Dagur - 05.10.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 05.10.1966, Blaðsíða 4
/r—. Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON y Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Lausir samningar UM ÞESSAR MUNDIR ríkii hin mesta óvissa á vinnumarkaðinum. Svo er komið, að öll verkalýðsfélög á íslandi hafa nú lausa samninga. En prentarar og aðrir, sem að bóka- gerð vinna, hafa þegar boðað verk- fall frá 7. þ. m. að telja, hafi satnn- ingar ekki tekizt þá, en frá og með 1. þ. m. hættu prentarar allri yfir- vinnu til að undirstrika kröfur sín- ar um gerð nýrra kjarasamninga. Samband málmiðnaðarmanna hefur hafið viðræður við atvinnurekendur. í vor birti Verkamannasamband íslands kröfur sínar í sjö liðum, bæði um grunnkaupshækkanir og aðrar breytingar á kjaramálum. Lofað var, af hendi stjórnarvalda og atvinnu- rekenda í sumar, þegar bráðabirgða- samkomulag náðist í launamálum, að viðræðum yrði haldið áfram um þær kröfur, sem lagðar höfðu verið fram. Af þessu hefur ekki órðið og má furðulegt heita, að ekki hefur verið ræðzt við um kaupgjaldsmálin á breiðum grundvélli í von um að finna lausn þeirra eða komast nær því marki áður en í óefni væri kom- ið. Verðbólgutímar, eins og þeir, sem undanfarín ár hafa fært allt efna- hagslíf úr skorðum og núverandi ríkisstjórn liefur leitt yfir þjóðina, kalla á marga kjarasamninga. Það hefur stöðugt ríkt óvissa á vinnumarkaðinum, stjóvnarvöldin liafa jafnvel reynt að grípa til hreinna neyðarúrræða, svo sem með frumvarpinu um lögbindingu kaup- gjalds sællar minningar. Stjórnar- viildin hafa átt í stöðugu stríði við vinnustéttirnar og eru enn. Óvissan um kaup og kjör og óviss- an um alla þróun verðlags- og efna- hagsmála hefur valdið glundroða og óánægju. Og almenningur fyllist kvíða, þegar hann horfir á kunn at- vinnufyrirtæki lokast og veit, að önn ur eru að gefast upp í mesta afla- góðæri, sem-nokkru sinni hefur yfir gengið. Boðað hefur verið, að togara- flotanum verði lagt innan fárra vikna, nema togararnir fái að veiða í landhelgi, mörg hraðfrystihús eru að verða gjaldþrota og neyzluvöru- iðnaður hefur dregizt stórlega sarnan á ýmsum sviðum. Verulegur hluti bátaflotans er í raun og veru á opin- Iveru framfæri, og vonleysi hefur gripið bændastéttina vegna jvess hve illa hefur verið að henni búið. Borg- ararnir þurfa á ríkisstyrk að halda til að geta keypt kjöt og mjólk. Þannig eru nokkrar útlínur þeirrar þjóð- félagsmyndar í efnahagsmálum, sem blasir við nxi á haustdögum. □ NÝ VIÐHORF VIÐ upphaf verðlagsársins 1965 —1966 urðu þáttaskil í verð- lags- og afui-Sasölumálum land búnaðarins. Þá kömu fram „ný viðhorf11 í tveim mjög þýðingarmiklum ati'iðum. Það fyrra lcorn til af því, að stjórn Alþýðusambands íslands neitaði að vinna að verðlagn- ingu skv. framleiðsluráðslögum, svo sem verið hefur nær sam- fellt síðan haustið 1947 og af því leiddi, að sett voru bráða- birgðalög, af ríkisstjórninni, í septembermánuði 1965, um með fei'ð verðlagsmálanna að þessu sinni. Stjórn Stéttarsambands bænda mótmælti setningu bráðabirgða laganna og séi’staklega vegna þess, að sambandið var með þeim svipt samningsi'étti og hvers konar íhlutunarrétti um kjör bænda — auk þess sem hinn nýi grundvöllur gaf um 2% lægra afurðaverð heldur en framreiknaður grundvöllur skv útreikningsreglum þeim, sem gilt hafa undanfarin ár, þegar ekki er sagt upp samningum. Aukafundur Stéttarsambands ins, sem haldinn var 14.