Dagur


Dagur - 30.05.1967, Qupperneq 4

Dagur - 30.05.1967, Qupperneq 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-llGG og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Um „höftin” UNDANFARNAR vikur hafa blöð Sjálfstæðisflokksins og ræðumenn hans á fundum rætt mikið um „höft“, sem þeir svo nefria. Þeir segja, að Sjálfstæðisflokkurinn sé verndari þjóðarinnar gegn höftum en að Fram sóknarmenn o. fl. vilji endilega hafa höft, hvernig sem á stendur. Samt var Sjálfstæðisflokkurinn svo óhepp- inn, að sönnunargagnið, sem hann birti gegn Framsóknarmönnum í þessu máli, er orðið til athlægis um land allt, þ. e. skömmtunarseðillinn frá 1950, þegar Sjálfstæðismenn sátu einir í ríkisstjórn! En hvað eru þá þessi „höft“ og hvers vegna hefur þeim verið beitt af af og til síðustu áratugina bæði hér og í öðrum löndum? Árferði er mis- jafnt í þessu landi, sjávaraflinn, sem gjaldeyiisöflun þjóðarinnar byggist einkum á, misjafn, og markaðsverðið misjafnt erlendis. Stundum hefur gjaldeyrisöflunin verið svo lítil, að auðsætt hefur verið, að gjaldeyririnn myndi ekki endast nema aðgát væri við höfð. Þá hefur gjaldeyririnn ver- ið skammtaður af bönkum eða gjald- eyrisnefndum, auðvitað í þeim til- gangi, að þau innkaup sætu fyrir, sem nauðsynlegust væru. Á tímabili var líka tekin upp vöruskömmtun á erlendum vörum innanlands í sama skyni. Að þessum sparnaðarráðstöf- unum í sambandi við gjaldeyri, hafa staðið ráðherrar úr ýmsum flokkum, en svo einkennilega vill til, að ráð- herrar úr núverandi stjórnarflokkum hafa verið við þær riðnir lengur en aðrir. Þetta stafar sennilega ekki af því að Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks- menn hafi meiri mætur á höftum en aðrir, heldur af gjaldeyrisástandinu á hverjum tíma. Mörg undanfarin ár hefur gjald- eyrisöflunin verið mjög mikil vegna vaxandi sjávarafla og hækkandi mark aðsverðs. Af þessum ástæðum hafa safnazt inneignir í bankareikningum erlendis, sem um síðustu áramót námu rúmlega 1900 millj. kr„ og er það raunar ekki allt aukning frá því, sem áður var. Mikið er af þessari inneign gumað og kölluð „gjaldeyr- isvarasjóður“, en raunar er þetta ekki nema sem svarar rúml. þriggja mán- aða gjaldeyrisnotkun íslendinga, eins og hún hefur verið í seinni tíð. Og skuldaaukning landsmanna erlendis á öðrum sviðum mun vera um 1000 millj. meiri en inneign „gjaldeyris- varasjóðsins“ þar. Ef framleiðslan tii sjávarins minnkaði til muna og verð- ið lækkaði, myndi, ef að vanda læt- ur, og áður en langt liði, koma að því, að gjaldeyrisvarsjóðurinn yrði (Framhald á blaðsíðu 7.) Nauðsynlegt er að skapa réttlátt hlutfall milli vinnutekna og húsnæðiskostnaðar í SAMBANDI við húsnæðismál- in er einkum nauðsynlegt að gera sér grein fyrir tvennu: I fyrsta lagi ber að líta á þau frá sjónar- miði þjóðarbúsins, þ. e. hversu mikið sé gerlegt að fjárfesta í íbúðum árlega, og í öðru lagi ber að lita á þau frá sjónarmiði einstaklinganna, sem njóta eiga íbúðanna og bera uppi kostnað við þær af tekjum sínum. Um fyrra atriðið er það að segja, að heildarf járfesting í íbúð- arbyggingum verður að vera í eðlilegu samræmi við aðrar fram kvæmdir í landinu, og hún má ekki fara fram úr ákveðnu há- marki án þess að það raski eðli- legu fjárfestingarjafnvægi. Þess vegna er ekki um það að ræða, að hægt sé að byggja íbúðarhús alveg ótakmarkað og tillitslaust til annars, sem gera þarf í land- inu, enda mun víst enginn halda slíku fram. Af þessu sést hins vegar, hversu mikilvægt er að nýta vel það húsnæði, sem byggt er, og hversu nauðsynlegt er að skipuleggja byggingariðnaðinn sem bezt. Um síðara atriðið — byggingar málin frá sjónarmiði einstakling- anna -— skiptir höfuðmáli, að menn geri sér grein fyrir, að