Dagur - 10.09.1966, Blaðsíða 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmafrur:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsmgar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Preatverk Odds Bjömssonar hi.
Per Borten
HINGAÐ til Norðurlands kemur í
dag Per Ilorten forsætisráðherra
Norðmanna, sem er hjinn mesti,
aufúsugestur. Hann fer samdægurs
til Mývatnssveitar en mun á sunnu-
daginn aka um byggðir Eyjafjarðar
til að kynnast búskap bænda. En
hann er búfræðingur að menntun og
var fyrrum landbúnaðarraðunautur.
Veruleg afskipti af stjórnmálum hóf
hann árið 1945. En það var j>ó ekki
fyrr en 1950 að hann fyrst var kos-
inn á þing og var hann þá 37 ára.
Síðan liefur hann átt sæti á stórþing-
inu og jafnan fyrir heimahérað sitt
Suður-þrændalög. Frá 1961 hefur
hann verið forseti neðri deildar
þingsins, en formaður flokks síns síð
an 1955.
Forsætisráðherra varð Per Borten
í október sl. eftir þingkosningar þá.
Lengi vel bjó hann búi sínu í
Þrændalögum, en lét af búskap fyrir
fáum árum vegna vaxandi opinberra
starfa, sem á hann hlóðust. Per Bor-
ten er foringi Sentrumspartíet, sem
áður hét Bondepartíet. Þegar stjórn-
arskipti urðu, var róstusamt í norsk-.
um stjórnmálum og var Per Borten
talinn manna líklegastur til að sam-
eina sundurleit öfl þeirra samtaka,
sem tóku stjórn Noregs í sínar hend-
ur eftir 30 ára stjórnartímabil Verka
mannaflokksins.
Margir óttast, að íslendingar fjar-
lægist hin Norðurlöndin síðari ár
vegna aukinna skipta við Bandarík-
in. Slíkt væri óæskilegt og ber að
vinna gegn því.
Vinátta Norðmanna og íslendinga
byggist ekki fyrst og fremst á frænd-
senii þjóðanna og sögutengslum,
; heldur á svipaðri lífsbaráttu þjóð-
anna í fremur harðbýlum löndum.
Það má segja að löndin hafi mótað
þjóðirnar á svo líkan hátt að við finn
um raunverulega skyldleikann. Þess
hafa íslendingar notið oft og ríku-
lega í margþættum og góðum sam-
skiptum um fjölda ára. Þá er og þess
að minnast með þakklæti, að rætur
hins íslenzka þjóðfélags, sem traust-
astar hafa reynzt, eru flestar frá Nor-
egi komnar. Víst hafa margir íslend-
ingar fundið það með gleði oft og
mörgum sinnum hve hlýr hugur
Norðmanna er jafnan í okkar garð
og er vert að þakka það sérstaklega
um leið og hinn norski forsætisráð-
herra er boðinn velkominn til Norð-
urlands, ásamt föruneyti sínu og
þeim fyrirmönnum íslands og öðr-
um, sem verða með í för. □
Jónas Thordarson:
NÝJAR LEIÐIR ILA
MIKLAR umræður hafa nú
lengi staðið um stefnuna í land
búnaðarmálum þjóðarinnar og
sitt sýnist hverjum þar, enda
mikill skoðanamunur um úr-
lausnir í þeim málum öllum og
þsim, sem þar að vinna, mikill
vandi á höndum hversu úr
skuli bæta. Ráðherrar, alþingis-
menn og fyrirsvarsmenn bænda
virðast standa ráðþrota gagn-
vart þessum vanda. Þetta sést
bezt á því, að viðskiptamála-
ráðherra talar um þann mikla
„dragbít á hagvöxt hins ísl. efna
hagslífs", sem íslenzkur land-
búnaður sé, enda telur hann, að
offramleiðsla á búvörum, eða
framleiðsla umfram þarfir þjóð
árinnar, sé komin í hreint óefni,
en eigi þó eftir að aukast enn,
að óbreyttu ástandi. Heildar-
framleiðsluaukningin orðin sem
sé meiri en fólksfjölgunin (sbr.
