Dagur - 10.05.1966, Page 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
EINSTÆÐUR FERILL
FYRIR þrem árum bað ríkisstjórn-
in þjóðina að bíða enn um stund,
því enn væri ekki útséð um glírnu
hennar við dýrtíðardrauginn, enda
væri, eins og Ólafur heitinn Thors
sagði, öll „viðreisnin“ unnin fyrir
gýg, ef sá draugur væri ekki kveðinn
niður. Þetta var fyrir síðustu alþingis
kosningar. Nú standa kosningar fyrir
dyruný ekki alþingiskosningar, held-
ur bæjar- og sveitarstjornaikosning-
ar og er þá eitt og annað dregið fram
í dagsljósið, enda eðlilegt, a. m. k.
þar sein hinir pólitísku flokkar
standa að kosningunum. Allir vita
hvernig stjómin befur notað hinn
umbeðna frest sinn í þessu máli. Síð-
asta afrek hennar var að hækka srnjör
líki og fisk um 40-80% og margar
aðrar vörutegundir svo verulega
munar. Auðvitað fara þessar veið-
hækkanir allar inn í verðlagið, en að-
eins hfuti af þeim kernur fram í
hækkuðu kaupi síðar. Loks nú, hafa
ýrnsir ábyrgir stjórnarsinnar opinber
fega viðurkennt ósigurinn við dýrtíð-
ardrauginn og þar með, samkvæmt
kenningu fyrrv. forsætisraðherra Ó.
Th., er öll „viðreisnin" unnin fyrir
gýg, enda segja afleiðingarnar til sín,
ekki aðeins í öllu efnahagskerfi þjóð-
arinnar lieldur líka, og alveg seistak-
lega í kaupgjaldsmálunum. Verka-
lýðsfélögin hafa nú flest sagt upp
samningum og búa sig undir átök
um miklar breytingar á kaupi og
kjörum. Forvígismenn þeirra stað-
hæfa, og meðal þeirra margir kunnir
stjórnarstuðningsmenn, að ríkis-
stjórnin hafi herfilega brugðizt lof-
orðum sínum, sem var undirstaða
júnísamninganna, en þeir eru vegna
vanefndanna nú orðnir óraunhæfir.
Ríkisbúskapurinn hefur verið með
þeim hætti, að ríkissjóður gat ekki
hlaupið undir bagga með útgerðinni
og veitt henni 80—100 millj. kr. að-
stoð nema taka þessa upphæð af
„matarpeningum" fólksins, þ. e.
hætta niðurgreiðslum á vissum teg-
undum neyzluvara með þeim afleið-
ingum, sem að framan getur. En að-
stoðarþörfin við útgerðina segir
einnig sína sögu um það, hvernig
verðbólgan hefur leikið þennan at-
vinnuveg í mesta aflagóðæri, sem um
getur í sögunni. Formælendur ann-
arra atvinnugreina hafa margir svip-
aða sögu að segja, jafnvel gistihúsa-
eigendur, sem ræddu sin mál a Akur-
eyri um helgina, kvaðu ísland orðið
eitt dvrasta ferðamannaland í heimi
vegna óðaverðbólgunnar. Afleiðing
þess myndi verða sii, að sá áfangi,
sem náðst hefur í því að beina
nokkrum ferðamannastraum til ís-
lands, yrði að engu gerður.
(Framhald á blaðsíðu 7.)
stund og stað, barnslega einlæg- Og brjóst mitt ákaft bærðist
í bæn og þakkargj örð.
SEINDÓR STEINDÓRSSON
menntaskólakennari, ritstjóri
„Heima er bezt“, skrifar þar
stuttar forystugreinar. Flestar
eru greinar þessar góðar, sumar
ágætar, enda þótt stundum lýti
þær nokkuð í lestri tilhneiging
höf. til að þvengríða persónu-
fornafninu „vér“ í öllum föllum.
En slíkt er að vísu smekksatriði
og smámunir einir.
