Dagur - 27.08.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 27.08.1966, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 ' Bitstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. Sfrandferðirnar ÞAU ÓTÍÐINDI berast að sunnan, að ríkisstjórnin haíi ákveðið, að taka strandferðaskipin Esju og Skjald- breið úr umferð nú á næstunni, hætta þar með rekstri þeirra og bjóða þau til sölu. og að ekki sé til þess vitað að gerð liafi verið viðunandi ráðstöfun til að fá önnur skip í þeirra stað. Er því ekki annað sjáanlegt en að stórkostlega verði dregið úr strand ferðaþjónustunni fyrir landsbvggð- ina, og það einmitt á þeim tíma árs, þegar yfir vofir, að vegir gerist ógreiðfærir, en þörfin fyrir sjóflutn- inga þá brýnni. Esja mun nú vera 27 ára gömul eða þar sem næst, en Hekla og „Breiðarnar" nál. 20 ára, það er því kominn tími til að endurnýja strand- ferðaflotann, og æskilegt að reyna að koma gömlu skipunum í vexð, en auðvitað ekki fyrr en búið er að fá önur ný í þeirra stað. Talsveit hefur verið um þetta rætt, og ýmsar tillög- ur urn ný strandferðaskip og fyrir- komulag strandferðanna lagðar fiam á Alþingi. Forstjóii skipaútgerðar- innar hefur einnig ritað um þessi mál og sjálfsagt gert um þau tillögui' til hlutaðeigandi ráðherra. I»á minn- ast menn jxess, að stjórnin kvaddi sér til ráðuneytis á sínum tíma útlenda menn, sem taldir voru sérfróðir á þessu sviði, en hljótt hefur verið um skýrslur þeirra og íáð. Svo kemur skipafiéttin eins og reiðarslag nú undir haustið, og möigum bregður í brún. í fyrxa voru framlög til nýbygg- inga á þjóðvegum lækkuð til muna með stjórnarráðstöfun og sömuleiðis til hafna. Með samdi-ætti strand- ferðanna er enn vegið í sama kné- runn. Það er verið að íeyna að draga úr kröggum ríkissjóðs með sparnaði á kostnað landsbyggðarinnar, sem veist í vök. Slátra skal sem fyrium „lambi hins fátæka manns“. Hér er allt á sömu bókina lært. Sunnan fjalla skal koma stóriðjuver með til- heyrandi stórvirkjun fyrir fjóra milljarða. Þar og hið næsta höfuð- borginni, skulu þjóðvegir stein- steyptir fyrir lánsfé. En „úti á landi“ ber að spara. Af hálfu stjórnarvaldanna er nú mjög um það rætt öðru hverju, hvað strandferðakostnaðurinn sé orðinn mikill, og er sxi upphæð há í við- reisnarkrónum talin. En miðað við heildar lilgjöld fjáilaganna er hún lægii nú en áður. Auðvitað er þó sjálfsagt, og góðia gjalda vert, að unnið sé að þyí, að veita sem bezta strandferðaþjónustu á sem hagkvæm asta hátt fyrir ríkið að því er kostn- aðinn varðar. (Framhald á blaðsíðu 7). Námsmeyjar og starfsmenn á garðyrkjunámskeiði í Gróðrarstöðinni á Akureyri vorið 1921. Þessi Jiekkjast með vissu: Ingimar A. Óskarsson starfsmaður, grasafræðingur, nú í Reykjavík. Guðlaug Hjörleifsdóttir Kvaran, kona Sigurðar Kristinssonar forstjóra, nýlega látin í Reykjavík. Guðrún Þ. Björnsdóttir, forstöðukonan, nú í Reykjavík. Sólveig Rögnvaldsdóttir í Fífilgerði, síðar húsfreyja á Leifsstöðum í Kaupangssveit. Dagbjört Gísladóttir frá Hofi í Svarfaðardal, kona Áskels Sigurjóns- sonar í Laugáfelli í Reykjadal. Einar Reynis framkvæmdastjóri Ræktunarfélagsins til 1923, síðar á Húsavík, nú búsettur í Reykjavík. Sigurlína frá Skógum í