Dagur - 04.05.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1966, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Bergmál aS sunnan ÍSLENDINGUR er íálesið blað, þó miðað sé við fólksfjölda hér á Norð- urlandi, og leggur ekki margt til þjóð mála. Samt cru skrif blaðsins um þessi mál býsna athyglisvert fyrir- brigði. Þau eru sérkennilegt berg- mál framandi radda — reykvískra radda, sunnan rir Morgunblaðshöll- inni miklu við AuSturstræti. Þar um slóðir láta þessar raddir kunnuglega í eyrum og hjá sumum ljúflega. En hér í norðlenzkum byggðum finna þessar bergmálsraddir að sunnan, minni hljómgrunn, sem vænta má. Ein slík bergmálsrödd talar til manna um það, að ekki megi reka „lneppapólitík“. En á máli Austur- strætis heitir það „hreppapólitík“ þegar fólk hér norður í landi vill ekki láta lækka fjárframlög til vega, hafna, skóla og annarra opinberra framkvæmda í þessum landshluta. Það er t. d. „lireppapólitík“ í sumra augum, að vilja fá nýja dráttarbraut og stálskipasmíði hér nyrðra, í stað þess að koma þessu öllu fyrir syðra og efla það, sem þar er fyrir. Það var á sínum tíma argasta „hreppapólitík“ í augum Mbl.manna að beita sér fyr- ir menntaskóla á Akureyri, og það er samskonar „hreppapólitík“ að vilja stofna hér tækniskóla. Til að koma í veg fyrir svona „hreppapóli- tík“ vinnur ríkisstjórnin nú að því að draga völd úr höndum Alþingis, þar sem fulltrúar kjördæmanna eiga sæti, og stofna reykvískt „rentu- kammer" skipaðra embættismanna og ráðgjafa, sem fara með þessi völd. „Hreppapólitík" eins og þá, sem bæj- arstjórn Akureyrar gerði sig seka um, þegar hún vildi fá iðjuver við Eyja- fjörð og stórvirkjun á Norðurlandi, á að kveða niður, og bergmálsröddin hér á að hjálpa til þess. Það er líka „hreppapólitík" að vilja stöðva fólks- strauminn suður. Önnur bergmálsrödd varar við því að vera „gamaldags“. Er það þá svo, að fólk sé „gamaldags“ hér á Norður- landi? Ber framfara- og framkvæmda viðleitni hér vott um það — eða norð lenzk heimili? Þessi rödd rneinar það, að hér og víða annarsstaðar séu of margir tregir til að veita stóratvinnu- lyrirtækjum útlendinga rétt til at- vinnureksturs hér á landi og efla áhrif erlends fjármagns. Það er þetta, sem hún kallar „gamaldags". En var það ekki eimnitt liinn „gamli“ siður fyrr á tímum, að út- lendingar rækju verzlunina, veiddu fiskinn á íslandsmiðum og ættu jafn vel drjúgan hluta af jörðum lands- ins? Er það ekki þetta „gamaldags“- tyrirkomulag, sem rnargir óttast nú. (Framhald á blaðsíðu 7.) FYLKJUM LIÐ! T!L LÁNDVARNA Ræða KETILS INDRIÐASONAR á Fjalli flutt á Aloirej Áheyrendur! ÍSLENZKIR menn og óíslenzk- ir ef einhverjir eru hér. Það verður sem varir, og svo það sem ekki varir. Ekki óraði mig fyrir því fyrir fám dögum að ég mundi standa hér. Flytja í senn varnaðar- og hvatningarorð. Ástæðan til þess felst í áv-arpi mínu. Flokkaskipting okkar hefir lengi verið giftulítil. Nú er hún orðin þjóðarvoði og vitleysa. En það er léttara um að tala en úr að bæta eins og komið er, en lífsnauðsyn engu að síður. íslendingar verða að ná sam- stöðu gegn þeim fjölmenna flokki sem hefir mist sjónar á íslandi þ. e. a. s. sem föður- og móðurlandi. Sá flokkur er nafn- laus, en á ítök meðal allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn