Dagur - 09.10.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 09.10.1965, Blaðsíða 7
7 SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsiðu 8). er nú senn lokið og ekki seinna vænna að taka þessi niál til at- hugunar, fyrir þá, sem ekki hafa þegar gert það. NAFNLAUSU BRÉFIN Blaðinu berast öðru hverju nafn laus bréf til birtingar. Ef bréf- ritarar hvorki setja nöfn sín á bréfin eða gera grein fyrir sér á annan hátt, fara öll slík bréf beint í ruslakörfuna. Hinsvegar getur það verið samkomulags- atriði milli bréfritara og blaðs- ins, hvernig aðsend bréf, þ. e. greinar til birtingar, eru merkt, ef fullt nafn er óæskilegt af ein- hverjum ástæðum. Þetta eru bréfritarar beðnir að athuga, og jafnframt eru lesendur hvattir til að ræða opinberlega áhuga- mál sín hér í blaðinu. FALLANDI KRÓNA Alþingismennirnir Jón Skafta- son, Ólafur Jóhannesson, Karl Kristjánsson, Skúli Guðmunds- son og Halldór E. Sigurðsson íluttu á síðasta Alþingi tillögu þess efnis, að athugað verði, á vegum Alþingis „með hverjum hætti verði við komið verð- tryggingu sparifjár, að öllu eða einhverju leyti“. Nú er búið að verðtryggja laun, sem menn eyða jafnóðum, en ekki þau, sem geymd eru, og er það umliugsunarvert. Flutningsmenn tillögunnar segja í greinargerð m. a.: „fs- lenzkt fjármálalíf hefur allt frá síðustu heimsstyrjöld einkennst öðru fremur af sífelldu verð- falli peninga. — Eðlileg afleið- ing — er ónógur sparnaður. — Hefur það leitt til lánsfjárskorts til hvers kyns framkvæmda og rekstrar atvinnufyrirtækja. — Lánastarfsemin hefur í sívax- andi mæli einkennst af stuttum, óhagkvæmum lánum úr banka- kerfinu, og vaxandi lánastarf- semi utan þess.“ VERÐBÓLGUDRAUGUR- INN MAGNAST Alþingismennirnir fimm segja ennfremur: „Hin stöðuga verð- rýrnun peninga liefur matað verðbólgudrauginn, sem tröll- ríður íslenzkri þjóðfélagsbygg- ingu meira og skaðvænlegar en flest annað. Gróðinn, sem sífellt verðfall peninganna liefur skap að, orsakar æðisgengið kapp- hlaup um hið takmarkaða láns- fé og verðbólgufjárfesfingu. Endurskifting eigna þjóðfélags- ins, þar sem lántakendur hagn- ast stöðugt á kostnað lánveit- enda, getur ekkj talist sann- gjörn né verðskulduð “ HVER VERÐUR HLUTUR NORÐURLANDS? Það er gott og blessað, að ríkis- stjómin skyldi í samningunum við verkalýðsfélögin í vor, heita aðgerðum til að útvega síldar- verksmiðjum og frystihúsum norðanlands hráefni af miðum annarsstaðar og eftir því mun verða gengið, en Faxaflóaverk- smiðjumar virðast nú ætla sér bróðurparíinn af síldinni í Aust urdjúpi og hafa líka til þess stuðning ríkisstjórnarinnar. — Þær fengu í vetur ríkisábyrgð til kaupa á flutningaskipi um leið og tillaga um sams konar ' stuðning við Norðurland var felld af stuðningsliði stjórnar- inr.ar. í þessu liráefnismáli Norðlendinga hefir stjórnin, eins og oftar, lofað að gera það tilneydd, sem hún neitaði að gera ótilneydd. En vonandi verða efndir hér á. En ef það er ætlunin, að Norðlendingar eigi að láta sér nægja að fá sams konar aðstöðu