Alþbl. 20. ágúst 1966). Hann
telur, að útflutningsuppbætur í
ár af umframframleiðslunni,
sem út þarf að flytja, muni
verða um 290 milljónir króna
og með sama áframhaldi þyrftu
uppbæturnar að verða 475 millj
ónir króna framleiðsluárið 1970
—1971. Þessa þungu byrði mun
enginn vilja taka á sig. Neyt-
endur og skattgreiðendur
munu neita, bændur munu
neita og eftir væri þá ríkiskass
inn, en vandséð hversu lengi
hann gæti tekið á sig slíkar
byrðar.
Hins vegar talar landbúnaðar
ráðherra um það, á síðasta Stétt
arsambandsþingi bænda, að
auka þurfi ræktunina, sérstak-
lega hjá þeim bændum,' sem
minnst bú hafi. Þetta virðist
mér stangast á við skoðanir við
skiptamálaráðherrans, nerna þá
að séð yrði um, að stórbænd-
urnir minnkuðu við sig að
sama skapi, en slíkt yrði erfitt
í framkvæmd. En til hvers á þá
að rækta meira, ef ræktunin riú
gerir meira en að sjá fyrir bú-
vöruneyzlu þjóðarinnar? Bænd
ur sjálfir eru.bæði órójegir og
kvíðnir yfir þróun þessara mála,
en þeirra kröfur og úrbætur
miðast mést við verðlagningu
landbúnaðarvara. Þeir telja sig
ekki fá nóg fyrir sína fram-
leiðslu, þrátt fyrir hinar geysi-
legu verðuppbætur, bæði á inn
anlandsneyzlu sem útflutning.
Þeir telja sig einna lægst laun-
uðu stéttina hér á landi, en
vinna einna lengstan vinnudag
allra landsmanna og líta svo á,
að þeir verði að leggja enn harð
ara að sér ef þeir eigi að auka
ræktun, sem óhjákvæmilega
verði að breyta í mjólk eða
kjöt, samkvæmt núverandi bú-
venjum og þá um leið auka of-
framleiðsluna. Þannig ganga
klögumálin á víxl, en lausn á
vandanum sýnist engin fram-
undan.'En er hún þá til? Ég
tel að svo sé, og þótt ég sé bæj-
arbui, en ekki bóndi, leyfi ég
mér að benda á hana hér, eink-
anlega vegna þess, hversu hljótt
hefur verið um hana fram að
þessu.
Heymjöl* til útflutnings er
lausnin.
Sú leið, er ég tel að hér gæti
leyst mikið vandamál, er ein-
faldlega að bæta við þriðju bú-
greininni, sem hvorki mundi
* Til hægðarauka mun ég hér
nota orðin heymjöl og heymjöls
framleiðsla, hvort sem átt er
við hraðþurrkun heys, hey-
j köggla-, heymjöls- eða aðra
I framleiðslu í heymjölsverk-
1 smiðjum).
auka mjólkur- né kjötfram-
leiðsluna, taka upp framleiðslu
á heymjöli um land allt, flytja
það út og fá þannig mikinn
gjaldeyri frá landbúnaðinum.
sem ekki krefðist útfiutnings-
uppbóta.
Allir vita að íslenzka heyið
eða taðan, er kjarnafóður og
Jónas Thordarson.
hollt öllum búpeningi. Á síð-
ustu árum hafa víða verið gerð
ar efnagreiningar á töðu og hey
mjöli, eins og oft hefur komið
fram í blöðum og búnaðarrit-
um og íslenzka heymjölið alltaf
fengið einróma lof, hvað fóður-
gildi snerti, og talið betri vara
en sambærileg vara erlendis.
Má því gera ráð fyrir því, að
það yrði eftirsótt vara í fóður-
blöndur og markaður reynast
nægur erlendis um leið og
reynsla fengist af því.
Síðastliðinn fimm til sex ár
hafa 3 heymjölsverksmiðjur
•iMiMiiHiiiiiiitimiiiiitmttMimiitMiiiiiiimttiimiin*
| FYRRI HLUTI |
. *"immiiimmmmmmimmiimmimimmmmm>
starfað hér á landi, eða hey-
kögglaverksmiðjan í Gunnars-
holti, Heymjölsverksmiðja SÍS
á Stórólfsvelli og svo heymjöls-
verksmiðja bræðranna í Braut-
arholti á Kjalarnesi. Þannig er
komin nokkurra ára reynsla á
þessa starfsemi, með þrem mis-
munandi rekstrarformum, eða
ríkisrekstur í Gunnarsholti,
samvinnurekstur á Stórólfs-
velli og loks einkarekstur, eða
eins og starfsemin yrði í hönd-
um bændanna sjálfra, í Braut-
arholti. Þrátt fyrir nokkurra
ára brautryðjendastarf hefi ég
hvergi orðið var við neinar opin
berar skýrslur, eða niðurstöður
um árangurinn af þessari starf-
semi og tel ég fullvíst, að þær
liggi hvergi fyrir og er það
mjög illa farið. Bændur vita
ekki ennþá hvers má vænta af
þessari búgrein. Um það ríkir
þögnin ein.
