Dagur - 09.10.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 09.10.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓITf Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri og nokkrar flug- vélar hans á jörðu og í lofti. NORÐURFLUG A AKUREYRI Viðtal við Tryggva Helgason flugmann HÉR á landi eru mörg flugfé- lög. En aðeins eitt þeirra hefur bækistöð sína og starf algerlega utan Reykjavíkur, og er það Norðurflug á Akureyri. Fyrstu drög að þessu flugfé- lagi lagði Jóhann heitinn Helga son með sínu flugmannsstarfi. Þeir bræður, hann og Tryggvi flugmaður Helgason, Rauði- krossinn og Slysavarnardeild kvenna hér á Akureyri keyptu fyrst eina flugvél, einkum ætl- aða til sjúkraflugs, árið 1959. Síðar fórst Jóhann, eins og kunnugt er, og flugvélin eyði- lagðist. Um þær mundir var Tryggvi orðinn flugmaður hjá Fí. Hann kaus að taka upp hið fallna merki bróður síns, hætti störf- um hjá Ff og hefur síðan starf- að hér á Akureyri, sem flug- maður og forstjóri Norðurflugs í sex ár. Blaðið hitti Tryggva Helga- son að máli nú í vikunni og lagoi nokkrar spurningar fyrir hann um þessa starfsemi. Er það rétt, að Norðurflug sé nú sex ára? Jú, ég hef miðað aldur Norð- urflugs við tilkomu tveggja ENN ÚTI AF FYRRI SLÆTTI ENN eru úti hey af fyrri slætti á Langanesi og í Þistilfirði, að því er tíðindamaður blaðsins, Óli Halldórsson frá Gunnars stöðum sagði núna í fyrradag. Þar spratt óvenju seint, og þeg- ar loks var unnt að hefja hey- skapinn, komu óþurrkar, sem síðan hafa lengst af verið. Hey eru því lítil, þótt ekki sé um kalskemmdir að ræða. Á aust- anverðri Sléttu, Langanesi og í Þistilfirði er fyrirsjáanlegur niðurskurður búfjár, ef hey fæst ekki keypt. En menn frá „kal- nefndinni“ svokölluðu hafa ver ið hér til að kynna sér ástand- ið. Á þetta svæði vantar nokk- ur þúsund hesta heys. Q hreyfla sjúkraflugvélarinnar, sem ég kom með vestan um haf 1. nóvember, fyrir sex árum. — Fyrst í stað virtist ekkert glæsi legt að setja svona fyrirtæki af stað og aðstaðan ekki góð. Flug félag íslands var að vísu stofn- að á Akureyri á sínum tíma, en reynslan af flugstarfsemi utan Reykjavíkur var þó af skorn- um skammti. Hvernig h'efur svo þetta starf, sjúkraflugið fyrst, — og síðan meiri starfsemi, — gengið? Það hefur gengið mjög vel, — þrátt fyrir slæma aðstöðu. Flugið hefur aukizt ár frá ári. Fyrsta árið var mjög litið áð gerá, en síðan hefur flugið vaxið mjög mikið og stöðugt, og nú í sumar ér það langtum meira en nokkru sinni áður. — Vélakosturinn hefur líka verið áð aukast. Nú á fyrirtækið 5 vélar, þrjár tveggja hreyfla og tvær minni. En vegna slæmrar aðstöðu hér og örðugleika með lánsfjárútvegun hafa aðeins 3 vélarnar verið í notkun í sum- ar, tvær tveggja hreyfla og ein eins hreyfils vél. Tvær vélanna 'efú af Beechcraft-gerð, átta farþega. En þetta er fyrsta sumarið, sem önnur átta far- þega vélin er í notkun. Hún er búin að fara til fjölda staða á landinu, t. d. hefur hún verið mikið í förum milli Akureyrar og' Austurlands. Flugtími þeirr- ár vélar frá Akureyri til Reykja víkur er nálægt klukkutíma, en . samtals hefur vélin flogið mörg hundruð tíma í sumar. Ætlunin