Dagur - 22.03.1967, Page 8

Dagur - 22.03.1967, Page 8
8 SMÁTT OG STÓRT ■ —"T ÞUNNUR ÞRETTANDI Starfsmenn Stáliðnar h.f. við stóran vörubíl, sem verið er að smíða hús á. Lengst til liægri er Guð- mundur Magnússon. (Ljósm.: N. II.) Hásgögn frá Stáliðn li.f. til sýnis í Kaupvangsstræti 3 Á SÍÐASTA ÁRI var nýtt fyrir tæki stofnað hér á Akureyri, Stáliðn h.f., og hefur það starf- semi sína í Norðurgötu 55, nýrri og rúmgóðri byggingu. Starfsemin er tvíþætt. Yfir- byggingar bifreiða og annað, sem þeim tilheyrir og í öðru lagi framleiðsla stálhúsgagna með sérstakri nylonhúðun. En nylonhúðun þessi virðist nær óslítanleg og af henni er mjög góð reynsla erlendis, en Stál- iðn h.f. á Akureyri er eina fyr- irtækið hér á landi sem notar húðunaraðferð þessa og hefur til þess vönduð tæki. Nýju stálhúsgögnin fiá Stál- iðn h.f. eru nú til sýnis í Kaup- vangsstræti 3. Þau munu henta vel skólum, samkomuhúsum, sjúkrahúsum og öðrum þeim stöðum og stofnunum 'er þurfa á traustum húsgögnum að SAMKVÆMT umsögn lögregl- unnar á Akureyri líða fáir dag- ar án árekstra ökutækja í um- Innanfélagsmót Þórs fyrir börn Á SKÍRDAG kl. 2 e. h. heldur Þór innanfélagsmót í svigi fyrir börn við Skíðahótelið og verður keppt í aldursfl. 10 ára og yngri, 11 og 12 ára og 13 og 14 ára. Eru börn á þessum aldri hvött til að mæta. Verðlaun verða veitt í öllum flokkum. Q halda. Akureyrarbær hefur þeg ar keypt slík húsgögn í nýju ráðhúsbygginguna, elliheimilið og fleiri staði. Húsgögn af þess- ari gerð henta einnig vel í íbúðum og eru smekkleg. Á síð ustu tímum hafa erlendar skipa smíðastöðvar aukið mjög við- skipti sín við þau fyrirtæki, sem nylonhúða stál. Það má benda á, að Stáliðn h.f. nylonhúðar einnig hvers- konar stálhúsgögn eftir pöntun um og aðra þá hluti úr stáli sem þola 400 stiga hita. Verðlag hinna nýju húsgagna virðist vera hagstætt, miðað við gæði. Hinni tvíþættu starfsemi fyr- irtækisins Stáliðn h.f. stjórna: Guðmundur Magnússon yfir- byggingum bifreiða, en hús- gagnaframleiðslunni stjórnar Níels Erlingsson. Starfsmenn eru 9 og þar af vinna 6 af eig- endunum. Sjálfsagt er fyrir bæjarbúa, að kynna sér þá nýjung, sem hér um ræðir, eins og aðra þá norðlenzku framleiðslu, sem að öðru jöfnu ber að styðja. □ í lokahófi flokksþings Fram- sóknarmanna á Hótel Sögu, sagði málhress maður við þann er þetta ritar, að sér fyndist þunnur þrelíándinn að drekka bara vatn með matnum í slíkri veizlu. Flciri kosta var vissu- lega völ á þessurn stað og ekki hið sama við allra hæfi. VATNIÐ í þessu sambandi varð mér hugsað til atviks daginn áður. Víðförull Norðurlandabúi hélt fullu vatnsglasi móti birtunni, teigaði í botn mælandi eitthvað á þessa leið: Þvílík auðlegð að eiga svona vatn. Mánuð eftir mánuð á nánar tilteknum stöðum) þráði ég heilnæmt vatn sem hvergi fékkst hvað sem í boði var, aðeins öl og vín. Hversu ógrynni fjár myndu ekki milljóna þjóðir þessara landa gefa fyrir uppsprettur slíks vatns. MJÓLKIN Að töluðum þessum orðum mælti kona þessa manns: Og þessar vikur og mánuði þráði ég mjólk, en hana drakk ég ekki samkvæmt læknisráði, vegna óhollustu mjólkurinnar og fyrri reynslu manns míns í þessu efni. Bragðaði ég ekki rnjólk frá því að ég fór að hehn an og þar til ég kom til íslands. Já vatn og mjólk eru góðar vör ur á íslandi, sennilega ættum við að meta þær meira en við gerurn. FRUMVARP UM VERÐ- LAGSMÁL BÆNDA Formaður Alþýðusambandsins, Hannibal Valdemarsson, hefir flutt á Alþingi frumvarp um afurðasölumál bænda, er hann ætlast til að koma skuli í stað aðalákvæða núgildandi laga imi framleiðsluráfð landbúnaðarins o. fl. Tekin hefir verið upp í þetta frumvarp tillaga sem margir bændur liafa verið fylgj andi í seinni tíð, þess efnis að í stað 6 mannanefndar fyrirkomu LOÐNA hefur veiðzt á Akur- eyrarpolli og virðist þorskur einnig genginn inn. Nokkrir hafa fangið sæmilegan afla. Q Níels Erlingsson og nokkrar tegundir húsgagna frá Stáliðn h.f. — (Ljósm.: