Dagur - 15.01.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 15.01.1966, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Samvinna KRISTJÁN IV. Danakonungur stofnaði dönsku einokunina á Is- landi í samræmi við hagfræðikenning ar síns tíma. Sú einokun var „lengsta og þyngsta plága“, sem yfir landið hefur gengið. Um svipað leyti komst Finnmörk og Færeyjar í svipaðar viðjar verzlunaránaUðar. Þessir verzl unarhættir leiddu til langvinnra hörmunga á öllum þessum stöðum. Sem dæmi um þá niðurlægingu, sem af slíkum verzlunarháttum leiddi var t. d. sú staðreynd, að sakamenn voru látnir velja milli lífláts og út- legðar á Jjessum stöðum. Danska einokunin á íslandi var engin hefnd- arráðstöfun, heldur var litið á hana með dönskum gróðahyggjuaugum. Þessir verzlunarhættir lögðust ekki niður fyrr en íslendingar voru orðn- ir svo mergsognir, að engum var hag ur að viðskiptum við J)á lengur. Smám saman tóku Islendingar • verzlunina í sínar hendur og hefur hún nú lengi fallið í tvo farvegi. Annarsvegar eru íslenzkir kaup- menn og hinsvegar samvinnumenn. Hinir fyrrnefndu liafa að vísu eigin gróðasjónarmið að leiðarljósi eins og þeir dönsku. En ]>að er J)ó íslenzk gróðahyggja og verzlunarhagnaður- inn rennur ekki viðstöðulaust úr landi. Samvinnumenn brutu odd af of- læti kaupmanna með sterkum félags legum samtökum á sviði almennrar verzlunar og síðar á fleiri sviðum, og veittu gróðahyggjumönnum þá sam- keppni, sem enn stendur og hefur orðið öllum almenningi í þessu landi meiri stoð í lífsbaráttunni en nokk- ur önnur félagsmálahreyfing, sem borizt hefur til landsins fyrr eða síð- ar. Þótt J)etta megi styðja tölulegum rökum, er hitt })ó meira um vert, að samvinnuhugsjónin og samvinnu- starfið hefur þroskað fólk til sið- mannlegri samskipta á fleiri svið- um — lyft J)ví J)repi ofar á þroska- braut —. Hinsvegar unir fólk því bezt, að geta á hverjum verzlunarstað valið milli samvinnu- og kaupmannaverzl ana, og J)arf að eiga þess kost. En vegna J)ess, að verzlun og önnur starf semi, sem rekin er á grundvélli sam- vinnunnar er ekki eins einföld og Jtar, sem að fullu er gert upp við búðarborðið, þarf samvinnan meiri kynningar við. Hlutur samvinnunn- ar er lítill í höfuðstað landsins, m. a. vegna ónógrar fræðslu um j>au mál. En jafnvel J)ar, sem verk samvinnu- manna tala skýrustu máli, má ekki vanrækja fræðsluna. □ GÍSLI GUÐMUNDSSON, ALÞINGISMAÐUR: NÝJU FJÁRLÖGIN 0. FL. FJÁRLÖG ríkissjóðs fyrir árið 1966 voru afgreidd frá Alþingi 14. des. s. 1. Tekjur ríkissjóðs á árinu eru áætlaðar krónur 3.794.375.000.00 og aðrar inn- borganir í ríkissjóðinn kr. 6.100.000.00. Innborganir á sjóðs yfirliti því samtals krónur 3.800.475.000.00, eða rúml. 3,8 milljarðar Rekstrarútgjöld eru áætluð kr. 3.608.158.000.00 og aðrar út- borganir (afborganir lána og . svonefnd eignaaukning) kr. 190.752.495.00. Greiðsluafgang- ur kr. 1.563.721.00. Þetta er svo lítill greiðsluafgangur, rúmlega 1% milljón í rúml. 3800 millj. kr. umsetningu, að segja má, að innborganir ög útborganir standist á, og ríkistekjur notað- ar að fullu samkv. áætlun fjár- laganna. Hár er