Dagur - 15.01.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 15.01.1966, Blaðsíða 7
7 Áfríka biður m hjáSp pgn blómum og fuglum MIÐ-AFRÍKU er ógnað af and- styggilegu förublómi, sem engin leið virðist vera að stöðva, og af feiknastórum fuglahópum, sem menn standa ráðþrota gagn vart. Þetta hljómar eins og „vís- indaskáldskapur“, en er í raun- inni vandamál, sem valdið hef- ur því, að 18 hinná herjuðu landa hafa snúið sér til Sam- einuðu þjóðanna og beðið um hjálp. Á ráðstefnu í Kamerún í byrjun nóvembermánaðar var ákveðið að fara þessa leið, og nú hafa hlutaðeigandi ríki beð- ið Framkvæmdasjóð Samein- uðu þjóðanna og Matvæla- og landbúnaðarstofnunina (FAO) um aðstöð . sáffráeðinga við að uppræta þessa skelfilegu plágu. Veffuglinn, sem Svipar tíl . spörfugla eyðileggur á ári hverju feikilegt magn af upp- skerunni og hefur hingað til staðizt allar tilraunir til að stemma stigu við ágangi hans. Vatnajasintan, sem hefur „ferð- azt“ frá Suður-Afríku alla leið norður til Súdans, þurrkar upp ræktarlöndin með því að stífla fljót, síki og annars konar áveit ur. Auk þess hverfur allur fisk- ur þar sem þetta skaði-æðisblóm rásar fram. Á varðbergi dag og nótt. Jasintan hefur ruðzt inn í Níl, en hingað til liefur verið hægt FEÁ HAPPÐRÆTTI SJÁLFSBJARGAR DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Sjálfsbjargar 1965. Vinn ingurinn, sem er bifreið af gerð- inni Buic Special, að verðmæti kr. 330 þús., kom á miða nr. 28760. Eigandi miðans vitji vinnings ins á skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík. Sjálfsbjörg. að halda henni innan landa- mæra Súdans. Dag og nótt standa menn á varðbergi á brúnni yfir Hvítu Níl í Khar- túm. Alit er undir því komið að láía ekki hinar geysistóru fljót- andi blóma-eyjar sleppa fram hjá, þannig að þær komist inn í Arabíska sambandslýðveldið og að Assúan-stíflunni. Jurtin æxlast bæði með fræ- dreifingu og sérlega örri rótar- deilingu. Sé síraumur hagstæð- ur getur hún „ferðazt" allmarga kílómetra á viku. Áhrifin eru söm hvar sem hún kemur. Strendur og skipalægi afkróast, blöðin mynda stórar fljótandi eyjar sem stífla vatnsrennslið og gera fljótin ófær. Þfýsting- urinn frá þessum eyjum getur á stundum ofðið svo mikill, að brýr eru rifnar af stöplum sín- um. Súrefnið hverfur þar sem þær þekja vatnsborðið og fisk- urinn leggur 'á flótta. En verst er þo það, að jasintan ryðst inn í áveituskurði og díki, stöðvar aðrennslið, gerir vatnsdælur óstarfhæfar og orsakar þurrk og allsherjarauðn. í fyrra var Níl jöðruð af lög- um sem voru frá 3 upp í 10 metra djúþ á 1600 kílómetra löngu svæði. Kom frá Suður-Afríku. Vatnajasintan barst til Suður- Afríku frá Flórida í lok 19. ald- ar með garðyrkjumanni, sem hafði orðið hugfanginn af hinni blárauðu jurt með yfir 20 sentí- metra löngum bikarblöðum sem haldið er saman af grænum blaðhvirfingum. Hún barst fljót lega norður til Kongó, þar sem hún þreifst fram til 1956—1958. Þá hvarf hún þaðan skyndilega og með óskýranlegum hætti og skaut upp kollinum í Hvítu Níl í Súdan. Nú ógnar hún Bláu Níl — og þar með einhverjum mestu baðmullarekrum heimsins — og gervöllu rennsli Nílar um Ara- bíska sambandslýðveldið til Miðjárðarháfsins. Tilraunir nreð sækýr. Allar tilraunir til að útrýma jasintunni hafa hingað til mis- heppnazt. í Brezku Guineu hafa verið gerðar tilraunir með sæ- kýr, sem á 17 vikum átusi'ggegn um hálfan annan kílómetra af jasintum. Á sama tíma lagði jurtin undir sig rúmlega 1000 kílómetra spöl af Níl. Eins og síendur er verið að úða vatnajasintuna undir leið- sögn sérfræðings frá FAO. Því miður skaðar eitrið sem úðað er með baðmullarplönturnar, svo ekki er hægt að stunda úðun- ina nema þrjá mánuði á ári. Þó síanda vonir til að unnt verði að uppræta jurtina og að hægt verði að koma í veg fyrir frek- ari úíbreiðslu hennar. 