Dagur - 22.01.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 22.01.1966, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XX.IX. árg — Akureyri, lauyarJagiim 22. jaa. 1036 — 5. tbl. t,.........-.......'=-\ Dagur kemur út tvisvar í viku ! og kostar kr. 30.00 á | mán. I lausasölu kr. 5.00 j j...........................'j, NÓGUR FISKUR UM ALLAN SJÓ Gimnarsstöðum Þistilfirði 21. jan í síðustu viku reru þrír dekkbátar frá Þórshöfn og öfl- uðu vel. Sjómennirnir sögðu fisk um allan sjó, og mega það teijast góðar fréttir. í síðustu viku bar það einnig við, að sex kindur komu út í Hvamm, útigengnar. Það voru Gjald fyrir bókaútlán NÝLEGA samþykkti Ritliöf- undasamband fslands, að mæla með því við alla félaga sína, að þeir banni útlán bóka sinna úr bókasöfnum og lestrarfélögum nema gjald Iiomi fyrir. Og að þeir láti prenta þetía bann á baekur sínar, bæði þýddar og frumsamdar. □ þrjár ær frá Hvammi, eitt lamb frá Brúarlandi og ær með lambi úr Vopnafirði, en sú ær hafði sézt í fyrstu göngum í haust og skilin eftir þá vegna þess að lambið var ekki talið rekstrar- fært. Þetta fé leit sæmilega út, eftir atvikum og í þolanlegum holdum. Þá komu þrjár vetur- gamlar ær að Saurbæ á Langa- nesströnd. Þær reyndust vera frá Hallgilsstöðum og voru hin- ar bústnustu. Þær munu hafa gengið í heiðinni inn af Langa- nesi. Fjárheimtur á þessum árs- tíma, gefa til kynna, að ekki er nóg vandað til gangna.á haust- in. Stafar það af manneklu á sveitabæjum og erfitt að ráða bót á því, hve illa er liðað í göngum. Ó. H. Meiri afli Ákureyrarfcpranna Og sala framleiðsluvara hefur gengið greiðlega 1 NÝÚTKOMINNI fréttatil- kynningu frá Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. segir frá afla Akureyrartogaranna á síðasta Góður afli á Dalvík Dalvík 21. jan. Trillur og minni dekkbátar róa hvern dag, sem á sjó gefur og afla fremur vel. Stærri bátar eru búnir á vetrar vertíðina. Með þeim mun all- mai'gt fólk fara héðan, en fátt annað í atvinnuleit. Bændaöldungurinn Hallgrím- ■ur Einarsson á Urðum er látinn. Hann var vel kynntur maður á áttræðisaldri. J. H. Frostavetur í Evrópu ‘Vetrarhörkur og heifíarfrost liafa í vetur verið í flestum snjórinn hafa valdið margskon- ar erfiðleikum, einkum í sam- göngumálum, svo um lireint öngþveiti hefur verið að rasða á sumum stöðuni. Hér á landi hef or verið kalt, en þó ekkert I líkingu við hörkumar í ná- grannalöndunum. □ ári. Er hann nokkru meiri en árið 1964 og einnig verulega meiri afli á veiðidag. Úthalds- dagar togaranna voru frá 262— 364. Afli hvers þeirra var sem hér segir: Kaldbakur 2.516.629 kg., Sval bakur 2.436.531 kg., Harðbakur 2.810.697 kg. og Sléttbakur 2.395.521 kg. Afli hvers veiði- dags varð til jafnaðar 11.9 tonn. Til samanburðar má geta þess að árið 1964 var aíli hvers veiði dags 9.1 tonn. Þá var heildarafli togaranna 6.972 tonn, en nú 10.159 tonn. Einnig voru úíhalds dagar fleiri nú en árið áður. Kaldbakur fór í 16 ára flokk unarviðgerð framan af árinu og hóf því ekki veiðar fyrr en 15. apríl. Ráðstöfun aflans var með svipuðu móti og árið 1964. Farn ar voru 23 söluferðir, þar af 18 til Bretlands. Birgðir voru litlar um áramót og höfðu framleiðslu vörurnar selzt ört og á hækk- andi verði. Hrímbakur var í hafnarlegu allt árið og óséð hvað framund- an er í því efni. □ Yíðtæk leit að flugvél Hafði síðast samband við Norðfjörð kl. 22,12 sl. þriðjudagskvöld - Leitin enn árangorslaus BEECHCRAFT flugvél Flug- sýnar var í sjúkraflúgi síðastl. þriðjudag, ætlaði að sækja sjúkt barn til Neskaupstaðar. Hún fór frá Reykjavík kl. 18.39 en frá Egilsstaðaflugvelli kl. 21.40. Flugstjóri var Sverrir Jónsson og með honum Hösk- uldur Þorsteinsson, báðir þaul- æfðir flugmenn. Síðast var haft samband við flugvél þessa kl. 22.12 og bjó hún sig þá undir aðflug til lendingar á fiugvell- inum. Síðan hefur ekkert til hennar spurzt. Næsta