Dagur - 15.01.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 15.01.1966, Blaðsíða 2
2 Mynd þessi er af þátttakendum á vinabæjarmóti æskulýðsleiðtoga er haldið var í Kanders í Danmörku síðastliðið sumar. Þátttakend- ur voru frá Álasundi, Lahti, Kanders og Vásterás og 6 frá Akureyri. Yfirlit yfir sförf Æskulýðsraðs Akureyrar árið 1965 og hvað framundan er á nýbyrjuðu ári ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR hélt 18 bókaða fundi á árinu og tók fyrir ýmis atriði er varðar æskulýðsstarfsemina í bænum. Þau helstu voru þessi: Námskeiðin. Námskeið í hjálp í viðlögum. 14. jan. til 30. jan. Haldið í sam ráði við Skátafélag Akureyrar og Flugbjörgunarsveitina. Að- alkennari Tryggvi Þorsteins- son, skátaforingi. Nemendur 45. Kennt í íþróttavallarhúsinu. Sjóvinnunámskeið. Tveir ald- ursfiokkar. 28. jan. til 18. febr. Kennarar Björn Baldvinsson, skipstjóri og Helgi Hálfdánar- son, netagérðarmaður Nemend- ur 20. Kennt í íþróttavallarhús- inu. Námskeið i bridge. 4. febr. til 8. marz. Haldið í samráði við Bridgefélag Akureyrar. Aðal- kennari Ármann Helgason, kennari. Nemendur 34. Kennt í íþróttahúsi Akureyrar. í febrúar til apríl leiðbeindi Dúi Eðvaldsson félögum úr „Sjóferðafélagi Akureyrar“ í smíði smábáta og módela. Kennt var í vinnuherbergi sem innrétt að hefur verið í gamla flugskýl- inu. Námskeið í hestamennsku. 26. maí til 19. júní. Námskeiðið haldið í samráði við Hesta- mannafélagið Létti. Kennarar Ingólfur Ármannsson og Þor- steinn Jónsson. Nemendur 75. Kennsla fór fram að Kaupangs- bakka. Svifflugnámskeið. 5. ágúst til 15. ágúst. Námskeiðið haldið í samráði við Svifflugfélag Akur eyrar. Kennarar Arngrímur Jó hannsson og Húnn Snædal. Nemendur 12. Kennsla fór fram á athafnasvæði Svifflugufélags- ins á Melgerðismelum. Ljósmyndanámskeið, með- ferð myndavéla. Hófst 2. des- ember og stendur enn yfir. (Framh. ljósmyndanámskeiðs, framk. og kopering, er hófst 16. nóv. 1964 og stóð fram í janúar 1965). Kennarar Karl Hjaltason og ísak Guðmann. Nemendur alls 27. Kennt í Landsbankasaln um og íþróttavallarhúsinu. Leiklistai-námskeið. Hófst 2. des. og stendur enn yfir. Hald- ið í samráði við Gagnfræðask. Akureyrar. Kennari Ágúst Kvaran. Nemendur 16. (50 um- sóknir bárust og væntanlega verður tímum fjölgað og fleiri teknir á námsk. eftir áramótin.) Kennt í Gagnfræðaskólanum og Landsbankasalnum. Unglingaskemmtanir. Æskulýðsráð Akureyrar tók þá ákvörðun árið 1963 að Mynd af leikfimisflokki Elínar Önnu Kröyer en hún sýndi m. a. flokk sinn 17. júní sl. Tveir flokkar æfa á hennar vegum í vetur. Hermann Sigtryggsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi. skemmtiklúbbár unglinga yrðu starfandi á vegum ráðsins og stæðu fýrir dánsskemmtunum unglinga á aldrinum 14—18 ára. Tveir skemmtiklúbbar hafa síðan séð um þessa starfsemi að mestu leyti, en æskulýðsráð jafnan haft fullorðinn eftirlits- mann á staðnum. Á þessu ári hafa skemmíanir þessar verið einu sinni til tvisv ar á mánuði í félagsheimilinu Lóni. Eftirlitsmenn hafa verið Dúi Björnsson, Stefán Ámason og æskulýðsfulltrúi bæjarins. Tilraun var gerð með að hafa „opið hús“ í Lóni s. 1. sumar. Var starfsemi þessari haldið uppi í tvo mánuði og húsið op- ið tvisvar í viku frá kl. 8 e. h. til 11.30 e. h. Þar gátu ungling- ar komið og skemmt sér við ým is konar töfl og spil og á staðn- um voru seldir gosdrykkir og sælgæti. Æskulýðsráðið réði Stefán Árnason til að gegna eft- irlitsstörfum þegar húsið var opið. Mjög mikil aðsókn var að kvöldum þessum, en umgengni misjöfn hjá unglingunum og var starfsemi þessari því hætt. Vera má að skort hafi meira eftirlit og þá fleira starfsfólk, en þar sem útliald þetta kostaði allmikið