—15. des. s.l., tók undir þessi mót- mæli og krafðist þess, að sam- bandið fengi að nýju samnings- rétt um búvöruverð. Unnið var að samningum um lagabreytingu í þessa átt megin hluta s.l. vetrar og voru, að þeim samningum loknum, sam- þykktar á Alþingi breytingar á framleiðsluráðslögunum sl. vor. Þær breytingar tryggja stétt- arsambandinu að nýju samn- ingsrétt um verðlag búvaranna og um leið, að lögin verði virk, þó einn aðili neiti tilnefningu í sexmannanefnd. Neitunarvald eins manns, er gilt hefur innan nefndarinnar, er afnumið. Meirihluti ræður úrslitum mála. Breytt er um skipan yfirnefndar, þannig að ekki er heimilt að velja í hana menn úr sexmannanefnd og Hagstofustjóri er ekki sjálfkjör inn oddamaður. Þar ræður meirihluti sexmannanefndar en náist ekki meirihluti, um val neins í það sæti, skipar Hæsti- réttur oddamann. Ákvæðum laganna um kaup bóndans er breytt. Hætt er að nota svokölluð úrtök af fram- töldum launatekjum viðmiðun- arstéttanna sem viðmiðun. í staðinn skal ákveða vinnumagn bóndans, fjölskylduliðs hans og aðkeypta vinnu á því búi, sem við er miðað hverju sinni og virða vinnutímann til verðs í samræmi við kaupgjald verka- manna, iðnaðarmanna og sjó- manna, að meðtöldum hvers- konar fríðindum, við upphaf hvers verðlagsárs. Skýrari úkvæði eru um gagnasöfnun og upplýsingaöfl- un en áður var, m. a. um bú- reikningahald. Verðjöfnunarál^væðum er breytt verulega, svo hægt sé að koma við fyllri verðjöfnun en verið hefur. Þá voru ný ákvæði um rétt framleiðsluráðs til að skipu- leggja framleiðsluna. Ákvæðin um útflutningsupp- bætur standa óbreytt frá því sem áður var, en fulltrúar verkalýðssamtakanna sóttu á- kaft á með að fá útflutnings- bæturnar lækkaðar til mikilla muna. Annað nýja viðhorfið í verð- lagsmálum skapast einmitt af því, að sýnilegt var við upphaf verðlagsársins, að útflutnings- uppbæturnar mundu ekki duga Gunnar Guðbjartsson. til þess að bændur fengju fullt grundvallarverð fyrir alla fram leiðsluna. Mjólkurframleiðslan hefur s.l. fimm ár vaxið um rúm 40% en söluaukningin innanlands hefur aðeins tekið % þessa viðbót- armjólkurmagns. Um 24 millj. kg. þarf að flytja á erlend- an markað sem osta, nýmjólkur mjöl og kasein fyrir ca. 20-24% af skráðu heildsöluverði innan- lands. Söluaukning mjólkur og mjólkurvara hefur verið 12-18% nema samdráttur í smjörsölu um 10%. Sauðfjárframleiðslan hefur aukizt um tæp 10% á sama tíma en söluaukningin innan- lands hefur tekið alla þá aukn- ingu. Sauðfjárafui'ðir eru þó að mun hagstæðari í útflutningi eða gefa að meðaltali 45-50% innanlandsverðsins. Þær tilfærslur, sem gerðar hafa verið undangengin þrjú ár, hafa ekki náð þeim tilgangi sínum ennþá að halija jafnvægi í þróun búgreinanna. Verðþró- unin innanlands