Dagur - 14.09.1966, Side 4

Dagur - 14.09.1966, Side 4
i Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. | líu TÍMINN ræðir í gær um viðskiln- að vinstri stjórnarinnar, sem Morg- unblaðið hefur nú gert að umtals- efni en jafnframt borið lof á verk núverandi stjórnar. Rlaðið beinir síðan eftirfarandi til Morgunblaðs- ins: „1. Skuldir þjóðarinnar við út- lönd, að frádregnum inneignum bankanna, voru mun minni í árslok J 1958, þegar vinstri stjórnin lét af t völdtrm en þær eru nú. 2. Útgjöid ríkisins hafa margfald- azt síðan vinstri stjórnin lét af völd- um, og álögurnar sem ríkið leggur á | almenning, hafa þó aukizt enn meira. 3. f kaupsamningum þeim, sem I gerðir voru til bráðabirgða sl. vor, urðu verkamenn að sætta sig við dag- laun, sem hafa minni kaupmátt en daglaun þeirra 1958. 4. Aðstaða atvinnuveganna er lak- ari nú en í árslok 1958 vegna stórauk ins stofn- og rekstrarkostnaðar, stór- um óhentugri lánskjara og nýrra álaga. 5. Vinstri stjórnin var á góðri leið með að útrýma húsnæðisskorti í kaupstöðum og kauptúnum en hann hefur stóraukizt aftur vegna ónógra i íbúðarbygginga. 6. Mjög hefur lrallað á ýmis byggð arlög seinustu árin og jafnvægisleys- ið í byggð landsins er því orðið miklu stærra vandamál en það var fyrir átta árum. 7. Þáu höft, sem lama hvað mest | framtak og sjálfsbjargarviöleitni hinna mörgu, lánsfjárhöft og vaxta- höft, hafa verið tekin upp í sívaxandi mæli síðan vinstri stjórnin fór frá völdum. 8. Skipulagsleysi og glundroði í íjárfestingarmálum hefur vaxið úr hófi fram, því að stjórnin hefur ekk- ert viljað gera til að þrengja oln- bogarými hinna ríku. 9. Verðmæti gjaldmiðilsins — krónunnar — er nú í mörgum tilfell- um helmingi minna en það var, þeg- ar vinstri stjórnin lét af völdum, sök- um hinnar hóflausu verðhækkunar- stefnu ríkisstjórnarinnar. 10. fslendingar voru búnir að fá 12 mílna fiskveiðilandhelgi, þegar vinstri stjórnin lét af völdum, og höfðu auk þess einhliða útfærslurétt og gátu því hvenær, sem þeir vildu helgað sér landgrunnið allt. Þessum mikilvæga rétti hefur ríkisstjórnin afsalað sér. Hér með er enn einu sinni skorað j á Mbl. að reyna að hnekkja þeim staðreyndum. Því meira sem þessi mál verða rædd, mun það koma bet- (Framhald á blaðsíðu 2.) jónas Tliordarson: Þetta mál er margþætt og merkilegt, sé það athugað gaum gæfilega. Það felur í sér lausn margra þeirra vandamála, sem nú þjaka bændur, dreifbýlið og allan almenning. Ræktun stórra heyakra, uppsetning heymjöls- vérksmiðja og framleiðsla hey- mjöls til útflutnings myndu hafa í för með sér margar óvæntar afleiðingar, sem yrðu til margskonai'. hagræðingar og bóta fyrir bændur og þjóðina alla. Leyfi ég mér að nefna nokkrar þeirra her: „Vandamálið um jafnvægið í byggð landsinsÁ 1. Þetta eilífa vandamál hyrfi afsjálfu sér með tilkomu þess- arar búgreinar. Þetta myndi aúka trú bændanna á framtíð ís lenzkra sveita, í stað þess von- leysis, sem nú er ríkjandi. Traust þeirra á sinni atvinnu- grein og metnaður þeirra gagn- vart öðrum stéttum ykist. Þeir fengju meira vald yfir sínum málum, en þyrfti ekki að kné- krjúpa ríkisvaldinu um styrki og bætur til að fá þá náð, að njóta lægstu stéttarlauna í land inu, eins og þeir halda fram sjálfir. Þeir, sem stofnuðu til heymjölsframleiðslu, kæmust fljótt að raun um að hún gæfi beztar tekjur og fyllilega á við það, sem annarsstaðar væri að fá. Eftir að þessi búgrein væri komin í gagnið, mundi engin ríkisstjórn geta leyft sér að stuðla að auðn þeirra staða um land allt, sem framleiddu mikl- ar gjaldeyrisvörur. Spá mín er sú, að innan skamms væri þetta „vandamál“ horfið, e.kki síður en á Austfjörðum, með tilkomu síldarinnar. 