Dagur - 22.01.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 22.01.1966, Blaðsíða 8
8 SMATT OG STORT EKKI VIÐREISN HELDUR HRÆÐSLA Reykvíkingurimi haíði það efíir hinum reiðu Siálfstæðismönn- um, að ríkisstjómin væri ekki Iengur viðreisnarstjóm helclur Iiræðslustjórn. Fyrir hræðslu- sakir uni líf sitt yrði henni það oft á, að höggva þar, sem síð- ur skyldi og enginn gæti treyst henni. Sumir töluðu mesí um skatta, aðrir um dýrtíð, en flest ir væru þessir reiðu menn sam- mála um, að stefna stjómarinn- ar væri eitt í dag og annað á morgun. Þetía sagði Reykvík- ingurinn, og af ýmsum minni- háttar blöðum, sem talin hafa verið á snærum Sjálfsíæðis- manna, má ráða, að satt sé. VANTAR FÓLK Jóhanii Hafstem iðnaðarmála- ráðlierra sagði nýlega í viðíali við Morgunblaðið, að dráttur mynái verða á því, að aluminí- ummálið yrði lagt fvrír Alþingi. Gaf þó í skyn, að úr því myndi verða á þingi í vetur eða vor. Án efa er hér um eitt þeirra mála að ræða, er nú valda stjóminni erfiðleikmn rneðal stuðningsmanna. Vísí er um það, að úívegsmönmun ýmsum á Suðumesjum finnst fátt um, enda hefur það rej-nzt þeim full erfitt að fá fólk til að vinna við fiskiveiðar og fiskvinnslu á vetr arvertíð, þó ekki bætist við nýj- ar stórframkvænidir og stór- rekstur á næsta leiti. ÚRILLIR MENN Þeíta er skýringin á þvi, hve úriilir Morgunblaðsmenn eru nú í þessu máli, en skapi sína skeyta þeir á Framsóknar- flokknum og þá einkiun á for- manni hans, Eysteini Jónssyni, sem flutti síefnuyfirlýsingu Framsóknarfl. um stóriðju- málið á þingi fyrir jólin. Meðal annars gerir Morgmiblaðið mik ið veður út af því, að yfirlýs- ingin hafi verið ótímabær og er helzt á því að skilja, að ekki hafi mátt gefa slíka yfirlýsingu fyrr en um það leyti, sem fmm- varp um staðfestingu aluminí- umsamningsins yrði Iagt fyrir Alþingi. Þetta er fjarstæða. Hitt er auðsætt, að Framsóknarflokkn- um bar að kunngjöra afstöðu sína áður en sanmingar voru undirritaðir. Ef ríkisstjóniin hefði undirritað sanming án áð- ur framkominna andmæla Fram sóknarflokksins, hefði liún án efa talið sig hafa tilefni til að kvarta yfir því, að hún hefði ckki fengið næga aðvörun og þvú haft ástæðu til að gera sér vonir um stuðning. Sjálfur hafði ráðherrann tilkynnt snemma í desember, að búið væri að semja um öll meginatriði. Sú tilkynning var ótvíræð bending um það til Framsóknarflokks- ins, að kominn væri tími til þess fyrir hann, að marka afstöðu sína og gera hana kunna, sem hann og gerði. Með því að gera síjóm og þingi kunna afstöðu sína í tæka tíð gerði hann það, sem rétt var og skylt. Tunnubílar eru daglega á götum bæjarins síðan Tunnuverksmiðjan tók til starfa. (Ljm.: E. D.) Ekki við neinn að sakast sagði Halidór E. Sigurðsson alþingismaður við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1966 HALLDÓR E. SIGURÐSSON alþingismaður, framsögumaður minnihluta fjárveitinganefndar flutti ræðu við fjárlagaumræðu á Alþingi 2. des. sl. I þeirri ræðu sagði hann m. a.: „í upphafi valdatímabils síns á árinu 1960 beitti hæstvirt rík- isstjórn ser fyrir því að breyta lögunum um Seðlabanka ís- lands og taka í sínar hendur stjórn á peningamálum þjóðar- innar og bankamálum. í gegn- um þær ráðstafanir, sem hún hefur látið stjórn Seðlabankans síðar gera, hafa verið hækkaðir vextir í landinu, bundinn veru- legur hluti af sparifjáraukning- unni og styttur lánstími fjár- festingarlána. Þetta hefur verið sú stefna, sem hæstvirt ríkis- síjórn hefur fylgt í peninga- og bankamálum þjóðarinnar, og hún hefur kornið henni í fram- kvæmd. Árin 1964 og 1965 hefur hæst- vist ríkisstjórn svo að segja staðið í beinum samningum um kaup og kjör við verkalýðsfé- lögin í landinu. Hún hefur á þann hátt getað mótað eða kom ið vilja sínum að í þeim málum. Hæstvirt ríkisstjóm réði um verðlag á fiski á sl. vex-tíð og síldarverðið á sl. sumri. Allt það tímabil, er núver- andi stjórnarflokkar hafa setið að völdum hefur verið einmuna góðæri í landinu. Og til þess að sýna fram á hvaða munur hef- ur verið á þeim afla, er á land hefur verið dreginn þessi ár og Akureyrartogarar SVALBAKUR seldi 90 tonn af fiski í Grimsby 19. þ. m. fyrir 8070 pund. Sléttbakur fór á veiðar í gær eftir viðgerð í