N. H.) Ölviin og árekstrar ferðinni, og eru venjulega nokkrir á dag. Síðan snjórinn jókst verður það æ tíðara að ekið sé á kyrrstæða bíla. Og fyrir skömmu bar það við að veghefill bæjarins stórskemmdi lítinn bíl sem lítið eða ekki sást móta fyrir í snjóskafli á einni af götum bæjarins. Olvunartilfelli, þar sem lög- reglan þarf til að koma, eru oft mörg á degi hverjum. Brotizt var inn í peningshús á Oddeyri, ennfremur í lúgar báts er uppi stendur á Odd- eyrartanga. Q Framkvæmdastjórn og blaðstjórn FRAMKVÆMDASTJÓRN Framsóknarflokksins og blað- stjórn Tímans var kosin á sunnudaginn af .miðstjóm flokks- ins. Eysteinn Jónsson var kosinn formaður flokksins, Ólafur Jóhannesson varaforma/ður, Helgi Bergs ritari flokksins, Jóhannes Elíasson vararitari, Sigurjón Guðmundsson var kosinn gjaldkeri flokksins og Kristján Benediktsson vara- gjáldkeri. Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og for- maður Samhands ungra Framsóknarmanna, Baldur Óskars- son, eru sjálfkjörnir í framkvæmdastjórn flokksins. Auk þess voru þessir kjömir í framkvæmdastjórn: Einar Ágústs- son, Erlendur Einarsson, Hermann Jónasson, Jóhannes Elías son, Sveinn Tryggvason, Tómas Árnason og Þórarinn Þór- arinsson. Til vara: Sigríður Thorlacius og Steingrímur Her- mannsson. í blaðstjórn vom kjörin: Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Jóhannes Elíasson, Jón Kjartansson, Óðinn Rögn- valdsson, Ólafur R. Grímsson, Sigríður Thorlacius og Sigur- jón Guðmundsson. Q lagsins komi samningar milli Stéttarsambandsins og ríkis- stjórnarinnar, en á þessa breyt ingu hefir meirihluti fulltrúa á Stéttarsambandsfundum raun- ar enn ekki viljað fallast, hvað sem verða kann síðar. Að öðru leyti kennir í frumvarpi H. V. margra grasa og misjafnra. FJÓRAR STOFNANIR Gert er ráð fyrir að settar verði á stofn fjórar opinberar stofn- anir eða nefndir til að fjalla um þau mál, sem hér er um að ræða: 1. Kjararannsóknarstofnun bænda, cr sé sjálfstæð ríkis- stofnun og heyri undir við- skiptamálaráðherra. 2. Rannsóknar- og eftirlits- nefnd með dreifingarkerfi og dreifingarkosnaði landbúnaðar- vara sem eigi er gert ráð fyrir, að heyri undir viðskiptamála- ráðherra. 3. Útflutningsráð landbúnað- arins, sem á að heyra undir landbúnaðarráðherra. 4. Samninganefnd um verð- lag, skipuð fulltrúum frá Stétt arsambandinu og ríkisstjórnar- inni. VIÐMIÐUNIN Ákvæði 4. gr. núgildandi fram- leiðslurúðslaga um að afurða- verðið skuli við það miðað, að „heildartekjur þeirra, er land- búnað stunda verði í sem nán- ustu samræmi við tekjur ann- arra stétta“, eru ekki í þessu frumvarpi. En í því eru ný og breytt ákvæði run útflutnings- bæturnar. Samkvæmt gildandi lögum er ríkissjóði skylt að greiða útflutningsuppbætur til verðjöfnunar allt að 10% af lieildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar. Samkvæmt frumvarpinu er þetta ekki skylt heldur aðeins heimilt „fyrst um sinn“, og ber að lækka bætum- ar (húmarkið) um 50 millj. kr. á næstu 5 árum. Lagt er til, að fé sem sparast á útflutningsupp bótunum, verði varið til að „jafna og bæta aðstöðu bænda“ og auka framleiðni. Gert er ráð fyrir innflutningi erlendra land búnaðarvara „til samanburðar við verð og gæði innlendrar frmleiðslu“, og á þessi innflutn ingur að lieyra undir viðskipta- málaráðherra. RANNSÓKNARRÉTTUR Máli þcssu liefur verið vísað til landbúnaðarnefndar neðri dcild ar. Ilefir Dagur frétt, að þaðan muni það hafa verið sent bænda samtökunum til umsagnar. 1 umræðum í þingi kom það m. a. fram lijú Ágústi Þorvaldssyni, að honum þótti nóg um þann „rannsóknaiTétt“ sem í frv. er gert ráð fyrir að setja yfir bændur og sölufélög þeirra, en þessi „rannsóknarréttur“ á m. a. að hafa „aðgang að öllum framtalsskýrslum bænda til skatts ár hvert og afitur í tím- ann“. Þá kemur ýmsuin spanskt fyrir að gera ráð fyrir innflutn- ingi landbúnaðarvara eins og (Framhald á blaðsíðu 2.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.