þsss að geta til við- bótar, að vegaáætlun er nú ut- an fjárlaga og að fjárveiting til vegasjóðs, sú sem verið hefur á fjárlögum undanfarin tvö ár, hefir nú verið felld niður. Ef gera skal samanburð við eldri fjárlög, ber að leggja niður- stöðutölu vegaáætlunar fyrir 1966 við niðurstöðutölu hinna nýju fjárlaga. Tekjur og gjöld vegaáætlunar á þessu ári, sem afgreidd var í fyrravetur, eru rúmlega 254 (254,1) millj. kr. Nú hefir ríkisframlag til vega- sjóðsins, 47 millj. kr., að vísu verið fellt niður en aðrar tekj- ur hans jafnframt auknar með hækkun benzínskatts, bifreiða- skatts og gúmmígjalds, sem tal- ið er, að nemi eigi lægri upphæð en hið niðurfallna ríkisframlag. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs og vegasjóðs verða þá kr. 4.054.575.000,00 eða sem næst fjórum milljörðum og rúmlega 54% milljón betur — og gert ráð fyrir, að það fé verði að fullu notað á árinu. Ef að venju lætur, fara bæði tekjur og gjöld ríkisins eitthvað fram úr áætlun á árinu 1968. í því sambandi er ástæða til að geta þess, að í fjárlögunum er ekki veiít neitt fé til verðupp- bóta til útgerðar og fiskvinnslu- stöðva, en á árinu, sem leið, var nokkru fé varið úr ríkis- sjóði til slíkra uppbóta. auk rekstrarstyrks þess (40 millj. kr.) til togaraútgerðarinnar, sem enn er í fjárlögum. Ekki er líklegt, að hjá þessu verði kom- izt nú í ár. Fjármálai-áðherra lét þess og getið á þingi, að laun opinberra starfsmanna hefðu hækkað meira en gert væri ráð fyrir í fjárlögunum. Nýir skattar og skattahækk- anir, sem koma ríkissjóði til góða á árinu 1966, eru þessir: Gjaldeyrisskattur, rafmagns- skattur, hækkun eignaskatts, hækkun aukatekna ríkissjóðs, hækkun benzínskatts, hækkun bifreiðaskatts og diækkun gúmmígjalds. Hlutu skattarnir afgreiðslu á þingi í vetur. Far- miðaskattur sá, er boðaður var af fjármálaráðherra í haust, kom ekki til meðferðar á þing- inu. en í staðinn beitti ríkis- stjórnin sér fyrir lögfestingu hins nýja gjaldeyrisskatts, sem fyrr var nefndur, en hann er %% af öllum seldum gjaldeyri. Þá var og verð á einkasöluvör- um hækkað sl. haust. Tekjustofnar ríkissjóðs og vegasjóðs eru á árinu 1966 áætlaðir sem hér segir í milljón- um króna: Aðflutningsgjöld 1543 Söluskattur 938 Einkasölugróði (áfengi og tóbak) 471 Tekju- og eignaskattur 406 Leyfisgjald af bifreiðum 124 Stimpilgjald 79 Aukatekjur 70 Gjaldeyrisskattur 0. fl. þ. h. 66 Gjald af innlendum tollvörum 58 Ymsir skattar og inn- borganir 45 3800 Sértekjur vegasjóðs (benzínskattur 0. fl.) 254 4054 Hluti sveitarfélaga af. aðflutn ingsgjöldum og söluskatti er hér auðvitað ekki meðtalinn, en hann er á þessu ári áætlaður nálega 163 millj. kr. Breytingin á umsetningu fjár laganna frá ári til árs og á und- anförnum áratugum er, sem vænta má, mikið rædd í sam- bandi yið afgreiðslu þeirra hverju sinni. í fjárlögum ársins 1950 voru innborganir um 300 millj. kr. Síðan hafa fjárlög 16 ára verið afgreidd á Alþingi. Sé þeim 16 árum skipt í tvö jafn- löng tímabil, og borin saman síðustu árin á hvoru tímabili, verða það fjárlögin fyrir árið 1958 og fjárlögin fyrir árið 1966, þ. e. a. s. hin