myndar þó meginkjarna hans. Við getum nefnt hann Blind- ingja, þó það sé ekki að öllu réttnefni, því þessir menn hafa afar skarpa sjón á dýrð og mikil leik þess sem útlent er og mjög næm þeffæri. Peningalykt er þeim opinberun guðsríkis hér á jörðu, hvað sem við hana loðir. Stjórn landsins er í höndum Blindingja. Henni fylgir megin- þorri þeirra manna er við höf- um hossað hæst, fengið dýpstu hægindastólana, völdin yfir fjár mununum, réttinn til að segja hvernig við skulum sitja og standa. Þessir menn eru sam- taka og þeim hefir tekizt að skapa þá trú meðal fjölda þeirra sem einu sinni hafa kosið þá að þeim beri skylda til að gera það alltaf, annars fari allt úr reip- unum. Andstæðingarnir hafi aldrei kunnað að standa saman stund- inni lengur. Þeir geti vissulega gilt úr flokki talað. Þeir hafa aldrei staðið upp frá því veizlu- borði er þeir hafa setið við, fyrr en þeim hefir verið fleygt á dyr. Skilja líklega ekki að nökkrir setji annað ofar, láti stefnumál valda skilnaði, meti skoðanir og sannfæringu meira en embætt- in, þó ekki verði fyrir það synj- að að fleira geti valdið. Deilu- girni a sinn þatt og enn greinir íslendinga-flokkinn á um það hversu snúast skuli gegn að- steðjandi voða, augljósri ógn við fjárhagslegt sjálfstæði og réttar far, mæta sameiginlegri sókn út lendinga og Blindingja. Fyrir hálfu þriðja ári orkti ég kvæði í tilefni hálfrar aldar afmælis Héraðssambands Þing- eyinga. Þa voru blikur á lofti og margt illt í aðsigi, það sem nú er fram komið, sumt enn verra en ég hugði þá. Svo hraðfara hefir þróunin verið til ófarnað- arins. Ég ber saman það sem var og er og segi: Þá var í landi lifandi andi um lög og rétt. Ásælnin kalda á undan haldi og illa sett. Þá var stofnað til stórvirkja þeirra er stækka okkur enn. Dáðrakkur hópur drengja gerðust þá dugandi menn. Austur og vestur er ýmist tog- að í allsnægta búr. Allir félagar allir vinir en enginn trúr. Fjárhyggjan stórblinda flettir oss vopnum og flekar í senn. Fjöldi valdsmanna fremur þrælar en frjálsir menn. ri 1. raaí 1966 Vantreysta sér og vantreysta þjóðinni viðreisn er gleymd. Búa í hendui' vor biksvarta spillingu botnlausa eymd. Albúnir þess að eyða og fram- selja ættarjörð. Utlendum fjárhundum etja af kappi á íslenzka hjörð. Ég segi í kvæðinu — austur og vestur er ýmist togað —. Nú þótt mér sé vestrið hugþekkara í þeim skilningi sem hér er lagð ur í orðin er háskinn af því mun meiri eins og nú horfir. Sá er sér fellibyl æða að sér hvirfla öllu upp og brjóta niður, hlýtur að leita sér ráðs og bjargar frá lionum, þótt hann sjái annan engu vægri úti í fjarðarmynni, svo dæmi sé tekið héðan sem við stöndum nú. Við erum nú þegar að sogast inn í hvirfilbyl vestrænna loftstrauma vægðar- og blygðunarlítilla stjórnmála, og starblindra og siðferðislausra fjármála. Vinir og verndarar að verða óvinunum hættulegri. Sannanir þessar liggja núorðið hverjum manni í augum uppi. Vesturveldin verja okkur fyrir austrænu ofbeldi. En til hvers? Til að etá okkur? Krafa Banda- ríkjamanna um 100 ára hersetu rétt er upphaf þess máls. í kjöl- far þess óteljandi atvik sem sýna skilnings- og hirðuleysi um aðstöðu okkar. Ágengni í ýmsum myndum. Hvalfjarðar- málið er þar kunnast síðastliðið ár. Lítilsvii'ðing á íslenzku þjóð