voru haldin á sambandssvæðinu og þóttu takast vel. Einnig var sambandið aðili að Bindindis- mótinu í Vaglaskógi um verzl- unarmannahelgina. — Foringja- námskeið var haldið s.l. haust og verður aftur haldið á þessu hausti. Fjáröflun til æskulýðsbúðanna við Vestmannsvatn gekk vel á árinu. Efnt var til happdrættis, gefin út jólakort, merki seld á æskulýðsdaginn o. fl. En betur má ef duga skal, því enn eru skuldir miklar, eða um 855 þús. kr. Heildarkostnaður við Vest- mannsvatn er hins vegar orðinn kr. 2.272.600,00 og hafa því sam tök hinna kirkjulegu æskulýðs- félaga í Hólastifti aflað því kr. 1.421.000,00 á 4 árum og má það teljast ágætur árangur, enda hafa margir stutt málefni unga fólksins vel og drengilega og ber að þakka þeim öllum. Aðalmál fundarins var: Þátt- taka æskunnar í safnaðarstarf- inu. Framsögumenn voru sr. Þórir Stephensen, Sauðárkróki og Sigurður Sigui’ðsson verzl- unarmaður, Akureyri. Umræð- ur um erindi þeirra fóru fram í umræðuhópum. Voru allir sammála um að efla starf æsk- unnar, bæði í eigin félögum og ekki síður í hinu almenna safn- aðarstarfi. Komu fram rnargar mjög athyglisveroar hugmynd- ir um starfsmöguleika fyrir æskufólk í sambandi við hið kirkjulega starf. Á laugardagskvöld var hald- ið kirkjukvöld í Húnaveri. Þar komu m. a. fram íslenzkir og bandarískir skiptinemar, fluttu ávörp og sýndu skuggamyndir. Að samkomunni lokinni voru fulltrúar í boði prestshjónanna á Bólstað, frú Auðar og sr. Jóns Kr. ísfeld. Fulltrúar gistu einn- ig á heimilum þar í grennd. Á sunnudag var messað á 6 kirkjum. Prestarnir fóru sam- an 2 og 2, og unglingarnir fóru með þeim og lásu pistil og guð- spjall í messunum. Stjórn ÆSK í Hólastifti skipa nú þessir menn: Sr. Pétur Sig- urgeirsson, Akureyri, formað- ur, sr. Þórir Stephensen, Sauð- árkróki, ritari, sr. Sigurður Guðmundsson, Grenjaðarstað, gjaldkeri, og meðstjórnendur Sigurður Sigurðsson og Guð- mundur Garðar Arthúrsson á Akureyri. Fundurinn gerði þessar sam- þykktir: Aðalfundur ÆSK í Hólastifti, haldinn í Húnaveri 11. og 12. september 1965, fagnar þeirri þróun, sem orðið hefur áber- andi tvö seinustu árin, að úti- loka áfengi frá skemmtunum al- mennings um verzlunarmanna- helgina og hvetur til að haldið verði áfram á þeirri braut í skemmtanalífinu yfirleitt. 2. Aðalfundur ÆSK í Hólastifti, haldinn í Húriaveri 11. og 12. september 1965, vill benda á, að þar sem almenn vegabréfa- skylda er komin á í landinu, er nauðsynlegt að láta börnum og unglingum í té þá vernd gegn hættum skemmtanalífs, sem lög og reglur mæla fyrir um, enda þau vandræði ekki lengur fyrir hendi, sem aðallega voru talin torvelda þá vernd. 3. Aðalfundur ÆSK í Hólastifti, haldinn í Húnaveri 11. og 12. september 1965, vill vekja yngri sem eldri til umhugsunar um andlegu verðmætin og trúararf- inn, sem varðveita þarf framar öllu öðru. Til þess er nauðsyn að halda vörð um helgidóma þjóðarinnar með guðsþjónust- um safnaðanna og hlíta leið- sögn kirkjunnar, 4. Aðalfundur ÆSK í Hólastifti, haldinn í Húnaveri 11. og 12. september 1965, leggur til, að gerð verði á vegum þess starfs- skýrsluform, sem send skulu æskulýðsfélögum innan sam- bandsins. Er þá til þess ætlast, að hvert félag geri grein fyrir störfum sínum á aðalfundum sambandsins. 5. Aðalfundur ÆSK í Hólastifti, haldinn í .Húnaveri 11. og 12. september 1965, hvetur væntan- lega sambandsstjórn til að gera árlega rekstraráætlun fyrir sumai'búðahúsin við Vestmanns vatn, þannig að séð vei'ði um að sú aðstaða, sem þar er feng- in, komi að fullum notum fyr- ir kirkju og þjóð. □ (Fi'éttatilkynning). menn nú á tímum væru algjör- lega óbundnir af honum, eða svo skildist mér a. m. k. Þetta þótti mér þá sem væri viðunandi svar. En það hefur strítt á huga minn í seinni tíð, að gaman væri að fá á þessu fyllri skil. Ég hef nefnilega ekki fundið þessa þrískiptingu lög- málsins í Biblíunni. Því langar mig til að vita á hverju hún byggist. Varla munu Biblíutrú- ir menn leyfa sér að rífa lög- mál Drottins í sundur eftir eig- in geðþótta. Ég hef gaman af að fræðast um trúarbi-ögð og guðfræðileg- ar hugmyndir og mér skilst að afstaðan til lögmálsins sé atriði, sem talsvei-ðu máli skiptir ýmsa á líðandi stundu, þ. á. m. suma, sem stai'fandi eru innan þjóð- kirkjunnar. Því vona ég að ekki þyki alveg út í hött að víkja nú aftur að þessum mál- um þó að langt sé liðið frá fyrri orðaskiptum okkar S. G. J. Halldór Kristjánsson. DRAUMAR