Dagur - 04.05.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 04.05.1966, Blaðsíða 2
2 Hafnvæðing landsins og ríkis- framlag til hennar Fjórðungsglímumót Norðlendinga Sigurvegari varð Þóroddur Jóhannsson UMSE AÐ ÁEGGJAN Glímusambands Islands ákváðu ÍBA og UMSE að efna til glímunámskeiðs á Akureyri. Glímuáhugi virtist ekki mikill, enda hefur íslenzka glíman ekki verið stunduð á Akureyri svo heitið geti síðustu áratugi og opinber glímumót ekki haldin um langt skeið. En þegar glímunámskeiðið var auglýst gáfu sig fram milli 50 og 60 þátttakendur. Aðal- kennari námskeiðsins var Har- aldur Sigurðsson og með honum Þóroddur Jóhannsson. Einnig kom glímuþjálfari Glímusam- bands fslands, Þorsteinn Krist- jánsson og veitti tilsögn í nokkra daga. Yngsti nemandinn var átta ára gamall en sé elzti kominn á áttræðisaldur, Jón Tryggvason, fyrrum bóndi á Möðruvöllum í Eyjafirði. Að glímunámskeiðinu loknu var haldið á Akureyri Fjórð- ungsglímumót Norðlendinga hinn 30. apríl sl. Þátttakendur voru 9 og þar af fimm í flokki fullorðinna, sem kepptu um glímuhorn það, sem KEA hafði til þessarar keppni gefið. Har- aldur Sigurðsson var glímu- stjóri en Þorsteinn Kristjánsson yfirdómari. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í umsjá íþrótta-' bandalags Akureyrar. Glímu- menn gengu inn í salinn undir íslenzka fánanum. Áður en keppni hófst flutti ísak Guðmann formaður ÍBA ávarp. Eftir það hófst kappglím an og var hún að því leyti at- hyglisverð, að enginn keppend- anna bar við að níða mótstöðu- mann sinn. En að sjálfsögðu bar glíman þess merki, að hér hef- ur ekki verið glímt að staðaldri. Hins vegar duldist ekki, að þarna voru nokkur góð glímu- mannaefni á ferð. Öll var íþrótt þessi hin drengilegasta og kepp- endum til sóma, svo og þeim er að endurvakningu hinnar gömlu íslenzku íþróttar hafa hér vel unnið. Þóröddur- Jóhannsson með ný- unnið glímuhomið. (Ljm.: E.D.) Urslit glímunnar urðu þessi: í eldra flokki: 1. Þóroddur Jóhannsson UMSE sigraði í glíriiunni og felldi alla keppi- nauta sína. 2. Valgeir Stefáns- son frá Auðbrekku UMSE. 3. Sigurður Sigurðsson ÍBA. Ávarp lil Akureyringa UNDIRRITAÐIR Svarfdæling- ar, búsettir á Akureyri, hafa ákveðið að leita til ykkar góðir Akureyringar, um nokkurn fjár stuðning til handa hjónunum að Brekku í Svarfaðardal. En eins og kunnugt er brann íbúðarhús- ið á Brekku til kaldra kola þann 26. apríl sl., ásamt mestu af innbúi og er því tjón hjónanna mjög tilfinnanlegt. Það er ætíð styrkur að finna ÁFENGISSALAN 1. jan. til 31. marz 1966. HEILDARSALA: Selt í og frá Reykjavík kr. 80.385.315.00. Selt í og frá Akureyri kr. 8.011.515.00. Selt í og frá ísa- firði kr. 2.786.795.00. Selt í og frá Siglufirði kr. 1.585.970.00. Selt í og frá Seyðisfirði kr. 2.277.380.00. — Samtals kr. 95.046.975.00. Á sama tíma 1965 varð salan samtals á sömu útsölustöðum kr. 70.544.674.00. □ hlýjar vinarhendur í raunum, því mun hvert stórt eða smátt framlag er þið leggið af mörk- um. verða VINARKVEÐJA að Brekku, er stuðla mun að því, að þar nsi nýtt hús, í stað þeirra brunarústa, er þar birtast nú sjónum. Undirritaðir munu veita fjár- framlögum móttöku. Einnig öll blöðin í bænum. Við þökkum fyrirfram veittan stuðning. Sigurjón Jóhannsson Strand- götu 9. Gísli Jónsson Þórunnar- stræti 104. Brjánn Guðjónsson Rauðumýri 18. Jóhann Daníels- son Þingvallastræti 24. Halldór Arason Þórunnarstræti 124. 4. Ólafur Ásgeirsson ÍBA. 5. Einar Benediktsson UMSE. Yngri flokkur: 1. Haraldur Guðmundsson ÍBA varð sigur- vegari og felldi alla keppinauta í sínum flokki. 