erni og loks bein fjörráð við það með aukningu og eflingu sjón- varpsins í Keflavík. Það mun vandfundið skýrara tákn, skjótra áhrifa þess en bænir 14.000 frelsisæpandi Reykvík- inga um að fá að halda snuði sínu. Árangur af 4—5 ára glápi. Hvað mun síðar? Hvort skyldu tilfinningar barna þessara manna verða hlýrri í garð ís- lands eða U.S.A. þegar þau ganga að kjörborði eftir 10—20 ár? Hvernig málfarið, breytni og háttsemi? Vonandi raknar nokkur hluti þeirra við, en stóra fylgifiska- sveit fá Blindingjarnir á þetta agn og þeir hafa mörg fleiri, sum með tálbeitu. Fé Blindingja stendur víða fótum, hér norður á Akureyri gerist kunnur menntamaður til að verja ósóm ann. Kastar köpuryrðum til þeirra sem standa við þjóðeyð- ingarbálið syðra og vara við hættunni. Skýrasta vitnisburð- inn um árabil að stúdentar Há- skóla íslands séu íslandingar. Álmálið er vaxið frá svipaðri rót og önnur ágengni frænd- þjóða okkar á vesturlöndum. Þar er seilst til náttúruauðæva landsins með þeim fruntahætti, að úr hófi keyrir. Hvers vegna? Sjáanlega og auðskiljanlega vegna þess hve slælega hefir verið varizt ágengni útlendinga allt frá síðustu heimsstyrjöld. Alþingismennirnir sem nú eru að afhenda Þjórsárrafmagn ákveðnu lágmarksverði áður en þeir vita nokkuð hvað það kost- ar eru engir viðvaningar í af- sláttarsamningum. Landhelgis- málið. Hvalfjarðarmálið. Sjón- varpsmálið, liggja öll að baki og sýna hæfni þeirra. Þeir taka það líka heldur óstrnnt upp ef að er fundið. Minnimáttarkennd úrtölumanna þykir þeim bros- leg. Alþýðuflokksdeild Blind- ingjanna lætur sér nægja fyrir- heit Álfélagsins að það muni ekki ganga í Vinnuveitendafél. íslands. Það virðist svo að þeir kumpánar telji það jafngilda al- geru afskiptaleysi um atvinnu- mál, kaupgjalds- og stjórnmál. Hvílík víðsýni og framsýni! Vel má vera og enda sennilegt, að þeir menn er ganga í þjónustu félagsins og sýna því fulla auð- sveipni eigi von góðrar umbun- ar, en það er barnalegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að hugsa að milljarðafyrirtæki láti það afskiptalaust hverjir fara með völd í stéttasamtökum eða bæjarstjórnum næstu kaup staða, ríkisstjórn. Þeir vilja Ketiil Indriðason. hafa sitt á þurru, álmenn, og þeir kunna til verka sinna. Sjálfsagt margan þorskinn dreg ið. Hvenær skyldu t. d. ákvæð- in um íslenzka lögsögu í ágrein ingsmálum hafa breytzt í út- lenda? Sennilega ekki fyrr en á síðustu stundu, þegar allt ann- að var orðið fellt og slétt. Jó- hanni þá ekki fundizt hægt að láta standa á svona litlu atriði. Stungið höfðinu í möskvann. Álar talið þetta skemmtilegra. Það yrði ekki hert að, nema þá í ýtrustu neyð. Blindingjarnir ekki gætt þess að þess eru eng- in dæmi meðal hvítra manna, að ríkisstjórn fullvalda þjóðar semji þann rétt af sér í skiptum við erlent félag, hvað þá inn- lent. Að útlendir dómstólar skuli fjalla um ágreiningsmál. Borið er fram af hálfu hina er- lendu ágangsmanna og þjóna þeirra hérlendis að á þetta muni lítt reyna, það sé svo dýrt. Einfeldningar meðal blind ingja kyngja þessu sennilega eins og öðru. íslendingar mundu skella upp úr, ef smán- in væri ekki jafn bitur og hún er. Sviss aluminiumfélagið, grein eða hluti heimssamtaka í þessum efnum ætti að setja kostnað af málskoti til erlends gerðardóms