„Heima er bezt“ er þjóðlegt
heimilisrit fyrir eldri og yngri,
alls ópólitískt. Samkvæmt því
hefur ritstjórinn eigi tekið af-
stöðu til þjóðmála eða við-
kvæmra deilumála í forgreinum
sínum — og þó eigi brostið boð-
legt efni. En nú bregður svo við
í marz-hefti ritsins, að hann vind
ur sér í ham hins pólitíska áróð
ursmanns. Og fyrir hverju hef-
ur hann uppi áróður? Fyrir hinu
ameríska Kef la víkursj ónvarpi,
sem lýtur stjórn hermálaráðu-
neytis Bandaríkjanna í Washing
ton. Víst hefði ég unnt St. Std.
betra hlutskiptis en þess, að
eiga sálufélaga við þá „menn-
ingarfrömuði", sem eru innstu
koppar í búri Félags íslenzkra
sjónvarpsáhugamanna, eða hvað
það nú heitir.
St, Std. telur að þeir, sem and
vígir eru hinu ameríska her-
mannasjónvarpi, þ. á. m. að
sjálfsögðu flestir mætustu
menntamenn og rithöfundar
þjóðarinnar, sbr. ávarp 60-menn
inganna um árið, séu haldnir
„múgsefjun". Hann fer þar í
sporaslóð heimilislæknis Morg-
unblaðsins, sem kvað upp úr
með þá sjúkdómsgreiningu, að
Hafnfirðingar hefðu fengið „and
legt kölduflog“ er þeir létu
opinberlega í Ijósi megna andúð
og óánægju út af tiltekinni em-
bættisveitingu. Ég held, að St.
Std. bæti ekki miklu við hæð
sína í þeirri sporgöngu. Það er
hverjum manni vafasamur
vaxtarauki, að ætla þeim geð-
veiklun, sem eru á annarri skoð-
un.
Menntaskólakennarinn líkir
Keflavíkursjónvarpinu við er-
lent útvarp og spyr: “ . . . er
vanvirða að hlusta á erlendar
útvarpsstöðvar, eða verður oss
vanvirða að því að horfa á
sjónvarp frá gervitunglum, þeg
ar það verður komið í fullan
gang?“
Nei, Steindór. Svona fávís-'
lega má greindur maður og
menntaður ekki spyrja.
í fyrsta lagi: Börn hlusta
ekki á erlent útvarp. En þau
horfa á hermannasjónvarpið. Og
ekki aðeins myndirnar, ærið mis
jafnar að gildi, heldur og málið,
einstök orð og setningar, síast
inn í barnsvitund þeirra og setj
ast þar að. Hvorugur okkar
Steindórs bað um milk í pelann,
þegar við vorum pínulitlir pjakk
ar. Við hlustuðum hvorki né
einblíndúm á amerískt sjónvarp.
í annan stað er það hrein
„vanvirða“, svo að notað sé orð
St. Std., og augljós þjóðernisleg
ur háski fámennustu og veik-
ustu þjóð veraldar, að selja einni
fjölmennustu og auðugustu þjóð
heims í hendur einkarétt til að
reka í landinu þá langsamlega
áhrifaríkustu fjölmiðlunarstarf-
semi og áróðurs, sem enn er
þekkt. Þeir, sem hlusta á erlent
útvarp, geta valið um stöðvar,
valið um efni. Því er út í hött
og blekking ein, að bera þetta
saman. Eða getur St. Std. bent
á þá útvarpsstöð erlenda, er
hafi einkarétt á hlustunarskil-
yrðum á íslandi?
í þriðja lagi mun engin þjóð
fá aðstöðu til einokunar á sjón-
varpi frá gervitunglum, þegar
þar að kemur. Þá er og öldungis
víst, að slíkt sjónvarp mun
flytja úrvalsefni en ekki glæpa-
myndir og aðrar, sem óhollar
verða taldar þeirri kynslóð, sem
er að vaxa úr grasi hverju
sinni.
„. . . . og sennilega hefur ís-
lenzk tunga aldrei verið frjórri
en nú“, segir St. Std. Má vera,
að svo sé. En þá miðar hann við
þroskaða menn. Þeir ólust ekki
upp með augun fest við erlent
hermannasjónvarp. En það eru
til börn í þessu landi. Og um
„frjósemi11 tungunnar er það að
segja, að aldrei hefur orðaforði
æskulýðsins verið jafn ískyggi-
lega fátæklegur og einmitt nú
— og er þá þéttbýlið fyrst og
fremst haft í huga. Og hörmung
er að sjá og heyra hversu mál-
inu er misþyrmt í blöðum og út
varpi.
St. Std. telur íslenzka menn-
ingu aldrei hafa staðið traustari
fótum en nú. Því sé það firra
ein, að erlent einokunarsjón-
varp fái unnið henni nokkurn
geig. Vonandi hefur mennta-
skólakennarinn rétt fyrir sér.