hefur verið óhagstæð landbúnaðinum í þessu tilliti, og okkar verðlag færist óðfluga frá því að geta verið samkeppnisfært við márk aðsverð í helztu viðskiptalönd- unum. Þessu veldur hin geig- vænlega verðbólga. Áætlun Framleiðsluráðs sýndi að á þessu ári myndi að líkind- um vanta 70-80 millj. kr. á að grundvallarverð næðist, ef svip uð þróún yrði í framleiðslunni eins og verið hefur. Þessu til viðbótar kom svo það, að á s.l. ári hlóðust upp smjörbirgðir í landinu, sem ekki var hægt að selja hvorki heima né erlendfs og þetta leiddi til þess, að bankarnir drógu úr afurðalánum á birgð- ir mjólkurvara um 14,4% frá s.l. áramótum. Allt þetta hlaut að skapa þrengingar og koma sem tekju- skerðing á bak bændanna nema ný úrræði yrðu fundin, annað hvort til takmörkunar eða breytinga á framleiðslunni til meira samræmis við markaðs- skilyrði eða þá, að hægt væri að finna leið til pð dreifa þessu á fleiri bændur. Framleiðsluráð fór fram á s.l. haust, að: 1. Ríkisbú, sem framleiða mjólk, yrðu lögð niður. 2. Kannaðir væru möguleikar á að fá útflutningsbáetur hækk aðar. 3. Að mjólkurbúin skipulegðu framleiðslu sína þannig, að dregið yrði úr smjörgerð en ostagerð aukin. Utflutningsuppbætur fengust ekki hækkaðar, eins og áður er sagt, en þær voru heldur ekki skertar eins og þó var mark- visst unnið að af hálfu verka- lýðsfulltrúanna. Varðandi 1. atriðið er það að segja, að það tekur nokkurn tíma að koma því fram. Ákveð- ið var hvað mjólkurbúin mættu framleiða. En þetta var aðeins lítið spor í áttina, fyrst útflutningsbætur fengust ekki auknar. Því var farið fram á við land búnaðarráðherra að eftirfarandi atriði yrðu leyfð. 1. Framleiðsluráði yrði heimil- að að taka innvigtunargjald af mjólk, til að fá fé í verð- jöfnunarsjóð til útjöfnunar. 2. í sama skyni yrði því heimil að að taka gjald af innfluttu kjarnfóðri. Slík heimild yrði notuð eftir þörfum og ár- ferði. 3. Gerð yrði verðbreyting þann ig, að mjólk yrði hækkuð í útsölu um 90 aura og skyr og rjómi tilsvarandi, en smjör lækkað í 65 kr. kg. í útsölu. Tveir síðustu liðirnir fengust ekki fram, en fyrsti liðurinn var samþykktur og framkvæmdur af Framleiðsluráði, sem bráða- birgðaráðstöfun til varnar því, að hið nýja viðhorf í þessum efnum yrði til þess að brjóta niður verðlagskerfið almennt eða einstök mjólkurbú, en á því var mikil hætta, ef ekkert hefði verið að gert. Á sama tíma var og ákveðið af Framleiðsluráði að lækka smjörverðið í smásölu um 40 kr. pr. kg. og jafnframt unnið að því að fá afurðarlán lagfærð á ný. Fékkst það gert eftir all langt þóf. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um aðgerðir til að hafa stjórn á framleiðslunni og aðhæfa hana markaðsskilyrðum hverju sinni. Menn greinir mjög á um leiðir að því marki, sem vonlegt er. Ailmargir bændur hafa ekki enn áttað sig á því, að neinar skipulagningar sé þörf og gera þær kröfur á hend ur. þjóðfélaginu, að það greiði allan halla af umfram fram- leiðslu, hversu mikill sem hann er. Aðrir gera sér ljóst, að þar hljóta að vera einhver takmörk og a. m. k. eðlilegt að þjóðfélag ið kjósi, að þær vörur séu fyrst og fremst framleiddar til út- flutnings, sem gefa skrásett verð, þ. e. sauðfjárafurðir. Þær leiðir, sem helzt hefur verið bent á eru: 1. Dregið verði úr landbúnaðar framleiðslu í þéttbýli og af opinberum aðilum. 