fyrir sig! Ríkis- stjórn fslands kynni að hafa ástæðu til þess. Til er saga af ungum verzlun- armanni, er seldi varning sinn lægra verði en hann hafði keypt. Menn undruðust og spurðu hverju þetta sætti. Hann svaraði því til að gróðinn kæmi ef viðskiptin yrðu nógu mikil. Hvort honum varð að trú sinni veit ég ekki, en svo er að sjá að Blindingjar okkar hafi tileinkað sér þessa verzlunarfræði. Eingum óvitlausum manni kemur til hugar að kostnaðar- áætlun Þjórsárvirkjunar stand- ist og hægt verði að selja kw- stundina fyrir 10,75 að skað- lausu og það allt að einu þó öll varnaðarorð sunnlenzka bónd- ans sem ritað hefir um ísreka hættuna í Þjórsá séu staðlausir stafir, og norskur verkfræðing- ur með sína gerviá hafi rétt fyr- ir sér. Það er því hætt við að gróðinn af útflutningnum skarð- ist óþyrmilega, og hann gufar allur upp í raun réttri verði það raimagn dýrara en Þjórsárraf- magn sem næst verður sótt í stærri vötnin. Hverjir hafa svo ráðið þessum viðskiptum? Hver er réttur þeirra er sömdu? Hverjir leiðbeinendur og ráð- gjafar? Örðugt mun um fulln- aðarsvör, en nafn Jóhanns Haf- steins hlýtur þó að bera einna fyrst á góma. Hann þekkið þið og við, Akureyring að fæð-. ingu, Þingeying að uppeldi, Stórvíking fyrir löngu. Fyrstur negldi hann stjórnina, þing- menn hennar og flokksnefnur með undirskrift sinni. Óblessun mun fylgja nafni hans í aldir fram. Bjarna Benediktsson verð ur að nefna og ábyrgð hans er þeim mun þyngri en Jóhanns, sem hann er valdameiri, óbland aður að þjóðerni og sonur Bene dikts Sveinssonar sjálfstæðis- mannsins frá uppkastsárunum. Vonandi verður hvorugur þess- ara manna ellidauður í embætt um sínum og sennilegt að Ál- félagið sjái sóma sinn í því að kosta útför þeirra, setji þeim minnisvarða og verðuga graf- skrift, gæti þess að sú áletrun verði á þeirri tungu er gengur í Sviss, eða annan-i sem synir og afkomendur Emanúels ál- fursta skilja, svo þeir tefjist ekki um of eða fari leiðavillt þegar þeir koma hingað í skattheimtu- ferðum og vilja votta minningu þessara seggja virð.ingu sína og þakklæti og mæla fram viðeig- andi bænir. Um réttinn til samninganna er vonandi að íslenzkir dóm- stólar fjalli auk almenningsálits ins áður en þeim eða öðrum Blindingjum tekst að selja sjó og land, ekki fet fyrir fet, heldur tugi fermílna og heilar sveitir. Ráðgjafar vitum við að eru margir og snjallir. í vitund al- mennings mun nöfn Jóhannesar Nordal og Jónasar Haraldz bera hæst. Betur að báðir hefðu num ið fræði sín í Ghana eða Venezuela, starfað á þeim breidd argráðum og neytt þar hæfi- leika sinna í bankamálum og áætlunargerðum. — o — Það er sannanlegt að af mörgu illu sem þessi óstjórn okkar hef ur gert eru álsamningarnir verstir, óafsakanlegastir. Ég er lítils megnugur, ekki svo bæn- lieitur maður að ég geri mér von um að orðsending, sem ég sendi til Sjálfstæðisflokksþing- manna beri mikinn árangur. Veit enda ekki enn hvort nokk- urt blað fæst til að birta hana. Ég er að hugsa um að lofa ykk- ur að heyra bænina. Hún er svona: Magnið verðbólguna. Látið dýrtíðina geisa. Hossið og hampið bröskurunum. Hóið landsfólkinu suður. Eyðið byggð ina. Kúgið okkur bændurna. Hækkið stofnlánadeildartillagið um helming — meira síðar. Þjarmið að samvinnufélögun- um. Lækkið