nýafgreiddu fjár- lög yfirstandandi árs, sem til samanburðar koma. Kemur þá jafnframt fram sú breyting, sem orðið hefir á fjárlögum á valda- tíma þeirra þingflokka, er nú standa að ríkisstjórn. EinsyOg fram kemur í þing- og stjórnartíðindum frá þeim tíma voru niðurstöðutölur (inn- borganir og útborganir) sam- kvæmt fjárlögunum fyriiú árið 1958 rúmlega 807 millj. kr. Stundum er þó talið, að rétt sé að bæta hér við rúmlega 75 millj. kr., en það er sú upphæð, sem útflutningssjóður varði á árinu til niðurgreiðslu á vöru- verði innanlands umfram það, sem veitt hafði verið til þeirra útgjalda í fjárlögunum, en bæði fyrr og í seinni tíð hafa þessar greiðslur hvílt á ríkissjóði. Sé þessi aðferð höfð, sem að vísu orkar tvímælis, verður fjárlaga upphæðin þetta ór ca. 882 % millj. kr., sem er rúmlega 194% hækkun frá 1950 þ. e. á 8 árum. Eins og fyrr var sagt eru nið- urstöðutölur fjárlaga og vega- áætlunar fyrir árið 1966 um 4054 millj. kr. og þó raunar hálfri milljón betur. Hér er um að ræða nálega 360% hækkun frá 1958, þ. e. á 8 árum eins og fyrr, ef fjárlagatalan frá 1958 er hækkuð samkvæmt framan- sögðu. En sé miðað við hina raunverulegu fjárlagatölu 1958 (807 millj.) er hækkunin á þess um síðari 8 órum rúmlega 400%. Upphæðin hefir sem sé fimm- faldast frá 1958 til 1966. (Hækk unin frá 1950 til 1958 er þá 169% í stað 194%). í stjórnmáladeilum hefir því einstaka sinnum verið haldið fram, að greiðslur útflutnings- sjóðs til útflutningsuppbóta 1958 eigi að telja með ríkisútgjöld- um það ár og leggja greiðslu- áætlun útflutningssjóðs við fjár lagaáætlunina, en það myndi breyta samanburðinum á síðara átta óra tímabilinu til muna. Her er auðvitað um fjarstæðu að ræða. Útflutningsuppbæturn ar 1958 ber að taka með í sam- anburði á verði erlends gjald- eyris þá og nú en ekki í saman- burði á ríkisútgjöldum og skött um. Samanburður á gjaldeyris- verðbreytingum verður ekki gerður hér, aðeins á það bent, að gengisbreytingarnar 1960 og 1961 nema miklu hærri upLhæð en tekjuöflunin til útflu'.nings- uppbótanna fyrir þann tíma. Fyrir þá, sem á’.iUga hafa á þessum málum, gutur verið fróð legt að líta yfir fjárlög síðasta ársins fyrir heimsstyrjöldina (1938). Niðurstöðutala þeirra fjárlaga var rúmlega 18 milljón it króna og má þykja ótrúlega lág nú á tímum. Fyrir hverja krónu, sem þjóðin greiddi þá til ríkisþarfa, greiðir hún nú 225 kr. Tvennt veldur hér sjálfsagt mestu um: Vaxandi þjóðartekj- ur ásamt getu til að standa und-*’ ir hækkun sameiginlegs kostn- aðar á þjóðarbúinu og hin stór- fellda lækkun á kaupmætti krónunar. Það vita þeir líka, sem lengi hafa setið á þingi, að sparnaðaráhugi fjármálastjórn- arinar var meiri þá en í seinni tíð, enda úr minmx að spila. Þá voru erfiðir tímar, og olli þar mestu um, hve treglega gekk að selja aðalútflutningsvörur lands manna erlendis og verðlag á þeim óhagstætt. Á árunum fyrir heimsstyrjöld ina var þó furðu miklu til vegar komið. Af rúmlega 18 millj. kr. á fjárlagaáætluninni fyrir 1938 voru 6 millj. 