Dagur - 04.12.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 04.12.1965, Blaðsíða 1
Dagur SiivIAR: 11166 (ritstjóri.) 11167 (afgreiðda) r, - ■ ■ Dagur kenuir út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 FRÁ BÆJARSTJÖRN Tunnuverksmiðjan. Bæjarráð samþykkir að Tunnuverksmiðja ríkisins verði látin fá lóð undir tunnugeymslu norðan við verksmiðjuna, enda er geymslan eins vel staðsett þar samkvæmt úrskurði verk- fræðings. Bæjarráð mælir ein- dregið með því við Atvinnu- leysissjóð, að Tunnuverksmiðj- unni verði veitt ián til að byggja tunnugeymslu, en áætlað er, að sú framkvæmd kosti um 3 millj. kr. Bæjarráð skorar á stjórn Tunnuverksmiðj a ríkisins, að Tunnuverksmiðjan á Akureyri verði starfrækt í vetur eins og undanfarin ár. .Guðlaugsson og yfirlæknir hand læknadeildar, Guðmundur Karl Pétursson, til að gera bæjarráði grein fyrir undirbúningi viðbót- arbyggingar við FSA. Talið er nú, að væntanleg við bygging þyrfti að vera ca. 14.000 rúmmetrar að stærð. Bæjarráð leggur til, að stjórn FSA starfi áfram að undirbún- ingi máisins. Verði við það mið- að, að unnt verði að hefja bygg- ingaframkvæmdir á árinu 1967. Ennfremur verði þess farið á leit við fjárveitinganefnd Al- þingis, að tekið verði upp á fjár lög 1966 byrjunarframlag til byggingarinnar ekki lægra en 3 millj. króna. Fjórðungssjúkrahúsið. Á fundinum mættu formaður stjórnar FSA, Eyþór H. Tómas- son, framkvæmdastjóri, Torfi FANNST ORENDUR HARALDUR Hallsson frá Stein kirkju í Fnjóskadal, vistmaður á Kristneshæli, fannst örendur á fiatlendi skammt norðvestan við Laugaland í Ongulstaða- hreppi sl. þriðjudagskvöld. Hann var um fimmtugt, heilsu- veill um árabil. Hann mun hafa ætlað að Laugalandi og hafði fjarvistarleyfi. Q Námsfíokkar. Bæjarráð samþykkir að fela Jóni Sigurgeirssyni, skólastjóra og Þórarni Guðmundssyni, kennara að veita forstöðu Náms flokkum Akureyrar. Kosið í Laxárvirkjunarstjórn. Kosnir voru í Laxárvirkjunar stjórn af bæjarstjórn: Arnþór Þorsteinsson, Jón G. Sólnes og Björn Jónsson, en til vara Stefán Reykjalín, Árni Jónsson og Þorsteinn Jónatans- son. Arnþór var kosinn formað- ur Laxárvirkjunarstjórnar og Stefán Reykjalín varaformaður. AUKIN UMFERÐARMENNING ER NAUÐSYNLEG Sendirinn er kominn Á FIMMTUDAGINN hófst vinna við uppsetningu mjög öfl- ugs sjónvarpssendis, sem rík- isútvarpið fékk lánaðan hjá sænska sjónvarpinu og lætur setja upp á Vatnsendahæð. Ollu sjónvarpsefni verður í framtíðinni útvarpað frá Vatns endahæð. Á meðan tilraunasjón varpið fer fram, er aðeins um „kyrrmyndir“ að ræða. Hins vegar er búizt við að útsending ar á dagskrám hins íslenzka sjónvarps hefjist e. t. v. í vor. Sjónvarpstæki þau, er nú eru í notkun í landinu, henta ekki fyrirhuguðu „kerfi“ íslenzka sjónvarpsins og þarf því að breyta þeim mjög mörgum. Engin ákvörðun mun hafa Skarðsbók slegin fyrir G J fyrir 4,3 milljónir kr. FYRR í þessari viku var á bóka uppboði í London, Skarðsbók seld fyrir 4.3 millj. ísl. króna. Kaupandi var fornbóksali að nafni T. Hannas. Líklegt er tal- ið, að öflugir aðilar standi að baki bókakaupum þessum, hvort sem þeir aðilar eru ís- lenzkir eða ekki. □ verið tekin um það hjá íslenzk- um stjórnarvöldum, hvort þrengt verður svið hermanna- sjónvarpsins, eins og það upp- haflega var, og þá miðað við varnarliðsmenn eina, sem not- endur hins erlenda sjónvarps. HÉR Á LANDI munu nú vera 35 þús. bifreiðir. Á síðasta ári lenti þriðja hver bifreið í árekstri eða öðrum slysum. Tjón af völdum bifreiða á því ári er talið hafa numið um 100 millj. kr. í bifreiðaslysum láta sumir líf sitt, aðrir verða