Fnjóskadal, ráðskona mötuneytisins, og Kristbjörg Kristjánsdóttir, send af séra Sigtryggi á Núpi, og lijálpaði hún honum síðar til að koma þar upp skrúðgarði. Nú látin. NORÐLENZKUR GARÐYRKJUSKÚLI Fyrsta garðyrkjukonan, Guðrún Þ. Björnsdótt- ir svarar nokkrum spurningum blaðsins UM þessar mundir fer fram at- hugun á stofnun garðyrkju- skóla á Akureyri eða nágrsnni hennar. Þingmenn Norðui'lands kjördæmis eystra fengu sam- þykkta á síðasta Alþingi þings- ályktunartillögu um athugun þessa máls, er lokið skyldi fyr- ir næsta þing. Framsögumaður var Karl Kristjánsson. Opinberri nefnd, undir for- ystu Péturs Gunnarssonar,: var af ríkisins hálfu falin athugun og undirbúningur. Má ætla, að væntanlegur norðlenzkur garð yrkjuskóli sé því á dagskrá og gleymist ekki. Vor- og sumargarðyrkju- námskeiðin í Gróðrarstöðinni á Akureyri voru hin þörfustu og sér þeirra enn víða merki. Síð- an þau lögðust niður hefur garðyrkjumenningu hrakað hér um slóðir, að því er margir telja. Þótt skógrækt og kart- öflurækt hafi aukizt og svo grasræktin, — undirstaða alls landbúnaðar á íslandi. Með því nú, að þessi mál þurfa að verða rædd á opin- berum vettvangi meðal Norð- lendinga, sneri blaðið sér fyrst til þeirrar konu, sem telja má fyrstu lærðu garðyrkj ukonu á íslandi, frú Guðrúnar Þ. Bjöx-ns dóttur frá Veðramóti, lconu Sveinbjarnar Jónssonar for- stjóra. — Hún annaðist áður- nefnda garðyrkjufræðslu á Ak- ureyri um skeið, hóf þar störf 1915 og stýrðj garðyrkjunni í Gróðrarstöðinni til 1923, einn- ig garðyrkjutilraunum og nám- skeiðum. Er það rétt, að þér séuð fyrsta x lærða garðyrkjukona landsins? i Ég veit ekki betur en að svo Í sé. Hvar stunduðuð þér nám, frú Guðrún? í Noregi. Fór þangað vorið 1913 að tilhlutan Halldóru Bjarnadóttur og Stefáns skóla- meistara, móðurbróður míris, sem kunnugt var um áhuga minn á plöntum og grasafræði. Skólinn hét Statens Hayebruks skole for kvinder, á Rejstad í Lierdalnum við Drammen. For stöðumaður skólans var Olav Skard, síðar prófessor í garð- yrkju við Landbúnaðarháskól- ann á Ási. Þau hjón bæði voru framúrskarandi kennarar og stjórnendur. Frúin kenndi jurta matreiðslu, sultun, saftgerð og margt fleira nytsamt. Ég tók próf frá skólanum haustið 1913. Vann hjá þekktum blómarækt- armánni í Oslo, Karl Larsen, við gróðurhúsaræktun nokkurn tíma. Sumarið 1914 var ég við framhaldsnám hjá Pettersen, amtsgartner í Oslo. Tók svo þátt í fyrirlestranámi á Land- búnaðarskólanum á Ási fyrstu þrjá mánuði ársins 1915. En það vor hóf ég störf í Gróðrarstöð- inni. Haustið 1918 fór ég til Kaup- mannahafnar að nema jurta- matreiðslu, en seinni hluta vetr arins sótti ég fyrirlestra í garð- yrkju við Landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn. Um vorið fór ég til Noregs og dvaldi í trjáræktarstöð á Söftaland við Bergen. Þar var mikil uppeld- isstöð á ti'jáplöntum frá ýms- um löndum, suðrænum og nor- rænum. Þér önnuðust garðyrkjunám- skeiðin á Akureyri um árabil? Jú, garðyrkja, trjá- og blóma rækt var sjálfstæð deild í starf- semi Ræktunarfélags Norður- lands. Við höfðum bæði vor- námskeið fyrir pilta og stúlkur, og framhaldsnámskeið á sumr- in fyrir úrval stúlknanna. Trjá- garðurinn við kirkjuna (síðar Ryelsgarður) var