2. Eins og áður er sagt myndu útflutningsuppbæturnar hverfa, en svipuð upphæð lögð ■í stofnlánasjóð fyrir þessa bú- grein, sem ætti ekki að þurfa neinar uppbætur, heldur standa fyrir sínu fullkomlega. Ef til vili múndi þetta einnig hafa áhrif á niðurgreiðslur á innanlands- markaðinn, þær myndu minnka og bændur verða sjálfstæðari gagnvart verðlagningu á sínum framleiðsluvörum. Miklu skyn- samleg'ra væri að veita hinum miklu fjárfúlgum, sem nú fara í niðurgreiðsluhítina í þennan farveg, sem skapaði mikinn gjaldeyri. 3. Heymjölsframleiðsla gæti haft mikil áhrif á afstöðu okk- ar gagnvart Efnahagsbandalag- inu. Það mun vera erfitt fyrir okkur nú að ganga fþað, m. a. vegna þess, að bændur þyldu ekki óheftan innflutning bú- vara í samkeppni við sína fram leiðslu. Hins vegar má gera ráð fyrir að heymjölsmarkaðurinn yrði mestur og beztur í Vestur- Evrópu, en þar munu 10% til 12% tollmúrar rýra verðmæti heymjölsins eins og nú standa sakir. Gæti það þá orðið. mats- atriði fyrir bændur og einnig stjórnarvöldirí, að fá 10% til 12% hærra verð fyrir heymjöl- ið, gegn áhættunni af sam- keppni innflríttra búvara. Vænt anlega yrði sú áhætta ekki mik il, þegar aílt. kæmi til alls. Bændur myndu fá meira verð fyrir heymjölið, en við myndum halda áfram að eta okkar kjöt og drekka okkar mjólk eins og áður, enda ekki víst að hið inn- flutta yrð'i nokkuð ódýrara. Hins vegar myndi fjölbreytni á kjötmarkaðnum aukast að ráði, og yrði það til bóta fyrir neyt- endur. 4. Bændur hefðu mikla mögu leika til að komast úr þeim fjötr um einyrkjans, sem þeir eru nú hnepptir í og að þeirra áliti nólgast víða vinnuþrælkun. Þeir tala um, að þeirra vinnu- dagur sé lengri en flestra ann- ari-a. Eins og nú er, þýðir meiri ræktun fleiri kýr eða fleiri kind ur á fcðrum. Heymjölsfram- leiðslan kallar ekki á meiri vetrarvinnu við skepnuhirð- irígu, heldur það gagnstæða. Ekki heldur hættu á ofbeit vegna fjölgunar búfjár. Þessi bú grein myndi strax í upphafi taka upp vinnuflokka og vinnu hagræðingarkerfi, bæði við alla jarðvinnslu, áburðardreifingu, slátt, aðkeyrslu og vinnslu á heyinu. Vinnan yrði stöðug og jöfn frá vori til hausts og í föstu formi á hverjum degi, hvernig sem viðraði. Þetta yrði nokkurs konar verksmiðjuvinna eða iðn væddur landbúnaður. 5. Þetta er hið mikla fram- tíðarmál æskufólksins í sveit- um landsins og ber margt til. Hér kæmi upp nin ákjósanleg- | SÍÐARI HLUTI | asta atvinnugrein fyrir það á sumrin, því augljós er hin heppi lega verkaskipting fyrir það á skólaárunum. Eins og nú er ástatt fer æskufólkið úr sveit- unum á haustin í skóla víðs- vegar um landið. Á vorin fer svo ekki nema hluti af því heim á sínar stöðvar aftur. Það þarf á velborgaðri sumarvinnu að halda, þar sem mest er upp úr henni að hafa og það er sjaldnast heima hjá því. Þetta fólk slitnar því frekar úr tengsl um við sína heimabyggð, er það er að heiman mestallt árið og sezt svo að fullu að annarsstað- ar. Oðruvísi yrði þessu varið við tilkomu heymjölsframleiðslunn ar. Skólarnir starfa að