er að hin Beechcraft-vélin verði tilbúin til notkunar næsta vor. Hvernig er aðstaðan hérna til flugstarfsemi Norðurflugs? Hún hefur smábatnað. Að vísu er húsakosturinn ófullkom inn ennþá, eitt flugskýli, sem rúmar aðeins minni vélarnar. Tvær stærstu tveggja hreyfla vélarnar verða að standa úti, þar til nýja flugskýlið kemur. Við þurfum að hafa fullkoniið (Framhald á blaðsíðu 2). Brædd á Raufarhöfn 218 þús, mál Raufarhöfn 8. október. Það hef- ur verið líflegt hér síðan 5. október. En síðan hafa borizt hingað 35 þúsund mál í bræðslu en í allt eru komin 218 þúsund mál, þar af hundrað þúsund á rúmlega mánaðartíma. Skip hafa komið hingað á hverjum sólarhring að undanförnu. Bú- ið er að salta í 45 þúsund tunn- ur síldar. Langhæsta söltunar- stöðin er Norðursíld h.f. með 13.273 tunnur. Annars hefur söltun verið hér lítil, bæði er langt hingað með síldina af miðunum og svo hamlar fólks- eklan Ægir fann núna síld 60 til 80 mílur út af Langanesi, en hún var nokkuð dreifð. Annars er allur flotinn á sömu slóðum og undanfarna daga. Félagsheimilið okkar verður senn fokhelt og verður þá hægt að halda áfram að vinna við það í vetur. Fimm íbúðarhús, sem byrjað var á í sumar og haust, eru í smíðum, mismun- andi langt á veg komin. Þorskafli hefur verið m.eiri í sumar og haust en undanfarin ár. Enn er góður afli bæði á línu og færi. Frystihúsið hefur því haft töluvert verkefni að þessu sinni. H. II. SINNASKIFTI SJÁLF- STÆÐISMANNA Sveinn Guðmundsson forstjóri í vélsmiðjunni Héðni, einn af varaþingmönnuni Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, flutti á Alþingi, í tíð vinstri stjórnarinn ár, svohljóðandi tillögu: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að hlutast til um að Seðlabankinn endurkaupi framleiðslu- og hráefnavíxla iðnaðarfyrirtækja eftir ákveðn- um reglum, er settar verði með svipuðu sniði og reglur þær, er gilda um endurkaup framleiðslu víxla sjávarútvegs og landbún- aðar.“ Alþingi samþykkti tillögu Sveins árið 1958. Skömmu síð- ar urðu síjórnarskifíi og flokk- ur Sveins varð mestu ráðandi um landsmál. En svo leið ár eftir ár, að stjórn sú, sem Sveinn studdi, Iét ekki framkvæma þingsályktunartillöguna. Á síð- ustu þingum hefur Þórarinn Þórarinsson flutt tillögu Sveins á ný og reynt að fá hana endur- samþykkta. En þá bregður svo við, að Sjálfstæðismenn hafa ekki viljað greiða henni at- kvæði og jafnvel ekki Sveinn sjálfur! GARÐYRKJUSKÓLI A AKUREYRI Tillaga, sem allir þingmenn í Norðurlandskjördæmi eystra fluttu saman á síðasta þingi um stofnun garðyrkjuskóla á Akur- eyri eða í nágrenni hennar, náði ekki fram að ganga að þessu sinni, en verður væníanlega tekin upp aftur nú í vefur. Hér eru góð skilyrði fyrir slíkan skóla og af inörgum ástæðum eðlilegt, að garðyrkjuskólar séu heldur tveir en einn í landinu. Gæti þá verið verkaskifting milli þeirra. Garðyrkjugreinar eru margar og niikil sérhæfing komin þar til sögunnar. Um árafugi voru í Gróðrar- stöðinni á Akureyri haldin garð yrkjunámskeið, mjög til menn- ingarauka. Sú síarfsemi lagðist því miður niður, enda mun garðyrkjukunnáttu hafa á viss- an hátt hrakað á síðari árum. En vel fer