einnig í okk- ar umsjá, og þar höfðum við sáðréiti fyrir trjáplöntur og runna. Ég starfaði í Gróðrar- stöðinni í 9 ár, frá vorinu 1915 til haustsins 1923. Hvað álítið þér um árangur námskeiðanna? Ég tel að þessi námskeið, þó stutt væru og ófullkomin um margt, hafi glætt áhuga á alls konar ræktun trjáa, blóma og matjurta, enda stóðu þekktir hugsjóna- og áhugamenn, Stef- án skólameistari og Sigurður skólastjóri á Hólum — síðar búnaðarmálastjóri, — að nám- skeiðunum, og voru þá í stjórn Ræktunarfélagsins, sem þá átti Gróðrarstöðina. Vilduð þér segja eittlivað um nýjan norðlenzkan garðyrkju- skóla? Ég tel það tvímælalaust að- kallandi þörf að Norðlendingar komi upp garðyrkjuskóla í Gróðrarstöðinni, auðvitað í nýju og fullkomnara formi en áður, en tel mig ekki færa ,að gera tillögur þar um. Gróðrar- stöðin var mikil bæjarprýði, og gæti orðið það aftur, ef ungt fólk væri kallað þar til starfa og náms á ný. Sjá sjálfsagt margir Norðlendingar nauðsyn þess að hefjast handa sem fyrst. Blaðið þakkar svör frú Guð- rúnar og vill um leið minna á, að hún stóð fýrir blóma- og grænmetissýningu á Akureyri 1919 og er það talin fyrsta garðyrkj usýning á íslandi. Sýn ingin var haldin í tveim kennslu stofun Gagnfræðaskólans og kostaði aðgangur 25 aura. Vakti þetta áhuga og jók mönnum trú á ræktunarmöguleikana. □ 5 Garðyrkjunniþarf að sýna meiri sóma Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður svarar spurningum blaðsins um væntanlegan garð- yrkjuskóla á Norðurlandi og segir: MÉR er vissulega ljúft að verða við tilmælum ritstjóra Dags og svara nokkrum spurningum við víkjandi fyrirhuguðum garð- yrkjuskóla í Gróðrastöðinni á Akureyri. En fyrst vil ég þakka frú Guðrúnu Þ. Björnsdóttur fyrir viðtalið við blaðið Dag, sem ritstjórinn leyfði mér að lesa í prentun. Ég vissi raunar áður að Guðrún var prýðilega menntuð kona á sviði garð- yrkju. En hún var líka ágætur kennari með brennandi áhuga fyrir aukinni alhliða garðyrkju í landinu. Er þörf á garðyrkjuskóla á Norðurlandi? Þessári spurningu svara ég hiklaust játandi. Nokkur garð- yrkjukunnátta er lykillinn að aukinni garðrækt, svo sem mat jurta- og berjarækt og gerð skrúðgarða. Er hörmulegt að við skulum ekki hafa ennþá komizt upp á að rækta að nokkru ráði jarðarber, rauðber, sólber, hindber o. fl. sem nú er auðvelt að rækta víða hér á landi, með þeim hjálpargögn- um, sem nú er völ á, svo sem plastdúk í sólreiti og tilbúnum áburði.' Þá er mikil vöntun á fólki til þess að leiðbeina og vinna við byggingu skrúðgarða bæði til sveita og við sjávar- síðuna. Hefir hið opinbera, því miður, vanrækt að hlynna að garðræktinni í landinu. Borið saman við landbúnaðinn sem mun hafa yfir 40 ráðunauta en garðyrkjan 1 ráðunaut. Bækur sem fólk getur sótt í margskonar fróðleik um garð- yrkju? Vissulega, en ef vel á að vera þarf að kenna fólkinu að nota bækurnar. Til er ágæt bók um matjurtarækt, gefin út af Garð yrkjufélagi íslands. Þá er Garða gróður einskonar handbók í al- mennri skrúðgarðarækt, og ætti að vera til á hevrju heim- ili. Ennfremur mætti nefna bók ina „Skrúðgarðar“ um skipulag og gerð skrúðgarða með mörg- um myndum og teikningum af blóm- og trjágörðum. En sízt má gleyma Garðyrkjuritinu, sem