Þegar ég tala hér um hey-
mjölsframleiðslu, sem búgrein
á ég við, að hún yrði tekin upp
af bændum sjálfum sem víðast
um landið, til viðbótar þeim bú
skap, sem þeir nú stunda. Yrði
þó vitaskuld að hafa hliðsjón af
heppilegu staðarvah hvað við-
víkur samfelldum ræktunar-
lendum, samgöngum og skilyrð
um til þéttbýlismyndunar. Eftir
sem áður gengi ég út frá því,
að bændur héldu við þeirri bú-
stærð, er þyrfti til að fullnægja
innanlandsmarkaðinum. Mundi
því þetta verða tekjuauki hjá
bændum almennt, þó víða
mætti gera ráð fyrir að það þró
aðist í það, að verða aðalat-
vinna.
Þegar við berum saman hina
tvo gamalgrónu atvinnuvegi
vora, landbúnað og sjávarútveg,
þá sést strax, hvað aðstaða
þeirra til markaðsöflunar hefur
verið ójöfn. Þeir sem sjóinn
hafa stundað, hafa framleitt á
erlendan markað og haft ótak-
markaða útþenslumöguleika.
Oft hafa þeir þurft á margvís-
legri hjálp og aðstoð að halda
af opinberri hálfu, en þessir
óþrjótandi markaðsmöguleikar
sjávarútvegsins hafa þó fleytt
inn í landið þeim gjaldeyri, sem
hefur verið undirstaðan að allri
hinni miklu uppbyggingu lands
ins fram á þennan dag. Land-
búnaðurinn hefur aftur á móti
þróazt í það, að framleiða mat-
vörur handa þjóðinni eingöngu
og framleiðslu hans yfirleitt ver
ið beint í það hoi'f, en íslenzkur
markaður, í hverju sem er, er
mjög þröngur og hver sú at-
vinnugrein, sem er við það mið
uð að framleiða eingöngu fyrir
hann, kemst fljótt í þrot. Mark
aðurinn þolir ekki meira, þróun
in stöðvast og annaðhvort verð-
ur að hætta eða draga saman
seglin. Þannig hefur farið fyrir
ýmsum iðngreinum og þannig
er komið fyrir bændum í dag.
Þeir eru komnir yfir markið og
meiri og meiri offramleiðsla
blasir við, en sé snúið snöggt
við og dregið úr framleiðslunni
er hætt við, að innan tíðar
minnki framleiðslan svo mikið,
að búvörui' nægi ekki handa
þjóðinni. í framtíðinni getur því
svo farið, að það, að halda bú-
vöruframleiðslunni í jafnvægi
við innanlandsneyzluna, skapi
eilíf vandamál sitt á hvað og
árekstra milli bænda og neyt-
enda. Hér kæmi heymjölsfram-
leiðsla að miklu gagni til jafn-
vægis. Væri offramleiðsla, eða
væru bændur óánægðir með
verð á búvöru, gætu þeir á einu
sumri breytt til, fækkað kúm
eðá kindum og framleitt því
meira heymjöl. Eins, ef kjöt eða
mjólkurframleiðsla þyldi aukn-
ingu og gæfi betra verð, minnk
uðu þeir heymjölsframleiðsl-
una, en bættu við sig kúm eða
lcindum. Slíkar breytingar ættu
ekki að þurfa að valda slíkri
röskun á störfum bænda og
tekjuöflun, sem þær gera nú.
Ég held að almenningur hafi
ekki gefið því neinn verulegan
gaum, hvað felst í því, að koma
hér upp mikilli heymjölsfram-
leiðslu í náinni framtíð. Er því
freistandi, að leggja niður fyrir
sér hvernig útkoman yrði. En
þar sem við engar tölur er að
styðjast, varðandi framleiðslu-
kostnað eða markaðsvprð, verð
ur sú áætlun, sem ég ætla að
setja hér fram, eingöngu byggð
á líkum. Vona ég að það komi
í ljós síðar, hvort mínar niður-
stöður verði nálægt réttu lagi
eða ekki.