2. Halldór Jóns- son ÍBA. 3. Áskell Jónsson ÍBA. 4. Már Vestmann ÍBA. Að glímu lokinni ávarpaði Þorsteinn Kristjánsson yfirdóm- ari viðstadda, keppendur og áhorfendur, nokkrum orðum og afhenti Þóroddi Jóhannssyni glímuhornið, ennfremur nokkr- um öðrum glímumönnum verð- launapeninga. Lauk þar með hinni fyrstu glímukeppni á Ak- ureyri, eftir langt hlé. □ Handknattleiksmót Norðurlands UM HELGINA verður Norður- landsmótinu lialdið áfrám, eftir nokkurt hlé, sem stafar af inflúensufaraldri á Húsavík. Mæta nú Húsvíkingar til leiks og leika á laugardag í meistara- fl., 3. fl. og 4 fl. karla og 2. fl. kvenna. Á sunnudag leikur meistarafl. karla aftur. Gaman verður að sjá hvemig Húsvíkingar standa sig nú. í fyrra sigruðu þeir á Norður- landsmótinu í 3 flokkum. Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn RÁÐGERT er að hafa í sumar fjögur 18 daga námskeið fyrir börn, og hefst hið fyrsta þeirra um 19. júní. í fyrsta hópnum verða stúlkur á aldrinum 8—10 ára, þar næst drengir á sama aldri. Þá koma stúlkur 10—12 ára og loks drengir úr sömu árgöngum. Einnig er áætl^ð að hafa tvö 5 daga námskeið fyrir börn 13 og 14 ára í byrjun september. Byrjað verður að innrita í áðurgreinda flokka n. k. föstu- dag. Prestar á félagssvæði Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti munu veita nánari upplýsingar og taka á móti um- sóknum, með þeirri undantekn- ingu þó, að á Akureyri mun frú Petronella Pétursdóttir veita' umsóknum móttöku í síma 11854 frá kl. 5 e.h. á föstudag. Sumarbúðanefnd. ATVINNA! Okkur vantar handlaginn mann ílétt starf. SKÓVERKSMIÐJAN IÐUNN SÍMI 1-19-38 Tveggja ára áætlun. í tillögum okkar er jafnframt annað nýmæli: Að gerð verði tveggja ára áætlun um fram- kvæmdir samkvæmt frumvarpi þessu og um öflun fjármagns til áætlunarframkvæmdanna, enda verði þá jafnframt lögfest skylda til að greiða að fullu ár hvert ríkisframlagið til þeirra hafnarmannvirkja, sem gerð eru I SÍÐASTA GREIN | Z x ■ MMMIMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMIMMMIMMMM á árinu samkvæmt fram- kvæmdaáætluninni. Hér er að því stefnt, að bundinn verði end ir á það ástand, að hafnarsjóðir eigi fé inni hjá ríkinu jafnvel árum saman. Jafnframt er lagt til, að eldri skuldir ríkisins við hafnarsjóði verði greiddar að fullu á næstu þrem árum. Mætti þá hugsa sér, að ríkið tæki, ef þurfa þætti, nokkurt fé að láni til að koma framlagsgreiðslun- um í viðunandi horf. Þegar um skuldamyndun er að ræða vegna þessara framkvæmda, er í rauninni eðlilegt, að ríkið en ekki hafnarsjóðir taki lán til að greiða þann hluta kostnaðarins, sem ríkinu ber að greiða að lög- um. Gert er einnig ráð fyrir í frumvarpinu, að ríkisstjórnin veiti hafnarsjóðum aðstoð við út vegun lánsfjár til framkvæmda samkvæmt tveggja ára áætlun. Of hæg þróun „í landi.“ í byrjun þessa árs áttu íslend ingar rúmlega 900 vélknúin þil- skip, ef talið er samkvæmt skipaskrá allt frá hinum stærri hafskipum niður í hina smærri fiskibáta. Sú tala er hækkandi og verður væntanlega hækk- andi á komandi árum, en þró- unin hefur verið sú í seinni tíð, að hinum stóru fiskiskipum fjölgar. Auk þilskipanna eiga landsmenn nú rúmlega 1300 opna vélbáta og sennilega nokkru fleiri, en verulegan hluta af þessum opnu vélbátum má telja til hins mjög svo mikil- væga fiskiflota, sem leggur til efnið í meira en 90% af útfluttri gjaldeyrisvöru. Taékniútbúnað- ur, áhafnir og afköst þessa fiski- flota, allt í fremstu röð meðal fiskveiðiþjóða að