Dagur - 22.01.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 22.01.1966, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. StFciiimsvík MARGIR eru á móti því, að útlend aluminíumverksmiðja verði reist í Straumsvík ryðra, en ekki allir af sömu ástæðu. Sumir vilja ekki, hvernig srm á stendur og hvaða sls.il- yrði sem sett yrðu, leyfa erlenda fjár- festingu hér á landi, og byggja þá afstöðu sína á þjóðernisástæðum. Aðrir myndu fáanlegir til að leyfa slíka fjárfestingu, ef vel væri um bii- ið með því ófrávíkjanlega skiiyrði, að starfsemin yrði staðsett þar sem hún stuðlar að jafnvægi í byggð landsins, og hafa menn þá hugsað sér Norðurland, þar sem nóg vatns- afl og ódýrt er til staðar. Slíkt telja þeir menn athugandi af því, að þá væri unnið gegn hættu, sem þjóð- erninu stafar úr annarri átt, þ. e. landsbyggðin sporðreisist og eyðist. Enn aðrir eru á móti útlendu verk smiðjunni í Straumsvík vegna vinnu- afisskortsins syðra og af því að þeir óttast að hún auki enn vöxt verð- bólgunnar. Þessar ástæður, hverjar fyrir sig og allar í senn, virðist stjórn- in þegar hafa vegið og fundið létt- vægar. En allmargir, a. m. k. hér á Norðurlandi, eru áreiðanlega á öðru máli. Ræjarstjórn Akureyrar samþykkti 10. nóv. 1904 svohljóðandi ályktun: „Bæjarstjórn Akureyrar lætur í ljósi eindreginn áhuga sinn á því, að næsta stórvirkjun fallvatna hér á landi verði staðsett á Norðurlandi og bendir í því sambandi á áætlanir þær, sem nii nýlega eru fram komn- ar um virkjun Laxár. Einnig verði stóriðja, sem stofnað kann að vcrða til í sambandi við orku frá vatnsvirkjun, staðsett við Eyja- fjörð. , Telur bæjarstjórnin, að með slíkri staðsetningu stórvirkjunar og stór- iðju væri unnið að nauðsynlegu jafnvægi í byggð landsins.“ I>essi ályktun er nú að engu höfð með þeim rökstuðningi, að útlend- ingar verði að ráða því, hvar virkjað verði og stóriðjuver reist. Öðruvísi fóru Norðmenn að, er þeir sömdu við Svisslendinga um verksmiðju í Húsnesi. Þeir ákváðu sjálfir stað- setninguna og létu útlendingana standa frammi fyrir „gerðum hlut“. Þar í landi þykir það ekki góð latína að vinna að jafnvægi í byggð lands- ins með því að fá úllent stórkapital til að efla Oslo eða Bergen. Á hvenum vetri bregSur ungt fálk úr Menntaskólanum á Ak- ureyri sér á leik og sýnir síón- leik í leikhúsi bæjarins. Hefur svo verið í hartnær tvo áratugi, bæjarbúum til rr.ikillar ánægju og nemendum væntanlega til nokkurs þroska, a. m. k. þegar vei tekst til um leiðsögnina. En um þróun í leiklist hjá nemend um M. A. getur í raun og veru tæpast verið að ræða, því með hverju ári kemur nýtt fóik á leiksviðið, sem aldrei hefur kom ið þar áður. En jaínan hefur þetta fólk átt greiðan aðgar.g að hug og hjarta bæjarbúa, kannski fyrst cg fremst vegna ferskleika æsku sinnar, vegna bjartsýni þess, dugnaðar og djörfungar, en einnig vegna þeirrar stofnunar, sem að baki stendur. Leikíélag Menntaskólans frum sýndi skólaieikinn sinn á þriðju claginn. Það var ítalski gaman- leikurinn „Einn þjónn og tveir herrar“, eftir Carlo Goldoni í þýðingu Sveinbjarnar Jónsson- þjóninn vel á sinn hátt. Sá „hátt ur“ féll mér raunar ekki. Sigurgeir Hilmar leikur „virðulegan“ eldri mann og kemur manni í gott skap með hæfilega hrjúfu og sárstæðu lát bragoi. Þórgunnur Jónsdóttir leikur dcttur hans, unga, ástfangna og heiðarlega stúlku. Leikur henn ar er e. t. v. ofurlítið yfirdrifinn, en þó hinn sæmilegasti. Sverrir Pó!l Erlendsson leik- ur roskinn lækni. Og hvað sem læknastéttin kynni um hann að segja, og hvort sem ég vildi hafa hann fyrir heimilislækni éða ekki, er maðurinn þónokk- uð skemmtilegur og