kemur út árlega, og vana- lega fullt af margskonar fróð- leik varðandi garðyrkju. Hvað viltu segja uin almenna garðyrkjukunnáttu og ræktun- armenningu? Því miður, er kunnátfta fólks almennt hér á Norðurlandi í garðrækt harla lítil, og rækt- unarmenning okkar íslendinga mjög ábótavant, t. d. borið sam an við nágrannalöndin og utan- húss umgengni á sveitaheimil- um er víða slæm og sumsstaðar hræðileg. Ættu búnaðai'félögin eða búnaðarsamböndin út um landið að táka þetta mál til með ferðar, og verðlauna fyrirmynd ar umgengni við sveitabæi. Hefur þú hugleitt hverskonar skóli lientaði hér bezt? Ég held að einsársskóli eða ef til vill þriggja missera hentaði okkur vel. Hæfilegt væri að gera ráð fyrir tíu nemendum og einum föstum kennara — skóla stjóra, sem ef til vill gæti jafn- framt sinnt nokkurri leiðbein- ingaþjónustu á Norðurlandi. Hvað um skólastaðinn og jarð hitann? Ég tel spursmálalaust að skól anum yrði valinn staður í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Þar munu vera nægar bygging- ar fyrir lítinn skóla. Ekki sízt ef hætt verður við kúabúið á staðnum. Fyrir almenna garð- yrkju er jarðhiti alls ekki nauð synlegur. Getur orðið vai'asam- ur, og vitanlega þýðingalaus fyrir skrúðgarðarækt, og raun- ar einnig almenna matjurta- rækt. Sólreitir henta vel. Á það hefur verið minnzt hér að ýraman, en því má bæta við að sjálfsagt er að hafa með höndum plöntuuppeldi við skól ann, og eins fjölbreyttan gróður og henta þykir. Mundi gras- garðurinn á Akureyri geta veitt dýrmæta aðstoð og leiðbein- ingar x þessu máli, en í gi-as- garðinum á Akureyii eru nú ræktaðar um 2400 tegundir plantna, og að heita má allar íslenzkar tegundir. En hvað ber nú að gera í þessu máli? Mér skilst að málinu hafi ver ið vísað til Rannsóknarráðs land búnaðarins til umsagnar. En því mátti ekki skipa nefnd færustu garðyrkjumanna og áhugafólks hér nyrðra. Hefði að sjálfsögðu átt að hafa þennan eina gai'ð- yrkjuráðunaut landsins í nefnd inni. En að óreyndu máli treyst um við því að Rannsóknarráðið skili jákvæðri greinargerð sti-ax og þing kemur saman í haust. Ella verðum við Norðlending ar að kjósa okkur nefnd til þess að fylgja málinu eftir. Mætti ef til vill koma því þannig fyrir að samband noi’ðlenzkra kvenna útnefndi einn, bæjarstjórn Ak- ureyrar einn og þriðji maður yrði garðyi-kjuráðunautur lands ins, segir Jón að lokum. N Blaðið þakkar svör Jóns Rögnvaldssonar garðyrkju- manns. □ KÆRI DAGUR. Mig langar til að biðja þig fyrir nokkur oi'ð viðvíkjandi götum hér í bæ. Fyrst vil ég minnast á Helga- magrasti'ætið. Mér finnst það vægast sagt ófært þegar eitt- hvað rignir, að minnstakosti á pörtum. Það eru nokkur ár síð an að kantsteinar voru lagðir vestan götunnar og var þar með talin komin gangstétt. Ég hef alltaf lagt þann skilning í það að þar með væri komin braut fyrir gangandi fólk en það er nú síður en svo í þessu tilfelli, svo mikil drulla er á þessai'i svo kallaði’i gangstétt sumsstaðar að skárra er að fara akbraut- ina, sem þó er svotil ófær gang andi fólki vegna umferðar og óhreininda. í vor bilaði rafstrengur í göt- unni sem auðvitað þurfti að gei-a við. Gatan var rifin upp á 200 meti'a kafla. Það verk tók sex