vetrin- um, heymjölsframleiðslan er að sumrinu. Þarna er því augljós verkaskipting fyrir sveitaæsk- una. Hún kæmi heim úr skól- unum á vorin í miklu stærra mæli en nú, og fengi holla og vel borgaða atvinnu á sínum heimaslóðum yfir sumarið. Miklu fleiri, en nú á sér stað, myndu stöðvast í sveitum lands itis. Unga fólkið sæi fram á jafngóða, eða betri framtíðar- möguleika þar, við tilkomu nýrrar búgreinar, en við aðrar starfsgreinai' og veldi sér frek- ar búskap að lífsstarfi við þann ig lagaðar aðstæður, en við þær, sem nú eru í búskapnum. 6. Miklu meiri, eða betri og fyllri notkun yrði á öllum þeim mikla vélakosti, sem nú er til í landinu, til jarðvinnslu og rækt unar. Hann gæti unnið með full um afköstum í mörg ár, og auð- vitað yrði að bæta í skörðin og auka við eftir því sem þörf krefði. Með öðrum orðum, tækjanýting yrði miklu betri, en ríú á sér stað. 7. Hér bættist við sterkur aðili til að notá samgöngukerfi dreifbýlisins og sem hjálpaði til við að efla það og bæta. Þessi búgrein þyrfti líka mikið raf- magn og rafmagnsnotkun henn ar gæti mjög ýtt undir rafvæð- ingu alls dreifbýlisins fyrr en ella. Yfir höfuð yrði þetta mik- ill aflvaki fyrir öll þau „dreif- ingarkerfi", sem landsbyggðin þarfnast. 8. Hér opnaðist ákjósanleg AÐI leið fyrir bændurna til að geta loksins sigrast að fullu á hinum mikla bölvaldi þeirra, fyrr og síðar, óþurrkunum. í óþurrka- sumrum gætu heymjölsverk- smiðjurnar hjálpað til við að bjarga heyi bænda, sem til vetr arfóðurs ætti að nota. Jafn- framt yrði um gjörbyltingu í fóðurgæðum töðunnar að ræða, ef lítið, sem ekkert hey hrekt- ist eða rigndi niður. Hinn veiki hlekkur í allri framkvæmd hey öflunar hér á landi er einmitt þetta, að láta heyið hrekjast í óþurrkum og tapa miklu af nær ingargildi sínu. Það myndu spar ast margar milljónir, sem nú fara í súginn, við það, að komið yrði upp heymjölsverksmiðjum sem víðast. 9. Mikil gjaldeyrisverðmæti spöruðust við minnkandi kraft- fóðurskaup erlendis frá, er bændur færu að nota meira heimafengið heymjöl og hey- köggla, sem sjálft mundi sanna gæði sín sem hið hollasta og bezta fóður, sem völ væri á, bæði innanlands og utan. 10. Margt fleira kæmi til. M. a. það, að fljótt yrði þörf fyr ir aðra áburðarverksmiðju, norðanlands eða austan, sem þyrfti mikið rafmagn og myndi flýta fyrir næstu virkjun á eftir Búrfellsvirkjun, t. d. Dettifoss- virkjun. Þannig gæti grósku- mikill atvinnuvegur, sem þessi, orðið er fram líða stundir, afl- vaki margskonar framkvæmda í þjónustu almennings, sem ann ars mundu bíða von úr viti vegna þess, að atvinnuvegir dreifbýlisins og mannfæð þess rísa ekki undir þeim nú. Markaðsliorfur. Næst því, að framleiða vör- una er auðvitað stærsta spurn- ingin þetta: Er hægt að fá nóg- an og góðan markað fyrir hana? Ég er enginn sérfræðingur í markaðsmálum, en leyfi mér þó að halda því fram, að mjög miklar líkur séu fyrir því, að engin vandkvæði verði með markað erlendis, ef vel verður eftir honum leitað. Helztu lík- urnar eru þessar: Samkvæmt fréttum ísl. blaða hafa bæði þýzkir vísindamenn og eins Atvinnudeild háskólans efnagreint ísl. heymjöl og eru sammála um, að það hafi rneira fóðurgildi en annar fóðurbætir yfirleitt, t.d. eggjahvítuauðugra. Það er því ekki út í hött, er einn þýzkur hefir sagt, að ís- land gæti orðið „grasforðabúr“ Evrópu. Bændur í þéttbýlislöndum