Dagur - 15.01.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 15.01.1966, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) rf — 'S Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 30.00 á mán. í lausasölu kr. 5.00 i — — j Slökkviliðið kallað út í 61 skipfi á árinu sem leið SAMKVÆMT upplýsingum Sveins Tómassonar slökkviliðs- stjóra á Akureyri, var slökkvi- lið Akureyrar kallað út í 61 skipti á sl. ári. Þar af þrem sinn um af öryggisástæðum á flug- völlinn og fjórum sinnum vegna gruns um eld, sem enginn 'xeyndist. Tvö af útköllum árs- ins voru vegna bruna í sveitum, 21 vegna elds í íbúðarhúsum, 7 sinnum varð eldur laus í iðn- aðarhúsum og 15 sinnum vegna ikveikju úti í rusli, sinu og mosa. Fimm tjónin voru meira en 50 þúsundir króna, 39 mjög lítil og önnur þar á milli. Mesta tjón af eldi varð í Lundargötu 4. Slökkvilið Akureyrar hefur fengið aukið geymsluhúsnæði, sem Rafveitan áður hafði, og væntanlegur er nýr slökkvibíll sveitanna, vel búinn en óyfir- byggður. O Verður hæli fyrir vangefna byggf I Krossaneslandi? Aljijóðastangveiðimót verður lialdið á Ak. SAMÞYKKT var nýlega, að hér á Akureyri fari fram alþjóða- stangveiðimót næsta sumar. En ungt og þróttmikið sjóstang- veiðifélag er hér starfandi og hefur gengizt fyrir minni mót- um tvö sl. ár. Sjóstangveiðifélag Akureyrar mun-þegar byrjað að undirbúa hið mikla mót sumarsins, sem væntanlega verður í lok ágúst- mánaðar. Formaður Sjóstangveiðifélags Akureyrar er Steindór Stein- dórsson jámsmiður og varafor- maður Karl Jörundsson. □ STYRKTARFÉLAG vangef- inna á Akureyri hefur undan- farið beitt sér fyrir því, að koma upp hæli fyrir vangefið fólk. Bæjarstjórn hefur stutt mál þetta vel að sínu leyti í verki með 10 króna framlagi á hvern íbúa bæjarins. Er því nokkurt fé í sjóði til byrjunarfram- kvæmda. Arkitektar voru hér nýlega á ferð til að athuga um stað fyrir væntanlegar byggingafram- kvæmdir. Líklegast er talið, að Ytra-Krossanes hafi þótt hinn ákjósanlegasti staður. En þá jörð á ríkið og ábúandi bygging ar. Bjartsýnustu menn vona, að hægt verði að hefja verk á þessu ári. En samvinna margra þarf til að koma. Q Trillubáturmn Ottó á Akureyri settur um borð í Rcykjafoss í gær. Nýr eigandi er Guðmund- ur Magnússon Raufarhöfn. (Ljósm.: E. D.) Samningur við aluminauðhringinn er stefna í ranga átt að því er varðar efnahagskerfi þjóðarinnar og [>róun byggðanna hér á landi FUNBUR, haldinn í Húsavík miðvikudaginn 12. jan. 1966, með sveitarstjórnaroddvitum í Þingeyjarsýslu vestan Öxar- fjarðarheiðar, bæjarstjóranum í Húsavík og forystumönnum Nýtf „bónus"kerfi hjá Samvinnutrygpgum Ný ökumannstrygging og allt að 60% frá- dráttur fyrir tjónalausan akstur SAMVINNUTRYGGINGAR til kynntu 12. janúar, að frá þeim degi að telja hefðu þær tekið upp nýtt bónuskerfi, sem felur í sér allt að 60% afslátt iðgjalda á bifreiðum, sem engum tjón- BANASLYS í BLÖNDU- HLÍÐ í SKAGAFIRÐI A ÞRIÐJUDAGSNÓTT varð það slys hjá Silfrastöðum í Skagafirði, er bifreið valt út af vegi og farþeginn, Jóhannes Jónsson bóndi á Tyrfingsstöð- um beið bana. Jóhannes