Dagur - 04.12.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 04.12.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT .*& Oft er barizt af hörku í handknattleiknum. Frá Haustmóti í handknattleik, sem lýkur nú um helgina í Rafveituskemmunni á Akureyri. Baldvin Þóroddsson, KA, í dauðafæri, en Samúel og Baldur, Þór, grípa báðir í handlegg hans. — Á minni myndinni ver markv. KA, Ámi Sverris- son. I dag, laugardag, fer fram úrslitaleikur í meistarafi. karla milli ÍMA og KA. Ljósm.: H. T. Talað yfir tómum sætum á Al- þingi um fjármál þjóðarinnar ÖNNIJR umræða um fjárlaga- frumvarpið nýja fór fram á Al- þingi í fyrradag. Lauk umræðu á kvöld- og næturfundi og voru þá flestir þingmenn búnir að yfirgefa þinghúsið. Sagt er, að einn ráðherra og fimm aðrir þingmenn hafi uppi staðið og rökrætt frumvarpið. Eins og kunnugt er, er fjár- lagafrumvarp þetta aðeins ein varða á þeirri leið verðbólgu, eyðslu og minnkandi fram- kvæmda, sem allir óttast og vita ei hvar lendir eða endar. GÓÐUR AFLI HÚSA- VÍKURBÁTA Húsavík 3. des. Hér er róið dag hvern sem á sjó gefur og er afli mjög sæmilegur. Haustaflinn er meiri að þessu sinni en 2—3 fyrirfarandi haust. Þungfært er um héraðið vegna snjóa. Mjólkurbílar hafa þó komizt leiðar sinnar, þótt ferðir þeirra hafi stundum tek- ið langan tíma. Q UNGUR MAÐUR HÆTT KOMINN UNGUR MAÐUR frá Akureyri, Jón Karlsson, sem var í vinnu við síldarbræðsluna á Reykar- firði var fluttur meðvitundar- laus til Akureyrar í fyrrakvöld. Þau atvik lágu til, að pilturinn var sendur til að færa til síld í þró þar eystra. Strax og hann kom niður í þróna leið yfir hann. Tryggvi Helgason flug- maður sótti sjúklinginn, sem var kominn til fullrar meðvitundar í gærmorgun, en mun hafa ver- ið hætt kominn. □ Framsóknarmenn hafa lýst því yfir á Alþingi, að þeir gerðu þá kröfu eina í þessum umræð- um, að staðið verði við gefin loforð um þá fjárveitingu ríkis- sjóðs til veganna, sem um var samið 1963, og nú á að svíkja, (Framhald á blaðsíðu 5) Giff betra í umferð en fráskilið GIFT FÓLK stendur sig miklu betur í umferðinni heldur en fráskilið fólk eða einhleypingar. Dánartalan af umferðarslysum er þrisvar sinnum hærri hjá frá skildu en giftu fólki, samkvæmt skýrslum sem lagðar voru fyrir ráðstefnu í Alexandríu á dög- unum. Dauðaslys af völdum umferð- ar lúta sömu líffræðilegu og fé- lagslegu lögmálum í öllum lönd um. Mest er það ungt fólk, sem fer$t í umferðinni. Umferðar- slys eru algengasta dánarorsök á aldrinum 15—24 ára í öllum löndum sem hafa teljandi bíla- umferð. Yfir 100.000 manns iáta árlega lifið í umferðarslysum. Með bættri hjálp á slysstað og bætt- um flutningum á sjúkrahús væri hægt að bjarga lífi 20 af hundraði þessara manna eða um 20.000 mannslífum, að áliti sér- fiæðinganna í Alexandríu. Árið 1962 lét maður lífið þrettándu hverja mínútu í Bandaríkjúnum af völdum um- ferðarslysa. Samkvæmt brezk- um og bandarískum skýrslum má gera ráð fyrir að á móti hverju dauðaslysi komi 40 meira eða minna slasaðar manneskjur. Tjón vegna skemmda á farartækjum og tekjumissis nam í Bandaríkjun- um 5300 milljónum dollara (um 228.000 milljónum ísl. króna) árið 1958. Gerðar hafa verið alltof fáar rannsóknir á orsökum umferðar slysa. Áfengi, eiturlyf, þreyta og skortur á eftirtekt eru meðal orsakanna. En hve mikilvægar eru þessai' orsakir, og hvernig er bszt að stemma stigu við þeim? Eftirlit með ökuskírteinum verður að vera strangara, og herða verður á heilbrigðiskröf- um. Eins og stendur eru yfir 100 milljón bilar í heiminum, og fjöldi þeirra fer ört vaxandi. í iðnþróuðum löndum verður dánartalan af völdum umferðar slysa hærri með hverju ári. □ - V‘h»- TVÖ ÞÚS. MILLJÓNA AUKNING Útflutningsíölur þær, sem fyrir liggja og birtar eru á öðrum síað í blaðinu, bera það með sér, að úíflutningsverðmætið hefur aukizt um nálega 2000 miilj. kr. eða 70% á fimm árum. Þessi gífurlega aukning útflutn- ingsverðmæta byggist fyrst og fremst á hinum vaxandi sjávar- afla, en einnig á því, að verðlag sjávarvara hefur farið hækk- andi erlendis á þessu tímabili. Hin mikla áukning er undir- staða peningaveltunnar og gjald eyrisinneignarinnar erlendis, og stendur ekki í neinu sambandi við óheillastefnu þá, er hér lief- ur ríkt í stjómmálum á sama tíma. Sá þáttur efnaliagslífsins, sem viðreisnarstjómin tók að sér að sjá um, þ. e. að halda stöðugu