Dagur - 22.01.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 22.01.1966, Blaðsíða 2
2 Sigurður í Yzlalelli og samfíðarmenn Fjárhagsáætlun bæjarins BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR afgreiddi á fundi sínum 18. janúar fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1966. Niðurstöðutölur áætlunarinnar tekna- og gjaldamegin eru kr. 86.547.000.00 og höfðu hækkað um 16,1% frá áætlun 1965. Útgjöld á rekstraráætlun eru kr. 72.015.000.00 og hafa hækkað um 14,9% eða kr. 9.378.300.00 frá fyrra ári, og á eignabreytingaáætlun eru útgjöld kr. 14.532.000.00 sem er 23,3% hækkun frá fyrra ári. Útsvör eru áætluð kr. 49.997.000.00 auk vanhaldaálaga og er það um 10,7 % hækkun frá fyrra ári. Aðstöðugjöld eru áætluð 13.350.000.00. Aðstöðugjaldastigi er að mestu óbreyttur frá fyrra ári. Framlag úr Jöfnunarsjóði er áætlað kr. 12.000.000.00. Stærsti útgjaldaliður áætlunarinnar er tií félagsmála kr. 21.070.000.00. Framlag til nýbygginga gatna og holræsa hækkar úr kr. 8.000.000.00 í kr. 11.000.000.00 eða um ca. 37%. Framlag til nýbygginga á vegum bæjarsjóðs hækkar úr kr. 8.450.000.00 í kr. 11.150.000.00 eða um 33%. Framlag til framkvæmdasjóðs lækkar úr kr. 5.000.000.00 í kr. 4.000.000.00. (Fréttatilkynning) „Slórhríðarmóf í Hlíðar- Ijalli um helgina ÉG HEF nýlokið við að lesa bók Jóns Sigurðssonar í Yztafelli um föður hans Sigurð Jónsson í Yztafelli og samtíðarmenn. Vildi ég með línum þessum þakka fyrir bókina, fyrst og fremst höfundinum og svo Menningarsjóði fyrir útgáfuna. Eins vildi ég ráða sem flestum til að lesa þessa bók og þá eink- um ungum mönnum, því ekki get ég hugsað mér hollari lest- ur fyrir þá. Sigurður í Yztafelli varði mest öllu lífi sínu í þágu annarra og fékk oft engin laun fyrir og næsta lítil þegar ein- hver voru. Bókin segir frá þess um störfum hans og baráttu. Á þeim tíma sem nú er, þegar menn þreyta stöðugt kapphlaup um peninga og lífsþægindi og fáir vilja gera neitt nema fyrir hátt kaup, hefðu menn sannar- lega gott af að lesa bókina um Sigurð í Yztafelli. Ef hópur ungra og greindra manna tæki hann svo sér til fyrirmyndar mundi betur horfa heldur en nú lítur út fyrir. Jón í Yztafelli er sem kunn- ugt er maður prýðilega ritfær og vel hlýtur honum að vera kunnugt um ævi föður síns. Samt hefur hann þann hátt á að láta skráðar heimildir tala þar sem því verður við komið, í stað þess að segja sjálfur frá. Notar hann þá dagbækur föður síns, fundargerðir ýmissa félaga o. fl. Við þetta verður bókin að vísu öruggari söguleg heimild. Mundu þó fáir hafa rengt Jón, þó hann hefði sagt frá með eig- in orðum. Hins vegar verður bókin ekki eins skemmtileg af- lestrar af þessum sökum. Er álitamál hvort bókin vinnur eða tapar við þau vinnubrögð. En hvað um það, að henni er mikill fengur eins og hún er. Mörgum mun áður töluvert kunnugt um ævi Sigurðar í Yztafelli, einkum um starf hans í þágu Kaupfélags Þingeyinga og Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. Fjölmargir munu og hafa vitað að Sambandið var stofnað á heimili hans. En eitt er það í bókínni, sem var að mestu nýtt fyrir mig og sjálf- sagt marga aðra. Það er frásögn in um „Þjóðlið íslendinga“ eins og það nefndí sig sjálft, þó það næði ekki að neinu ráði út fyr- ir Þingeyjarsýslu. Ég hafði að vísu heyrt þann félagsskap nefndán áður, .t. d. taldi fólk í “æsku minni að skáldsaga sr. Jónasar á Hrafnagili „Frelsis- herinn“ væri raunverulega um hann. Ekki trúi ég þó því að Sigurður í Yztafelli hafi verið fyrirmynd sr. Jónasar að Halli á Háafelli og raunar ekki Pétur á Gautlöndum heldur, þó hann væri foringi Þjóðliðsins, því báðir voru þessir menn