dag var hafin víðtæk leit að hinni týndu vél. Var leitað á sjó, úr lofti og á landi ■** Lillu eftir hádegi í gær var slökkvilið kalla'ð á vettvang. Kviknað hafði í búpeningshúsi inni í Lækjargili, sem Sigurður Síefánsson Læk5argötu 16 og fleiri eiga. Brann hluti Sigurðar og « ónýítist alveg en skepnum var bjargað, bæði kindum og hestum. SlökkvibJI leníi í árekstri V við Landroverbifreið á leiðinni á brunasíað. Litiar skemjndir urðu. (Ljósm.: E. D.) ramlöa fi! íbrálfsmála aukasf sfórleoa Fjárhagsáætlira Akureyrar samþykkt sambljóða FJARHAGSAÆTLUN Akur- eyrarbæjar fyrir árið 1968 var tekin til lokaafgreiðslu síðast- liðinn þriðjuáag og var hún í heilíl samþykki með aikvæðum allra bæjarfulltrúa. Nokkrar breytingartillögur við fjárhagsáætlunina höfðu komið fram milli umræðna frá fulltrúum Framsóknarfl., Al- þýðufl. og Alþýðub.l. Voru eftir farandi breytingartillögur sam- þykktar: 1. Slyrkur til Rauða kross deild ar Akureyrar hækki um 50 þús. kr. og verði 100 þús. kr. (TiIIaga Framsóknarm.) 2. Framlag til skólagarða og ungljngavinnu hæltki um 50 þús. kr. og verði 225 þús. kr. 3. Byggingastyrkur til íþrótta- filaga. KA og Þórs að jöínu, verði 1 railij. kr. í síað % niillj. kr. 4. Framlag til nýs íþrótl&húss hækki um 259 þús. kr. og verði 750 þus. kr. 5. Framlag til byggingar fjöl- býlisbúss sem er 1 railli. kr. teljist framlag í B-deild bygg ingasjóðs. 6. Til endurbóía á Samkomu- húsinu verði ætlaðar 250 þús. kr. af liðnura ýmis útgjöld. Tekjumegin hækki aðstöðu- gjöld um 350 þús. kr. og lán um (ú millj. kr. Bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hiaði f. h. bæjarráðs og gerði grein fyrir rekstraráætluninni. Eiiinig gerði hann samanburð á nokkrum liðum fjárhagsáætjun arinnar hér og í Reykjavík. Var sá samanburður hagstæður fyr- ir Akureyri og sýnir t. d. að skrifsíofukostnaður og stjórn bæjarins er til muná minni hundraðshluti af heildarútgjöld um en í Reykjavík og er svo um flesta rekstrarliði, en raunveru legt framkvæmdafé hlutfalls- lega mikið hærra hér. Þá gat hann þess að heildarútsvarsupp hæðin í Reykjavík hækkaði nú um 20,4% en hér 10,7% og væri því útlit fyrir að útsvör á sömu tekjur jöfnuðust nú, en þau voru verulega hærri hér á síð- astliðnu ári. Hins vegar minnti hann á að í Reykjavík voru mörg önnur gjöld en útsvör miklu hærri en hér í bæ, svo sem há gatna- og gangstétta- gjöld, heimtaugagjöld ýmis og hærri fasteignagjöld. Væri sam anburður útsvara því ekki hreinn mælikvarði á álögur bæj arins á íbúana. Að ræðu bæjarstjóra lokinni (Framhald á blaðsíðu 7.) NÝR ÞÁTT6R um tryggingamáí hefst nú í blað mu innan skamms, sanikvæmt gömlu loforöi við lesendur blaðs ms. □ og stendur sú leit enn, en ekk- ert hafði íundizt er blaðið hafði spurnir af síödegis í gær. Uni 200 manns tcku þátt í leitinni strax fvrst dag, síðan helmir.gi fleiri. Leiíað var á 14 bátum og mörgum fiugvélum. Sigurður M. Þorsteinsson lög regluþjóhn í Reykjavík, hafði nieð höndum yfirstjórn leitar á landi og hinar ýmsu flugbjörg- unarsveitir sendu leitarflokka til Austúrlands. í gær var leitinni að mestu beint inn á hálendið, enda þar rr.innst leitað áður. Flugbjörg- unarsveit Akureyrar, 11 menn í nokkrum bílum, þar á meðal snjóbíl, hélt tii Þorsteinsskála í íyrradag. Samkvæmt fregnum að aust- an sást til flugvélar frá Seyðis- firði á ellefta tímanum á þriðju dagskvöldið, ennfremur á nokkrum bæjum á Héraði og Jökuldal. Q Ruddaskapur á sjó Á EINUM togara, Bjarna Ólafs syni, gerðust þau tíðindi á heim leið frá Þýzkalandi, að tveir skipsmenn réðust að vélstjóra, þar sem hann lá í koju sinni og börðu hann tii óbóta. Barefli þeirra voru brúsar undan áfengi og heimtuðu þeir vín, hvað þeir ekkj fengu. En við rannsókn kom í ljós, að mjög mikið og al- mennt fyllirí hafði verið um borð í þessari för á heimleið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.