hinar öld- urmannlegu hreyfingar hans, kækir og málfar í góðu sam- ræmi frá upphafi til enda. Þorbjörn Arason leikur læknissoninn og unnusta fyrr- nefndrar Þórgunnar, og kemst vel frá því. S'einur.n Jóhannesdóttir leik ur bæði karl og konu. Er hin sjálegasta kor.a hvort heldur hún klæðist buxum eða kjól, er dálíiið „svöl“, yíir sig ástfang- in, eins og vera ber og gerir LEIKLISTIN á Akureyri er einn af þáttu.m bæjarlífsins, oft töluvert yeigamikill. Bæjarfé- lagið styrkir hana, bæjarbúar unna henni, kannski ekki hug- ástum en unna henni þó, og Lcikfálagið heldur henni uppi. í bænum er hópur æfðra leik- ara og nokkrir menn hér hafa tekið ser fyrir hendur að setja sjónleiki á svið. Leikfróðir menn telja þó, að leiklistinni hafi iítið farið fram í þrjá ára- tugi eða svo, og er það hörmu- legur vitnisburður, og raunar mikil afturför ef miðað er við höfuðstöðvar leiklistarinnar í landinu með Þjóðleikhús og list, sem .því hæfir. Hins vegar get- um við borið okkur saman við Dalvíkinga og Mývetninga. Hjá þeim byggist öll leiklistarviö- leitni á áhugasömu fólki, sem vill leggja á sig mikla vinnu fyrir litla eða enga borgun, og gerir ekki einu sinni kröfur til sæmilegrar leiðsagnar. Það væri mjög fráleitt að gera lítið úr störfum þessa fólks og vissu- lega r.ær það oft skemmtileg- um árangri, a. m. k. ef miðað er við enga kunnáttu í upphafi leikæfinga hverju sinni. Það skiptir alveg í tvö horn í þróun leiklistarinnar í landinu. Annars vegar er höfuðborgin rneð stóran hóp af menntuðu leiklisíarfólki, sem getur gefið sig að leiklist fyrst og fremst, og hins vegar landið allt utan höfuðborgarsvæðisins með áhugafólki eingöngu. Að vísu má segja, að leikhúsin úfi urn landsbvggðina séu ekki cs.nort- in af því sem bezt er í leikiist landsins og hinar almennu kröf ur vaxa. Þó mun ekki verða stór breyting á hjá okkur t. d. fyrr en við höfum efni á því að hafa rneðal okkar ofurlítinn kjarna af vel menntuðu fólki í margnefndri listgrein. Það þarf að vera takmark okkar, og með því er alls ekki verið að kasta rýrð á það fólk, sem hér hefur vel unnið og ber uppi þá leik- list, sem hér er þó fyrir hendi og er sá þáttur bæjarlífsins, sem við viljum ógjarna án vera. Á leikætmgu niemitskæiinga. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson.) Leikst’óri Rasnliildur Steinsrímsdóttir J o ar. Sjónleikurinn er 200 ára gamall eða kannski eldri. Gam- anið byggist á misskilningi á misskilning ofan, og dálitlu af faðmlögum. Fleýgar setningar eða verulegir brandarar ónáða ekki leikhúsgesti. Stórnefjaðar grímur á nokkrum leikaranna er raunar ódýrt barnagaman og í leikhúsi einskonar skálka- skjól fyrir skrípislæti á leik- sviðinu. Þessum gamla ítalska sjón- leik mætti e. t. v. líkja við teikni myndirnar í bíóunum eða mynd irnar af „Litla og Stóra“, þar sem alt getur átt sér stað, hvað sem á undan er komið eða á eftir fer. Myndirnar koma hratt og eiga að losa áhorfandann við að hugsa, aðeins að sjá og heyra eitthvað skemmtilegt, helzt eitt hvað „ómögulegt" til að hlæja að. Kímnigáfa íslendinga er dá- lítio kiúr, oft kaldhæðin og sær- andi. En það er í henni hugsun. Gamansemin í sjónleik mennta skólanemanna fer fyrir ofan garð hjá mörgum. Þó munu börn hafa gaman að þessum leik, því þau eru ekki að hugsa um orsök eða afleiðingu. Þeim nægir að eitthvað skrítið sé að gerast á sviðinu. Ef einhver steypir sér kollhnís og gerir það vel þá hlæja börnin, hver svo sem ástæðan var til slíks. Ég vona að ég móðgi engan þótt ég segi á ljótu máli, að „Einn þjónn og tveir herrar“ sé ósköp vitlaus samsetningur. Og frumsýningin kitlaði ekki leik- húsgesti til