fé, treysti æskulýðs- ráð sér ekki til að halda húsinu opnu lengur en þessa tvo mán- uði. Starfsemi við G. A. Síðastliðið vor varð það að samkomulagi milli Gagnfræða- skóla Akureyrar og æskulýðs- ráðs að auka samstarf í sam- bandi við tómstundastörf ung- linga. Starfsemi þessi er nú á byrjunarstigi. Gagnfræðaskól- inn hefur ráðið tvo kennara nemendum sínum til aðstoðar í félags og tómstundastörfum, Þá hefir G. A. einnig leyft afnot af húsnæði sínu, sem bæði er mik- ið og gott og á margan hátt heppilegt fyrir þessa starfsemi. Æskulýðsráðið hefir heitið að- stoð sinni við þessa starfsemi eftir því sem það hefur ráð á. Blaðið „Unga Akureyri“. Upplýsingarit æskulýðsráðs,. „Unga Akureyri" kom út í jan úar. Er þar getið hver yrði helzta starfsemi æskulýðsráðs- ins á árinu, auk þess sem þar er skrá ýfir félög og félagasamtök í bænum sem á einhvern hátt hafa æskulýðsmál eða verkefni' fyrir unglinga á sinni stefnu- skrá. í blaðinu eru einnig grein ar og myndir, svo og auglýsing-' ar, sem bera að mestu upp kostnað við blaðið. „Unga' Akureyri“ var borið í hús bæjarins' seinni hluta jan. Næsta blað er nú tilbúið til prentunar. Verður það með svipuðu sniði og blöð þau sem komin eru út áður. Húsnæðismál. Svo sem að framan greinir, hefir starfsemi æskulýðsráðsins verið til húsa á ýmsum stöðum í bænum og að mörgu leyti er gott að geta dreift starfseminni í hina ýmsu bæjarhluta. Miðstöð starfseminnar er í íþróttavallarbyggingunni, þar sem æskulýðsráð hefur afnot af skrifstofu íþróttabandalags Ak. fyrir framkvæmdastjóra og fundi ráðsins og búningsher- bergi hússins eru nótuð að vetr inum fyrir námskeið, fundi, kvikmyndasýningar o. fl. Nokk uð hefir þó dregið úr afnotum æskulýðsráðs af húsinu í vetur, þar sem æfingar íþróttafélag- anna hafa aukizt þar og búnings klefar hússins einnig notaðir vegna starfsemi íþróttaflokka í Rafveituskémmunni. Bankastjóri Landsbankans á Akureyri hefir sýnt ráðinu þá velvild að bjóða því afnot af Landsbankasalnum endurgjalds laust. Með tilkomu þessa húsnæðis hyggur æskulýðsráð á aukna starfsemi eftir áramótin og nýt- ir væntanlega húsnæði þetta til fulls. Önnur mál. Æskulýðsráð Akureyrar tók þátt í bindindisviku, ásamt nokkrum félagssamtökum í h.-r-n um, sem haldin var í marz og hafði forgöngu um að bindindis- mót væri haldið um verzlunar- mannahelgina í Vaglaskógi. í sambandi við áfengismálin hefir æskulýðsráðið einnig stofn að til funda með eftirlitsmanni vínveitingahúsanna hér, for- manni áfengisvarnarnefndar, yfirlögregluþjóni bæjarins, for- manni Barnaverndarnefndar Ak ureyrar o. fl. aðilum og rætt þar vandamál er varðar drykkju- skap og hegðun unglinga. í ágúst sóttu 6 manns frá æskulýðsfélögum bæjarins mót æskulýðsleiðtoga vinabæja okk rr í Randers. Æskulýðsráð Ak- ureyrar hafði forgöngu um ferð þessa. Fararstjóri var æskulýðs- fulltrúi bæjarins. í september fóru 6 unglingar á vegum æskulýðsráðsins í heimsókn til Reykjavíkur og kynntu sér starfsemi æskulýðs- ráðsins þar. '.'.:;''Fý^irgreiðslu í Reykjavík önnuðust æskulýðsfujltrúi Reykjavíkur Reynir Karlssön, Jón Pálsson tómstundaráðuiTáut ur og Guðmundur Þorsteinsspn, kennari. Æskulýðsráð Akureyrar greiddi fyrir heimsókn 6 sænskra unglinga, sem komu hingað í júní. Æskulýðsráð tók þátt i sfarf- semi nefndarinnar „Herferð _gegn hungri“ hér á Akureyri. Geta má bess hað s.endar hafa verið kr. 630.000.00 til fram- kvæmdanefndar H. G. II. í Reykjavík Fó þessu var safnað í nóvember og desember. (Framhald á blaðsíðu 7.) Nemendur á námskeiði Svifflugfélags Akurevrar og Æskulýðsráðs Akureyrar er haldið var á athafnasvæði Svifflugfélagsins á Mel- gerðismelum síðastliðið sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.