vikui’. Nú hefur verið mok- að ofaní aftur en verkið svo illa unnið að furðulegt má heita að ganga þannig frá götunni. Raf- veitustjóri ætti að skoða þessar framkvæmdir. Sem sagt: Til hvers er verið að leggja kantsteina og búa til gangstétt, sem ekki er fær gang andi fólki? Er ekki eitthvað bog ið við þvílíkar framkvæmdir? Fyrir kosningar í vor var mik ið talað um stórátak í gatna- gei’ð. Það væri óskandi að eitt- hvað færi að koma í ljós, þó ekki væri nema í smáum stíl. Það er dálítið síðan að Eyrar- landsvegur var lagfærður og lögð gangstétt beggja vegna allt að Menntaskólanum svo og með fram Lystigarðinum, en endarn ir ná bara ekki saman. Framan við Menntaskólalóðina er mold arkantux'. Eftir honum gengur fólkið og það er margt, sem fer í Lystigarðinn og á Sjúkrahús- ið. Þessi spotti er um 70 meti'ar. Hvei-nig stendur á því að þetta er ékki lagað? Sjá ekki í'áða- menn bæjarins hvei’su mikil þörf er fyrir gangstétt þarna? Eða fara þeir alltaf í bíl þarna um og taka Jxá ekki eftir svona smávegis fai'artálma þeirra sem gangandi eru? Mér finnst þetta furðulegt framtaksleysi að ekki skuli vera búið að laga þetta fyr ir löngu. Einn götuspotta enn langar mig til að minnast á og þó býr enginn við hann. Það er gatan vestan við Sláturhús KEA. Mér finnst vægast sagt furðulegt að sú gata skuli vera höfð í slíku ástandi ár eftir ár. Ég hefi í nærri 30 ár á hverju hausti sótt slátur í Sláturhúsið. Flest ár Bréf sunnan yfir sand til Dagsmanna - SALTAÐ í 22 ÞÚSUND (Framhald af blaðsíðu 1). Bræðslan er nú orðin rúm- lega 40 þús. tonn. Bræla er á miðum hér út af. Flest skipin eru nú á syðra veiðisvæðinu, þar sem veður fer batnandi. H. H. MARGIR voldugir flokksleið- togar skemmta Jxjóðinni um þessar mundir með dansi, skemmtiki-öftum höfuðboi’gar- innar og loftkenndum umræð- um. Dagur hefur nýverið birt örstuttan kafla úr ræðu af bændafundi norðanlands. Efnið í þessari litlu ræðu bóndans get ur oi'ðið viðfangsefni margra boi'gax-afunda án skemmti- ki’afta. Fyrsta atriði: Bújarðir í sveit eru lítt seljanlegar á fasteigna- markaði, nema fyrir kjallara- holu eða þakloft í kaupstaðar- húsi. Annað atriði: Kjax-amunur starfsmanna í sveit og þéttbýli er fui-ðu mikill. Bóndinn og hans fólk er bundið framleiðslu stöi’fum heimilisins alla daga ársins. Bæjarmaðui’inn hefur fengið trýggðan langan hvíldar tíma einu sinni á ári, með full- um tekjum. Ennfremur hafa þéttbýlismenn tryggt sér tvo sunnudaga mikinn hluta ársins og bróðui-partinn af laugardeg- inum þar sem ekki var alveg heill dagur fenginn. Á mörgum heimilum í sveit eru allir dag- ar vígðir framleiðslustörfunum, ár út og ár inn. Þriðja atriði: Útvegsmenn héldu fyrir nokkrum misserum skyndifund og tilkynntu lands- stjórninni að ef ríkið ekki gi-eiddi þeim 300 millj. króna í aukauppbætur á sjávarvörur yrði öllum skipum útvegsins haldið í höfn árlangt. Ríkið lét undan. En bændur héldu engan fund og fengu enga aukaupp- bót. Bóndinn sem Dagur minntist á í sambandi við áhalla atvinnu veganna hefir gefið bændum og öðrum stéttum fundarefni til langs tíma. Þegar þjóðskörung- ana vantar áhugamál á fundi, sem byrja með dansi og skemmtikröftuifi, getur jafn- vægi byggða og bæja orðið mannfélagsbætandi