afurðalánin til muna. Hækkið vextina. Frystið % sparifjárins. Fjölgið ráðherr- um um helming. Sendiherrum, nei Ambassadorum að sama skapi. Standið tryggan vörð um frelsi sjónvarpseigenda, en sam þykkið ekki álsamningana upp á ykkar einsdæmi. Hér lýkur tilvitnuninni. Það mun öllum ljóst að það er sá reginmunur á upptalning- unni að framan og álmálinu, að úr glappaskotunum sem í þeim felast má bæta, þó stórvandræði hafi hlotizt af mörgum þeirra. Þar eigum við um við sjálfa okkur. — Öðru máli gegnir um álmálið og það er þeim mun verra öðrum utanríkismálavið- skiptum að hér er við stórgróða fyrirtæki að eiga, sem teygir rætur sínar um víða veröld en ekki réttarríki. Hersetusamning arnir voru miðaðir við öryggi landsins, en ekki fjárgróða út- lendinga. Vernd þeirra að vísu jafnhliða okkar og eru uppsegj- anlegir með litlum fvrirvara. Landhelgissamnirjgurinn ill- ræmdi, er þessi stjórn gerði hef ir með fullum rétti verið talinn nauðasamningur. Umhyggjan fyrir lífi sjómanna, várðskipa- manna m. k. höfð á orði. íhalds- stjórnin brezka sem beitti okk- ur þá þrælatökum ér fallin. Hugsanlegt áð sannsýnni stjórn hafi nú tekið við. Sjónvarps- málið sýnir tvennt; bónþægni og greiðvikni, flónskU stjórnar- valda okkar öðru fremur. Það er viðurkennt, en jafnfram því purkunarleysi herstjórnar Bandaríkjamanna þeirri ágengni má hrinda við endur- _ skoðun varnarsamninganna. í álmálinu er það hins vegar gróðahyggjan ein berstrípuð sem veður uppi og upptökin ekki utan heldur innan frá. — „Án er ills gengis nema heiman hafi“. Því er hér það ill til að láta hart mæta hörðu þeg- ar í stað, áður en erkióvinurinn —- Svissneska álfélagið — raun- ar allra þjóða og landa kvikindi, nær því áð hreiðra um sig á ís- lenzkri jörð. Alþingismönnum íslendinga ber tvímælalaust að kynna stjórninni og álfélaginu að þeir véfengi lögmæti samningsms, muni hann að engu hafa og halda komist þeir til valda og því síður hlíta erlendum gerð- ardómi. Eigi að beita okkur þrælatökum þessa vegna fjár- hagslega, höfum við góða leiki á borði í uppsagnarréttindum varnai’sáttmálans. Enginn þing- maður Framsóknarflokksins eða Alþýðubandalagsins ætti að stíga inn fyrir dyr Alþingishúss- ins eftir þau málalok er nú blasa við. Dæmalausar aðfarir krefjast mótleiks við hæfi. Ég hefi senn lokið máli mínu. Eins er þó ógetið, hins máttugasta vopns þjóðarinar, gegn ofbeldis öflunum. Innlendum blindingj- um, erlendum sölsurum. Það er í höndum ykkar sem hér stand- ið, verkamanna, sjómanna öll- um öðrum fremur. Skrifstofu- manna, iðnaðarmanna og kenn- ara, okkar bænda því miður öðrum minna, á annan hátt en fjárhagslegra stuðningsmanna. Alþjóðarverkfall stendur engin ríkisstjórn til lengdar og þessi stjórn okkar svo vanburða sem hún er aðeins fáa daga og hún skilur það líka, þó hún skilji fátt. Það sýndu viðbrögð hennar í sumar þegar síldveiðiflotinn sigldi af miðunum. Nú hafið þið eða eruð að segja upp kaup- og kjarasamningum þúsundum saman. Það undrar engan eftir allar aðfarir sl. árs og loks endahnútinn fárra daga gamlan, En til hvers leiðir upp sögn og nýir samningar? Ég fæ ekki betur séð en þið hafið verið prettaðir og hlunnfarnir ár eftir ár. Ávallt gengið með greiparn- ar fullar af mold og ösku frá samningaborðinu, fáeinar krón- ur og