á því, að garðyrkju- mennfun verði liér aftur upp tekin, og mjög nauðsynlegt. FISKELDISSTÖÐ A NOEÐ- URLANDI Sömu þingmenn fluítu tillögu um að stofna á Norðurlancli Um 190 í skólum í Ólafsfirði Ólafsíirði 8. október. Miðskóli Ólafsfjarðar var settur 1. okt. í skólanum eru 70 nemendur. Skólastjóri er Kristinn Jóhanns son og með honum tveir fastir kennarar og nokkrir stunda- kennarar. Barnaskólinn var settur 4. október. í honum eru nálega 120 nemendur. Við skólann kenna þrír fastir kennarar, auk Björns Steíánssonar skólastjóra og þriggja stundakennara. Hingað kom Skagfirðingur á miðvikudaginn með 1100 tunn- ur og fengust 500 uppsaltaðar úr þeim afla. Þorskafli er skárri en í sum- ar og fæst einn og einn góður róður. Bændur fjölga fé sínu þessi árin. Slátrun er lokið og er fé vænna en í fyrra. B. S. klak- og eldisstöð fyrir lax og silung. Hér norðanlands er stór- vaxnari laxastofn, a. m. k. í sumum ám, en fyrir sunnan. — Veiðimálastjóri ríkisins er, eins og fíðkazt hefur til þessa, stað- settur í höfuðborginni og hefur komið upp eldisstöð við bæjar- vegginn hjá sér, í Kollafirði. Hér nyrðra eiga menn erfitt með að fá hann eða aðra sér- fræðinga til að atliuga skilyrði til fiskiræktar, þó góð séu víða. Við svo búið má ekki Iengur standa. Um tillöguna fór eins og gárð yrkjuskólamálið, og náði ekki fram að ganga. Hér er við ramm an reip að draga, þótt oft sé fagurlega talað um nauðsyn jafnvægis miili landshlutanna. SMYGLA KJÖTVÖRUM Smyglið hér á landi er orðið svo algengt, að menn bera naumast kinnroða fyrir því. — Allir vita um stórfellt vínsmygl, og stundum í stórum mæli, stór- felld innkaup ferðafólks o. s. frv. og í landi hinna miklu kjöt birgða, sem sumir virðast hafa áhyggjur af, er uppvíst orðið um kjötsmygl. Ræðir kunnur blaðamaður um það nýlega, að sííkar vörur Iiafi verið til sölu í ýmsum verzlunum í höfuð- borginni, þ. e. danskar kjötvör- ur. MARGT ER TALIÐ íslendingar telja ýmsa hluti, svo sem hreindýr í fjöllum, laxa í ám, gæsir á heiðum, bíla á veg- um og börn í skólum. En það er sama hvar spurt er um þann fjölda ungra manna og kvenna, sem ekki fá skólavist vegna ónógra skóla, enginn getur gef- ið svar við þvi. Væru þó örugg- ar upplýsingar um það ekki síð- ur nauðsynlegar. Þær eru bein- línis aðalforsenda fyrir því, að unnt sé að vinna að úrbótum á skynsamlegan hátt og sækja það mál með rökum. HYGGNAR HÚSMÆÐUR Fregnir berast af því, að marg- ar húsmæður kaupi á þessu hausíi meira til vetrarins í slát- urtíð en oft áður, einnig ungar kcnur, sem lítt eru sláturgerð vanar. Væntanlega er það einn- ig svo hér á Akureyri, enda tal- inn hygginna háttur, eins og verðlagi er nú háttað. Sláturtíð (Framhald á blaðsíðu 7). Gagnfræðaskóli Húsa- víkur 20 ára GAGNFRÆÐASKÓLI Húsa- víkur var settur 2. október. — Skólastjórinn, Sigurjón Jó- hannesson setti skólann með ræðu og minntist þess, að 20 ár eru liðin frá stofnun gagnfræða skóla á úsavík. Skólinn býr nú við þröngan húsakost — hjá Barnaskólanum. Hafinn er und- irbúningur að byggingu nýs gagnfræðaskóla. — Kennaralið skólans er óbreytt frá fyrra ári. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.