rannsóknar efni. Jónas Jónsson frá Hriflu. Héraðsfimdur Eyj‘a- fjarðarprófastsdæmis HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðar prófastsdæmis verður haldinn á Akureyri sunnudaginn 4. september næstkomandi og hefst með almennri guðsþjón- ustu í Akureyrarkirkju kl. 2 eftir hádegi. Sr. Ingþór Indriða- son prédikar en í lok mess- unnar setur prófasturinn, séi’a Benjamín Kristjánsson fund- inn og flytur yfirlitserindi um kirkjumál í héraðinu á sl. ári. Fundinum verður svo haldið áfram í kapellu kirkjunnar að loknu kaffihléi. Auk venjulegra héi’aðsfundarstai’fa mun séx-a Pétur Sigui-geirsson flytja er- indi á fundinum um alþjóðleg nemandaskipti á vegum kirkj- unnai’. Prófastur biður þá reiknings- haldara kirkna og kirkjugarða, sem enn hafa ekki skilað reikn- ingum fyrir árið 1965 að senda sér þá hið allra fyrsta og helzt ekki seinna en á fundinum. (Frá lxéraðsprófasti) fleiri en eina fei’ð og alltaf hef- ur mér fundist að nú komi ekki annað til greina en að gatan verði löguð fyrir næsta haust en ennþá er þar sama svaðið og óþverrinn. Ætli maður mætti. láta sér detta í hug að á Jxessu yrði breyting ef ti'l dæmis Kaup félag Svalbarðseyi-ax', eða ein- hver annar,.setti upp slátui-sölu á þi'ifalegum stað, J>ó -maður fengi nú ekki eitt kíló af mör innifalið í sláturvei'ðinu. Ég veit að það er ljótt að vera með svona hugrénnirigar, en érfitt er að foi’ðast þvllíkar hugsanir. í áframhaldi af því að ég minnist á slátui’, vil ég minnast á þá ráð stöfun Kaupfélags Eyfirðinga að hætta að selja kjotd" heilum og hálfum skrokkum nema á sláturhúsinu. Það er áreiðan- lega spor afturábak. Ég skora á í’áðamenn KEA að breyta þessu aftur hið bráðastá og reýna að auglýsa það rétt. Það er að sjálf sögðu ekki nauðsynlegt að af- greiða þannig kjöt í búðunum á föstudögum, því að þá er mest að gei’a, en aði’a daga vikunnar á skilyrðislaust að láta viðskipta vini fá kjötið í umræddu foimi eins og áður. Við vitum vel hvei’S vegna þetta er gert. En það erum við sem eigum þessar búðir og viljum gjarna fá þar góða þjónustu. Ég vildi mega stinga upp á því að J>eir menn, sem vilja draga úr góðri Jjjónustu við fólkið, eins og t. d. með kjötið, verði settir til hliðar. Þó ég hafi gert þessar götur að umtalsefni er mér Ijóst að ótal fleiri götum og gangstétt- um er ábótavant og fólk ætti að koma kvörtunum sínum á fram færi, þó það sé ef til vill álíka tilgangslaust og að mála stein- girðingu við Helgamagrastræti hvíta, eins og einn húseigandin gerði. J. - NÝR HELLISHEIÐ- ARVEGUR (Framhald af blaðsíðu 8). erfitt að leggja þar góðan veg. En sennilega er snjólétt á þess- um slóðum. Miðað við vegamót in hjá Jökulsárbrú, styttir veg- ur þessi leiðina um 60—70 km. milli Héx-aðs og Vopnafjarðai’. Fyi’ir nokkrum dögum fór lækn irinn á Eskifirði þessa leið á fólksbíl sínum og var að vanda fLjótur, en ólíklegt telur hann, að hann leggi í slíkt ævintýri öðru sinni ótilneyddur, a. m. k. ekki fyrr en vegagerðin er lengra á veg komin. Síðasta síldarhrotan fór að mestu fram hjá Vopnafirði. Þar stóð’ síldarverksmiðjan hráefnis laus á meðan síldarflutninga- skip fóru með hvern farminn af öðrum til Reykjavíkui’. Þykir okkur þetta léleg ráðsmennska. Verksmiðjan