2. Hreyfanlegt kjarnfóðurgjald á innflutt kjai’nfóður verði notað til að hemla gegn óhag kvæmri mjólkurframleiðslu. 3. Veitt verði fé til hagræðing- ar í landbúnaði bæði til að færa framleiðsluna til á milli búgreina og til að gefa bænd um kost á að bæta tekjur sín ai' með aukinni hagkvæmni í rekstri í stað þess kapps, sem verið hefur um að stækka búin án tillits til hag kvæmni búrekstrarins. 4. Uthlutun framleiðslukvóta til hvers býlis, sem yrði fram kvæmdur þannig, að fullt grundvallarverð yrði greitt á ákveðið magn afurða á hverju býli, en það sem um- fram yrði þann kvóta fengist aðeins greitt með verði er- lenda markaðsins. Allt er þetta í athugun. Telja verður líklegt, að núverandi ástand í þessum málum sé tíma bundið. Fólkinu í landinu fjölg- ar ört, en þeim fækkar, sem að landbúnaði vinna. Þess vegna er ekki ástæða til að grípa til harkalegra aðgerða nema reynsl an sýni, að önnur ráð þrjóti. Nú um sinn þarf að beina orkunni að því að ná méiri hagkvæmni og auka „nettó“ — tekur bú- rekstrarins en hamla bústækk- un meðan þetta ástand varir. Land okkar gefur gott gras og sjálfsagt er að bæta verkun fóðursins og nýta innlent fóður, bæði vetur og sumar, sem mest, en draga úr kaupum á erlendu fóðri. Með því er hægt að treysta og bæta aðstöðu bænda stéttarinnar varanlega. Gunnar Guðbjartsson. (Endurprentað úr síðasta hefti Freys). ER FISKIÐNAÐUR- INN AÐ STÖÐVAST? IJNDIR þessari fyrirsögn skrif- ar Árni Benediktsson framkvstj, í Ólafsvík grein í Tímann 27. sept. sl. um aðsteðjandi reksturs örðugleika hraðfrystihúsanna. Ilann segist hafa lagt saman rekstursreikninga þriggja frysti húsa fyrir árið 1965 og var nið- urstaða þeirra samtals um 100 millj kr. Hann umreiknaði svo þessa rekstursreikninga á verð- lagi ársins 1966 og sama verð- lagi á árinu 1967. Ályktun hans er þessi: „Það er því augljóst, að rekst ur hraðfrystihúsanna er orðinn vonlaus. Á næstu vikum og mánuðum mun fjárskortur stöðva rekstur hraðfrystihús- anna. Annaðhvort niunu þau stöðvast eitt og eitt í einu þegj- andi og hljóðalaust eða gerð verða samtök um allsherjar- stöðvun“. □ 5 Tekjubörf S. Þ. hefur auk- iz! m 6.6 miill doilara U THANT framkvæmdastjói-i leggur til, að fjárhagsáætlun S. þ. fyrir næsta ár verði hækk uð um 6,6 milljónö? dollara frá þessu ári, en til þess þurfa þátt- tökuríkin að borga 4,8 milljón- um dollara meira en í ár. Búizt er við, að á næsta ári greiði þátttökuríkin 286 milljónir doll ara til S. þ. og sérstofnana þeirra. Þar við bætast 222 millj ónir dollara til ýmissa hjálpar- stofnana S. þ. Þá eru enn ótald ar þær fjárhæðii', sem þarf til friðargæzlu á Kýpur og Gaza. í allt er ráðgert, að starfs- menn S. þ. verði næstum 7000. Flest nýju embættin, eða 80, verða við verzlunar- og þróun- arráðið, UNCTAD. Reiknað er með, að um 40% útgjalda S. þ. verði á sviði efnahagsmála, fé- lagsmála og