yfirlæt- islausir og ólíkir því sem Halli er lýst. Það er heldur hreint ekki víst að sr. Jónas hafi neitt verið að sneiða að Þjóðliðinu með sögunni þó fólk væri að gizka á það. Skemmtileg eru dagbókar- brot Sigurðar, sem birt eru í bókinni um ferð hans á Þing- vallafundinn 1885. Þar segir m. a. frá heimsókn þeirra Mývetn- inganna (Sigurður var Mývetn- ingur að uppruna) til Gríms Thomsens á Bessastöðum. Hjón in komu út á hlað og fögnuðu þeim vel. Veitingar rausnarleg- ar. Þess getur hann og að Grím- ur hafi hnýflað þá í góðu. Gam- an hefði verið að fá að vita hverjir þeir hnýflar voru. Ég hef nefnilega heyrt um þá fyrir löngu, en veit ekki hvort heim- ildir mínar eru öruggar og fer því ekki út í þá sálma. En með- al annarra orða: Ætli Halldóri mínum Kristjánssyni á Kirkju- bóli þyki ekki nóg um veitingar þær sem þeir fengu hjá Grími? „Borðhald með eggjum, víni og allsnægtum. Kaffi á eftir og svo púns úr meir en tveim flösk- um“. . . . „Drukkum meira en tvær og hálfa flösku Whisky". Þó mér dytti Halldór vinur minn í hug í sambandi við þetta, vil ég taka það skýrt fram, að Sigurður í Yztafelli var alls eng inn drykkjumaður. Ég þekkti hann persónulega það mikið, að ég tel mig geta um það borið. Sama hygg ég megi segja um þá báða Pétur á Gautlöndum og Jón í Múla, sem voru þarna með honum. Ef endilega ætti eitthvað að finna að bókinni, væri það helzt það, að hún væri full endaslepp, ef svo má að orði komast. Jónas Jónsson skrifar þar um ráð- herradóm Sigurðar. Er sú grein vel skrifuð, sem vænta mátti, en þó tæplega nægilega ítarleg. Sigurður Kristjánsson fyrrv. alþingismaður skrifar í lok bók- arinnar góða grein um konu Sig urðar. En um Sigurð sjálfan er næsta lítið sagt eftir að hann vék úr ráðherrastól. Hann sat þó á Alþingi til 1925 og var áfram með mikilhæfustu þing- mönnum, þar til heilsan bilaði á síðasta þinginu. Mér er minnis stæður 15. febrúar 1924. Þann dag settist ég í fyrsta sinn á þingbekk. Sigurður í Yztafelli var þá aldursforseti þingsins og stýrði fundi. Mér fannst hann þá aðsópsmestur og sköruleg- astur allra þingmanna. Á því þingi tók hann fullan þátt í öllum þingstörfum og svo mun einnig hafa verið á þingunum frá 1920. Finnst mér að störfum hans un'dir ævilokin séu ekki gerð nægileg skil í bókinni. Þrátt fyrir þetta tel ég þó mik- inn feng í henni og endurtek því þakkir mínar til höfundar ins og Menningarsj óðs fyrir hana. Bemharð Stefánsson. „MARGT ER SKRÍTID í kýr- höfðinu11 sagði karlinn. Það er líka margt skrítið í kollinum á sumum mönnum, eins og þeim t. d. sem telja lífsnauðsynlegt að breyta ökureglunum frá vinstri yfir i hægrihandar akst- ur og þetta er aðeins fámennur hópur, langsamlega flestir eru þessu mótfallnir. Enda mæla engin skynsamleg rök með þess ari breytingu hér hjá okkur ís- lendingum, sem búum á eyju úti í miðju Atlantshafi. Það er talað um að Svíar séu að breyta þessu hjá sér, en er það ekki nokkuð annað, þar sem allt í kringum þá eru lönd með hægrihandar akstri og bein ir bílvegir til þeirra. Aldrei verður bílum ekið frá öðrum löndum til íslands. Að- staða okkar er því allt önnur. Þá er talað um ferðalangana, sem héðan fara með bíla, og þá sem kynnu að koma hingað með bíla til að ferðast á, að það sé þægilegra fyrir þá að sama regla gildi hér og þar. En þurfa Á LAUGARDAG og sunnudag n. k. verður haldið hið árlega „Stórhríðarmót", sem er svig- mót og fer fram við Strompinn. Keppt verður í öllum flokkum karla og kvenna. Á laugardag hefst keppnin kl. 2 og verður keppt í drengja-, unglinga- og stúlknaflokki. Á sunnudag hefst keppnin kl. 1 og verður þá keppt í A, B og C-flokki karla. Brautarlagningu