Dagur - 26.01.1966, Page 2
2
Stórliríðarmótið í Hlíðarf jalli
Veður var slæmt til keppni hörkufrost og hríð
STÓRHRÍÐARMÓTIÐ svokall
aða fór fram í Hlíðarfjalli um
helgina. Á laugardaginn var
veður stillt og bjart en 17 stiga
frost. Á sunnudaginn var aftur
á móti grenjandi stórhríð og
enn hörkufrost.
Mótið fór þó fram eins og
áætlað hefði verið og var sann-
kallað stórhríðarmót að þessu
sinni, og eins og fyrirfarandi ár
var hér um svigkeppni að ræða
í öllum flokkum.
A. -flokkur.
Reynir Brynjólfsson vann
þetta mót. Tími hans var 132,8
sek„ þá Reynir Pálmason á
157,5 sek. og þriðji Ottó Tul-
iníus og var hans tími 165,3 sek.
Brautin var Jöng og erfið, en
hana lagði Kristinn Benedikts-
son frá ísafirði. Beztan brautar-
tíma hafði Viðar Garðarsson
66,2 sek., en var dæmdur úr
leik vegna þess að hann sleppti
einu hliði.
B. -flokkur.
Þorlákur Sigurðsson varð -
fyrstur á 109,5 sek og næstur
Stefán Ásgrímsson á 128,7 sek.
Fleiri luku ekki keppni.
C. -flokkur.
Fyrstur varð Ingvar Einars-
son á 88,0 sek. Annar Jóhann
Tómasson á 91,4 sek. og þriðji
Sigurður Jósafatsson á 123 sek.
Unglingakeppni.
Flokkur 13—15 ára.
Jónas Sigurbjörnsson varð
fyrstur á 80,5 sek., annar Árni
Óðinsson á 82,8 sek. og þriðji
Örn Þórsson á 97,9 sek.
Flokkur 12 ára og yngri.
Gunnlaugur Frímannsson
varð fyrstur á 27,0 sek., annar
varð' Sigurjón Jakobsson á 36,2
sek. og þriðji Halldór Jóhanns-
son á 39,6 sek.
Stúlkur.
15 ára og yngri.
Fyrst varð Barbara Geirsdótt
;ir-á 37,5 sek., öþnur varð Birna
Aspar á 51,5 sek. og aðrar luku
ekki keppni.
Bridgemöt Ungmenna-
sambandsins
HIÐ árlega bridge-mót Ung-
mennasambands Eyjafjarðar
hófst í Árskógi s. 1. sunnudag.
Sjö fjögurra manna sveitir taka
þátt í mótinu að þessu sinni.
Urslit í fyrstu umferð:
B-sveit-umf. Svarfdæla — A-
sveit umf. Svarfdæla 5:1.
B-sveit Umf. Þorst. Svörf. —
A-sveit umf. Þorst. Svörf. 5:1.
A-sveit umf. Reynis — Sveit
umf. Skriðuhrepps 6:0.
B-sveit.1‘umf. Reynis sat yfir.
Keppnisstjóri er Stefán Jóns-
son, Dalvík. □
KÓLERUTEGUNDIN E1 Tor,
sem er náskyld hinni sígildu
kóleru — breiddist út til vest-
urs árið 1965. Upp komu far-
aldrar í Afganistan, Nepal, ír-
an, Sovétríkjunum og á Filips-
eyjum, samkvæmt upplýsing-
um frá Alþjóðaheilbrigiðsmála-
stofnuninni (WHO). Stofnunin
hefur þegar komið upp tilrauna
stofum og rannsóknamiðstöðv-
um til að berjast við þenna vá-
gest.
Frá því að WHO hóf skipu-
lega baráttu til að vinna bug á
bólusótt árið 1959, hefur hún
verið fullkomlega upprætt í 12
löndum. Enn er hún samt út-
breidd í Asíu, Afríku og — í
minna umfangi — í Suður-
Ameríku. Samkvæmt útreikn-
ingum stofnunarinnar á að vera
hægt að útrýma henni með öllu
á næstu tíu árum, og myndi það
kosta um það bil 30 milljónir
dollara (um 1300 millj. ísl. kr.).
56 af hundraðj íbúanna í þeim
heimshlutum, sem ógnað er af
kóleru, eru nú ónæmir fyrir
sjúkdóminum, og WHO heldur
áfi'am baráttunni í 29 löndum,
þar af 15 Afríkulöndum.
