Dagur - 04.05.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 04.05.1966, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 4. maí 1966 — 33. tbk FERBASKRIFSTOFAN TÚNGÖTU 1 Símar 1-14-75 og 1-16-50 ÖRN SKÍRÐ í EINU ÞAÐ bar við sl. sunnudag á Hlöðum í Glæsibæjarhreppi, að átta börn þeirra hjóna, Stefáns bónda Halldórssonar og Önnu Jónsdóttur voru skírð, hið yngsta tveggja mánaða og það elzta 11 ára, hinn myndarleg- asti hópur. En þau hjón eiga tvö börn eldri. Feðgarnir á Möðruvöllum séra Sigurður Stefánsson vígslubiskup og séra Ágúst Sigurðsson sóknarprest- ur skírðu börnin. En atburðir sem þessir munu næsta sjald- gæfir hér á landi og sendir blað ið fjölskyldunni beztu árnaðar- óskir í tilefni af hinni marg- földu skirnarhátíð. □ Sjóðir ekki lengur geymdir í sokkbolum Egilsstöðum 3. maí. Hallorms- og silfurs í sokkbolum. í þess- staðarskóla var slitið á laugar- daginn, en því miður var ég ekki þar. Nú er verið að hefja framkvæmdir að byggingu nýs útibús Landsbankans á Eski- firði, því menn kunna ekki við það lengur, að geyma sjóði gulls AUSTGAUKUR Gunnarsstöðum 3. maí. Fyrst heyrðist í hrossagauk í austri, þótti það fyrrum harla gott og var þá kallað austgaukur. Víðast er kominn hagi, nema á innstu bæjum er allt í kafi í snjó ennþá. Skólum er hér lokið nema vorskólum fyrir yngstu börnin. Sæmilega veiðist af hrogn- kelsunum. O. H. ari byggingu verður einnig íbúð fyrir útibússtjóra. Nýja síldarbræðslan er að rísa upp á leirunum innan við Eskifjörð, við hafnarmannvirki, sem þar eru í smíðum. Þegar er farið að vinna við uppsetn- ingu vélanna. Settir verða upp 4 síldargeymar og einnig tank- ar fyrir lýsi og olíu. En öll þessi mannvirki standa á fyrr- nefndum leirum. Heita má snjólaust, nema skaflar i giljum. Vegir eru að verða ófærir vegna aurbleytu, bæði á Héraði og í Fagradal. Fjarðarheiði er enn lokuð vegna snjóa, einnig Breiðdals- heiði. En nýlega var Vatnsskarð rutt og opnuð leið til Borgar- fjarðar. V. S. EFTIRMÆLI „VIÐREISNARÍNNAR” Viðreisnin er unnin fyrir gýg ARIÐ 1958 var sjávaraflinn 580 þús. tonn. Á árinu sem leið var hann fram undir 1200 þús. tonn. Verðlag sjávarafurða hefur stórhækkað erlendis síðustu árin. Tekjur ríkissjóðs í heild á árunum 1960—1964 fóru rúm- lega þúsund millj. kr. fram úr áætlun fjárlaga. Samt varð greiðsluhalli á ríkisreikningi árið 1964. Þjóðin hefur unnið mikið og búið við afla- og markaðs- góðæri, peningaveltan því verið mikil, en eftir hefur verið hlutur stjórnarvaldanna: Að halda stöðugu verðlagi í Iand- inu. Þcss vegna er „viðreisnin“ unnin fyrir gýg, eins og Ólafur Thors sagði — og kaupmáttur krónunnar heldur áfram að minnka. Sitjandi frá vinstri: Halldór Jónsson, Haraldur Guðmundsson, ísak Guðmann formaður ÍBA, Áskell Jónsson og Már Vestmann. Sitjandi frá vinstri: Haraldur Sigurðsson glímukennari, Einar Bcncdiktsson, Sigurður Sigurðsson, Þóroddur Jóhannsson, Valgeir Stefánsson, Ólafur Ásgeirsson og Þorsteinn Kristjánsson þjáifari Glímusamb. ísl. Sjá bls. 2. (Ljósm.: N. H.) NÚ FER SOGDÆLAN í GANG r Al-frumvarpið samþykkt með 10 atkv. gegn 9 ÁLVERKSMIÐJUFRUMVARP ríkisstjórnarinnar varð að lög- um í efri deild Alþingis sl. laug- ardag. En það var lagt fram í neðri deild í aprílbyrjun og um það urðu miklar umræður í báð um deildum. Viðureign stund- um allhörð og einkum þá, er Eysteinn Jónsson, að gefnu til- efni, rakti stjórnmálasögu fyrri tíma. Ræðumenn voru margir úr stjórnarandstöðuflokkunum en ráðherrarnir Jóhann Haf- stein og Bjarni Benediktsson héldu uppi vörnum að mestu fyrir stjórnarliðið, einkum hinn fyrrnefndi. Við lokaatkvæðagreiðslu í efri deild var frumvarpið sam- þykkt með 10:9 atkvæðum. Einn af ráðherrunum var fjarverandi. Tillaga Ingvars Gíslasonar