30 millj. fugla drepnir árlega. í Senegal eru árlega drepnir kringum 30 milljónir veffugla, sem samt sem áður eru um 200 milljónir eftir. Komið heíur fyr- ir, að fækkað hafi verið í flokki, sem var að herja, um heilar þrjár milljónir án þess sæist högg á vatni. Hinn mikli fjöldi þesara fugla stafar ekki af óvenjumikilli æxlun. Fuglarnir eiga enga óvini í náttúrunni og virðast vera ónæmir fyrir sjúk- dómum. í um 20 löndum á hin- um miklu þurru gresjum fyrir sunnan Sahara allt til Suður- Afríku er ótölulegum fjölda bænda ógnað af ágangi fugl- anna, sem leiðir til sveltis og jafnvel hungursneyðar. 90 millj ónir veffugla hafa á einum mán uðj hesthúsað 9000 tonna upp- skeru í Senegal. „FIóðbylgja“. Veffuglarnir fljúga í flokkum og lifa saman í flokkum. Þeir fljúga þétt og minna á svört ský. Tækni þeirra er slík að þeir koma bókstaflega eins og „flóðbylgja“ og rótnaga akrana með kerfisbundnum hætti. Löndin sex sem harðast hafa orðið úti — Kenya, Nígería, Súdan, Tanzanía, Zambía og Rhódesía — hafa í landbúnaðar ráðuneytum sínum sérstakar deildir sem annast baráttuna ; við-,'véffuglirtn. Sex ömíúr lönd hafa í sameiningu greitt hálfa milljón dollara (yfir 20.000 millj. ísl. kr.) árlega í þessu skyni, og hefur þeim auðnazt að útrýma rúmum hálfum millj- arði fugla án nokkurs varan- legs árangurs. Veðurfræðiaíhuganir. Það' kostar fé og rannsóknir að vinna bug á fuglinum jafnt og jurtinni. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið, benda til að ferðir veffuglsins standi í sambandi við stefnu regnsvæð- anna. Kannski verður með að- stoð veðurfræðinga hægt, að seg;a fyrir komu fuglanna og gera ráðstafanir áður en árásin hefst. Hægt er að stöðva jasintuna með menntun og fræðslu. Ef fiskimenn gerðu sér að venju að skafa báta sína lireina og ef viðarkolaverkamenn hættu að troða hinni hættulegu vatna- jurt í götin á pokum sínum, þá er ekki að vita. ... Q HLf F ARKONUR. Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 18. jan. kl. 8.30 í Amarohús- inu (uppi). Vénjuleg aðal- fundarstörf. Hafið með ykkur kaffi. Mætið vel og stundyís- lega. Stjórnin. BRIDGEMÓT UMSE hefst í Árskógi sumiu- daginn 23. þ. m. kl. 2 e. h. — Þátttaka til- kynnist í síðasta lagi tveimur dögum áður, til Þórodds Jó- hannssonar eða Sveins ■ Jons- sonar. U3ISE SJÁ AUGLÝSINGÖ um mynd- lista- og þjóðdansanámskeið æskulýðsráðs á öðrum.stað í blaðinu í dag. ' GEYSISFÉLAGAR! Mætum allir í Lónj mánudagskvöldið 17. jan. kl. 8%. Stjórnin. JVmtshóIutsitíiULr er opið alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. MINNINGARSPJÖLD Fjórð- ungssjúkrahússins á Akur- eyri fást í Bókaverzlun Jó- hanns Valdimarssonar og á skrifstofu sjúkrahússins. MINNINGARSPJÖLD Hjarta- og æðasjúkdómsvarnarfélags- ins fást í öllum bókabúðum bæjarins. MUNIÐ minningarspjöld Elli- heimilis Akureyrar. Fást i Skemmunni. ÍSLENZK - AMERÍSKA F É L A G I Ð. Lesstofan er opin sem hér segir: Mánu- daga og föstudaga kl. 6—7.30 e. h. Þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 7.30—10 e. h. Laugar- daga kl. 4—7 e. h. Mikið kom- ið af nýjum hljómplötum. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8.) j bajtt við að framkvæmdir á ’þessu sviði tefjist mjög af þess- um sökum, einkum í strjálbýl- inu, þar sem fjármagn er af skomum skammíi. Stjórnm ver sig með. því, að minna fé liafi verið veitt til skólahúsa fyrr á tímum og er það satt. Sú var tíðin, að ekki voru til nema tveir skólar á öllu íslandi. Samanburður af þessu tagi liefur lítið gildi á breyttum tímum. LAUNAGREIÐSLUR TIL OPINBERRA STARFS- MANNA V Svo segja fróðir menn, að launa greiðslur í heild til opinberra síarfsmanna hafi hækkað um 15% á