var 43 ára, kvæntur en barnlaus. Svellbunki lá yfir veginn þar sem hið hörmulega slys vildi til. Ökumaður slapp lítt meiddur. um valda og allt að 100% ið- gjaldahækkun hjá þeim, er oft valda tjónum. Þeir bifreiðaeig- endur hjá Samvinnutrygging- um, sem voru tjónalausir sl. ár, fengju 30% afslátt iðgjalda við endurnýjun í vor. En annars er nýja bónuskerfið þannig: Eftir eitt tjónalaust ár er veittur 15% afsláttur. Eftir tvö tjónalaus ár er af- sláttur 30%. . Eftir þrjú tjónalaus ár 40% afsláttur. Eftir f;ögur ár er afslátturinn 50%. Eftir fimm ár er veittur 60% afsláfíur. Aftur á móti hækka iðgjöld þeirra, sem valda endurteknum tjónum, og getur það numið 15 —100%. Þessar breytingar taka gildi 1. maí í vor. Þær eru mjög athygl isverðar. Önnur tryggingafélög hafa ekki séð sér fært að verða samferða í þessu efni. Þá hafa Sámvinnutryggingar tekið upp ökumanna- og far- þegatryggingu. Eins og nú er,- er ökumaður ekki tryggður í sínum eigin bíl, nema einhver annar valdi tjóni. Nýja trygg- ingin greiðir dánarbætur og ör- orkubætur. Iðgjaldið er 250 kr. yfir árið, en dánarbætur eru 200 þús. kr., örorkubætur 300 þús kr. Þessi trygging nær til ökumanns og farþega í 5—6 manna bílum, einnig nær hún til dráttarvéla og bifhjóla. Framkvæmdastjóri Samvinnu trygginga er Ásgeir Magnús- son. □ búnaðarsamtaka á sama svæði, sem boðaður var af sýslumann- inum í Þingeyjarsýslu og Bún- aðarsambandi S.-Þingeyinga til þess að ræða um samninga þá sem yíir standa um stóriðju- framkvæmdir í landinu lýsir yfir svohljóðandi áliti sínu í þessu máli: Það er skoðun fundarins að með yfirstandandi samningum við erlendan auðhring um a'.uminvinnslu sé stefna í ranga átt, bæði að því er varðar efna- hagskerfi þjóðarinnar í heild og um þróun byggðarinnar í land- inu. Þetta allt vill fundurinn rökstyðja með því að benda á eftirfarandi atriði: 1. Þjóðinni ber fyrst og fremst að leggja kapp á að full- nýta eigin hráefni til lands og sjávar. 2. Þjóðin getur af eigin ramm leik byggt raforkuver til eigin nota, án nokkurrar tengsla *við erlenda stóriðju. (Framhald á blaðsíðu 7.) Bókmennta verðlaun Norðurlanda A MIÐVIKUDAGINN ákvað dómnefnd, að bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs hlyti að þessu sinni Svíinn Gunnar Ekelöf. Finninn Kai Laitmen formaður nefndar- innar lýsti úrslitum. Bók- menntaverðlaun þessi nema 50 þús. aanskra króna og eru nú í fyrsta sinn veitt Ijóð- skáldi. □ Eldur laus í íþróftahúsi bæjarins En svefnléttur húsvörður vaknaði í tæka tíð ÞAÐ BAR TIL í fyrradag, klukkan að ganga sex að morgni, að húsvörður íþrótta- hússins, Sigriður Guðmunds- dóttir, vaknaði við reykjarlykt. Leitaði hún elds, fann ekki en hringdi til slökkviliðsins. Rannsókn þess leiddi í ljós, að laus var eldur milli tveggja þilofna út frá raftengingu og var hann kominn í gegnum asbestplötu, timbur og inn í tróð. Eldurinn var þegar kæfður og skemmdir urðu litlar. Sér- stakt lán má telja, að húsvörð- ur skyldi vakna svo árla morg- uns þennan dag — annars hefði illa farið. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.