865 þús. kr. sam- tals áætlaðar til samgöngumála samkvæmt 13. grein og verk- legra fyrirtækja (atvinnumála) samkvæmt 16. grein eða nálega 38% af fjárlagaupphæðinni. Til- svarandi upphæð nú til þessara mála, miðað við heildarútborg- anir fjárlaga, væri 1540 millj. kr., en núverandi fi-amlög á 13. og 16. grein og í vegaáætlun eru samtals nálega 54% af þeirri upphæð. Þrátt fyrir hið erfiða árferði og takmörkuðu fjárhagsgetu þjóðarinnar var á árinu 1938 búið að lögfesta alþýðutrygging ar og byrjað að veita fé til þeirra úr ríkissjóði. En á ýms- um sviðum kom það að sjálf- sögðu fram, að þjóðin hafði þá minni fjárráð en hún nú hefir. G. G. ÁRIÐ 1963 var haldið upp á ald arafmæli Stefáns Stefánssonar, skólameistara. Að því tilefni bundust þrír grasafræðingar, þeir Steindór Steindórsson, Helgi Hallgrímsson og Hörður Kristinsson, samtökum um að koma af stað tímariti um grasa- fræðileg efni. Fyrsta hefti þessa tímarits kom út um jólaleytiðþettasama ár og flutti m. a. ýtarlegt ævi- ágrip Stefáns. Nú fyrir skömmu kom svo þriðja hefti ritsins. Er það 128 bls. auk taflna, sem fylgja heft- inu. Ritið er að þessu sinni helgað fjallaplöntum og fjallagróðri, en sá hluti gróðurríkisins mun vera almenningi fremur lítið kunnur. Hefst það á kynningtfr- grein um jöklasóleyjuna, sem Helgi Hallgrímsson skrifar. Fylgir greininni litprentuð mynd af sóleyjunni, og er mvnd .in tekin í 1350 m. hæð í fjallinu Kerlingu. Litmyndir hafa ekki áður birzt í ritinu, en ætlunin er að hafa a. m. k. eina slíka litmynd í hverju hefti framvegis. Þá kemur löng grein um rannsóknir á hæðarmörkum plantna á Eyjafjarðarsvæðinu eftir þá Helga Hallgrímsson og Hörð Kristinsson. Eru þar birt- Kasthvammi 31. des. 1965. Síð- an um miðjan nóvember hefur veðrátta verið stirfin, en ekki stórill, oft hríðað en aldrei mik- ið. Snjór var lítið rifinn, og 15. þ. m. þiðnaði, tók lítið en hjam- aði. Ekki er mikill snjór, en þó svo til jarðlaust, og hefur verið innistaða fyrir fé mest allan þennan mánuð. Frost hafa oft 01-ðið mikil, mest 26 gráður. Góða hláku þarf til að jörð komi að gagni, en þess þyrfti endi- lega. Vegurinn hefur lengst af verið fær jeppum, en ófær vörubílum síðan 21. þ. m., og mjólk ekki flutt síðan, og er skilið og strokkað. Jól og áramót liðu hljóðlega og tilbreytingalítið, nema með hinu venjulega tilhaldi á heim- ilúnum. Samkomur hafa engar verið. Saumanámskeið var hér í dalnum 18.—22. okt. að báðum dögum meðtöldum og þátttaka mikil. Kennari var frú Laufey Sigurðardóttir frá Ingjaldsstöð- úm og líkuðu verk hennar mjög vel. Eitt íbúðarhús er í smíðum (byrjað á því 1963) og 1 fjós. Nýrækt var engin á árinu. Ekk ert var gert við veginn hér í dalnum á þessu ári, en er þess þó mjög mikil þörf. Heldur veiddist minna af mink en undanfarin ár, svipað af refum. Pétur í Árhvammi er búinn að vera grenjaskytta í Reykdælahreppi í 41 ár. Sauðfé á fóðri er 1226, haut- gripir 39 og 12 hestar. Af sauð- fénu eru um 700 á þremur bú- um, en búin eru 9. Meðaltala 136 kindur og 4,3 nautgripir. Hinn 30. nóv. sl.. lézt Helgi Hjálmarsson bóndi á Ljótsstöð- um, varð hann bráðkvaddur við störf sín. Hann var einn á heim ili sínu, og hafði verið það að miklu leyti um