annast hinn kunni skíðamaður, íslandsmeist arinn Kristinn Benediktsson frá ísafirði. Mun hann fara sem undanfari í brautirnar. ■ erðir vcrða'frá Lönd og leið ir kl. 1 á laugardag og kl. 10 og kl. 1 á sunnudag. Q Bessssfaðir cg Sigurður Jónasson í NÝÁRSBOÐSKAP ræddi for seti íslands um forsetabústað og kirkju á Bessastöðum, svo og bókasafn þar og ýmsar umbæt- ur aðrar á þessum merka stað. Margir munu honum sammála um að hlynna beri að Bessastöð um og gera þar allt svo veglegt, sem þjóðin hefur ráð á. í því sambandi er þess að minnast., að á árinu, sem leið, hvarf sá mæti maður af sjónarsviði, er gaf íslenzku þjóðinni höfuðbólið Bessastaði og kom því þar með til leiðar, að þar varð aðsetur þjóðhöfðingjans, en ekki í höf- uðborginni. Sú ágæta gjöf og nafn gefandans, Sigurðar Jónas sonar, sem raunar var þjóðkunn ur maður, murí á sínum tíma skráð á spjöld sögunnar. Þess mun þá e. t. v. einnig minnst, að Sigurður átti mikinn þátt í því, að Geysir var endurvakinn, keypti hann síðan úr einkaeign og gaf hann ríkinu. Sigurður Jónasson var Hún- vetningur að ætt, náfrændi Ás- mundar P. Jóhannssonar í Winniþeg, er var kunnur maður hér hcima og einn af forgöngu- mönnur þess, að Vestur-íslend- ingar tóku þátt í stofnun Eim- skipafélags á íslandi. Sigurður var lögfræðingur að menntun en fékkst við verzlun og við- skipti og vár um langt skeið for Stjórj Tóbákseinkasölu ríkisins. Hann var hæfileikamaður mik- ill og áhugamaður um fram- kvæmdir og félagsmál, átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur og átti manna mestan þátt í því, beint og óbeint, að hrundið var í framkvæmd fyrstu virkjun Sogsins. Var og síðar formaður milliþinganefndar í raforkumál um, sem gerði fyrir aldarfjórð- ungi áætlun um allsherjar raf- væðingu landsins. Hann aflaði sér mikillar þekkingar á dul- fræðum, austrænum og vest- rænum, og var af sumum talinn hafa sagt fyrir óorðna hluti. Hann var minnisstæður per- sónuleiki, enda allmikið um hann ritað við fráfall hans á sl. hausti. □ ekki allir, seni ferðast, að hlýta lögum og reg’um þess lands, sem þeir ferðast um? Er þetta kannski það eina, sem er öðru visi hiá okkur en öðrum þjóð- um? Ekki eru nú Englendingar búnir að skipta yfir í hægri- handar akstur og bólar lítið á að þeir séu að hugsa til þess. Ég get ekki varist þeirri hugs un að þetta sé óþörf, jafnvel heimskuleg, eftiröpun og eins- konar ósjálfstæði gagnvart stærri þjóðum, og alls ekki þess virði, sem það kostar í milljón- um og mannslífum. En þjóðin á að greiða þetta, þess vegna þyk- ir þetta svo auðvelt, það er ekk ert annað en bæta bara einum skattinum ofan á alla hina. En mér finnst við hafa meir en nóg af umferðarvandamálum og slysum í því sambandi, þó ekki sé gerður leikur að auka þar stórlega við. Flestir, sem á þetta minnast, telja þetta aðeins snobbhátt og algjöra fásinnu. Væri ekki nær að verja öllum þeim milljónum (líklega verða þær 100), sem þetta kostar, t. d. til skólabygg- inga fyrir æsku landsins eða ein hverrar annarrar aðkallandi mála? Nóg er af verkefnum sem krefjast úrlausnar og mikið vit er í, en þarna er því ekki til að dreifa. J. H. Þorrablót á Blönduósi Blönduósi 21. jan. Annað kvöld mun þorri manna ætla á þorra- blót, sem hér verður haldið, svo sem siður er. Frost eru mikil en jörð snjó- laus. Á nokkrum stöðum er vatnslaust, einkum í Vatnsdal. Þar eru tvö býli bæði vatns- laus og rafmagnslaus, og þykir mönnum þá sínum kosti þrengt. Heilsufar er mjög gott og fá menn ekki einu sinni kvef í nös, hvað þá meira. Kemur heilsu- hreysti sér vel í fámenni heimil- anna í sveitum. Ó. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.