Mér sýnast þó ýmsar blikur á
lofti.
Þorri íslenzks æskulýðs er
slitinn úr tengslum við náttúru
landsins, lifandi og dauða. Börn
in hafa möl og malbik undir
fótum, erlent sjónvarp fyrir
augum og eyrum. Heldur kenn-
arinn og náttúrufræðingurinn í
alvöru, að þetta hafi engin áhrif
á opinn og ómótaðan barnshug-
ann? Honum er illa við öll
„bönn“. „Heimurinn verður
ekki siðbættur með bönnum“,
segir kennarinn. Nokkuð er til
í þessu. Bönn eru mörg hvim-
leið. En bannar hann nemend-
um sínum aldrei neitt? Og hví
skyldi mönnum bannað að
stela? Mundi það vera meiri
„synd“, að stela nokkrum krón
um úr vasa náungans en að stel
ast inn í barnssálina og sá þar
fræi, sem upp af kann að vaxa
illgresi?
Þetta litla þjóðfélag er sjúkt.
Falsanir og fjársvik vaða uppi
í margvíslegum myndum. Og
meðal íslendinga er vænn hóp-
ur manna, sem telur sér ís-
lenzkan stakk of þröngan. Þjóð-
erni, tunga og menning, íslenzkt
athafnalíf, — allt er það fánýti
eitt í augum þessara manna.
Þeir hafa gengið á hönd ætt-
jarðarlausri auðhyggju. Þeir
hafa þau geigvænlegu áhrif bak
við öll tjöld, sem miklu fjár-
magni alla jafna og alls staðar
fylgja. Það eru fleiri öfl og aðil-
ar en hið erlenda sjónvarp eitt,
sem um þessar mundir vega aft
an að íslenzku þjóðerni og menn
ingu.
Þessi orð eru fleiri orðin en
ætlað var. En mér er þetta er-
lenda sjónvarpsmál þjóðernis-
legt tilfinningamál. Og mér er
það að vísu meira. Samkvæmt
mati blákaldrar skynsemi er
það byrjunarafsal á menningar-
legu sjálfstæði þjóðarinnar. Mér
sárnar þegar menn, sem ég hef
mætur á, mæla slíku afsali bót.
Gísli Magnússon
Eyhildarholti.
FAGUR ER DALUR er fimmta
Ijóðabók Matthíasar Johannes-
sen og fyrsta ljóðabók hans,
sem AB gefur út. Er bókin í sex
köflum og er hún að ýmsu
leyti nýstárleg að efni og mun
örugglega vekja athygli. Ber
meginefni bókarinnar sterkan
svip af helztu viðfangsefnum
samtíðarinnar. Nefnast kaflar
bókarinnar Sálmar á atómöld;
Myndir í hjarta mínu; Hér slær
þitt hjarta, land; Goðsögn og
Friðsamleg sambúð.
Fyrsta ljóðabók Matthíasar
var Borgin hló, og kom hún út
árið 1958. Síðan hafa komið
Ijóðabækurnar Hólmgönguljóð,
Jörð úr Ægi og Vor úr vetri.
Auk ljóðabókanna hafa einnig
komið frá hans hendi fjórar við-
talsbækur, ritgerðarsafn, leikrit
Kristján frá Djúpalæk:
7x7 TILBRIGÐI VIÐ
HUGSANIR
Bókaútgáfan Sindur h.f.
Akureyri.
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK
hefur áður gefið út nokkur
ljóðasöfn, sem naumast hafa þó
vakið eins mikla athygli og þau
verðskulda. Stafar það ef til vill
af þeim dulúðarblæ, sem ein-
kennir mörg þeirra, að menn
hafa naumast áttað sig á kveð-
skap hans né metið hann að
verðleikum. Að vísu eru til eftir
hann nokkur baráttuljóð, en ríg
urinn og þrasið um dægurmál
er ekki innsta eðli hans. Hann
er fyrst og fremst draumamað-
uririn í fsrael, kynlegur farand-
maður í ríki andans, óháður
og fræðirit um bókmenntasögu.
Fagur er dalur er marzbók A1
menna bókafélagsins og er 150
bls. að stærð. Hún er prentuð og
bundin í Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar h.f. Hafsteinn Guð-
mundsson sá um útlit og um-
brot bókarinnar.