hús- næðisþörfin er ein af frumþörf- um mannsins, ámóta eins og fæði og klæði. Eins ætti öllum að vera ljóst, að ekki er hægt að full- nægja húsnæðisþörfinni án víð- tækra samfélagsaðgerða. Þess vegna getur það sízt talizt ósann- gjarnt, þótt almenningur geri kröf ur til samfélagsins um víðtæka aðstoð við að koma upp íbúðar- húsnæði. En höfuðviðmiðu|nin, — frá sjónarhóli húsbyggjand- ans eða leigutakans, — hlýtur að vera sú, að árleg kostnaðar- byrði af húsnaeði sé í eðlilegu samræmi við almennt kaupgjald. Það skiptir meginmáli, að rétt- látt hlutfall sé á milli tekna og húsnæðiskostnaðar. Um langan aldur hefur þetta hlutfall verið öfugt hér á landi. Menn hafa orðið að greiða alltof stóran hluta árstekna sinna í húsaleigu eða sem vexti og afborganir af lánum. Húsnæðiskostnaður hef- ur ekki verið í neinu samræmi við almennt kaupgjald í landinu, og aðgerðir til úrbóta í húsnæðis málum hafa ekki miðað að því að lagfæra þetta misræmi, a.m.k. hefur það ekki heppnazt, haii það einhvern tíma verið mark- miðið. ORSÖK VERÐBÓLGU Þetta misræmi er mjög áber- andi um þessar mundir, og má furðulegt heita, hversu sljóir ráða menn þjóðarinnar eru á áhrif þessa ástands á almenna efna- hagsþróun, —- verðbólgumynd- uniná. Það er mikið talað um verðbólguþróunina, og hversu vandasamt sé að ráða niðurlög- um hennar. En hvenær mun þjóð- inni og forystumönnum hennar 'skiljast, að ástand húsnæðismál- anna, —-húsnæðiskostnaðurinn, — er ein frumorsök verðbólgu- vandans fyrr og síðar. Vandamál verðbólgunnar verður ekki leyst nema stórbreytingar verði gerðar í húsnæðismólum, — ekki sízt : lánamálum húsbyggjenda. — Sannleikurinn er sá, að húsnæð- ismálin eru flækt í vítahring verðbólgunnar. Með fullum sanni má segja, að því aðeins geti al- menningur byggt og risið undir húsnæðiskostnaði sínum, að verðbólgan brenni upp bygg- ingarskuldir’ á stuttum tíma, en húsin halda verðgildi sínu. — Aftur á móti nærir það verð- bólgueldinn, hversu byggingar- kostnaður vex óðfluga, og er á hverjúm tíma í hróplegu mis- ræmi við launakjör og heil- brigða lánsmöguleika. LANGVARANDI ÓFREMDARÁSTAND Það er ekki tilgangur minn með þessari grein að vekja upp Ingvar Gíslason, alþingismaður. lítilfjörlegar deilur um ástand og athafnir í húsnæðismálum fyrr og nú. Eg ætla að leiða að mestu hjá mér samanburð á fortíð og nútíð, enda er allur slíkur sam- anburður að meira eða minna leyti út í bláinn og oft blekking- arkenndur. Eg get vel fallizt á, að ástand í húsnæðismálum hafi ekki alltaf verið sem bezt fyrr á tíð, og stundum kannske engu betra en nú. En ég sé ekki, að það skipti neinu máli, þegar rætt er um þann vanda, sem nú er við að glíma. Því miður hafa alltof fáar al- mennar ráðstafnir verið gerðar í húsnæðismálum undanfarin vel- megunarár, ráðstafanir, sem hægt anna er ag hversu fjármagn og vinna hefur nýtzt. Eg geri tæpast ráð fyrir, að almenn lán frá Hús- næðismálastjórn fari um þessar mundir mikið fram úr 30% af algengum byggingarkostnaði. Á meðan hlutfallið er enn svo lágt, að almenna veðlánakerfið stendur ekki undir nema i hæsta lagi 30% af byggingarkostnaði og lánstimi og vaxtakjör eru jafn óhagstæð og raun ber vitni, þá er miklu ábótavant í húsnæðismál- um. Það er í rauninni bitamunur en ekki fjár, hvort lánaður er % eða % hluti af byggingarkostnaði. Hvorttveggja er alltof lítið og í engu samræmi við nauðsyn og þarfir. Það er þessi staðreynd, sem allir þurfa að gera sér ljósa og viðurkenna, enda er innihalds laust þref um ágæti húsnæðis- málanna eitt árið öðru fremur harla litils virði. Það, sem máli skiptir í þessu sem flestu öðru, er að gera sér grein fyrir ástand- inu eins og það er nú og hverjar úrbætur þurfi að gera til þess að koma viðunandi skipan á