hefur annars tek- ið á móti 140 þús. málum í bi'æðslu og búið er að salta í nálægt 6 þús. tunnur. Nýlega voru útsvör lögð á hér í Vopnafirði, eftir lögboðn- um stiga, 2,8 millj. kr. á 255 gjaldendui’. Aðstöðugjöld námu 560 þús. kr. Þau voru nú í fyrsta sinn lögð á a\Ja bændur. (Samkvæmt viðtali við Þor- stein Þoi-geirsson og Kx-istján Víum). □ Sumarmóf ÆSK ÞRIÐJA sumarmót Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Hóla- stifti fór fram um síðustu helgi í blíðskai’par verðri. Mótið var í sumarbúðunum við Vest- mannsvatn eins og hin fyrrL Þátttakendur voru á annað hundrað unglingar. Reistar voru tjaldbúðir skammt sunnan við sumarbúð- irnar og var unga fólkið víðs- vegar að, t. d. frá Sauðárkróki, Akureyri, Grenivík, Höfða- hverfi, Húsavík og úr Grenjað- arstaðarprestakalli. Mótinu stjói'nuðu séra Sig- urður Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað og Gylfi Jóns- son stud. theol. sumarbúða- stjóri og var það sett af prófasti laust eftir kvöldmat á laugar- dagskvöldið og síðan var kvöld vaka, sem Sigurður Sigurðsson, Gunnar Rafn Jónsson og Björn Mikaelsson önnuðust. Þá af- henti fararstjóri Sauðai'króks- búa, Sveinn Bjarman tvö þús- und króna gjöf frá Æskulýðs- félagi Sauðárkrókskirkju til sumai’búðanna. Síðar um kvöldið var varð- eldur hjá vatninu og flugeld- um var skotið á loft. Dagur- inn endaði með kvöldbænum, sem prófastur flutti. Sunnudagsmoi-guninn voru ís leniki fáninn og æskulýðsfán- inn dregnir að hún, sem jafnan blakta við sumarbúðirnar með- an þær starfa. Moi’gunbæn ann aðist séra Björn Jónsson, sem þessa dagana er Gylfa til að- stoðar, en í sumarbúðunum er nú drengjaflokkur. Fyrir hádegi var knattspyrnu kappleikur og margir voru við vatnið að leik eða úti á vatn- inu, sem var spegilslétt í glarnp andi sólskini. Eftir hádegið var guðsþjónusta í Grenjaðarstaðar kirkju. Séra Pétur Sigui’geirs- son prédikaði, en fyrir altax-i undan og eftir prédikun þjónaði séra Sigurður prófastur og sleit síðan mótinu. Séra Bjöm á Húsavík flutti honum þakkir fyrir ágæt störf og farsæla stjórn sumarbúðanna allt frá upphafi. Organisti var Friðrik Jónsson en kirkjukórinn söng. Séra Sigurður Guðmundsson er formaður þeiri-ar nefndai’, sem hefir haft með höndum byggingu sumarbúðanna og á hann mestar þakkir fyrir hve þeim málum er vel á veg komið. Seinasta námskeiðið í sumar er fyrir eldri telpur og stendur það yfir í 10 daga. Það hefst 28. ágúst. Mikil nauðsyn er á að hægt vei’ði að byggja svefn- skála við búðii’nar en til þess þarf stuðning velunnai’a þess- arx’a samtaka. Þeim fer stöðugt fjölgandi. Æskulýðsmótið varð öllum til ánægju sem það sóttu og er það mikilvægur þáttur í sumarstarf inu. (Fr éttatilkynning) Hæsta söltunarstöðÍR (Framhald af blaðsíðu 1). á landleið með afla sinn af mið- unum í fyrradag vegna krappr-i ar kviku og storms. Valtýr Þorsteinsson útgerðar maður er nú í þann vegin að hefja byggingu fiskvinnslu- stöðvar á Akureyri, og verður hún noi’ðan við Hraðfrystihús U. A. á Oddeyri. Þá er í smíð- um hjá Valtý bygging' ein á Seyðisfirði, sem einnig mun eiga að vera fiskverkunarhús. (Samkvæmt viðtali við Hreið ar Valtýsson). Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.