árinu sem leið, ef allt er tínt til, 7% hækkunin, sem Kjaradómur ákvað nýlega, til- færsla til hækkunar milli launa- flokka, og bráðabirgðahækkun sl. vor. Ekki veit blaðið, hvort hér sé nákvæmt reiknað. Hjá öðrum stéttum liafa líka orðið launabreytingar til hækkunar á árinu. Nú er nýbuið að ákveða nýtt fiskverð, sem gilda skal fyrst um simi. Um kjarasamn- inga á árinu 1966 er að sjálf- sögðu allt í óvissu. Á árinu, sem leið, stóðu slíkir samningar yfir mikinn hluta sumars. HJÓNAEFNI. Laugardaginn 8. janúar opinbei'uðu trúlofun sína ungfrú Ester Steindórs- dóttir Norðurgötu 39 og Gunnlaugur Björnsson Hrís- eyjargötu 20. - Æskulýðsráð Ak. (Framhald af blaðsíðu 2). Æskulýðsráðið hefir auk þessa aðstoðað við mörg mót og námskeið sem haldin hafa verið af ýmsum æskulýðsfélögum bæjarins. Æskulýðsráð Akureyrar hafði kr. 250.000.00 framlag úr bæjar- sjóði til ráðstöfunar á árinu. Dagur spurðist fyrir um það hjá Hermanni Sigtryggssyni hvað helzt væri nú framundan í starfseminni og er það m. a. þetta: Leiklistarnámskeið stendur nú yfir undir umsjón Ágústs Kvaran og ljósmyndanámskeið. Leiðbeinandi er Karl Hjaltason. Nemendur og aðrir búa sig um leið undir þátttöku í ljósmynda samkeppni hér í bænum síðar í vetur. Sjóvinnunámskeið verð- ur hér eins og áður, námskeið verður í flugmódelsmíði, einn- ig bóklegt svifflugnámskeið, en í sumar svifflugnámskeið á Mel gerðismelum. Þá má nefna sigl- inganámskeið. Búið er að kaupa 17 feta seglbát til æfinga. Um næstu helgi verður hér nám- skeið í lyftingum. Myndlistar- námskeið verður hér líka ef næg þátttaka fæst, og einnig félagsmálanámskeið og í vor tek ur Reiðskólinn til starfa. Oll þessi námskeið verða aug lýst með góðum fyrirvara í blöðum bæjarins. Q Alumin-auðhringurinn (Framhald af blaðsíðu 1). 3. Reynslan af hraðvaxandi þenslu í efnahagskerfi þjóðar- innar hin síðustu ár mælir gegn fjárfrekari framkvæmdum á hverjum tíma en þjóðin sjálf þarfnast og ræður við. 4. Skilyrði fyrir því að samið yrði við erlenda aðila um stór- brotna atvinnuuppbyggingu tel- ur fundurinn að þurfi m. a. að vera: a)Að sá atvinnurekstur falli að öllu leyti undir tolla og skattalöggjöf íslenzka ríkisins. b) Að atvinnureksturinn falli ,að öllu leyti undir íslenzka við- skiptahætti og njóti engra for- réttinda, t. d. um rafmagnsverð. . c) Að atvinnutækin verði eign íslenzka ríkisins eftir tiltekið árabil. d) Að slíkur atvinnu- rekstur verði staðsettur þannig að það stuðli að búsetu og fjár- magnsmyndun í þeim landshlut um þar sem nauðsyn er að efla byggð vegna jafnvægis í þjóðar- búskapnum. Þar sem þeir samningar um stóriðjuframkvæmdir sem nú standa yfir, fullnægja engan- veginn þeim grundvallai'skilyrð um, sem hér hafa verið talin, skorar fundurinn á Alþingi að staðfesta ekki þá samningagerð, sem nú stendur yfir milli Swiss Aluminíum og ríkisst.jórnarinn- ar. Fundarályktun þessi var sam þykkt með samhljóða atkvæð- um allra fundarmanna. Q Árshátíð Sveinaíélags járniðnaðarmanna og Múrarafélags Ak- ureyrar verður haldin laugardaginn 22. janúar í Sjálf- stæðishúsinu og hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. Miðar afgreiddir á skrifstofu járniðnaðannanna miðvikudaginn 19. og finnntudáginn 20. janúar kl. 8.30-10 e.' íi. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar, HEIMIS SIGURPÁLS BALDVINSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka Hrefnu Pétursdóííur fyrir stuðning hennar og hjálpsemi. Guð blessi ykkur öll. Sigurlína Guðmundsdóttir og systkini. Innilegustu þakkir lil ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður bróður og sonar, KARLS NJÁLSSONAR, Þverholti 18. Guð blessi ykkur öll. Lyrir hönd ættingja. Ingibjörg Björnsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.