allmörg undan- farin ár, en var þó orðinn heilsu bilaður seinustu árin. Foreldr- ar Helga voru Áslaug Torfadótt ir frá Ólafsdal og Hjálmar Jóns son frá Skútustöðum. Helgi var fæddur á Ljótsstöðum og átti þar heimili að undanskildu einu ári, á barnsaldri. Hann helgaði þeirri jörð krafta sína óskipta og voru þar orðnar miklar um- bætur, einkum í ræktun og girð ingum, og seinast í sumar var þar unnið að ræktun. íbúðar- bygingar, fjós og hlaða, voru reistar á árunum 1938—1944,_ áður var búið að byggja allmik- ið af útihúsum sem nú eru að ganga úr sér. Fram til ársins 1948 vann Jón bróðir Helga að búinu jafnframt honum. Jón var hann mikill afkasta- og þrek maður, en þá bilaði heilsa hans og hefur hann dvalið á heilsu- hæli síðan. Helgi rak alltaf mik inn búskap við hagstæða af- komu. Á Ljótsstöðum er hægt að reka stór bú eins og er, og útþenslumöguleikar miklir, þó er ólíklegt að jörðin byggist. Helgi var ekki skólagenginn, en þó mjög vel menntaður, víðles- inn, athugull og minnugur með afbrigðum. Helgi hafði mikla hneigð og hæfileika til vísinda- legra athugana. Hann var traust ur maður og vinsæll í sínu um- hverfi. Hann var 63 ára, fædd- ur 17. ágúst 1902. G. Tr. G. Timnuverksmið jan TUNNUVERKSMIÐJAN á Ak- ureyri tók til starfa á miðviku- daginn og er ráðgert að smíða í vetur 25 þús. tunnur. En það mun vera um tveggja mánaða vinna. Q iril m íslenzk ar töflur og línurit yfir það hversu hátt hinar ýmsu plöntu- tegundir vaxa í fjöllunum við Eyjafjörðinn. Er það ærið mis- jafnt, sem vonlegt er, og sumar tegundirnar vaxa reyndar að- eins í fjöllunum ofan við ein- hverja vissa hæð, eins og t. d. jöklasóleyjan. Samanburður á hæðarmörk- unum í fjöllum við utanverðan Eyjafjörð og við Eyjafjarðardal bendir til þess að fjallategund- ir vaxi yfirleitt lægra í útsveit- unum, sem mun stafa af rakara loftslagi, meiri snjókomu og kaldari sumrum. Greininni lýk- ur með þessum orðum: Hæðar- markarannsóknir geta á vissan hátt komið í stað veðurathug- ana, sem eru bæði dýrar og taka langan tíma. Er það al- kunna, að veðurathugunarstöðv ar eru bæði allt of fáar og óhent uglega staðsettar,til að þær geti veitt nokkra verulega þjónustu fyrir landbúnað eða skógrækt í landinu. Hver planta er Taunar ofurlítil veðurathugunarstöð, sem búast má við að hafi staðið á sama blettinum um aldir. Með tilveru sinni og staðsetningu einni saman, veitir hún okkur mikilvægar upplýsingar umveð urfar þess bletts, sem hún vex á. Þesar veðurathugunarstöðv- ar eru allsstaðar fyrir hendi, við þurfum aðeins að læra að spyrja þær.“ Aðra aðalgreinina ritar Stein dór Steindórsson. Er hún fram- hald af grein í 2. hefti Flóru og fjallar um hálendisgróðurfélög, og er að þessu sinni um snjó- dældir, en snjódældagróður skil greinir höfundur svo: „Snjó- dældagróður kallast þau gróður félög, sem fram eru komin við það, að snjólag vetrarins er óvanalega þykkt og langætt, þannig að snjórinn liggur þar lengur en í aðliggjandi gróður- félögum, enda þótt vaxtartími plantnanna styttist ekki veru- lega við það.