Evrópu missa alltaf meira og meira af landi sínu undir borg- ir og önnur mannvirki og eykst því alltaf þörf þeirra á fóður- bætiskaupum handa búpeningi sínum, eftir því, sem bújarðir þeirra minnka, eigi þeir að geta haldið í horfinu með fram- leiðslu sína handa hinum mörgu milljónum neytenda. ísl. hey- mjöl gæti þar komið að mikl- um notum í fóðurblöndur. Samkvæmt blaðaviðtali var reynsla þeirra Brautarholts- bræðra sú, af fyrstu tilrauna- sendingu þeirra á brezkan mark að, að þeim var boðið meira verð fyrir tonnið af sínu hey- mjöli, en Dönum fyrir sína fram leiðslu og strax beðnir um miklu meira magn en þeir gátu framleitt. Virðist þetta allt benda til þess, að markaður kæmi af sjálfu sér jafnóðum og þessi vara yrði þekkt og boðin til sölu. Eins og ég hefi tekið fram áður virðist mér, sem hinn þröngi og takmarkaði innan- landsmarkaðui' hafi rýrt mjög útþenslumöguleika ísl. búvara, í því formi sem þær eru nú, öfugt við það, sem átt hefur sér stað í útveginum fram að þessu. En nú eru blikur á lofti þai'. T. d. virðist mikill samdráttur framundan í togaraútgerðinni, sem áður fyrr var ein styrkasta stoð allrar gjaldeyrisöflunar. Fari svo að útgerð rýrni vegna ofveiða eða af öðrum orsökum, sem vonandi verður ekki, er gott að landbúnaðurinn verði búinn að koma sér vel fyrir til gjaldeyrisöflunar með sín „síld armið í sveitum landsins", er framleiði fullunna iðnaðarvöru á erlendan markað. Hér er um slíkt stórmál að ræða fyrir bændur, fyrir jafn- vægið í byggð landsins, fyrir framtíð íslands alla, að stór- furðulegt má heita, að ekkert skuli hafa verið um það rætt og ritað. Hin voldugu samtök bænda og stjórnarvöld landsins virðast ekkert. hafa um þetta mál fjallað ennþá, þrátt fyrir mikil fundarhöld og umræður um málefni bændanna. Grund- vallarbreyting á framleiðslu- forminu virðist hvergi hafa ver ið til umræðu. Þótt þrír aðilar hafi unnið margra ára braut- ryðjendastörf í þessu máli er þjóðin engu nær um árangur þeirra. Þögnin ein ríkir um það. Bændur — sérstaklega hinir ungu, því að þéirra er fram- tíðin —■ verða að vakna og sjá, að þetta er hið eina, sem getur bjai’gað þeim úr þeim ógöng- um, sem landbúnaðarmálin virðast komin í. Með rannsókn- arstofnunum sínum og ráðu- nautastarfsliði ætt'i að vera auð velt fyrir þá, að skipuleggja þetta vel, hvað allri leiðbein- ingarstarfsemi viðvíkur, en áríðandi er að þessi búgrein verði tekin réttum tökum strax í upphafi. Fari svo, spái ég því, að bændur horfi innan skamms vonglaðari til framtíðarinnar en þeir gera nú. DR. SIGURÐUR NORDAL prófessor er áttræður í dag, 14. september. í meira en hálfa öld hefur hann verið frægastur íslenzkra manna í sinni vísindagrein, nor rænum bókmenntun. Hann hef Sigurður Nordal. ur fært bókmenntaarf okkar, íslendingasögurnar nær okkur sjálfum og okkar tíma með að- gengilegum, glæsilegum útgáf- um og fræðilegum, en þó fyrst og fremst mannlegum skrifum og skýringum á sögunum sjálf- um, höfundum þeirra og til- gangi. En Sigurður Nordal hefur alltaf verið meira en bara fræði maður. Hann er hugsuður og i i Frá v.: Frú Þuríður Gísladóttir Reynihlíð, frú Magnhild Boríen og frú Sigríður Jónsdóttir sýslumannsfrú á Húsavík. - Norsku forsæfisráðherrahiónin (Framhald af blaðsíðu 1). svarti Bensinn, sem ráðherrana flutti, fóru „hina leiðina“. Töldu menn í léttu hjali, að Magnús