mikils hláturs. Þrátt fyrir það var margt laglega gert á leiksviðinu, en það þurfti bara meira til að lyfta þessu leikhús verki, svo að leikhúsgestir skemmtu sér verulega vel. Það stafar af því hve efnið er í raun og veru utangarna við hinn al- menna borgara hér og nú, eða hinn almenni leikhúsgestur ut- angarna við þennan tvöhundr- uð ára gamla ítalska faxsa. Arnar Einarsson fer með þjónshlutverk og þarf að þjóna tveim herrum, vandasamt hlut- verk. Arnar er eflaust leikara- hæfileikum gæddur og hann lék sínu hlutverki góð skil og er mjög hressilég á sviðinu. Einar Haraldsson leiknr óham ingjusaman og síöan hamingju- saman unnusta -Steinunnar á myndarlegan hátt. Margrét Sigtryggsdóttir leikur þjónustustúlku, flióttekið flón og skilar, hlutverkinu snotur- lega, mætti kannski vera meira trippi, Ólafur Ólafsson leikur veit- ingahúseiganda og kokk Jón Þorsteinsson og Ingi T. Björns- son þjóna og Þorsteinn Thorlac- ius burðarmann. Að lokinni frumsýnir.gu tók Ólafur ólafs son til máls, þakk- aði leikhúsgesíum komuna og skólameistara og kennurum að- stoð og velvild. Kallaði hann síðan Þórarin Björnsson skóla- meistara og Jén Á. Jónsson menntaskólakennara upp á svið ið, en Jón er „verndari“ leikfé- lagsins um þessar mundir og hjálparhella nemendanna í hinum ý-msu leikhúsraunum. (Framhald á blaðsíðu 7). „Aðcins íil gagns“ U THANT framkvæmdastj óri Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu til ráðsteímmnar sárfræðinga um geimsjcnvarp framtíðarinnar, að hlutverk Sameinuðu þjóðanna með tilliti til hvers konar áætlana um hag nýtingu geimsins væri að sjá til þess, að hann yrði einungis hag nýttur í þágu mannkynsins og til gagns fyrir öll ríki heims.- Umræðurnar á ráðstefnunni Snerust einkum um fjögur höf- uðatriði: dreifingu frétta, kennslu, menningarsamskipti og alþjóðlega samvinnu. Meðal þeirra vandamála sem leysa verður með alþjóðlegri sam- vinnu er mismunurinn á tungu málum og tíma hinna ýmsu landa og svo ýmis tæknivanda- mál eins og t. d. það að setja sérstakar „geimmóttökustöðv- ar“ í skóla og aðrar svipaðar byggingar, svo hægt verði að hagnýta fræðsluþætti hins al- þjóðlega sjónvarps. □ Síeinunn Jóhannesdóttir t. v. og Þórgunnur Jónsdóttir. (Ljm: E.S.) Arnar Einarsson og Margrét Sigtryggsdóttir. (Ljósm: E. S.) Milljón amærin gur | Saga eftir ARNOLD BENNETT Hann gaf ungu hjónunum lítið hús við Hill Street, eina virðulegustu götu borgarinnar, og tvö þúsund punda ávísun til búslóðarkaupa. Hann greiddi framfærslueyrinn fyrir fyrsta misserið fyrirfram. Örlæti og höfðingslund réðu, í stuttu máli sagt, öllum gerðum hans, og sjálfsánægja hans var styrkt þeirri bjargföstu sannfæringu, að þeir Coggles- hall-feðgar ættu ekki hót fyrir skóinn sinn, svo að hann gæti hæglega, ef honurn hyði svo við að horfa, „gleypt þá háða, ætt þeirra og eigur, án þess að finna fyrir því“. Sú staðrevnd, að hann yrði nú að húa einn í stórhýsinu við Carlos Place, olli honum engra leiðinda. II. MR. HOLLINS fór að þessu loknu í fjögurra mánaða ferða- lag til Suður-Ameríku, kom til Para og siglcli um þúsund m.ílur upp eftir Amazón-fljótinu. Hann skrifaði ekki önnur hréf heim en nauðsynlegustu viðskiptabréf, svo að Samuels var sá eini, sem fékk að vita, hvenær hans væri von lreim. Morguninn eftir heimkomuna datt honum í hug að rölta yfir í Hill Street, til þess að sjá með eigin augum, hvernig dóttur hans liði hjá þeim manni, sem var höfuðsmaður í Fyrstu lífvarðarsveitinni. Liturinn á útihurðinni í húsi ungu hjónanna hljóp óskap- lega í taugarnar á honum. Hann var svo andstyggilega og hjánalega hárauður. Hann tók einnig eftir, að gluggatjöld- in