ör- kumla. Sorgir vegna slysa og manntjóna eru hinir dimmu skuggar umferðarinnar, auk hins gífurlega eignatjóns. Hér á Akureyri liggur hættan í leyni á degi hverjum. Stundum sýn- ist vart hægt að komast hjá slysi, atvikin geta hagað því svo. En þegar maður virðir fyrir sér umferðina kemur í Ijós, að dá- lítill hópur ökumanna flýtir sér að jafnaði of mikið á kostnað öruggs aksturs, er m. ö. o. háskalegur í umferð. Sumir í Innfluftar og úffluffar vörur VERZLUNARSKÝRSLURNAR fyrir árið 1964 eru nýkomn- ar á prenti frá Hagstofunni, en þær fjalla um uíanrikisverzl- un íslendinga á því ári, og er þar um mikinn fróðleik að ræða. Útflutningur og innflutningur hefur verið sem hér segir undanfarin sjö ár, tekinn í milíjónum króna á núver- andi gengi. Innflutningur Útflutningur Árið 1958 2825 millj. kr. Árið 1959 .... 3818 milli. kr. 2799 millj. kr. Árið 1960 .... 3773 millj. kr. 2874 millj. kr. Árið 1961 .... 3228 millj. kr. 3075 millj. kr. Árið 1962 .... 3837 millj. kr. 3628 millj. kr. árið 1963 .... 4717 millj. kr. 4043 millj. kr. Árið 1964 5636 millj. kr. 4776 millj. kr. Arið 1964 voru fluttar út sjávarvörur íyrir 4330 milli. kr. og landbúnaðarvörur fyrir 293 millj. kr. Talið er að verð- hluífall útfluttra og innfluttra vara hafi breytzí um 6% land- inu í hag á árinu. Þyngd innfluttra vara var 764 þús. tonn á árinu og út- fíuítra vara 437 þús. tonn. þessum hópi eru ungir, aðrir eldri. En staðreyndin er a. m. k. sú, að slysum fjölgar hér í bæn- um. Um það vitna tölur þessar frá bæjarfógetaembættinu: Bifreiðaslys og tjón, sem lög- reglan á Akureyri hefur fengið vitneskju um undanfarin ár: 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 (til 27./11.) 106 181 195 266 397 385 412 Tölur þessar benda til óheilla þróunax-, sem verður að snúa við, hvaða fjái-muni, sem það kann að kosta. Umferðarvikan er til þess að vekja athylgi á staðreyndum þessai-a mála, kynna lög og regl ur og fá almenning til að hugsa um umfei-ðarmálin og gera sitt til að færa þau til betri vegar. Bifreiðaeftirlitið gerði gang- skör að því hluta úr degi 1. des., að athuga ljósaútbúnað bifreiða. Sú athugun leiddi í Ijós, að á fjórða tug ökutækja var ljósa- búnaði ábótavant. \J MUNIÐ HÆTTUR MYRKUR- UMFERÐARINNAR! GÓÐUR ökumaður ekur1 alltaf eftir aðstæðum, hægt | í myrkri og vondu skyggni, ! í hálku, á hættulegum beygj- | um og blindhæðum, en hratt I þegar greið er leiðin. Hann | hlýðir umferðarreglum, einn : ig þeim óskráðu, stendur ekki ófrávíkjanlega á sínum rétti, því að hann veit, að hinn eini sanni „réttur," — skylda hvers ökumanns, er að forða slysum og tjóni. Slæmir ökumenn aka ekki eftir aðstæðum. Það eru þeir sem fyrst og fremst gera um- i ferðina erfiða og hættulega. Þar eiga og sökina ólöghlýðn ir, kærulausir og ögrandi gangandi vegfai-endur. Akur eyringar! Verið tillitssamir í umferðinni. Gætið bróður og systux-. Bindindisfélag ökumanna. Kjarðdómsúrskurður 7% hækkun SÍÐDEGIS á þriðjudaginn kvað Kjaradómur upp úi-skurð um launakjör ríkisstax-fsmanna, Meirihluti dómsins dæmdi starfsmönnunum 7% kauphækk un og ákveð jafnframt litlar færslur starfshópa milli launa- flokka. Fulltrúar ríkisvalds og BSRB í dómnum skiluðu sér- atkvæðum. Megn óánægja ríkir með úr- skui-ðinn, enda meix-ihluti starfs manna með lægri laun en Hag- stofan telur lágmark að lifa af. Opið til klukkan f jögur í dag t ÐAG verða sölubúðir opnar til kl. 4, til kl. 6 á laugardaginn kemur og til kl. 10 laugardaag- inn 18. desember. Á Þorláksdag verður opið til kl. 12 á miðnætti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.