LÝÐIR OG LANDSHAGIR,
síðara bindi, eftir dr. Þorkel
heitinn Jóhannesson, háskóla-
rektor, kemur nú einnig út, en
fyrra bindið kom út í nóvember
sl. í tilefni af sjötugasta afmælis
degi dr. Þorkels, en hann hefði
orðið sjötugur 6. desember sl.
Þetta síðara bindi af Lýðir og
landshagir eftir dr. Þorkel hef-
ur aðallega að geyma ævisögu
og bókmenntaþætti. Af þeim
mönnum, sem hann lýsir, má
nefna Jón biskup Arason, Skúla
Magnússon, Magnús Stephen-
sen, Tryggva Gunnarsson,
Tryggva Þórhallsson, Rögnvald
Pétursson og Pál Eggert Óla-
son. Ritgei-ðin um Magnús Step-
hensen þykir með því bezta,
sem Þorkell hefur ritað undir
þessa grein. í bókmenntaþáttun
um fjallar hann um Einar Bene-
diktsson og Knut Hamsun; eru
það fyrstu ritgerðirnar, sem
birtust eftir Þorkel á prenti og
eftirtekt vöktu. Ennfremur eru
þættir m. a. um Bjarna Th.or-
arensen, Stephan G. Stephans-
son og Guðmund Friðjónsson á
Sandi, Gunnar Gunnarsson og
Sigurð Nordal. í snjallri ritgerð
um Njálssögu gerir hann grein
fyrir byggingu og stíl sögunnar
og í tveimur öðrum ritgerðum
gengur hann á vit gamalla
minja á Snæfellsnesi með eftir-
minnilegum lýsingum frá þeim
stöðum. í bókinni eru einnig
ræður eftir Þorkel og að lokum
ritskrá hans.
Bókin er febrúarbók AB og
er 350 bls. að stærð, prentuð í
Víkingsprenti h.f., en bundin
hjá Félagsbókbandinu h.f. Kápu
hefur Torfi Jónsson teiknað.
Mannshugurinn er fjórða bók
in í Alfræðasafni AB, en áður
eru komnar bækurnar Fruman,
Mannslíkaminn og Könnun
geimsins.
Sagt hefur verið, að merkasta
viðfangsefni mannsins væri mað
urinn sjálfur. Á starfsemi manns
hugans, hugviti og hæfileikum,
byggjast allar framfarir og þekk
ing í tækni og vísindum, og er
því eðlilegt, að um mannshug-
(Framhald á blaðsíðu 7.)
ur, hrifnæmur og hlýr söngvari
gleði og sorgar. Þó að hann geti
brugðið glettum fyrir sig, er
undirstraumur ljóðanna venju-
legast alvarlegur og tregabland
inn. Það er eins og hann kunni
ekki fyllilega við sig í þessari
veröld. Viðkvæmni hans
(Weltschmerz) mundi sumum
kannske þykja vera um of, en
hún ber aðeins vitni um hrein-
lyndi og hjartagæzku fremur en
kaldhæðni. Hann er fyrst og
fremst sveitarinnar barn og ann
allri upprunalegri og ósnortinni
fegurð.
Kristján frá Djúpalæk.
Með þessari bók færist hann
nokkru meira í fang en áður.
Þetta er hólmganga, leikin við
dauða. Skáldið er að heyja sína
Jakobsglímu við guð sinn eins
og hugsandi menn hafa gert á
öllum öldum með misjöfnum
árangri. Hér er lagzt dýpra og
fastar leitað að rökum lífs og
dauða en í öðrum kvæðum hans,
en svarið getur þó aldrei orðið
annað en trúarlegt, enda þótt
margt sé stórfallega sagt í Ijóð-
um þessum og eftirminnilega:
Ég bý að bernskuminning
um blóm á ungri grein,
sem öllum öðrum blárra
við innri sjónum skein.
Þess hef ég langveg leitað
um lönd þín, móðir jörð.
í ÚTVARPI og blöðum er sagt
frá því að Áburðarverksmiðjan
í Gufunesi sé nýbúin að halda
aðalfund sinn, sem að sjálfsögðu
er árlegur viðburður. f frásögn
af fundinum segir meðal ann-
ars:
„Þá upplýsti formaður enn-
fremur að í framhaldi af stækk
unarathugunum verkfræðinga
verksmiðjunnar og annarra ís-
lenzkra verkfræðinga hefði á
síðastliðnu ári, verið leitað til
hins reynda og heimsþekkta
áburðarframleiðslufyrirtækis
Norsk Hydro um ráðleggingar
og áætlunargerð varðandi
stækkun verksmiðjunnar."