Að því er tekur til krabba-
vesfurs
meins, beindist starfsemi Al-
þj óðaheilbrigðismálastofnunar-
innar á árinu 1965 fyrst og
fremst að læknismeðferð
og leiðum til að hafa eftir-
lit með og koma í veg fyrir
smit. Stpfnunin ákváð á árinu
:að; áetja upp . alþjóðamiðstöð
kihbbaméinsfannsókna, sem
heíur aðalaðsetur í Lyon.
.. (Framhald á, blaðsíðu 7.)
SL. SÚNNUDAG fór handknatt
leiksfólk úr íþróttafélaginu Þór
í keppnisferð til Húsavíkur, en
það voru 4 flokkar, 5 lið, sem
kepptu. Ferðin heppnaðist vel
og fóru leikar svo að Þórsarar
unnu 1 leik, jafntéfli varð í ein-
um, en þrjá unnu Húsvíkingar.
Á heimleiðinni fékk handknatt-
leikfólkið vonzkuveður og tók
ferðin frá Húsavík til Akureyr-
ar rúma 6 tíma.
.Úrslit urðu þessi:
IV. fl. karla, Þór—Völsungur
15:12.
Meistarafl. karla, Þór—Völs-
ungur 26:26.
Verðlaunaafhendingar áttu að
fara fram í Skíðahótelinu í gær
kveldi. Skíðaráð Akureyrar
annaðist framkvæmd mótsins.
Jónas Sigurbjörnsson.
Gunnlaugur Frimannsson.
Barbara Geirsdótir.
i á Húsavík
III. fl. karla, Völsungur—Þór
37:30.
II. fl. kvenna, Völsungur a.—
Þór a. 11:10.
II. fl. kvenna, Völsungur b.—
Þór b. 22:7.
Þess má geta, að íþróttasalur
Húsvíkinga er talsvert mikið
minni en Rafveituskemman á
Akureyri og leika ekkj nema 6
í hvoru liði þegar keppt er á
Húsavík.
í ráði er að Handknattleiks-
mót Akureyrar hefjist í byrjun
febrúar, og má búast við mikilli
þátttöku frá K.A., Þór og Í.M.A.
ALMANNATRYGGINGAÞÆTTIR
l-íxíxixí>'í^>^xíxí><í>4xí>4xi>^>^xs><í!-i>i>'íxí>^>4><í>^>^xí>^>^x$>^x5><í><íxíxi><í><í^<tx^^><í><s><s)
SAGA OG ÞRÓUN
HVAR og hvenær voru alþýðu-
eða almannaíryggingar fyrst
leiddar í Iög? Um þetta er hægt
að lesa í brezltu alfræðibókinni,
kaflanum um „social security“,
og í ritum Jóns Blöndals hag-
fræðings, um alþýðutryggingar
(Fclagsmál á íslandi og Alþingi
og félagsmálin). Samkvæmt
þessum heimildum voru fyrstu
almannatryggingarlögin sett í
Þýzkalandi árið 1883. Það voru
því ekki jafnaðarmanna- eða
kommúnistastjórnir 20. aldar,
sem þarna riðu á vaðið, heldur
„jámkanslarinn“ Otto von Bis-
mark, sá hinn sami, er samein-
aði Þýzkaland í keisaradæmi og
gerði það að stórveldi. Trygg-
ingarnar voru ein af aðferðuni
hans til að gera þýzku þjóðina
sem sterkasía. Ahnannatrygg-
ingar Bismarks ná að vísu
skammt samanborið við nútíma
tryggingar, en Jón segir samt,
að þær hafi orðið „fyrirmynd al-
þýðutrygginga víða um hehn“.
Þær þóttu hið atliyglisverðasta
nýmæli og fregnir af þeim bár-
ust víöa. Fyrir 1890 bárust þær
inn í umræður á Alþingi íslend
inga. Þar flutti Þorlákur Guð-
mundsson bóndi í Hvammkoti
(Fífuhvammi) þingmaður Ár-
nesinga friunvarp til laga um
„styrktarsjóð handa alþýðu-
fólki“ árið 1887, og var það af-
greitt sem lög árið 1889. Hjú og
lausamenn skyldu greiða gjald
til sjóðsins, karlar 1 krónu og
konur 30 aura á ári. Átti að
geyma féð í Söfnunarsjóði ís-
lands, en hvert sveitarfélag eiga
þar sinn sérsjóð. Útlilutun elli-
styrkja skyldi hefjast eftir 10 ár
og þá úthluta liálfum vöxtum.
Árið 1909 voru svo sett Iög
um „ahnennan ellistyrk“. Var
þá lögfest almennt ellistyrktar-
sjóðsgjald (árgjald) frá lands-
mönnum 18—60 ára, kr. 1.50 fyr
ir karhncnn og kr. 0.75 fyrir
konur, en kr. 0.50 ríkistillag á
móti fyrir hvern gjaldanda. —
Árið 1933 voru þessi árgjöld
orðin kr. 3.00 fyrir karla, kr. 1.50
fyrir konur og kr. 1.50 úr ríkis-
sjóði fyrir hvern gjaldanda.