Nú er talið að 90.000 hektara
ræktaðs lands sé til í landinu.
Verði ræktunin á næstu 5 ár-
um, eða svo, aukin um rúm-
lega helming, eða 100.000 h'ekt-
ara, sem eingöngu færu í hey-
mjölsframleiðslu og hektarinn
gæfi af sér 4 tonn til jafnaðar,
þá yrðu það 400.000 tonn alls.
Ekki hefi ég upplýsingar um
það hvað þurrhey, sem hér er
áætlað með, léttist við vinnsl-
una, en varlega áætlað teldi ég
það helming. Heymjölsfram-
leiðslan yrði þá alls 200.000
tonn. Ótrúlegt er, að verð hey-
(Framhald á blaðsíðu 7).
5
Við megum ekki sætta okkur við| Nokkrar ályktanir kjördæmisþingsins á Laugum
lélega menntun barna ckkar,
segir Jón Hjálmarsson, bóndi í Villingadal
í SAMBANDI við þá frétt um
byggingu unglingaskóla fyrir
fjóra hreppa hér í nágrenninu,
sem birtist á fyrstu síðu blaðs-
ins í dag, greip blaðið tækifær-
ið er það hitti einn fulltrúa úr
byggingarnefndinni, Jón Hjálm
arsson, til að ræða málið nánar.
Hann svaraði góðfúslega nokkr
um spurningum um skólamál-
in, og fer viðtalið hér á eftir.
Hver er aðdragandi þessa
máls?
Umræður hófust fyrir nokkru
á vegum oddvita og fræðslu-
nefndar og kann ég ekki á þeim
skil. Námsstjóri Norðurlands
hafði forgöngu um þær viðræð-
ur og fræðslumálastjóri tók
einnig þátt í þeim. Þegar sýnt
var, að vilji var fyrir skólabygg
ingunni þ. e. byggingu 60—70
manna unglingaskóla var kosin
byggingarnefnd. Þessi nefnd tók
svo til starfa um miðjan júlí í
sumar.
Hvað var það einkuni, sem
hvatti ykkur til framkvæmda?
Skólamál okkar Eyfirðinga
eru hvergi nærri í því lagi, sem
viðunandj er. Við höfum lengi
notið Mennfca- og Gagnfræða-
skólans á Akureyri og komið
unglingunum þangað eftir
barnapróf, en nú er M. A. okk-
ur lokaður og Gagnfræðaskól-
inn hefur ekki getað fullnægt
okkar þörfum vegna þrengsla.
Þeir, sem ekki geta framkvæmt
skyldunám í héruðunum, eins
og Eyfirðingar innann Akur-
eyrar, hafa orðið að koma börn
um sínum í skóla lengra til, eft-
ir bamáþróf. Sótt um í mörgum
skólum fyrir hvert barn, og von
um að einhversstaðar opnaðist
leið. En það hefur stundum
ekki dugað til. Þetta er óvið-
unandi og olli því, að bygg-
ing unglingaskóla, til þess að
fullnægja fræðsluskyldunni,
stendur nú fyrir dyrum.
Hvernig er barnafræðslu í
þessum fjórum hreppum varið?
Bömin eru flutt heiman og
heim, því heimavist hefur vant
að. Húsnæði skólanna af skorn-
um skammti, svo að fræðslu-
Akureyri-Valur í Bik-
r
arkeppni KSI
DREGIÐ hefur verið um hvaða
lið leika saman í Bikarkeppni
KSÍ, og drógust saman ÍBA og
Valur. Ekki er vitað hvenær sá
leikur fer fram, en það verður
sennilega ekki fyrr en seint í
þessum mánuði og má búast
við að liann fari fram á Mela-
vellinum í Reykjavík. Það er
mjög slæmt að svo langt hlé
skuli verða frá því Akureyring
ar leika sinn síðasta leik í fs-
landsmótinu og þar til þeir
leika í Bikarkeppninni og getui'
haft slæm áhrif á liðið. Menn
vona samt að svo verði ekki. □
skyldunni varð ekki fullnægt.
Um tvær leiðir var að velja,
annaðhvort að hver skóli hæfist
handa um úrbætur, eða leysa
málið með byggingu eins skóla
og var sú leið valin og heita
vatnið tók af allan vafa um
staðarval.