verðlagx, hefur mistekizt, svo að ekki sé meira sagL Það er m. a. til marks um stjómleysið í land inu, að útflutningsframleiðsl- una skortir vinnuafl en dýrmæt um vinnukrafti er sóað í þágu ófrjórrar gróðahyggju og prjáls á ýmsum sviðum. INNFLUTT SKIP Inn voru fiutt á árinu 1964 3 vöruflutningaskip og 34 fiski- skip. Af fiskiskipunum vom að- eins 3 tréskip en 31 úr stáli. Minnsta fiskiskipið var 109 br. rúml. tréskip, en stærð stálskip- anna var 193—338 br. rúmlestir. Allt voru þetta nýsmíðuð fiski- skip og flest flutt frá Noregi, en þó einnig frá Hollandi, Aust- ur-Þýzkalandi, Bretlandi, Sví- þjóð og Danmörku. Samanlagt innflutnmgsverð þessara 34 skipa var 379 millj. kr., að því er talið er. En rúm- lestatala þeirr er 7928. Stærsta Skipið, Reykjaborg, er frá Nor- egi, 338 rúmlestir og kostaði um 17 millj. kr. Þessi nýju, stóru skip hafa flest eða öll stundað síldveiðar í Austurdjúpi nú í ár. BÆNDUM LANDSINS FÆKKAR Búnaðarskýrslur Hagstofunnar 1961—1963 eru nýkomnar út. Vegirnir voru sæmilegir í gær TIL REYKJAVÍKUR var í gær greiðfær leið bifreiðum og snjó- lítið frá Blönduósi. Til Húsavíkur er einnig sæmi lega fært og Vaðlaheiði farin því illfært er um Dalsmynni. Dalvíkurvegur var ruddur, svo og Svaibarðsstrandarvegur og allt til Grenivíkur. Tíl Mývatnssveitar er þung- fært, einkum í Reykjadal fram- anverðum, svo og á köfium um Mývatnssveit. Bárðardalur er þungfær mjög. Yfirleitt hafa samgöngutrufl- animar orðið minni en vænta máíti í svo löngum hríðar- kafla. Snjór er mjög laus og geta leiðir teppst á skammri stund ef hvessir. (Samkv. uppl. vega- verkstjórans á Akureyri). □ BREZKA HEKLA TIL AKUREYRAR N Ý T T hafrannsóknarskip, Hekla, hið áttunda skip með því nafni í brezka flotanum, kemur til Akureyrar á mánudaginn og verður almenningi til sýnis. Enn fremur mun verða boð inni fyr- ir ýmsa borgara. Hekla er 2800 tonn að stærð, aðeins þriggja mánaða gamalt skip, og á að stunda rannsóknar störf í þágu fiskveiða og flotans, enda útbúið aðstöðu fyrir 7 vís- indamenn. Skipherra er G. P. D. Hall. Skipið kom til Reykjavík- Þar er m. a. samanburður á bændatölu í sýslum landsins 1957, 1960 og 1963 og er talan. fundin efíir sömu reglum öll ár in, segir Hagstofan. Bændatal- an er þessi: Árið 1957 voru bændur 6249 — 1960 — — 5929 — 1963 — — 5560 Á félagsbúi er öll árin talinn einn bóndi í skýrslu þessari. — Það leynir sér ekki á þessum tölum, að bændum fækkar í landinu. Fyrir einu eða tveimur árum mótmælti núverandi landbún- aðarráðherra því harðlega á AI þingi, að bændum hefði fækkað í sinni ráðherratíð! Þrætti hann um þetta atriði við formann Stéttarsambands bænda, sem þá sat á þingi sem varamaður. Þá, sem þræta fyrir aukningu verðbólgunnar, munar vissu- lega ekki um að neita því, að bændum fækki. VONIRNAR BREGDAST Von ýmissa manna um, að nýja fjármálaráðherranum myndi takast að jafna greiðsluhalla fjárlaga án nýrra skatta er því miður að engu orðin, enda von sú alltaf veik, þrátt fyrir skrum Morgunblaðsins í sambandi við ráðherraskiptin. Hinir nýju skattar eru nú að koma til meðferðar í þinginu, hver af öðrum. Farmiðagjalda- frumvarpið er þó enn ekki kom- ið fram, en um það hafa orðið niiklar umræður bæði manna í milli og í blöðum. ALLIR — NEMA SKÓLA- STJÓRINN Um það Ieyti er kennsla hefst í Iðnskólanum, fjölgar bílum úti fyrir Húsmæðraskólanum, þar sem bókleg fræði Iðnskólans eru kennd. Þangað koma allir í bíl, og liðin sú tíð, sem áður var, þegar iðnemar komu hlaup andi, móðir og másandi í tíma — já, allir nema skólastjórinn, sem ýmist er gangandi eða á hjóli, enda flestum léttari í spori. HLUTDRÆGNI EÐA HVAÐ? Það er venja þegar út eru gefn- ar fréttatilkynningar, sem birt- ast eiga í bæjarblöðunum, að þær séu sendar blöðunum sam- tímis. „Umferðarvikan“ hefur brugðið út af þessari sjálfsögðu venju — sendi Degi í gær greinarkom, sem hún hafði tveim dögum áður sent öðra bæjarblaði. Slík vinnubrögð fara umferðamefnd ekki betur en öðrum. EMBÆTTISMANNASKIPTI IIÉR? Lausafregnir herma, að innan skamms verði bæjarfógeta- skipti á Akureyri. Friðjón Skarphéðinsson sýslumaður Ey- firðinga og bæjarfógeti á Akur eyri muni hverfa að hæstarétt- ardómaraembætti, en við emb- ætti hans hér taka Jónas G. Rafnar alþingismaður — og muni þetta fyrir löngu ákveðið á bak við tjöldin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.