Dagur - 10.09.1966, Blaðsíða 1
HOTEL
Hcrbcrgis-
pantanir.
Ferða-
skzifstoian
Túngötu 1.
Akureyzi,
Síxni 11475
Dagur
XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 10. sept. 1966 — 63. tbl.
Ferðaskrifstofansit*
Skipuleggjum
ferðir skauta
á znilli.
Farseðlar með
Flugfél. ísl. og
Loftléiðum.
HERMAN NASJON VARPIÐ
LOKS TAKMARKAÐ
að fmmkvæði varnarliðsins á Keflavíkurvelli
ÞAIJ tíðindi gerðust í vikunni,
að bandaríska herstjórnin til-
kynnti íslenzka utanríkisráð-
herranum, að hún legði til, að
sjónvarpssendingum yrði breytt
á þann veg frá dátasjónvarp-
Glæsilegur sigur Ak-
ureyringa á Akranesi
sl. sunnudag
UM SL. HEL-GI léku Akureyr-
ingar sinn 10. leik í íslandsmót-
inu í knattspyrnu, og mættu
Akurnesingum á Akranesi.
Fóru svo leikar að Akureyring
ar gjörsigruðu Skagamenn og
skoruðu 7 mörk, en Akurnes-
ingar 2. Þetta var síðasti leikur
beggja liðanna í mótinu og hafa
Akureyringar hlotið 12 stig en
Akurnesingar 7. Tveim leikjum
er enn ólokið í I. deildinni, en
þeir eru milli KR og Keflvík-
inga og Vals og Þróttar. Ekki
er enn hægt að segja um hvaða
lið hreppir íslandsmeistaratitil-
inn í ár, en Valur er sigurstrang
legastur. □
inu, að „venjuleg sjónvarpsmót
taka á heimilum verði takmörk
uð að svo miklu leyti sem hægt
er, við næsta nágrenni Kefla-
víkurflugvallar“. Þetta muni
framkvæmt þegar íslenzka ríkis
sjónvarpið óski, væntanlega
þegar íslenzka sjónvarpið hefur
útsendingar sínar.
Þetta var vel boðið og kær-
komið boð líka vegna þess, að
íslenzk stjórnarvöld hafa ekki
talið sér færar neinar aðgerðir í
málinu af þrælsóttanum við er-
lenda aðila.
Utanríkisráðherran svaraði
þegar í stað og taldi sig „ekki
mótfallinn“ breytingunni. Hann
fór fram á það í nafni ríkis-
stjórnarinnar að Keflavíkur-
sjónvarpinu verði breytt og út-
sendingar „samræmdar til-
komu íslenzks sjónvarps“.
Bréf þau, er á milli fóru og
þegar hafa verið birt, sýna reisn
hins íslenzka ráðherra í málinu
og á hvern hátt hann fagnar
þeirri lausn sem boðin er og
íslenzk yfirvöld hafa svikizt
um að undirbúa. □
Frá lírafnagili — félagshemiili og g'amall skógarreitur. Þokan liylur að mestu nýfallinn snjó i fjöllum.
Unglingaskóli f jögurra lireppa !
reistur á Hrafnagili
FJÓRBR nágrannahreppar hafa
gert með sér samkomulag um
byggingu unglingaskóla, sem
ætlað er að reisa á Hrafnagili í
Eyjafirði. Hreppar þeir, sem að
þessu standa eru: Hrafnagils-
hreppur, Saurbæjarhreppur,
Öngulsstaðahreppur cg Sval-
barðsstran darh reppu r.
Þessir hreppar hafa mjög
erfiða aðstöðu til að fullnægja
skyldunáminu heima fyrir og
kusu að fara þá leið, að leysa
þetta vandamól sameiginlega.
Fyrirhugað er, að byggja heima
vistarskóla fyrir .60—70 nemend
ur, endanleg tala er þó ekki
ákveðin.
Hrafnagilshreppur hefur lof-
að landi undir skólabygginguna
á Reykáreyrum og heitu vatni.
Byggingarnefnd er skipuð
einum manni úr hverjum hinna
fjögurra hreppa: Formaður er
Kristinn Sigmundsson Arnar-
hóli Ongulsstaðahreppi, Jón
Hjálmarsson Villingadal Saur-
bæjarhreppi, Valdimar Kristins
son Sigluvík Svalbarðsstrandar
hreppi og Jón Kristinsson Ytra-
felli Hrafnagilshreppi.
Á fyrsta fundi byggingar-
(Framhald á blaðsíðu 7)
Klðki á polEum í gærmorgun
í FYRRINÓTT var 3—4 stiga
næturfrost og um hádegi í gær
var enn klakaskán á pollum í
forsælu á Akureyri. Kartöflu-
Norski ráðherr-
ann kemur í dag
PER BORTEN forsætis-
ráðherra Noregs kcm til
Reykjavíkur á íimmtu-
dagsnótt, ásamt konu
sinni frú Magnhildi Bor-
ten. Hingað til Akureyr-
ar koma þau í dag og
munu fara til Mývatns-
sveitar samdægurs en
sitja kvöldverðarboð bæj
arstjórnar Akureyrar
sama dag.
Á sunnudagsmorgun
mun ráð fyrir því gcrt, að
forsætisráðherrann aki
um Eyjafjörð og kynni
sér búskaparliáttu norð-
Ienzkra bænda. □
gras mun víða hafa fallið alger-
lega þótt það lægi ekki ljóst
fyrir í gær, hvort svo væri alls
staðar.
Nóttina áður var 3 stiga frost
í Þykkvabæ, mesta kartöflu-
ræktarsvæði landsins.
Með þessum frostnóttum eru
þær vonir manna að engu orðn
ar, að mild haustveðrátta bæti
stutt og svalt kartöfluræktar-
stfinar. □
ELTI UPPI MANN-
LAUSAN BÍL!
ÞAÐ bar til í vikunni að Þór-
oddur Jóhannsson farmkvæmda
sljóri UMSE mætti mannlaus-
um bíl með K-númeri í Helga-
magrastræti. Auðvelt reyndist
að mæta honum því að hann
rann á vinstri vegarkanti. Þór-
oddur stökk út úr bíl sínum,
elti uppi mannlausa bílinn og
.stöðvaði hann. Hafði þá ekkert
slys hent. En bíllinn jók ferðina
undan brekkunni norður göt-
una svo eltingaleikurinn var
bæði „harður og tvísýnn“. Q
Síórutungu 8. scpt. Laugardag-
inn 10. september verður farið
af stað í göngurnar austan
Fljóts, en þeir fara 13., sem
ganga að vestan.
Sumarið hefur verið kalt og
rigningarsamt og heyfengur
manna mun því nokkuð mis-
jafn. Enn eru hey úti bæði flatt
og uppsett. Eitthvað mun enn
verða hirt í vothey. Kal í tún-
um var mikið á sumum bæjum.
Nú hefur gránað í fjöll.
Það bar til tvisvar í sumar,
að minkur gerði sig heimakom-
inn á Mýri í Bárðardal. Tryggvi
bóndi grandaði tveimur með
heykvísl og skaut þann þriðja.
Nokkrir aðrir minkar hafa ver-
ið drepnir hér í sveitinni. Þ. J.