Þar kom að því. Nú rofar loks
til, — hefði mátt fyrr vera, —
í Kjarnaþokunni. Til hamingju
með það bændur góðir.
Það er kunnugt og má í minni
vera, að í þann tíð er bygging
áburðarverksmiðjunnar var
ákveðin kom til tals að Norð-
menn byggðu verksmiðjuna og
létu í té þá reynslu og þau
Ég fékk ei blóm það fundið.
Til ferða skorti styrk.
Því eru nú mín augu
svo örvæntingarmyrk.
Þess var ei hér að vænta.
En von mér birtir sýn:
Svo hreinn og heiður blámi
á himni aðeins skín.
Og þaðan mun hún myndin
í muna, sem ég lýt.
Af eyðimörkum ævi
ég allslaus koma hlýt.
En blómið eilíf-bláa
mér birtast samt þú skalt,
því hver sem lengi leitar
að lokum finnur allt.
Ég get ekki stillt mig um að
benda hér á annað undurfallegt
ljóð (um veginn):
Víst dreymir oss háfleyga
drauma.
Víst sjáum vér dýrðlegar sýnir.
Víst grunar oss vilja þinn guð,
en troðum allt fótum án tafar.
Því vér erum ekki vaxnir
hugsjónum vorum, og hjartað
kalkhýsi, umlykur'kjarnann,
eilífðarfræið, vort eðli.
Brjót upp það grafhýsi, bróðir.
Leggðu það sársaukans sverði.
Bræð það í ástúðareldi.
Opna það!
Leys þú úr fjötrum
guðinn, sem grætur þar inni.
— Frelsir þú hann ekki fyrst,
frelsari þinn mun hann ei.
Rúmið leyfir ekki lengri til-
vitnanir. En þessi kvæði sýna
að Kristján er enginn aukvisi
á skáldabekk. Það er kannske
ekki hægt að segja, að hann sé
„rétttrúaður“ (ætli að nokkur
maður sé það?). En hann er
hugsandi maður og leitandi, og
það er meira virði. Þrátt fyrir
bölsýni hans og efa með köfl-
um, hef ég hvergi fundið meiri
trú í ísrael.
einkaleyfi sem þeir réðu yfir á
sviði framleiðslu köfnunarefnis-
áburðar. Þetta mun hafa staðið
til boða og hefði verið um það
samið hefðu það vafalaust orðið
verkfræðingar frá féláginu
Norsk Hydro (sem heitir fullu
nafni Norsk Hydro-elektriske
Kvælstofaktieselskab) sem
hefðu byggt verksmiðjuna í
Gufunesi, af sinni kunnáttu. —
Og það hefði áreiðanlega ekki
nein „Kjarna“-verksmiðja til að
framleiða ókornaðan kalksnauð-
an áburð.
Nei, fórráðamenn vorir í mál-
inu töluðu „ekki við seglskip“.
Hvað sú málsmeðferð hefir kost
að íslenzka bændur og íslenzk-
an landbúnað mun ekki auð-
reiknað. En hér var ekki á góðu
von. Eins og svo oft hefir viljað
brenna við hjá oss var þess
vandlega gætt að velja menn til
forsjár um byggingu áburðar-
verksmiðjunnar og rekstur eftir
pólitík, og það látið engu skipta
(Framhald á blaðsíðu 7.)
AFMÆLISLJÓÐ
á áttræðisafmæli
RÓSU RANDVERSDÓTTUR
liinn 24. apríl 1966
Nú berast kveðjur á breiðum v:rngjum, frá beztum vinum á lancli hér,
á merkisdegi skal minning lifá um margt, sem hugurinn geyma ber.
Urn áratugi var kynning kærust með krislnum vinum, nxeð sömu trú,
og sanna tryggðin var sólaxgeisli, en samur vinur varst ávallt þú.
Nú átta tugi þú bcrð á baki, en blessun Drottins er söm við þig.
Ini reyndir ung Drottins frelsis fögnuð, þér Frelsarinn sjálfur bini sig
Þú lxarðist djarft undir Drottins merkjum og duldir aldrei sannleikann.
Nú fjúfar minningar liðins tíma, þær ljóma ltjart. Starfið fyrir Hatin.