vél- arrúmi og nokkra töf. Kaldbak- ur fer væntanlega í sölufei'ð um næstu mánaðamót. Harðbakur er á veiðum. Q 1958, þá vil ég nefna um það tölur. Árið 1958 var heildarfisk- magn landsmanna um 580 þús. tonn, en árið 1964 var það um 970 þús. tonn. Árferðið á þessu tímabili hefur því verið eins gott og á verður kosið. Til við- bóiar má svo geta þess, að verð- lag á útflutningafurðum íslend- inga, sjávarafurðunum, sem í'áða þar mestu um, hefur verið hagstæðara nú sl. ár heldur en nokki'u sinni fyrr, og allt hefur selzt, er á land hefur komið. í samræmi við þetta hafa tekjur ríkissjóðs farið verulega fram úr áætlun fjárlaga þetta tíma- bil. Á árimum 1960 til 1964 fóru tekjur ríkissjóðs í heild 1021 millj. króna fram úr ááetlun .fj.árlaga. Það hefur því allt lagzt á eitt til þess að stefna hæstvirt núverand'i ríkisstjórn fengi notið sín, það að hún hef- lir ráðið stefnunni í fjármálum ríkisins í stjórn banka- og pen- ingamála, verulega ráðið stefn- unni í kaupgjalds- og verðlags- málum og árferðið verið með eindæmum gott. Hæstvirt ríkis- stjórn heíur því ekki við neinn að sakast nema sjálfa sig um það, hvernig komið er í efna- hagsmálum þjóðarinnar og fjár málum ríkissjóðs. Þar er það hún og hennar stefna^ sem hef- ur ráðið því, hvernig þau mál standa nú“. □ Hver flugfarþegi borgar fyrir fvo FLUGFARÞEGAR greiða nú verð fyrir fai’miða, sem svarar til tveggja manna ferðalags. Onnur hver flugvél ferðast tóm, þar sem sætafjöldi hvers flug- félags hefur aukizt mun meira en fjöldi farþega, með þeim af- leiðingum, að helmingur sæt- anna selst aldrei. Vei'ð flugmiða xnun halda áfram að lækka, en „það gerist ekki eins ört og á undanfönium árum. Talið er að lækkunin muni nema einum áf hundraði árlega. Þessar upplýsingar er að finna í siðasta fréttabx'éfi Al- , þjóðaflugmálastofnunarinnar (I CAO), þai' sem fram kemur að fjárhagsástæður flugfélaganna hafi til muna batnað síðan 1962. Áður fyrr urðu tekjurnar aldi-ei hæx'ri en sem nam þremur af hundraði. Arðurinn var þó tals- vert minni, m. a. sökum skatta, vaxta og afborgana. 80 af hundraði þotur. Um það bil 72 af hundraði allra loftflutninga eiga sér nú stað í þotum, og mun sú hundr- aðstala hækka upp í 80 á þessu ári. Þegar um langar flugleiðir er að ræða, eru þoturnar næst- um helmingi fljótari í förum en venjulegar skrúfuflugvélar. — Jafnframt geta þær tekið helrn- (Framhald á blaðsíðu 7.) FÆEEYINGAR KOMA Ritstjóri Dagbladets í Færeyj- um sagði frá því nú í vikunni, að færeyskir sjómenii niyndu streyma til íslands á vetrarver- tíð og til margskonar starfa. Þeir kjósa það heldur, sagði rit- stjórinn, en veiða við Græn- land eða stunda sjóinn heima. Horfur eru á, að allt að eitt þúsund Færeyingar vinni liér á landi nii í vetur. LÁTA ÁLIT SITT í LJÓSI Margir eru uggandi vegna sanm inga ríkisstjórnarinnar við er- Ienda aðila um aluminvinnslu við Straumsvík syðra. Telja, að með því sé efnahagskerfi þjóð- arinnar hætt og að iimflutning- ur erlends fjármagns tii fram- kvæmda á Stór-Reykjavíkur- svæðinu muni mjög auka fóíks- flótta frá hinum ýmsu byggð- um landsins. í þessu felst geig- vænleg hætía, sem menn verða að taka afstöðu til áður en það er um seinan. Þingeyingar liafa fyrir sitt leyti mótmælt kröft- uglega. Aðrir Norðlendingar og allir þeir, sem þessa hættu sjá, eiga að láta álit sitt í ljósi. REIÐIR SJÁLFSTÆÐIS- MENN Dagur ræddi núna í vikunni við mann, sem er kunnugur í höfuðborginni, og hittir marga að máli. Hann sagði, að þeir, sem nú töluðu verst um ríkis- stjómina væru reiðir Sjálfstæð- isnienn eða fólk, sem greitt hefði Sjálfstæðisflokknum at- kvæði í alþingiskosningum, en taldi stjómina hafa staðið illa í stöðu simii. Hann taldi, að þama væri um ótvíræðan uppreisnarhug að ræða, sem bæri því vott, að flokksstjómin og blöð liennar hefðu ekki lengur það vald yfir flokksmönnum sínum, sem hún áður liefði haft. Um fylgismenn Alþýðuflokksins væri það lielzt að segja, að þeir væru fániælt- ari, enda væm þeir orðnir því vanir, að bera harm sinn í hljóði. Nýja stáiskipið, sem er i smíðum er enn á þurru landi, en verður hjá Slippstöðinni h.f. á Akureyri, siósett áður en lanat Hður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.