og Þórarins Þórarinssonar um að vísa málinu frá, var í neðri deild felld með 21:19 atkvæðum. En Björn Pálsson og Jón Skaftason sátu síðan hjá síðari atkvæða- greiðslu og viklu með því gefa til kynna, að enda þótt þeir teldu álsamninginn óaðgengilég an, og tíma til stórframkvæmda óhentugan, gætu þeir síðar hugs að sér álframleiðslu á vegum út lends fyrirtækis, sem betur væri um búið. Við fyrstu umræðu í néðri deild flutti Gísli Guðmundsson langa ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir norðlenzku viðhorfi til virkjunarmála og sagði, að stóriðja í Straumsvík mundi auka ójafnvægið milli lands- hluta. Kaflar úr þeirri ræðu voru birtir í Tímanum 30. apríl. Við aðra umræðu í neðri deild var íngvar Gíslason fram- sögumaður fulltrúa Framsókn- arflokksins í álnefnd deildarinn ar. Hann sagði, að álbræðslan myndi búa við sérreglur í skatta málum og yrði í ágreiningsmál- um óháð lögsögu íslenzkra dóm- stóla en fengi undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda. Landshlutar, sem ættu við at- vinnumálaerfiðleika að stríða yrðu í mikilli hættu vegna að- dráttarafls stóriðjuframkvæmd- anna. í efri deild vakti ræða Ólafs Jóhannessonar prófessors mesta athygli, m. a. vegna aðdróttana, sem ráðherra hafði borið fram í hans garð út af gerðardóms- ákvæðum álsamningsins. Fór ráðherra mjög halloka fyrir Ólafi í þessari viðureign, enda ljóður á hans ráði. Jónas Rafnar tók einu sinni til máls og fann að því, að und- irrituð hefðu verið mótmælí gegn álfrumvarpinu, hér í Norð urlandskjördæmi eystra. □ ÍBÚÐARHÚSIÐ í MIDDAL BRANN Karlakór Akureyrar syngur um helgina STJÓRN Karlakórs Akureyrar gaf blaðamönnum kost á, að hlusta á nokkur lög á æfingu sl. mánudag. En kórinn ætlar nú að halda samsöngva, fyrst í Nýja bíó á laugardaginn, kl. 3 e. h. og í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn kl. 4 e. h. og að kveldi sama dags kl. 8.30. Söngskráin verður að þessu sinni óvenju fjölbreytt, og nokkur hluti hennar hefur ekki áður verið kynntur héi'. Má þar á meðal nefna tvö lög eftir Jó- hann Ó. Haraldsson tónskáld, en þau verða frumflutt. Talsverðar breytingar hafa orðið á starfsemi kórsins að und anförnu. Áskell Jónsson, sem verið hefur söngstjóri um árabil og átt hefur hvað mestan þátt í mótun kórsins, lét af stjóm á sl. hausti. Við söngstjórninni tók Guðmundur Jóhannsson, og hef ur hann æft kórinn í vetur af miklum dugnaði. Þá hefur frk. Ingibjörg Steingrímsdóttir kennt einstökum meðlimum kórs- ins raddbeitingu um tíma og verið leiðbeinandi á æfingum. Undirleikari er Kristinn Gests- son kennari við Tónlistarskól- ann. Tveir nýir einsöngvarar koma nú fram með kórnum, þeir Ingvi R. Jóhannsson og Þor (Framhald á blaðsíðu 5). LAUST eftir hádegi á mánudag inn, 2. maí, brann íbúðarhúsið í Miðdal í Svartárdal í Lýtings- staðahreppi til grunna. Þar búa hjónin Oskar Eiríksson, frá Ak- ureyri og Sigríður Árnadóttir frá Þverá í Öngulstaðahreppi, ásamt tveim börnum sínum. Miðdalur er nýbýli frá Svartár- dal og íbúðarhúsið nýlega byggb einnar hæðar timburhús. Erfitt var um slökkvistarf, bæði vegna lítils vatns og illra vega í nágrenninu, sem torveld- aði skjóta hjálp. Einhverju af innbúi var bjargað úr eldinum. Tjón þessa landnámsfóiks í Mið dal er mikið og tilfinn- anlegt, þótt eigi grandað'i eldur- inn fólki. □ LOFTLEIÐAHÓTELIÐ VÍGT HINN 1. maí var hið nýja hótel Loftleiða í Reykjavík formlega tekið í notkun. Það stendur á Reykjavíkurflugvelli, hefur 108 .gestaherbergi, getur hýst 216 manns og liefur margskonar þægindi, er vönduð gistihús ein hafa. Stærð hótelsins er 25.500 rúmmetrar. Fastráðið starfsfólk er um 100 manns. Hótelstjóri er Þorvaldur Guðmundsson. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.