aurar, sem óðar hafa ver- ið teknar aftur. Við bændurnir orðið fyrir hinu sama, álita- mál hvorir eru verr leiknir. Er ekki tímabært að breyta til? Hugsa sér einu sinni verkfall vegna þjóðarinnar allrar, þegar að því kemur að Svissar hefji framkvæmdir í Straumsvík. — o — Komi kal, grasbrestur, ógæft- ir, afla- og sölutregða, óáran til lands og sjávar. Það er allt bæri legt ár og ár og þó fleiri fari saman. En stjórnarfar það, sem við höfum búið við og fer sí- versnandi snýr góðæri í illæri og leikur sér að fjöreggi þjóðar- innar eins og tröll, er óþolandi og afleiðingar þess um alla fram tíð ófyrirsjáanlegar og á eina og sömu leið. Því er það brýnni nauðsyn en allt annað að sam- starf megi hefjast með þeim er gera sér þetta Ijóst hvar í flokki sem þeir standa, allra sem hugsa um eitthvað annað og meira en um munn sinn og maga þ. e. a. s. launa- og stöðuhækkun eða önn ur þægindi. En því miður mun þeim fjölga jafnframt bættum kjörum. Það er okkar ólán. Þjóðarógæfa. Hér verða minni- hlutaflokkarnir á Alþingi að ríða á vaðið. Hætta hnotabiti og deilum um ágreiningsmál. Brigzlum um gamlar yfirsjónir. Ræða hitt sem samstaða getur fengizt um og semja sameigin- lega stefnuskrá um þau efni. Kynna hana og vinna að fram- kvæmd hennar þetta ár og hið næsta fram að kosningum. Þetta er eina von íslenzks málstaðar; veik en ekki sterk því auðmagni Sjálfstæðisflokksins verður beitt með tvíelfdum krafti. Og hverj- um kemur til hugar að Álfélagið Svissneska verði þar hlutlaust? Það kemst þokkalega aukinn skriður á skútu Bjarna þegar Svissar fara að stinga á. Vinni Sjálfstæðisflokkurinn næsta vor og tryggi sér völdin til 1971 verð ur barátta íslendinga enn örð- ugri. Álar sitja ekki auðum höndum. Næsta fórnin Jökulsá og Dettifoss. Það agn kryddað sérstaklega handa okkur hér norður frá. Útlendingum síðan seldir % hlutar rafmagnsins með gj afverði. Ekki eru líkur til að betur horfi fyrir íslend- ingum 1975. Þá verður farið að gæta áhrifanna af sjónvarpi Ameríkumanna meðal yngstu kjósenda Stór-Reykjavíkur. Margar hálfeyddar sveitir austan- og vestanlands aleyddar og þunnskipaðra í öllum hinum, bæði þar og hér. Sennilegt að bændatalan verði komin í 4 þús- und og nokkur smærri kauptún að veslast upp. Öll hin stærri á sömu leið. Stöku sjávarþorp horfið. Inn verða komnar ótald- ar þúsundir útlendin^a. Barátt- an við álfélagið og Sjálfstæðis- flokkinn er um líf og dauða fs- lands. Smæð þjóðarinnar og auð ævi landsins hafa vakið athygli fégráðugra hákarla heimsvið- skiptahafsins og þegar komið er til þeirra og þeir beðnir að gera svo vel að taka til sín, hvað er eðlilegra og auðskildara en þeir geri það. Hitt er torskildara að til skuli vera slíkir þjóðarníð- ingar. Ekki fáir, heldur mai'gir, heilir hópar, sem vilja hjálpa til — og allt vegna föðurlands- ins. — Vitaskuld. Á eftir koma svo menn eins og Björn og Jón og hrópa. Ég er með, þó ég hafi verið með látalæti, lof mér að vera með, og ég blygðast mín vegna slíkra flokksmanna. Sár- ast var þó að heyra uppgjafar- oi'ð Ólafs Jóhannessonar alþing ismanns í Tímanum 26. þ. m. eftir að færðar hafa verið sönn- um á greymennsku Jóhanns Hafstein gagnvai't honum. „Við“ þ. e. Framsóknarmenn „teljum okkur hafa gert skyldu okkar með því að vara við. Vera má að framkvæmd þessa samnings fari þrátt fyrir allt betur úr hendi, en við höfum trú á.