eins og Sauðárkrókur, þegar síldarverk smiðja og hraðh-ystingin voru byggð þar á árununi í þeirri von, að fá hráefni frá veiðiskip- um annarra staða — en fái ekki aðrar framkvæmdir í samgöngu málum eða á öðrum sviðum — mun þeim hollt að treysta var- lega hinni reykvísku forsjá nú- verandi stjórnarvalda. Staka til Baldurs á r Ofei»sstöSufii O í TILEFNI af fréttapistli Bald- urs á Ófeigsstöoum um mikla aðsókn kvenna úr Kinn í kart- öflugarða þeirra Höfðhverfinga, kvað einn kartöflubóndinn eft- irfarandi: Baldur skymjaði beíur þá, brotthlaup stúlkna úr Kinnar- [þingum, ef litið fengi hann aðeins á undirvöxtinn hjá Höfðhverfing- [um. KÝR TIL SÖLU Nokkrar kýr til sölu nú þegar. Snæbjörn á Grund. SUNNUDAGASKÓLINN að Sjónarhæð byrjar n. k. sunnu dag kl. 1. Oll börn hjartan- lega velkomin. . , SUNNUDAGASKÓLINN í Glerárhverfi byrjar n.k. sunnudag kl. 1 í skólahúsinu. Öll börn hjartanlega velkom- in. DRENGJAFUNDIR hefjast á Sjónarhæð n.k. mánudags- kvöld kl. 6. Allir drengir hjartanlega velkomnir. HRYSSA TIL SÖLU Mjög lipurt ganghross. Guðniundur Valgeirsson, Auðbrekku, Hörgárdal. IIJÚKRUNARKONUR. Aðal- fundur Hjúkrunarkvennafé- lags Akureyrar verður hald- inn í Systraseli mánudaginn 11. október kl. 21. MINJASAFNIÐ. í október og nóvember verður safnið opið á sunnudögum kl. 2—4 e. h. Aðra daga fyrir ferðafólk og skólanemendur eftir sam- komulagi við safnvörð. Sím- ar 11162 og 11272. LÚÐRASVEIT AKUREYRAR leikur á Ráðhústorgi n. k. sunnudag kl. 4 e. h. Stjórn- andi Sigurður Jóhannesson. HLUTAVELTU hefur Slysa- varnadeild kvenna, Akureyri í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 10. þ. m. kl. 4 síðdegis. — Margir ágætir munir. Styðjið gott málefni — Nefndin. 1%6 HEIMSMEISTARAKEPPNIN I FOTBOLTA LÖND OG LEIÐIR efna til HÓPFERÐAR á Heims- meistarakeppnina í Englandi 1966. Séðir verða 6 leikir. Pantanir óskast staðfestar sem allra fyrst. Örfáir miðar óseldir. FERÐASKRIFSTOFAN LOND & LEiÐIR GEISLAGÖTU . AKUREYRI SÍMI 12940 NYTT! - NYTT! HATTAR - LOÐHÚFUR SKINNHANZKAR, 3 tegundir Mjög fallegir HÁLSKLÚ TAR RÚSKINNSJAKKAR og PILS, margar gerðir Einnig úrval af KÁPUM og KJÓLUM VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL Ódýrt! Ódvrt! YINNI BI XIR, karlraanna og drengja Verð: No. 4, kr. 126.00 No. 6, kr. 133.00 No. 8, kr. 140.00 No. 10, kr. 145.00 No. 12, kr. 154.00 No. 14, kr. 163.00 No. 16, kr. 180.00 No. 48-54, kr. 202.00 ATH. Efnið er 9 oz. amerískt efni, hleypur ekki! Sendum í póstkröfu! HERRADEILD Öllum peim, sern á einn eða annan hátt minntust © -x- mín á níræðisafmæli minu, færi ég innilegustu pakkir. J -3 Lifið heil. e> f 1 © ... 4 . y EGGERT GRÍMSSON, Ránargötu 26. | SNYRTISTOFAN FLAVA ANDLITSSNYRTING - HANDSNYRTING fyrir karla og konur. SÍMI 1-18-51. Laugarborg BINGÓ laugardaginn 9. október n.k. kl. 9 e. h. — Góð verðlaun. — Dans á eftir til k!. 2. NEMÓ LEIKUR. Kvenfélagið Iðunir og U.M.F. Framtíð. Sólblóma-olían er holl og nærandi í allan mat. NÝLENDUVÖRUDEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.