voru vægast sagt gróft brot á óskráðum lögum brezkra heimilishátta. Ung stofuþerna, allt öðruvísi kiædd en nokk- ur önnur þerna, sem hann hafði séð, opnaði dyrnar. — Er frú Coggleshall heima? spurði hann. Hann ól veika von í hrjósti um ,að þernan mundi svara: Já, hennar náð er heima. En þar hafði honum skjátlazt. Því miður hafði Sir Maurice ekki andazt, meðan hann var heiman, og Minnie bar enn þá engan aðalstitil. Hann sagði stúlkunni dálítið hranalega, hver hann væri, og hún vísaði honum inn í stofu, sem vakti reiði hans og fyrirlitningu, ekki síðúr en útihurðin. Stofuhurðin var mál- uð svört, en karmurinn fölhlár. Stofan var ekki veggfóðruð, heklur hvítmáluð. Þessi fáu húsgögn, sem hímdu þarna inni, voru öll máluð í hinum furðulegustu litbrigðum, og hvergi nokkurs staðar spýta úr mahoní eða eik. Við arin- inn var tjaldað helluþaksrauðu silki. Neðri hluti hvers veggs var þakinn málverkum, teikningum og svartlist. Listaverk þessi voru að hans dómi ýmist óskiljanleg, blábjánaleg eða hlátt áfram ósæmileg, næstum klámkennd. Þetta leit helzt út eins og óvitahörn hefðu klínt þessu á veggina. Þó hefði hann ef til vill getað þolað þetta ósmekklega grín, ef það hefði verið sómasamlega innrammað í enska og virðulega gullramma, en því var nú ekki að heilsa, því að fæstar mynd- anna voru í nokkrum ramma. Púðar þeir, sem lágu hér og þar um stofuna virtust helzt fengnir að láni úr einhvers konar sirkussýningu. Á arinhillunni stóð heil röð af brúð- um, sem voru hver annarri ósmekklegri. Allt virtist þetta á rúi og stúi og skipulagslaust. Minnie kom inn í stofuna, flýtislaust, en þó léttari skref- um cn vandi hennar hafði verið. Yfirhragð hennar har nú þann svip, sem hann hafði aldrei áður séð. Hún var nú eiginkona Marmions. Um það varð ekki villzt. En hún hefði áreiðanlega vakið sömu yndisáhrif hjá föður sínum og áð- ur, ef þessi andstyggilega svunta hefði ekki eyðilagt öll slík áhrif, svunta, sem lnddi hana alla frá hálsi og niður úr. — Góðan daginn, pahhi, sagði hún eins blátt áfram eins og þau hefðu hitzt í gær. Hvernig hefurðu það? Hún tók í hönd hans, en virtist ekki detta í hug að heilsa honum með kossi. Við vorum hæði uppi í vinnustofunni að mála. Kvaggí kcnmr eftir andartak. — Kvaggí? spurði mr. Hollins. EI\ er er það? — Ég kalla Marmion þetta alltaf nú orðið. Ég fann sjálf upp á þessu. Þegar liann kvaddi þessa stúlku fyrir fjórum mánuðum, var hún áreiðanlega með öllum mjalla. Hann hafði gefið henni þetta hús og tvö þúsund pund að auki til að húa það lnismunum. Húsgögn þau, sem hér blöstu við sjónum hans, gátu várla hafa kostað meira en fimmtán shiílinga. Og þess- ari ktmu gaf hann auk þess fimm þúsund pund á ári í eyðsl ireyi i. En nú kom eiginmaðurinn á vettvang, klæddnr brúnum flauelsjakká og með hálshnýti, sem hefði vel getað verið klippt út úr gömlu púðaveri. Ilann hafði áreiðanlega fitn- að, virtist tæplega eins vel á sig kominn og áður. En kurteisi hans var alveg eins framúrskarandi og fyrr. Án þess að skeyta um skapvonzku mr. Elollins, talaði hann létt og frjáls- mannlega um Amazónfljótið og öhnur svipuð umræðuefni, sem telja mátti þægilega auðskilin hverjum tengdaföður. Og meðan hann talaði, stóð Minnie fast hjá hontim með ljóma í augum, hamingjusöm og svolítið utan við sig, og strauk flauelið á öxlum hans í hljóðri aðdáun. Hann var bersýnilega sáttur við allan heiminn, þessi Marmion hennar. — Þú verður að skoða húsið, pabhi, sagði Minnie. — Jæja, úr því:ykkur langar til að vita álit mitt, sagði mr. Jack Hollins eftir þá skelfilegu skoðunargerð ('dagstofunni hafði t. d. verið breytt í tvær málaravinnustofur), ef