Hvað viltu segja um héraðs-
skólamál?
Það mál er á dagskrá og flest
ir sjá að við þurfum að koma
upp okkar héraðs- eða gagn-
fræðaskóla eins fljótt og mögu-
legt er. Það mál er í undirbún-
ingi og vonandi hefjast þær
framkvæmdir líka innan
skamms. Það mál leysist von-
andi á breiðari vettvangi.
Hvað viltu segja Jón, um að-
stöðu til menntunar í sveit og
bæ?
Manni sýnist menntunarað-
staða þéttbýlismanna nú orðin
ólíkt betri en okkar, og ódýrari.
Við þetta verður ekki unað. Við
megum til, hvað sem það kost-
að, að búa börnum okkar ekki
lakari menntunaraðstöðu en
aðrar stéttir þjóðfélagsins. Fyr
ir æskuna verður að gera eins
mikið og unnt er, til að búa
hana undir lífið, og á það ekki
síður við æsku sveitanna' en
æsku þéttbýlis. Það er þá ekki
við okkur, hina eldri að sakast,
ef hún bregzt hlutverki sínu,
segir Jón" Hjálmarsson að lok-
um og þakkar blaðið svör hans.
E. D.
Um framkvæmdaáællun Norðurlands.
Kjördæmisþingið lýsir ánægju sinni yfir því sem upplýst hefur
verið, að nú sé unnið að sérstakri framkvæmdaáætlun fyrh’ Norð-
urland, en leggur áherzlu á, að komið verði á fót áætlunarmiðstöð
á Akureyri, sem starfi í samráði við viðkomandi sveitarstjórnir,
sýslunefndir, Fjórðungssamband Norðurlands og aðra þá er for-
göngu hafa um framkvæmdir á Norðurlandi.
Ríkisstofnanir fluttar.
Þingið lítur svo á, að fullkomlega sé tímabært að látin sé fara
fram gagnger athugun á því, hvaða opinberar stofnanir megi flytja
burt af höfuðborgarsvæðinu til staða í öðrum landshlutum. Jafn-
framt lýsir þingið yfir fylgi sínu við þá hugmynd sem fram hefur
komið, að atvinnufyrirtækjum, sem stofnsett eru á stöðum þar
sem atvinna er af skornum skammti verði ívilnað í gjöldum til
ríkis og sveitarfélaga a. m. k. um árabil.
Staðsetning stóriðjunnar.
Kjördæmisþingið lítur svo á, að í hinum nýju lögum um At-
vinnujöfnunarsjóð felist nokkur viðurkenning á þeim sjónarmið-
um er fram hafa komið undanfarin ár í frumvarpi Framsóknar-
flokksins.um sérstakar ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð
landsins. Þingið lætur í ljós þá von, að hér sé aðeins um að ræða
byrjun á miklu stærri átökum ríkisvaldsins til uppbyggingar at-
vinnuveganna í dreifþýlinu og telur að Atvinnujöfnunarsjóð eigi
að ávaxta utan Reykjavíkur, t. d. á Akureyri, og stjórna honum
þaðan. Jafnframt átelur þingið þau mistök stjórnarinnar að stofna
til stóriðju í þeim hluta landsins, er sízt átti að koma til greina með
tilliti til æskilegs byggðajafnvægis.
Strandferðir.
Kjördæmisþingið telur nauðsynlegt, að strandferðaskipafloti rík
isins verði endurnýjaður hið fyrsta og framkvæmd strandfei'ða-
þjónustunnar tekin til gaumgæfilegrar athugunar í því sambandi.
Mótmælir þingið harðlega öllum ráðgerðum um að draga úr strand
ferðaþjónustunni frá því sem nú er.
Um skiptingu landsins í fylki.
Kjördæmisþingið lýsir yfir fylgi sínu við tillögur, er fram komu
frá fjórðungsþingum á sínum tíma og nýlega hefur verið hreyft á
Alþingi, um skiptingu landsins í fylki með sjálfstjórn í sérmálum.
Um skólamál.