mannréttindamála, 18—19% renni til stjórnunar, 14% til fundahalda, 6% til stjórnmálastarfsemi og til Öryggisráðsins, 6% til upplýs- ingaþjónustu, 2% til lögfræði- starfa og rúmlega 1% til Alls- herjarþingsins og hefnda þess. „Of margir fundir“. Þrátt fyrir aðvaranir sérstakr ar spar'naðarnefndar Allsherjar þingsins, hefur enn ekki verið gert neitt til að stöðva hina geigvænlegu aukningu funda- halda. Þvert á móti virðast fundahöld verða meiri á næsta ári en nokkru sinni fyrr. Þegar er búið að gera ráð fyrir svo miklum fundahöldum, að fjár- hagsáætlunin hrekkur skammt til að greiða þau. Sparnaðar- nefndin leggur til, að mynduð verði sérstök nefnd til að leggja línurnai' í fundahaldi. Fjái’hagsáætlun U Thants fel ur ekki í sér kostnað við ýmsar áætlanir, sem reiknað er með, að Allsherjarþingið og efna- hags- og félagsmálaráðið geri á árinu. Þannig er ekki gert ráð fyrir neinum kostnaði við fyrir- hugaða sérstofnun fyrir iðn- þróun, né til aukins ráðstefnu- húsnæðis í Genf, né til stækk- unar skrifstofuhúsnæðis í New York, né til aukinna rannsókna á virðingu fyrir mannréttind- um, né til hinnar fyrirhuguðu alþjóðai'áðstefnu um geiminn. Þröng við gestamótíöku. Sífellt fjölgar þeim, sem heim sækja aðalstöövar S. þ. í New York. Eru gestir nú orðnir fleiri en ein milljón á ári. U Thant bendir á, að það verði erfiðara og erfiðara að skipu- leggja heimsóknir. Ef aðsóknin eykst enn, getur orðið tækni- lega óframkvæmanlegt að taka á móti öllum. Tekjur stofnunar innar af; gestum eru áætlaðar rúmlega 100 þúsund dollarar á næsta ári, , □ BRASILÍUMENN NyTÍMANS „HINN heimsfrægi knattspyrnu maður Pglé er dæmi um Brasilíumann nútímans. Hann leikur allt aðra knattspyrnu en leikin er í Évrópu, segir Freyre. Hann dansar kringum boltann á allan annán hátt en gert er í hinni upprunalegu og skipu- legu Evrópu-knattspyrnu. Það er ekki um að villast, að hann leikur Brasilíu-knattspyrnu. Á svipaðan hátt er þróunin hröð á öðrum sviðum. f hinu blandaða mannfélagi Brasilíu eru stöðugt að skapast nýjar líkamsgerðir, ný menningar- form, ný félagstengsl manna, ný markmið ög nýtt hátterni. Það er sem sagt til annað en „apartheid" í sambýli kynþátta, segir Freyre og vitnar í greina- höfund í enska dagblaðinu „Guardian“, sem segir, að kyn- þátta-lýðræðið í Brasilíu sé langt frá því að vera fullkomið, en það sé samt „einsdæmi í veröld, sem á í sífellt bitrara kynþáttastríði“. □ Á Lóni í Kelduhverfi er veiðiskapur stundaður, enda góðfiski í vatninu - Lóninu - sem nær heim að hlaðvarpanum. (Ljm.: E. D.) Drailastaðakirkja fær góðar gjalir NÚ Á laugardagskvöldið, hinn 1. okt. s.l. fór fram hátíðleg guðsþjónusta í Draflastaða- kirkju. Á s.l. vetri, þegar tólf heimili í norðurdalnum voru tengd línu frá Laxárvirkjun, var einn ig leitt rafmagn í kirkjuna til ljósa og hitunar. Af því tilefni höfðu henni borizt veglegar gjafir. Þess var óskað, að þeir gefendur, er tök hefðu á, yrðu þarna mættir við þetta tæki- færi. Kirkjan var þéttskipuð fólki. Sóknarpresturinn, séra Friðrik A. Friðriksson, prédik- aði og þjónaði fyrir altari, en formaður