ykkur langar til að vita meiningu mína, þá er ég síður en svo hrif- inn, og þar með basfá. — Nei, sagði Marmion með góðlátri hógværð, við vorum alltaf hálfhrædd um, að þetta mundi fara í fínu taugarnir á þér. Svínið að tarna! Mannskrattinn leyfði sér að gera grín að tengdaföður sínum. Mr. Hollins var fokreiður, en stillti sig. Hann var alveg ófáanlegur til að doka eftir hádegisverðin- um, að nokkru leyti vegna bræði sinnar, að nokkru vegna þess að honum fannst horðstofuborðið svo viðbjóðslegt, bæði bjánalega mjótt og auk þess málað í svívirðilega gulrauðum lit. Marmion harmaði hæversklega, að mr. Hollins skyldi ekki hafa tök á að bíða.eftir hádegisverðinum. Hann strauk fínlegri hendi yfir ennið, og Minnie tók að lýsa áhyggjum sínum yfir heilsu „Kvaggís", sem hún sagði oft þjáðan a£ taugaverkjum. Mr. HoIIins varð skyndilega gripinn skelfingu: Ef hann deyr á undan gamlingjanum, verður dóttir mín aldrei „hennar náð“. Svo nefndi Minnie það, svona rétt af hendingu, að ICvággí hefði í hyggju að hverfa úr herþjónustunni, til þess að fá hetri tíma til að sinna málaralistinni. Og þetta var stráið, sem braut hrygginn á hrossinu, það er að segja still- ingu mr. Hollins. Æðarnar á hálsi hans tóku að þrútna. Við reiðikast föður hennar, minntist Minnie hinna hræðilegu aumýkinga, sem móðir hennar hafði einu sinni orðið að þola. Hún roðnaði af hlygðun \ egna föður síns, en lét eigin- manni sínum eftir að halda uppi vörnum. Mr. Hollins óð um stofuna hamslaus af reiði. Hann lét þau vita það alveg ákveðið og umhúða'aust, að það væri hann, sem réði öllum ráðum. Tengdasonur hans væri alger- lega upp á hann kominn, og sá sami tengdasonur mætti ekki undir nokkrum kringumstæðum stökkva úr starfi sínu í hernum. Hann hefði látið það afskiptalaust, þó að tengda- sonurinn gamnaði sér við það að leika listamann í frístund- um, en hann mundi aldrei leyfa honum að gerast atvinnu- málari. Nei. Og það skyldi nú vera lýðum ljóst í eitt skipti fyrir öll. Dóttir Jack Hollins skyldi aldrei verða eiginkona atvinnumálara. Ef Marmion hyrfi úr hernum, mundi hann vafalaust glata allri líkamshreysti og sennilega lognast út af. Þá mundi lítið fara fyrir aðalstigninni. Félegur fjandi það, eða hitt þó heldur! — Hvað ségir faðir þinn um þessa fáránlegu hugmynd? sp,urði hann að lokum. — Æ, faðir minn andmælti þessu á svipaðan hátt og þú, svaraði Marmion í léttum tón, og mr. Hollins þóttist finna vott af óþolandi hæðni í röddinni. — Þó það nú væri, að hann andmæli! æpti mr. Hollins. Það hlýtur liver maður að gera, sem ekki er fullkominn. hállviti. Marmion gekk út að glugganum, tók sér þar stöðu og horfði út. — Hvað um það, ungi maður, sagði mr. Hollins, þú segir mér í fyrramálið, að þú hafir skipt um skoðun. Annars. . . . — Annars? Marmion leit um öxl. — Annars fer ekki svo mikið sem túskildingur af mínum peningum framar í þetta hús. Því máttu alveg treysta. Mér her skylda til að gæta hagsmuna dóttur minnar. — Kæri- tengdafaðir, sagði Marmion og horfði aftur út yfir götuna. Þú fyrirgefur, að ég segi það, en mér virðist þú hafa helzt til háar hugmyndir um áhrifavald þitt í þessu húsi sem faðir konu minnar. Og má ég hæta því við, að það er ekki frá starfi þínu í hernum, sem ég !nerí, heldur mínu eigin star.fi. Mr. Hollins æddi út úr stofunni og skellti hurð á eftir sér. Enginn fylgdi honum til dyra, þessara fagurráuðu úti- dyra. III. 1 SÁLARÁSTANDI lians verður varla lýst með öðrum orð- um en „funandi æði“. Og ástæðan fyrir æðinu týndist næst- um því í sjálfu æðinu. Mr. Jack Hollins lét tæpast lengur, Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.