Kjördæmisþingið vill enn á ný ítreka fyrri ályktanir sínar um
skólamál. Þó aðeins hafi vikið í rétta átt, vill þingið leggja brýna
áherzlu á, að unnið sé sem ötullegast að úrbótum þessara mála, og
Aðeins hálf kartöfluuppskera í hausl
Dagur ræðir við Jóhann Jónasson forstjóra
Grænmetisverzlunar landbúnaðarins
ÞEIR Jóhann Jónasson forstjóri
Grænmetisverzlunar landbún-
aðarins og Ingólfur Davíðsson
grasafræðingur voru hér á ferð
inni í vikunni og athuguðu
stofnræktina við Eyjafjörð og
aðra kartöflurækt, svo sem
þeirra venja er tvisvar eða
þrisvar á sumri hverju.
Blaðið lagði nokkrar spurn-
ingar fyrir Jóhann Jónasson og
-fer viðtalið hér á eftir.
Hvar fer stofnræktin fram?
Hér yið Eyjafjörð. Fjögur af-
brigði eru ræktuð. Gullauga,
rauðar íslenzkar, binte og
Helga. Tólf bændur sjá um
ræktunina.
Þú nefndir afbrigðið Helgu?
Já, það er kennt við Helgu
nokkra í Unnarholti í Hruna-
mannahreppi, sem fann þessar
kartöflur í garði sínum, þar
sem annars voru gullauga og
Eyvindur. Þetta afbrigði kann
að vera afsprengi þessara af-
brigða. Þetta afbrigði er nú
ræktað á Þórustöðum í Önguls-
staðahreppi.
Hvernig er útlit með kartöflu
sprettu á landinu yfirleitt?
Heldur slæmt. Það voraði
seint svo víða og voru kartöfl-
ur settar hálfum mánuði og allt
að mánuði seinna niður en oft
Jóhann Jónasson.
áður. Þeir, sem komu kartöfl-
um í jörð fyrstu vikuna í maí,
svo sem sumir á Eyrarbakka, fá
góða uppskeru og fóru að selja
góðar kartöflur um miðjan
ágúst. En þetta ér undantekn-
ing og þar sem um sandjörð er
að ræða. Trúað gæti ég, að
heildaruppskeran yrði helmingi
minni nú en í fyrrahaust.
Hve mikil er kartöfluneyzl-
an?
Við reiknum með 75 kg á
mann. f fyrra komu um 120000
tunnur til sölumeðferðar í land
inu.
Hver eru mestu kartöflurækt
arsvæðin?
Þykkvibærinn. Hann skilaði
í fyrra nálega þriðjungi lands-
uppskerunnar eða 40 þús. tunn
mu .Næst kemur svo Eyjafjörð-
ur, þ. e. ef sveitirnar austan og
vestan eru taldar með. Víða á
landinu er kartöflugras þegar
fallið. Á öðrum stöðum getur
haustið bætt uppskeruna. Nú
er kalt og hætt við nætur-
frosti (viðtalið fór fram 8. sept.)
Hér um slóðir, t. d. á Svalbarðs-
strönd, hefur útlitið ekki verið
eins slæmt í mörg ár. Uppsker-
an er nú víða þreföld til fimm-
föld.
Fyrirtæki þitt hefur verið
kært vegna sölu á miður góð-
um kartöflum. Hvernig standa
þau mál?
Já, Neytendasamtökin kærðu
yfir sölu á kartöflum frá ír-
landi og var það fyrra árs upp-
(Framhald á blaðsíðu 7.)
að því verði stefnt, að hver nemandi geti hlotið sem fyllsía mennt-
un í sinni heimabyggð.
. i
Iðnaðurinn.
Kjördæmisþingið minnir á vaxandi vanda íslenzks iðnaðar sem
gleggst sézt á því, að ýmis iðnaðarfyrirtæki hafa orðið að gefasti
upp. Mestu öi'ðugleikarnir eru vegna skipulagsleysis innflutnings-
og lánsfjármála, auk þess sem iðnaðurinn hefur ekki fengið tæki-
færi til aðlöðunar við breyttar aðstæður. Úr þessu er mjög brýnt
að bæta ef íslenzkur iðnaður á að hafa nokkurn lífsmöguleika.
Um síldarflutninga.
Þingið leggur áherzlu á nauðsyn skipulegra síldarflutninga til
þeirra síldarhafna á Norðurlandi, sem skortir hráefni. Leggur þing
ið sérstaka áhei'zlu á foz-gangsrétt Norðurlands í þessu efni, um-
fram ýmsa aðra landshluta.