“ í snjódældum er oft ríkulegur blóm- og lynggróð ur, ef snjórinn liggur ekki lengi, en þar sem hann liggur langt fram á sumar verður gróðurinn oft fáskrúðugur. Loks eru í heftinu smágrein- ar, flórunýjungar og ritfregnir. Eins og gefur að skilja er út- gáfa fræðirita eins og Flóru, all miklum fjárhagsörðuleikum bundin, enda verður varla til þess ætlazt að þau beri sig af áskriftargjöldum einum saman. Bókaforlag Odds Björnssonar, sem er útgefandi ritsins, hefur enn sannað alþjóð, að fleiri hug sjónir eru til en gróðahugsjónin ein saman. Útgáfan er forlaginu til sóma. Q I Mill j ónamæringur | Saga eftir ARNOLD BENNETT 2. $»$»$*$*$»$*$*$»$ svolítinn bíltúr. . . . ef til vill lairgar mig ekki. Hvers vegna ætti stráknrinn ekki að bíða. Þetta voru rök, sem honum virtust ómótmælanleg. Hann renndi tortryggnisaugum til bílsins. Svo hélt hann áfram með blaðið, las lýsingu á splunkunýrri lækningastöð, sem mr. Slielton Shelton hafði látið reisa og borgað og gefið West Ham. Hann vissi, að mr. Shelton Shelton var eigandi blaðsins, sem hann var að lesa, mjög auðugur maður, sem orðinn var einn af helztu mannvinum Lundúnaborgar með því að strá ókeypis lækningastöðvum hingað og [rangað um borgina. Smábíll, og ósköp hversdagslegur, brunaði upp að aðal- dyrunum. Ekillinn var ungur maður gæddur hernaðarlegri reisn og yfirbragði yfirstéttarmanns. Ung stúlka, glæsilega klædd, stökk út úr bílnum. Aristókratinn talaði nokkur orð, við stúlkuna, bar höndina upp að húfunni og þeysti burtu. — Hver var Jressi ungi maður, telpa mín? var spurningin, sem mr. Hollins beindi snaggaralega til ungu stúlkunnar, þegar hún andartaki síðar gekk inn í dagstofuna. — Cogglesltall höfuðsmaður, svaraði hún lágt og rólega og alveg hiklaust. — Hvers konar höfuðsmaður? — Við Fyrstu lífvarðarsveitina. Mr. Jack Hollins, sem gætti ])ess umfram allt að sýna engan vott geðshræringar, þagði fáeinar mínútur. Svo sagði hann. — Hver er hann? — Hann er sonur Sir Maurice Coggleshall, baróns,. . . . níunda barónsins, held ég. Kannske hann sé bara sá áttundi. Rétt í þessn kom Samuels, yfirþjónninn, inn á þægilegu augnabliki með te, sem Minnie drakk, en ekki faðir hennar. — Hvar hefurðu kynnzt honnm? — A te-dansi í Oueens Hall. Við Sara Allbrií>ht vorum -N. o J)ar saman. Hún þekkti hann. Hann hefur mikinn áhuga á málaralist. — Hvenær? — Ja, um bil fyrir þremur mánuðum. Samtalinu var lokið. Minnie Hollins opnaði háa gluggann. Hún stóð þarna stundarkorn önnum kafin við „að meta“ allt, sem fyrir aug- un bar með alvöruaugum listakonunnar, byggingar, tré, grjóthleðslur og himin, allt í leit að hugsanlegum fyrir- myndum, yrkisefnum málarans. Hún naut þessarar dásam- legu og hljóðlátu fegurðar dagsins. Það var eitthvað í mjúkri voðfeldni skýjanna og andlitum þeirra, sem fram hjá fóru, sem hrærði strengi í sál hennar. Hún var hávaxin, velvaxin stúlka, með andlit, sem flestar konur mundu telja fallegt, þó fæstir karlmenn hefðu verið á sarna máli. Svipur hennar stafaði ró og Ijúfmennsku. Mr. Jack Elollins sökkti sér niðnr í blaðalesturinn, rétt eins og hann hefði verið aleinn í stofunni. Nú voru sex ár liðin frá andláti konu lians. Sá atburður hafði skapað