NÝKOMIN er út bók um drauma og vitranir. Sumir álíta, að draumar séu mark- leysa ein, en slíkt er hin mesta fjai'stæða. Draumar eru hin mei-kustu fyrii'bæri. En það er mikill vandi að ráða þá rétt. Og það er líka vandi að muna draumana og menn eru mis- munandi sálfræðilega heilir, er þá dreymii'. Allt þetta er athug- unarefni. Þegar ég var drengur las ég di-ailm Jóns Jóakimssonar, sem mér þótti mjög merkilegur, og hugsaði þá sem svo, að éf ’mer auðnaðist aldur, skyldi ég festa mér di-auma mína í minni. Á tveimur fyrstu tugum þess- arar aldar var árferði vont, og einkum ki'eppti að mönnum á vetrum. Mun snjóaveturinn 1914 hafa verið með þeim verstu, svo að vá var fyrir dyrum hjá mörgum bónda. En þá var ég búinn að búa í 10 ár á Hall- bjarnai'stöðum á Tjörnesi, þar sem ég bjó samfleytt í 38 ár. Oft dreymdi mig fyrir veður- bi-eytingum, þ. e. vissar persón- ur fyrir vissu veði'i. Jón vin minn á Laxamýri dreymdi mig fyrir sunnanátt og ‘ brást ekki. Þegar mig dreymdi dætur Þcrð ar í Sv'artázkoti, Hólmfríði og Bjöi'gu, brást aldrei að þá var betra veður í aðsigi. Og um framliðna menn, sem komið hafa til mín í draumi, svo sem bræðurna Guðmund og Sigui’- jón Gunnlaugssyni frá Hafurs- stöðum í Axarfii-ði, sem dánir eru fyrir fullum 40 árum, er það sama að segja. En þessir menn voru systursynir mínir. En ekki fer ég lengra út í þá sálma. — Fyi'ir þrem vikum dreymdi mig hér á sjúkrahús- inu (á Húsavík), þar sem ég hef legið í ca. 11 mánuði, að mér fannst einhver koma að rúmi mínu, en ég sneri mér til veggjar, eða fannst svo vera. Fannst mér þetta vera ein. stai'fsstúlkan hér. Mælir hún fi'am vísukorn þetta, sem ég skrifaði niður strax og ég vakn- aði: / Þó að blási stundum strangt stormur manna frekur. Ekki þarf að þykja langt það, sem enda tekur. Ég sagði stofufélögum mínum drauminn og könnuðust þeir ekki við vísuna, eða aðrii', sem ég hefi um það spurt. Ég læt hér ekki í Ijósi álit mitt á þess- um draumi, eða þá ráðningu mína á honum. Halldór G. Sigurjónsson frá Hallbjarnarstöðum. Mekcngfljótið - hinn sofandi risi Góður afli í Grímsey Grímsey 8. október. Þessa viku hafa verið góðar gæftir og hafa margir verið á sjó og aflað vel á handfæri. Félagsheimili og skólí, nýtt hús, verður bráðlega fokhelt. Auk þess, sem þrír menn hafa unnið þar, hjálpa sjómenn til í landlegum. íbúðarhús, sem hér er í smíðum, er vel á veg komið °g byrjað á öðru. Öll þessi hús eru hlaðin úr steini. S. S. (Framhald af blaðsíðu 1). að frátöldum smávægilegum fiskveiðum gefur fljótið ekkert af sér eins og stendur. Úr fljótinu mætti vinna a. m. k. 20 milljón kílówatta raforku, en nú fæst þaðan naumast eitt kílówatt. Allur Mekong-dalurinn og Mekong-dældin þarfnast vökv- unar, en einungis þrír hundraðs hlutar þessa lands fá nú vatn úr fljótinu. Við þetta má bæta: Fljótið flýtur yfir bakka sína og veld- ur miklum spjöllum um regn- tímann. Bæi og þorp meðfram fljótinu skortir drykkjarvatn. Einungis stuttir spölir fljótsins eru skipgengir. Markmið Mekong-verkefnisins. Mekong-verkefnið miðar að al- hliða þróun þeirra möguleika, sem fyrii' hendi eru, við neðan- vert fljótið. Er þar um að ræða kringum 23000 kílómetra lang- an spöl. Um 20 milljónir manna búa þar í fjórum löndum, Kambódju, Laos, Thaílandi og Suður-Víetnam. í fljótinu og þverám þess er ætlunin að reisa stíflur og framleiða raforku til iðnaðar. Áveitukerfi eiga að gera íbúun- um kleift að fá tvær til þrjár hrísgrjóna-uppskerur á ári — þar sem ein fæst nú — á ökrum sem eru skrælþurrir langtím- um saman. Einnig er fyrirhugað að gera fljótið skipgengt í ríkara mæli en nú er. Það getur haft í för með sér, að t. d. land eins og Laos skapi eðlilegar samgöngur milli hinna ýmsu héraða. Eins og stendur er aðeins 15—26 kílómetra langur vegur í öllu landinu. Hér hafa einungis verið nefnd nokkur dæmi. Eftir hér um bil sjö ára und- irbúning og rannsóknir er Mekong-verkefnið komið á þann rekspöl, að framkvæmdir geta hafizt. Bygging orkuvera er nú í fullum gangi í Thaí- landi og Kambodju, og brátt verður einnig hafizt handa í Laos. Mekong-nefndin hefur nú yfir 68 milljónir dollara (um þrjá milljarða ísl. króna) til um- ráða, og koma 45 af hundraði þessa fjármagns frá löndunum fjórum á bökkum fljótsins, en afgangurinn kemur frá 20 ríkj- um og þeim 12 sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem boð- ið hafa aðstoð sína. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.