hefði þarna létt af sér þungu fargi um stund, en Per Borten, sem væri stálsleginn Framsóknarmaðui', hefði fundið það á sér, að sú leiðin væri heppilegri! „Betra fólkið" fór nú í Reykja hlíð til að neyta hádegisverðar og lofaði það Guðrúnu Sigurðar dóttur við hvern bita. Silung- urinn, veiddur rétt fyrir hádeg ið og látinn spriklandi í pottinn, og bláberin og rjóminn er nú eitthvað fyrir þá, sem ekki hafa bragðað þurrt eða vott í fimm eða sex klukkust.undir. skáld og rithöfundur slíkru', að kannski höfum við engan penna átt slyngari. Bókmenntaverk hans. eru mikil að vöxtum og margvísleg, en öll eru þau með handbragði meistarans og öll eru þau gædd hinu dýpra tilfinningalífi, sem gerir þan aðlaðandi, alþýðleg og I sönn. Það gerir gæfumuninn, að Nordal hefur ekki látið sér neitt mannlegt óviðkomandi. Hann verður aldrei þurr né stremb- inn. Þessi eiginleiki lians og aðall hefur gert hann vinsæl- astan rithöfunda og tryggt hon um langlífi í landinu. En dr. Nordal hefur gert meira en að skrifa — og skrifa velr Hann hefur alltaf verið — og er enn, óþreytandi að leið- beina og hjálpa öðrum, sem á vegi hans verða eða til hans leita hvort heldur það eru fræði menn, skáld og rithöfundar, eða bara menn. Hann er hinn síungi og sívakandi andi, leiðbeinandi, skapándi og uppörvandi. Og áttræður er hann yngstur meðal ungra. Góðar kveðjur suður yfir heiðar hitti hann heilan í dag og þau hjón bæði. Norska útvarpið flutti þá frétt á laugardagsmorguninn, að vatn kæmi í munn forsætisráðherr- ans, er hann hugsaði til silungs ins í Mývatnssyeit, og mun hann ekki hafa orðið fyrir von- brigðum. Norski forsætisráðherrann er rösklegur maður á sextugsaldri, hár vexti, léttur á fæti og hirðir ekki um að ganga í takt. Hann er farinn að hærast nokkuð. Fremur er hann langieitur, blá eygur og með skapfestulega höku. Hann er léttur í máli, mjög alþýðlegur í viðmóti, laus við alla tilgerð og fer sinna eig in íerða, hvað sem áætlunum líður. Á íerðalagi minnir hann ofurlítið á Kekkonen Finnlands forseta. Báðir eru léttir á fæti, forvitnir, og stika stórum er þeir hafa áhuga á einhverju sér stöku, sem fyrir ber í náttúr- unni og þá laagar að kynnast betur. Per Borten er árrisull og hófssamur atorkumaður, og sýnilega þfekmikill. Sjálfur var hann bóndi, síðan búnaðarráðu nautur, mótaður af því stór- brotna umhverfi, sem gjört hef ui' marga menn vaska þar í Noregi. í Mývatnssveit kom yfirvald Þingeyinga, Jóhann Skaptason, til móts við norska forsætisráð- herrann, ennfremur tóku á móti gestunum, hreppstjóri sveitarinnar, Pétur Jónsson í Reynihlíð, hreppsnefndarmenn irnir Sigurður Þórisson oddviti á Grænavatni og Böðvar Jóns- son á Gautlöndum, og sóknar- presturinn, séra Örn Friðriks- son á Skútustöðum. Nú var ekið að leir- og gufu- hverunum frægu í Námaskarði, síðan komið í aðalstöðvar Kísil iðjunnar í Bjarnarflagi. Þar stóðu í hlaði hestar tveir með reiðtýgjum er gestina bar að garði. Per Borten gekk fyrst til þeirra og brá sér þegar á bak. Skagfirðingurinn Magnús fjár- málaráðherra lét þá ekki sitt eftir liggja og riðu þeir spotta- korn. Að því loknu athugaði for sætisráðherrann skeifurnar og gátu hestamenn, ef einhvsrjir hafa þai' verið, séð þar hin réttu handtölc við að taka upp fætur á hesti. Gengið var um nýreist húsin og síðan var öllum boðið til kaffidrykkju í matsal