hon- um þann vanda, hvernig hann ætti að gæta sautján ára stúlku, sem var rétt sloppin úr heimavistarskóla, án þess að láta sér hana verða fjötur um fót. Hann bar óskorað traust til stúlkunnar af þeirri einföldu ástæðu, að hún var dóttir hans, og leysti því vandann með því að láta sem hann væri ekki til. IJng stúlka, sem bjó í stórhýsi við Carlos Place, varð að vera vel klædd. Og meira en það. Hann viðurkenndi, að hún yrði að vera mjög vel klædd. Hann hafði heldur ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum, því að hún lagði sig í líma að vera J)að. Hann var eins stoltur af útliti hennar og bílsins. En hann greiddi sjálfur alla reikningana. Hún hafði engan eigin framfærslueyri, og vasápeningar hennar voru af skornum skammti, ekki sízt þegar tillit var tekið til stöðu hennar á heimilinu. Þó hún hefði umsjón með ýms- um þáttum heimilishaldsins, var mr. Hollins þar hið æðsta yfirvald. Hann greiddi alla reikninga og gaf flest fyrirmæli. Þegar Minnie þnrfti að segja Samuels eitthvað, var hún vön að byrja með orðunum: Pabbi segir. . . . Mr. Hollins var ljóst, að nng stúlka yrði að hafa eitthvað fyrir stafni, sem fyllti hug hennar og tíma, ef hún ætti ekki að falla í freistni ýmissa vafasamra dygða. Hvað það væri skipti minna máli. Hann taldi, að það gæti ekki gert henni neitt, þótt hún lærði að mála, svo að hún fékk leyfi til að sækja Handíðaskólann. Hann gaf henni fúslega leyfi til að breyta stóru þakherbergi í vinnustofu listmálara. Hann kom aldrei í })essa vinnustofn, J)egar Minnie var })ar, en rölti stnndum þangað upp, Jregar hún var úti. í Handíðaskólan- um kynntist hún ýmsum, og öðru hvoru bauð hún stallsystr- um sínum heim til sín upp á te. Það var framreitt í garð- stofunni á neðstu hæðinm, og faðir hennar sást J)ar aldrei. Hún fór með J)essum stöllum sínum á hljómleika og leik- sýningar, hálfopinbera dansleiki og klúbbkvöld. í öruggri sannfæringu þess, að Minnie væri engin „kjáni“, skipti mr. Hollins sér ekkert af henni, með J)ví ósagða skilyrði, að hún skipti sér ekkert af honum. Annan hvern sunnudag fóru þau saman í kirkju, ög einu sinni á ári tók hann hana með sér í ferðalag. Hann spurði hana sjaldan nokkurs. Hann kyssti liana aldrei. Kvöld eitt, háífum máriúði eftir samtalið um Coggleshall höfuðsmann, sagði Minnie: — Coggleshall höfuðsmann langar til að heimsækja þig, pabbi. — Hvaða náungi ep4>að nú? — Þú manst það vel.... Eg sagði þér af honum. Hann er í Fyrstu íífvarðarsveitinni. — Æjá. . — Getur hann komfðTá, morgun? — Hann getur komið hvenær sem honum þóknast. Hvort mér þóknast' að vera heima er annað mál. — Ég skrifa honum miða og bið hann að koma síðdegis á morgun. Mr. Hollins gætti til dóttur sinnar á laun, áður en hún hvarf úr stofunni. Hann var að huga eftir, hvort hann sæi nokkurn vott geðshræringar hjá henni, en varð einkis var. Hann fletti upp á Sir Maurice Coggleshall í almanaki Whit- akers. Jú, Sir Maurice stóð þarna í tignustu röð lágaðalsins brezka. Coggleshall höfuðsmaður kom i sínum hversdagslega smábíl daginn eftir. Minnie kynnti hann fyrir föður sínum, en dró sig síðan í hlé