Sjúkrasamlag prentara var
stofnað árið 1897 með frjálsum
samtökum. Árið 1911 voru sett
alinenn lög um hin frjálsu
sjúkrasamlög og ríkisstyrk til
þeirra. En þau náðu ekki veru-
legri útbreiðslu í landinu.
Upphaf lagasetningar um
slysatryggingar má rekja til árs
ins 1903. Það ár voru samþykkt
lög um lífsábyrgð fyrir sjó-
menn, sem stunda fiskiveiðar á
fiskiskipum. Sjómenn greiddu
% iðgjalds, útgerðarmenn %.
Lög um slysatryggingu sjó-
manna voru samþykkt árið
1917. Hin almenna sl.ysatrygg-
ing verkafólks á landi og sjó
var samþykkt á Alþingi árið
1925, og skyldu atvinnurekend-
ur þá eins og nú greiða kostnað
allan við trygginguna. Þetta
var sá þáttur trygginganna, sem
lengst var á veg kominn, áður
en hin almenna tryggingarlög-
gjöf var sett fyrir 30 árum. Til-
lögur um atvinnuleysistrygging
ar höfðu að vísu komið fram
oftar en einu sinni á Alþingi, en
engin lagasetning átti sér stað
um það efni.
Árið 1936 er tímamót í sögu
trygginganna, því að þá er sett
hin fyrsta allslierjarlöggjöf á
þessu sviði, lögin um alþýðu-
tryggingar, eins og þau voru þá
nefnd. Alþýðntryggingalögin
voru, ásamt nýjum framfærslu-
lögum, undirbúin af 5 maníia
stjórnskipaðri nefnd, en sam-
tímis vann þáverandi landlækn-
ir, Vihnundúr Jónsson, að und-
irbúningi laga um ríkisfram-
færslu sjúkra manna og ör-
kumla, sem komu í stað gömlu
laganna um ríkisstyrk til berkla
sjúklinga frá 1921. Var liér um
nátengda löggjafarþætti að
ræða, scm fjölluðu að meira eða
minna leyti um sama viðfangs-
efni og lilutu afgreiðslu á árun
um 1935-1936.
í stjómskipuðu nefndinni
áttu sæti: Brynjólfur Stefáns-
son, tryggingafræðingur, Jónas
Guðmundsson alþm., Páll Her-
mannsson alþm., Sigfús Sigur-
hjartarson ritstjóri síðar alþm.
og Þórður Eyjólfsson prófessor
síðar liæstaréttardómari. Al-
þyðutryggingalögin frá 1936
fjölluðu um fjóra meginþætti
þessara mála. Elli- og örorku-
tryggingu, sjúkratryggingu,
slysatryggingu og atvinnuleysis
tryggingu. Samkvæmt þeim lög
um voru elli- og örorkulrygg-
ing og slysatrygging almennar
skyldutryggingar. Sjúkratrygg-
ing var skyldutrygging í kaup-
stöðum, en frjáls trygging með
lögboðnum fjáröflunarréttind-
um annars staðar á landinu og
lögð í hendur sjúkrasamlaga.
Atvinnuleysistrygging var frjáls
trygging á vegum verkalýðsfé-
laga og kom ekki til fram-
kvæmda. En 1955 voru sett sér-
stök lög um atvinnuleysistrygg-
ingu, sem er skyldutrygging og
hefir verið i gildi síðan. Mcð al-
þýðutryggingalögunum 1936 var
komið á fót Tryggingastofnun
ríkisins, sem stýrir framkvæmd
þessara niála. >
Tíu árum síðar, á Alþingi
1946, var ný allsherjarlöggjof
sett. Var þá breytt heiti laganna
og þau nefnd Iög um almanna-
tryggingar, og því nafni eru þau
enn nefnd. Með þeim mun hafa
átt að gefa til kynna, að það
væri ekki „alþýðan“ ein, sem
trygginganna nyti, heldúr einn-
ig þeir, sem betur eru staddir
fjárhagslega. Nú er líka svo
komið, að allir.greiða sömu ið-
gjöld og njóta sömu bóta, án til-
lits til efnahags, en þess er þá
jafnframt að geta, að mikill
meiri hluti af tekjum trygging-
anna kemur frá ríkissjóði, sveit
arfélögum og atvinnurekend-
um, cn miklu minna frá þehn,
sem tryggðir eru. Með lögunum
(Framhald á blaðsíðu 7.)