starfs- fólks og ekki farið í manngrein arálit. Var þar gott kaffi og meðlæti. Tíminn var naumur, eins og oft viil verða í Mývatnssveit, og för hraðað. Þó var sem snöggv- ast farið í Dimmuborgir og þótti norska fólkinu gaman að koma þar. Og þar kvöddu gestirnir heimamenn að lokum og héldu rakleitt til Akureyrar. Að morgni næsta dags voru Norðmennirnir árla á fótum og skoðuðu þá nokkrar verksmiðj- ur samvinnumanna, einkum Gefjun undir leiðsögn Arnþórs Þorsteinssonar, og voru le^stir út nieð gjöfum. Því næst var ekið um byggðir framan Akur- . eyrar. Þegar komið var að myndar- legu nýbýli, Höskuldsstöðum, skrapp forsætisráðherra þar heim á hlaðið, tók myndir af geldneytahjörð Sigurðar bónda, hestum og svo að sjálfsögðu börnum og unglingum. Þetta var utan dagskrár. Ráðherrann brá jafnan myndavélinni á loft, ef eitthvað forvitnilegt bar fyr- ir augu. Fyrst var komið í Stórhamar í Öngulsstaðahreppi, en þar er Gesíirnir, með forsætisráðherrafrúna í fararbroddi korna úr Dimmuborgum. (Ljósmyndirnar tók E. D.) ætíð snyrtilegt um að litast, svo af ber. En þar búa þeir Eiríkur Skaftason og Þórhallur Jónas- son. Norðmennirnir skoðuðu bú skapinn hjá Eiríki og var þar gengið í hvert hús, stórt og lítið. Var auðséð, að forsætisráðherr- ann tók vel eftir öllu og spurði hann margs um búskapinn, einn ig stofnkostnað slíkra búa og afrakstur. Leysti Eiríkur vel úr spurningum, svo og Árni Jóns- son tilraunastjóri, sem með var í för um Eyjafjörð, sem búfróð ur fylgdarmaðui'. Forséetisráð- herra gaf Eiríki norska bók áritaða að skilnaði. Næst var ekið ao Saurbæ og gamla torfkirkjan skoðuð, svo og staðurinn að öðru leyti. Mörgum útlendingum eru torf- veggirnir mikið íhugunarefni og þreifa þeir gjarnan á þessu : forna byggingarefni íslendinga, sem veitti fólki og fénaði skjól frá landnámsöld og allt fram á okkar daga. Næsti áfangastaður var Grund, hið forna höfuðból Ey- firðinga. Þar nutu gestir veit- inga þeirra hjóna, frú Aðal- steinu Magnúsdóttur og Gísla Björnssonar en gengu síðan í kirkju. En Grundarkirkja mun sextug á þessu hausti. Forsætis ráðherrahjónin ræddu margt við heimafólk, yngri sem eldri. Var ráðherranum búskapurinn kæi't umtalsefni en frúin athug aði gamla muni en sagði jafn- framt frá ýmsum siðum heima- lands síns. Tíminn leyfði ekki lengri . för um byggðir Eyjafjarðar. Á Akureyri þágu hinir erlendu gestir og fylgdarlið þeirra á vegum íslenzkra stjórn arvalda, boð bæjarstjórnarinn- ar að Hótel KEA á laugardags- kvöldið. Þar gistu hinir góðu gestir og samkvæmt gestabók voru þeir þessir: Per Borten, forsætisráðherra og frú. Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra og frú. Ambassa- dor Myklebost og frú. Stats- sekretær Odd Bye. Ekspedi- sjonsjef Andre.as Andersen og frú. Guðmundur Benediktsson og frú. Ólafur Egilsson og frú. Oddvar Hellerud. Forsætisráðherrahjónin luku opinberri heimsókn sinni til Is- lands á mánudagskvöldið. Hebn sókn þéssi mun treysta vina- bönd þjóðanna. s Héðan fóru hinir tignu gestir, flugleiðis til Færeyja í gær. Vai' ætlunin að dvelja þar hálfan dag. Við brottför sína héðan flutti Ríkisútvarpið vinsamlegt og viturlegt ávai-p til þjóðar- R. G. Sn. Frá v.: Jóhann Skaptason sýslumaður, Per Borten forsætisráðherra og Pétur Jónsson hreppstjóri. innar frá forsætisráðherranum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.