og skildi þá eina eftir í stofunni. „Jamm, svo þetta er höfuðsmaðurinn í Fyrstu lífvarðar- sveitinni og elzti sonur níunda barónsins", hugsaði mr. Hol- lins með sjálfum sér. Ef mr. Hollins hefði ekki verið svona auðugur, hefði hann kannske fundið til einhvers taugatitr- ings á þessari stundn, en hann var auðugur, stórauðugur. Coggleshall höfuðsmaður svaraði nokkurn úeginn alveg tif })eirra hugmynda, sem mr. Hollins hafði gert sér um, hvern- ig höfuðsmaður í Fyrstu lífvarðarsveitinni og elzti sonur níunda barónsins ætti að líta út. Höfuðsmaðurinn var falleg- ur maður, nokkuð stórvaxinn, glæsilegur í framgöngu, smekklega klæddur og aðdáunarlega frjáls í fasi. Hann sett- ist með slíku öryggi, að J)að gaf sjálfskennd mr. Hollins í engu eftir. Hann talaði létt og hiklaust, en })ó ekki um of. Eftir fáeinar setningar um daginn og veginn, vék Coggles- hall höfuðsmaður beint að erindi sínu, sem var að óska samþykkis föðurins til J)ess að mega kvænast Minnie Hollins. Hann nefndi aldur sinn, sem var þrjátíu og eins, og fór nokkrum orðum um liðna daga ævi sinnar og fram- tíðarætlanir. Hann viðurkenndi, að sem stæði hefði hanu ekki aðrar tekjur en höfuðsmannslaunin og J)að fé, sem faðir hans gæti látið honum í té, en }rað væri lítilræði, vegna })ess að Sir Maurice væri fátækur maður. — Ohó, skauzt upp úr mr. Hollins. — Mér })ætti mjög vænt um að fá að vita, hvenær yður væri hentugt að seg-ja mér, mælti Coggleshall höfuðsmaður, hvort J)ér eruð að nokkru leyti andvígur Jiessu hjónabandi? (Hann nefndi ekki einu orði, að hann teldi sig óverðugan hinnar ungu stúlku). — Ég segi ekki, að ég sé andvígur })ví, og ég segi ekki heldur, að ég sé J)ví fylgjandi, svaraði mr. Hollins með hroll- kenndu kæruleysi. En hafið J)ér nægar tekjur til að sjá dóttur mirini farborða á sómasamlegan hátt? Eða hafið þér J)að ekki? — Nægilegar til þess að bægja sultinum frá dyrum okkar, mr. Hollins. En við, faðir minn og ég, vonnm, að })ér gerið það, sem telja verður eðlilegt við þessar kringumstæður, að þér látið dóttur yðar í té árlegan framfærslueyri. — Jahá! Einmitt J)að. Þið vonið J)að. Jæja, úr því að })ér nefnið föður yðar í þessu sambandi, þá væri kannske ekki úr vegi, að hann kæmi hingað og talaði við mig. (Hann. vildi alls ekki kalja föður höfuðsmannsins „Sir Maurice“. Nei, svo sannarlega ekki). — Faðir minn býr norður í landi, sagði Coggleshall höf- uðsmaður jafn rólega og áður. — Hvað um það? svaraði mr. Hollins. Málið er J)ess virði að skreppa sem snöggvast til Lundúna, ekki satt? Hann sagði þetta allt að því ógnandi. Coggleshall höfuðs- mað.ur svaraði, að hann mnndi reyna að fá föður sinn til J)ess að heimsækja Carlos Place. Fáeinum mínútum seinna kvaddi hann. Mr. Hollins reis á fætur og fylgdi gestinum fram að dagstofudyrimum, en minntist })ess })á, að hann liefði átt að hringja, svo að Samuels yrði reiðubúinn í and- dyrinu. Hann laut fram yfir stigahandriðið og hrópaði: Samuels! Svo tók hann J)étt í hönd biðilsins og sneri aftur til stólsins við gluggann. Hann nefndi samtalið ekki einu Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.