“ Hann trúir ekki og aðrir Framsóknarmenn trúa ekki að þeir fari vel úr hendi, en hann þvær hendur sínar eins og skrifstofubrúða. Blóðugir hnúar eru honum ekki að skapi, þess er ekki von. Mér er það ekki heldur og fæstum íslendingum, en það er til þess að afstýra því sem er verra og meira en hrufl- ur á höndum, sem það gildir nú að setja hart á móti hörðu. Hnef ann í borðið. — Lýsa ólögmæti allra samninganna. — Freista alls til að hnekkja þeim. — Hindra landgöngu Svissa, þegar þeir koma með sitt hafurtask. Dæmin frá Suður-Ameríku og Afríku, er nú gerast árlega, dag lega, eru vitnisburður þess sem gerist fyrr eða síðar, þar sem erlendir stórbokkar hafa sölsað undir sig náttúruauðlegðipa. Þar sitja gammarnir fastari og kippa sér ekki mikið upp við það þó blóðþef eða púðurreyk bregði fyrir. Hlutskipti þeirra sem látið hafa lönd sín, fé og frelsi þar, bíður okkar, ef við sameinumst ekki til varnar. Fellum Sj álfstæðisflokkinn frá völdum við næstu kosningar og brjótum þrældómshlekki ál- félagsins áður en þeir verða logsoðnir á okkur, Fjalli 28. apríl 1986. Ketill Indriðason. Magnús á Rjörgum sjötugur MAGNÚS SIGURÐSSON, bóndi á Björgum í Hörgárdal, er sjötugur í dag. Kona hans er Lára Guðmundsdóttir frá Þrí- hyrningi. Þau hjón hófu búskap fyrir rúmum 40 árum á hjáleigu frá Möðruvöllum, Björgum. Nú er þar stórbýli, þekkt að myndar- skap. Þar býr nú einnig tengda- sonur þeirra, Björn Gestsson. Magnús hefur um fjölda ára verið verkstjóri við vegagerð, svo sem á Lágheiði, á Hólsfjöll- um og Suður-Múlasýslu. Magnús er í senn hygginn bóndi og hagsýnn framfaramað- ur, enda mikið dagsverk að baki. Dagur sendir honum og heim ili hans beztu árnaðaróskir. □ - Karlakór Akureyrar (Framhald af blaðsíðu 1) valdur Halldórssón, hinn vin- sæli söngvari með Hljómsveit Ingimars Eydal. En alls syngja með kórnum 8 einsöngvarar. Karlakór Akureyrar hefur lengi æft og kappsamlega undir þessar söngskemmtanir, og virð ist nú hvort tveggja í senn, styrkur og mjúkur og líklegur til að veita mörgum yndisstund- ir nú um helgina. Stjórn kórsins skipa: Jónas Jónsson formaður, Árni Böðvars son ritari, Steingrímur Eggerts- son gjaldkeri, Ingvi Rafn Jóhannsson varaformaður og Hreiðar Aðalsteinsson með- stjórnandi. □ Jón Rögnvaldsson kjörinn heið- ursfélagi Garðyrkjufélags íslands ÞANN 12. apríl kjöri stjórn sínum tíma, fyrir hönd GarS- Garðyrkjufélags íslands Jón yrkjufélags íslands, fram tillög- Rögnvaldsson sem heiðursfélaga ur um stofnun grasagarðsins í fyrir frábær störf á sviði garð- Reykjavík. Einnig hefur Jón yrkju. Jón Rögnvaldsson fædd- ist 18. júní 1895, lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri 1916, fór til Kanada 1919, dvaldi þar í 5 ár við nám í garðyrkju og skóg- rækt og lauk prófi þar fyrstur manna héðan að heiman. Eftir heimkomuna stundaði Jón bú- skap og garðrækt í Fífilgerði og gerði garðinn frægan. Voru þarna ræktaðar og reyndar fjöl- margar tegundir erlendra skrautplantna. Hafa margir feng ið plöntur frá Jóni víða um land. í Fífilgerði var lengi rækt- að fjölbreyttasta safn íslenzkra jurta, sem til var á landínu. Árið 1938 keyptu þeir bræðurn- ir Jón og Kristján garðyrkju- stöðina Flóru á