sóknarnefndar lýsti gjöfum og flutti gefendum þakkir. Kirkjunni hafði verið færð- ur forkunnarfagur Ijósabúnað- ur, kristals-ljósakróna ásamt vegg- og altarisljósum. Fylgdi þessu einnig dregill á kirkju- gólf og tólf sálmabækur. Gjöf- in er til minningar um hjónin Helgu Sigurðardóttur og Sigurð Jónsson, börn þeirra — hin kunnu Draflastaðasystkini — og tengdabörn. Gefendur eru nokkur frændsystkin, afkom- endur þeirra sem minnzt er. Sama ætt hefur verið búsett á Draflastöðum nálega samfellt í 140 ár. Onnur minningargjöf, kr. - BÆNDAFERÐIR TIL ÚTLANDA (Framhald a£ blaðsíðu 8). verður 18. júní og komið heim 2. júlí. Eftir áramótin mun verða skýrt nánar frá fyrirhug- aðri Norðurlandaferð. Þar sem þó nokkrir, sem létu skrá sig í Bretlandsferðina, voru óákveðn ir, má búast við að nokkur sæti losni, svo allmargir, sem teknir verða á biðlista, munu eflaust geta komizt með. — Áætlað far gjald er kr. 6.000.00 á mann, innifalið í því er gisting og morgunverður. Q 10.000.00, hafði einnig borizt, um hjónin Kristínu Magnús- dóttur og Jón Gíslason í Gríms- gerði og börn þeirra látin. Gef- endur eru börn þeirra hjón- anna, þau sem á lífi eru. Þá hafði kvenfélagið Björk, lítið kvenfélag í Draflastaða- sdkn og Dalsmynni, fært kirkj- unni kr. 12.000.00 að gjöf. — Fleiri gjafir og framlög af þessu tilefni ber að nefna og þakka. Kirkjan hefur verið nýlega máluð og kii'kjugarður girtur vandaðri steingirðingu. Að lokinni athöfninni í kirkj- unni gengu gestir heim að Draflastöðum og sátu þar við veitingar og viðræður fram eft- ir nóttu. Fnjóskadal 3. október J. Kr. Gömul saimíndi „JARÐRÆKTIN á íslandi er að kalla fólgin í því einu, að fá sem mest hey af túni og engj- um“------„Túnin eru mjög mis jöfn að stærð og fer það eftir jörðunum, 5 — 50 dagsláttur, vanalega eru þau á að gizka 12—17 dagsláttur. — — — — Kúabúið verður að fara eftir stærð túnanna og hve vel þau eru ræktuð. Fyr meir hafa öll tún verið girt, að því er sjeð verður, og víða hafa þau verið stærri en þau nú eru. Áður á tíðum töldu menn svo til, að af hálfri annari dagsláttu. fengist kýrfóður (30 hedtar)., en nú telst mönnum, að eigi veiti af þremur dagsláttum. Það verður því eigi annað sjeðpen að túnin sjeu ver ræktuð nú, en fyr á dögum. Víðasthvar el'u .túriin meira eða minna þýfð og ósljptt og er það hið mesta mein,------“ „Það sem mest varitar á til þess að túnræktin geti farið í lagi, er nýting og meðferð áburðarins, en það ætti einmitt að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru.“-----— „Sauðkindin er þarfastá eign. in í búi bóndans.*’------ „Sauðfjenaðurinn er máttar- . Ý. • \iOt stólpinn undir allri velmegun íslands.”------------- „Það er sannfæring mín að nautakynið íslenzlca er gott og miklu betra en víða í Noregi.” „Fjósin eru víðasthvar rúm- lítil og dimm, en vanalega er kúm vel gefið, og á fslandi þekkja menn naumast til þess að svelta mjólkurkýr, sem ann- arsstaðar hefur verið títt fyrr- um daga.“---------- „íslenzku hestarnir verða trauðlega oflofaðir.”