Þú hafðir Jesúm að leiðarljósi um langa ævi og varst Hans barn,
og fórnarlund þín bar fagtirt vitni um frelsi Drotlins, um ævihjarn..
Þín vinan látna, ef vitna mætti, hún vildi efalaust þakka þér,
allt sem þú gjörðir og gæzku þína, hve góð þú varst henni í raunum hér.
Já, margt er geymt bjartri í minningunni og mætar stundirnar gleymast vart,
og jzakka skal þér nú kærust kynni, ó. kæra Rósa, hvc oft var bjart.
Með þér var dýrlegt að starfa og stríða, þær stundir gleymast ei jrað er víst.
Þín gifta mikil og glæstur vilji. er gekkst að störfum, [>ér hlífðir sízt.
Og þegar deginum ævi hallar. hve elska Drottins er undraverð.
Sín börn jrá bcr Hann og vct jrati voða, [rví víst mttn koma hin hinzta fcrð.
Hve himinþráin í blóð er borin, j>ví brot úr eilífð við dveljum hér,
við eigum heima i himinsölum, í heimi hver okkar gestur er.
Og nú skal ljúka við Ijóðið smáa, en ljúfa kveðju við sendum þér.
En ævikviildið þér Kristur blessi, ó, kæra Rósa, j>að ósk vor er.
Við lítum hærra úr heimsins dölum, til himna bústaðar frelsaðs manns,
ó, hvílík sæla er saman koma, þeir sem að meðtóku frelsi Hans.
B. Þ.
Nýjar bækur Almenna bókafél
Benjamín Kristjánsson.
TIL HAMINGJU
:....
Hásumars heiðríkja
í list og litum.
Á myndlistarsýningu
frú HELGU WEISSHAPPEL
vorið 1966.
Velkomin ávallt til Akureyrar,
þú aufúsugestur bæjarbúa.
Þú leizt í bæinn
með ljós í barmi
og list í armi,
þann hugarblæinn,
sem hefur anda
til ljóssins landa,
að listatindum
í lit og myndum.
VÖKUDRAUMAR.
Ljósni.: G. P. K.
Á ÞESSARI sérstæðu listsýningu frú Helgu er heildarsvipurinn hreinn
og hlýr meo hásumars heiðríkju í list hennar og litum.
Frú Helga er ákaflega frjáls og fersk í listsköpun sinni og vinnur að
listinni í hljóðri þögn og mikilli gleði, — af lífi og sál.
Allar voru myndir frú Helgu fallegar. Þó fannst mér, að fjórar þeirra
bæru af að fegurð og reisn, ef unnt væri að gera upp á milli þeirra. Mynd-
irnar voru þessar:
VÖKUDRAUMAR. Hún var að flestra dómi fegursta myndin, böðuð
í birtu og sólroða. Listasafn Akureyrar keypti þá mynd. Það var lofsvert
framtak.
JOL, sérkennileg mynd og fögur.
APRÍLDAGAR og SKREYTING voru báðar fallegar myndir.
Vinsældir frú Helgu hér á Akureyri sem listakonu má nokkuð marka
af því, að sautján myndir seldust á sýningunni.
ÞESSI fátæka kona, gáfuð og sístarfandi, hefur borið hróður ís-
lenzkrar myndsköpunar um Evrópu og Ameríku. En hún hefur aldrei
fengið, svo að ég viti, listamannalaun.
Hvílíkt tómlæti og sofandaháttur gagnvart list hennar hjá þeim
mönnum, sem ráða, hvernig listamannalaunum er úthlutað!
Við skulum biðja Guð að opna hug þeirra og hjarta fyrir fegurðinni
og listinni í verkum frú Helgu Weisshappel.
-K
Frú Helga.
Lífið sé þér létt og rótt,
ljúíur dagur, fögur nótt.
Blíða sólar, broshýr vor,
bregði ljóma á öll þín spor.
Við Akureyringar þökkum þér komuna og óskum, að þér megi allt
til vegs og gæfu ganga um alla framtíð.
Lifðu heil og blessuð alla tíma
— það ég vona —
íslands mikla listakona.
Berðu kveðju mína til foreldra þinna, með ósk um blessað og gott
sumar, bjart og fagurt ævikvöld.
Með sumarkveðju til allra.
Á sumardaginn fyrsta 1966.
JÓN BENEDIKTSSON, prentari.
ÚJ"...1=