Akureyri og ráku hana í 15 ár, ásamt bú- skapnum í Fífilgerði. Jón hefur skipulagt marga skrúðgarða á Akureyri og í nærsveitum. unnið mikið að skógrækt og Hann ritaði bókina „Skrúð- skógræktarmálum og er heiðurs garðar“, sem aðallega fjallar um félagi Skógræktarfélags Eyfirð- undirbúning og skipulag garða. inga. Garðyrkjuráðunautur Ak- 1. útgáfa 1937, 2. útgáfa 1953. ureyrar var hann í allmörg ár, Þegar frú Margarethe Schiöth en lét af því starfi er hann varð lét af stjórn Lystigarðsins á sjötugur 18. júní 1965. Jón Rögn Akureyri tók Jón við og hefur valdsson er enn fullur áhuga og annazt garðinn í 13 ár og m. a. kvikur, sem ungur maður. Sl. komið upp merkilegri deild í's- sumar sá undirritaður hann á lenzkra jurta, þ. e. fyrsta grasa- spretti milli garða, að segja fyr- garði á landinu árið 1957 og ir, athuga jurtir, mæla tré o. s. fluttar í hann, sem stofngróðúr, frv. Hann var líka að byggja sér jurtir frá Fífilgerði. Kristján hús á brekkubrúninni framan bróðir Jóns, er hans önnur hönd við Menntaskólann, á einhverj- í garðyrkjunni og brá sér t. d. um fegursta stað á Akureyri. til Grænlands að safna jurtum í grasagarðinn. Jón lagði og á Ingólfur Davíðsson. - VINABÆRINN VESTURÁS (Framhald af blaðsíðu 8). um við hverja vísu. Hér eru á hér ágætrar fyrirgreiðslu Birgis sveimi andar fortíðar. Grip, formanns fræðsluráðs og Meira þyrfti að gera til að fulltrúa'landshöfðingja. Höfum koma á lifandi sambandi við við skoðað hér skóla og aðrar Vásterás. Hér vita menn al- menningarstofnanir, en komum mennt lítið um ísland. Heim- hingað frá Gautaborg. sóknir menntaskólanna var lið- í dag skoðuðum við tóm- ur í þeirri viðleitni. Sömuleiðis stundaheimili bæjarins í fylgd æskulýðsmót vinabæjanna. Vina með æskulýðsfulltrúanum Arne bæjarmótið á Akureyri í sumar Lööf. Hér er reist tómstunda- ætti að stuðla að því. heimili í öllum bæjarhlutum og Hér eru að útskrifast stúdent- ekkert til sparað, að gera þau ar þessa daga. Fylgir þeirri at- sem bezt úr garði. höfn mikill glaumur og gleði. Síðastliðinn sunnudag kom- Fyrst ganga stúdentarnir blóm- um við til Uppsala hins forna um þaktir syngjandi í skrúð- háskólabæjar, en þangað eru göngu um götur bæjarins með 70 km. Þar setja svip sinn á hljómsveit í fararbroddi. Fjöldi borgina hinar merku byggingar, fólks fylgist með og tekur þátt Dómkirkjan, Háskólinn, kon- í gleði unga fólksins. Á eftir er ungshöllin og háskólabókasafn- ekið um bæinn í opnum bílum ið. allavega skreyttum. Uppsalir er sögulegur staður, í dag er hlýjasti dagur sum- fornt konungssetur. Gamli bær- arsins, 15 stiga hiti og sólskin. inn minnir á fornkonungana Vonast er eftir að vorið hadi með sínum voldugu minningar- haldið innreið sína og bæti upp haugum. Þar er safn gamalla kaldan vetur. húsa og eru sum þeirra kennd Nýlega var samþykkt í ríkis- við hin gömlu goð. þingi Svía að auka framlag til Við drukkum kaffi í Óðins- sjónvarpsins, svo að dagskrár borg — gömlu safnhúsi. Þar eru verði tvær, svo að fólk geti valið erindi úr Hávamálum skráð allt milli þeirra. í kringum eina stofuna uppi, en Ég læt hér Iokið þessu sundur erindi úr Friðþjófssögu eru lausa rabbi, sem hripað er niður skráð niðri, ásámt stórum mynd í flaustri. E. Sig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.