því, er fróðir menn telja, enda þótt nú þrengi að útgerðinni sakir vaxandi verðbólgu. En í landi hefur hin atvinnulega þróun sjávarpláss- anna ekki fylgzt með þróuninni . á sjónum. Undirstaða þeirrar þróunar í landi og sjálfra fisk- veiðanna með nútímasniði er hafnvæðingin. Vegna sjávar- vöruframleiðslunnar og vegna landsbyggðarinnar má þar ekki verða neitt lát á. Á þessu sviði verðum við íslendingar að setja okkur markmið og ná áætluðu marki á einhverjum tilsettum tíma. Þjóðfélaginu i heild ber að tryggja þá þróun, sem hér þarf að eiga sér stað. Tímabær lagabreyting. Við, sem að fyrrnefndu frum- varpi stöndum, leggjum ekki til — a. m. k. ekki að svo stöddu — að allar hafnir verði gerðar að landshöfnum, enda mundu því fylgja ýmsir ókostir. En það er óviðfelldin aðferð, og ekki til frambúðar að ætla einstökum fjárvána hafnarsjóðum eða sveit arfélögum að standa undir meiri stofnkostnaði en ætla má, að tekjur þeirra af hafnargjöld- um.hrökkvi. til .að .standa straum af fyrst um sinn, á meðan fram- kvæmdirnar hafa ekki borið þann árangur í vaxandi atvinnu lífi, sem víða má vænta, er tím- ar líða, ef lán verður með þeim, sem fyrir málum ráða í landinu. Það er öfug aðferð og ekki til frambúðar að ætla þessum hafnarsjóðum að taka lán, sem þeir sýnilega geta ekki greitt, komast þar með í vanskil við ríkissjóð og greiða síðan van- skilin með nýjum skuldabréf- um, sem þeir geta heldur ekki greitt. Hitt sýnist þá eðlilegra, að ríkið taki strax að sér að greiða þann hluta kostnaðarins, sem sýnilega verður að greiða í einu eða öðru formi, og inni þessar greiðslur af hendi að fullu ár hvért til þeirra fram- kvæmda, sem þá er um að ræða. Ef þess gerist þörf, er það eins og fyrr var sagt auðsætt mál, að ríkið getur ekki síður en sveit- arfélögin tekið lán, sem til þess þarf að greiða sinn hluta. Ut- gjöld hans ættu í rauninni ekki að verða meiri’ þegar á allt er litið, þó að þannig sé að þessu unnið. En að því væri þá unnið að minnka vanskil eða koma í veg fyrir þau, en létta áhyggj- um af mörgum skapþungum skilamönnum, sem núverandi fyrirkomulag dæmir til að verða vanskilamenn gegn vilja sínum, af því að ríkisvaldið bæði játar og neitar í senn þeim skyldum, sem það raunverulega hefur á sig tekið. Ég vil að vísu ekki fullyrða, að þetta frumvarp nægi til að ná þeim tilgangi, sem hafður er í huga. Við flutningsmenn þess viljum ekki ganga lengra en nauðsyn ber til, en teljum, að lagabreyting þessi þoli ekki lengri bið en orðin er. G. G. - Akureyringar gamlir og kalkaðir? (Framhald af blaðsíðu 8) lieppnuðum greinum um menn og málefni. Að vísu má virða honum til vorkunnar að hann þarf að verja slæman málstað, þar sem er viðreisnarstefna nú- verandi ríkisstjórnar, og þeirra, sem hennar bendingum fylgja. Akureyringum þarf eigi að segja að það séu kalkaðir menn sem hafa staðið að baki því, sem samvinnuhreyfingin hefir áorkað fyrir Akureyri, og um- hverfi hennar, þar tala verkin sínu máli. Samvinnuhreyfingin hefir verið um tuga ára skeið sterkasti þátturinn í uppbygg- ingu Akureyrarbæjar, og svo mun enn verða um langan tíma. Samvinnumenn kunna hins veg ar vel að meta marga starfsemi einstaklingshyggjumanna, og dettur ekki í hug að vanmeta það, sem þeir hafa vel gert. Samvinnumenn munu yfirleitt fagna hverri þeirri starfsemi, sem verður bænum okkar til eflingar, og láta sér í léttu rúmi liggja, þótt utanbæjarmaður sendi þeim klaufalegar hnútur. Auglýsingasími Dags er 1-11-67

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.