Þá telur þingið aðkallandi að gangskör verði gei'ð að því, að at-
huguð verði niðui-suða og niðurlagning ýmissa sjávarafurða og
bendir í því sambandi t. d. á framleiðslu á „kaviar“ úr grásleppu-
lirognum.
Þingið leggur áhei’zlu á að gerð verði og framkvæmd áætlun um
að ljúka uppbyggingu fyrii'hugaðra fiski- og verzlunarhafna hér í
kjördæminu, t. d. á næstu 5 árum. Telur þingið að ríkissjóður
verði framvegis að greiða mun hærri hundraðshluta af fram-
kvæmdakostnaði við hafnargerðir en hann gerir samkvæmt nú-
gildandi hafnarlögum.
f
Um rafvæðingu landsins.
Kjördæmisþingið skorar á þingmenn Framsóknarfl. og flokks-
þing hans, að gera það eitt af aðálbaráttumálum flokksins, að á
næsta kjörtímabili verði lokið rafvæðingu allrar landsbyggðarinn-
ar, og þeim, sem ekki geta fengið rafmagn frá samveitum verði
af ríkinu hjálpað til að kóma upp eða fá afnot af heimarafstöðvum
með vatns- eða vélaorku, þannig að rafmagnið verði þeim ekki
dýrara en öðrum landsmönnum. Stefnt verði að því, að tengja
saman aðalorkuver í landinu.
1
Sazneining sveitarfélaga.
Kjördæmisþingið lýsir andstöðu við, að sameinuð verði sveitar-
félög með valdboði.' '.
!
)
Um landbúnað.
Kjördæmisþingið telur að vanda þann, sem nú steðjar að bænd-
um landsins vegna hraðvaxandi dýrtíðar beri ríkinu að leýsa.
Telur þingið það sanngirnis- og nauðsynjamál, að bændum verði
tryggðar sambærilegar tekjur og viðmiðunarstéttirnar hafa, eins
og lögin um Framleiðsluráð o. fl. mæla fyrir um.
I
Hringvegur um landið.
Kjördæmisþingið leggur til, að tekin verði ríkislán, innlend og
erlend, til að ljúkar á tilteknum tíma og svo fljótt, sem gerlegts
þykir, uppbyggingu vandaðrar hringbrautar um landið, er liggi
svo sem unnt er um byggðir og sé við það miðað, að hún sé að
jafnaði fær allt árið. Verði þá árlegum tekjum vegasjóðs varið til
annarra vegaframkvæmda.
1-
Auknar flugsamgöngur.
Kjördæmisþingið telur bæði tímabært og brýnt, að efldar verði
flugsamgöngur innan fjói'ðungsins og að stórátak verði gert í
bættri og aukinni flugvallargerð sem víðast í fjórðungnum. Bendir
þingið á að Akureyri er eðlileg flugmiðstöð Noi'ðurlands og skorar
á hlutaðeigandi stjórnarvöld, að hraða sem mest aðkallandi fram-
kvæmdum á Akui'eyrarflugvelli, m. a. í því skyni, að stuðla að
bættri aðstöðu þeirra, sem halda uppi flugsamgöngum innan fjórð-
ungsins.
t
I
Verndun fiskimiða og rannsóknir.
Kjördæmisþingið vill leggja áherzlu á nauðsyn þess, að ötul-
lega sé unnið að verndun fiskimiða Islendinga, með útfærslu fisk-
veiðitakmarka og veiðarfæravali innan landhelgi, auk þess sem
reynt sé að fullvinna aflann sem mest í landinu. Einnig vill þingið
minna á nauðsyn þess, að haf- og fiskii-annsóknir vei'ði stórefldar
fyrir Norðui’landi.
Innflutningslzöfn.
Kjördæmisþingið bendir á þá miklu möguleika, sem Akureyri
hefur sem innflutningshöfn. Aukinn innflutningur til Akureyi’ar
ætti að gera þungaflutninga til Norðurlands bæði greiðari og
ódýrari.
(
Að Alþingi styrki ASf.
Kjördæmisþingið telur, að erfiðleikar verka- og iðnverkafólks
vegna óðavei-ðbólgu og dýrtíðar verði að mæta á jákvæðari hátt;
en hingað til, og telur þingið það sanngirnþ;- og nauðsynjamál, að
Alþingi styrki Alþýðusamband íslands til þess að koma upp sinni
eigin hagstofu.