-------- „Eigi verður annað sjeð, en að íslandi geti farið fram, og eru hvorki af landsins eða lands manna hálfu svo miklar tálman ir í vegi, að eigi megi þær yfir- stíga.”------- Sveinn Sveinsson, búfræð- ingur, 1874—75. „ — — áður en farið er að þekja skal svo miklúm ábm-ði dreifa jafnt út yfir það (flagið), að hvergi sjái í mold, og er því betra sem áburðarlagið er þykk; ara.“--------- Guðmundur Ólafsson, úr rit- gerð Um þúfnasljettur 1874. Á. G.K. - SIGLUFJARÐAR- j SKARÐ LOKAÐ ! (Framhald af blaðsíðu 1) Barnaskólinn verður settur í dag í kirkjunni. Fast að 300 nemendur eru í þeim skóla. Skólastjórinn, Hlöðver Sigurðs- son er í ársleyfi, en settur skóla stjóri er Jóhann Þorvaldsson. YFIRVÖLDIN ÞEGJA OG SVARA EKKI FRÁ því var sagt hér í blaðinu í sumar, að íbúar við Helga- magrastræti sendu bæjarstjórn umkvörtun yfir ófremdai'- ástandi götunnar, m. a. vegna mikils umferðarálags og kröfð- ust úrbóta. Umkvörtun þessi var send ski’iflega. Nú sendir „Húseigandi við Helgamagrastræti” Fokdreifum eftirfarandi: Það var miðsumar. Kvöld eitt hittumst við, nokkrir nágrann- ar, og barst talið fljótlega að umferðinni á götunni og nauð- syn þess að endurbæta hana, því ástandið væri óviðunandi. Aurinn slettist upp á húsin og trén visnuðu upp. Sómasamleg- ar gangstéttir engar en þunga- vöruflutningar miklir um þessa götu. Þá var ákveöið að senda bæjaryfirvöldunum áskorunar- skjal og safna undirskriftum til áherzlu. Síðan var það samið og ég tók að mér að ganga í húsin og vita hvort húseigendur vildu skrifa undir. . Skjalið var skorinort. Er ekki að orðlengja það, að allir vildu ljá nöfn sín á skjal þetta. Það var ýmislegt skrafað í þessari undirskriftasöfnun. Flug völlinn átti að malbika en ekki götur bæjarins. Stjórnmála- flokkarnir höfðu lýst áhuga sín um á malbikunarframkvæmd- um í bænum o. s. frv. Komin voru ný malbikunartæki og mal bikið átti hreint að flæða yfir götur bæjarins á þessu sumri. Ég byrjaði að norðan. Þegar ég var svo kominn sunnarlega í götuna er ég allt í einu farinn að ganga á malbiki. Herra minn trúr. Kraftaverk eða hvað? Svo rann upp Ijós fyrir mér. Malbik ið hafði verið teygt úr Þing- vallastræti til eins höfðingjans, sett ofan á drulluna og var nú allt að brotna upp. Jú, ég hafði einmitt heyrt um smáveizlu, þegar sá speninn var ákveðinn. Fólkið tók mér opnum örm- um og sýndi mér, hvernig forar sletturnar voru búnar að gera hús og lóðagirðingar samlitar, götunni. Gatan var algerlega ófær gangandi fólki þegar, rigndi, svo mikil var forin og umferðin. Bæjarstjórnarmenn. og þeirra undirsátar hafa senni- lega fengið einhver óþægindi, því þannig var um þá rætt. Betra þó, ef þeir hefðu getað hlustað sjálfir á raddir fólksins, kjósenda og skattgreiðenda1 þessa bæjar. Ég kom í hvert hús og allir skrifuðu undir áskorunarskjal- ið, að bæjarfógeta og banka- stjórum ekki undanskildum. Ekkert svar. Og nú spyr ég: Hver hefur stungið skjalinu undir stól? Hver veitir bæjar- stjóra og bæjarstjórn heimild til þess að vanvirða vilja fólksins og svara ekki framangreindu erindi? Þá hefur „Idúseigandi við Helgamagrastræti” lokið máli sínu. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.