hús- næðismálin í landinu. NÝSKIPAN HÚSNÆÐISMÁLA Nýskipan húsnæðismálanna þarf að miða við það, að ávallt sé nægilegt framboð góðs íbúðar húsnæðis af hóflegri stærð og þannig farið um verð og leigu- eða afborgunarkjör, að þessir lið ir séu í eðlilegu samræmi við al- mennt kaupgjald. Gera verður ráð fyrir mikilli byggingarþörf á næstu áratugum, þar eð fólksfjölgun er hér mikil og eldra húsnæði af skornum skammti og oft mjög lélegt. Það er alls ekki óeðlilegt, að íslend- ingar fjárfesti mun meira í íbúð- arbyggingum en margar þjóðir aðrar. Við erum ung og vaxandi þjóð. Veðrátta hér á landí krefst góðs húsnæðis, og kröfur almenn INGVAR GÍSLAS0N, alþingismaður sé að kalla að valdi straumhvörf- um, eða þess eðlis, að þær eigi sér enga hliðstæðu í því, sem áður hefur verið gert. — Eigin- frumkvæði ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hefur verið sára- lítið. Hins vegar hefur hún beygt sig fyrir vissum kröfum launþegasamtaka, m.a. um tiltekn ar byggingarframkvæmdir í Reykjavík. Þessar framkvæmdir eru í sjálfu sér athyglisverðar, en sá böggull fylgir skammrifi, að meirihluta ráðstöfunarfjár Hús- næðismálastjórnar á þessu ári, verður að líkindum varið til lána út á þessar framkvæmdir einar, og verður þá lítið til skipta handa þeim, sem standa þarna utan við, en í þeirra hópi eru m.a. Akur- eyringar, Ólafsfirðingar og Hús- víkingar, og allir aðrir, sem heima eiga utan höfuðborgarinn- ar. LÁNAHLUTFALLIÐ OF LÁGT » Um það er rætt og ritað í blöð ríkisstjómarinnar, að lán frá Hús næðismálastjórn hafi hækkað' mikið undanfarin ár. Það er auð- vitað rétt, að lánin hafa hækkað í krónutölu, en hlutfallsleg hækk- un er hverfandi Iítil. Síðustu 10 til 12 ár virðist mér lánahlut- fallið hafa verið ca. 25—30% af íbúðarverði, getur í ýmsum til- vikum farið eitthvað niður fyrir og e.t.v. upp fyrir þessar tölur, eftir því hver stærð og gerð íbúð- ings um húsnæði eru einnig mikl ar. Þessar kröfur eiga fullan rétt á sér og þeim verður að leitast við að svara með skynsamlegri og skipulegri hætti en nú er gert. Óhófskröfur um húsnæði eru auð vitað ekki svaraverðar og öll fé- lagsleg aðstoð í byggingarmálum á að miðast við hóflega bygging- arhætti, hæfilega stórar íbúðir og fullnýtingu húsrýmis. Nauð- synlegt er að byggja íbúðir í mörgum stærðarflokkum. Reynsl an sýnir, að mikil vöntun er á hagkvæmum smáíbúðum, eins til tveggja herbergja. Framboð þeirra þarf því að auka. Er það mjög til athugunar, að slíkar íbúð ir séu byggðar á vegum sveitar- félaga og leigðar út til ungra hjóna eða aldraðs fólks, sem lítið hefur umleikis. STARFHÆFT VEÐLÁN AKERFI Auk þess sem taka verður upp nýja byggingarhætti og skipu- lagningu byggingarframkvæmda, ber ekki síður nauðsyn til að koma upp starfhæfu veðlána- kerfi, sem stuðlar að því að al- menningur geti risið undir íbúð- um sínum án þess að svikamylla verðbólgu og gengisfellinga sí- mali ár eftir ár. I sambandi við endurskipulagningu byggingariðn aðarins er mér nær að halda, að skipulag fjármögnunar sé mikils- verðara en flest annað. Á því sviði er að finna höfuðveiluna í húsnæðismálum okkar, og úr henni þarf að bæta. HÚSNÆÐISBANKI Á það hefur oft verið bent, að nauðsynlegt sé að stofna hér á landi sérstakan „húsnæðisbanka“, sem hafi með höndum almenna húsnæðislánastarfsemi og fyrir- greiðslu við húsbyggjendur og aðra yfirstjórn húsnæðismála í heild. Undir þá tillögu vil ég taka. En húsnæðisbanki getur því aðeins orðið að liði, að hon- um sé búið sem allra rýmzt starfs svið og fengin þau völd og fjár- ráð, sem megna að koma á raun- verulegri breytingu til batnaðar á sviði byggingarmála. Menn munu spyrja, hvort nægilegt fjár magn sé fyrir hendi til þess að leggja bankanum sem stofn- og starfsfé. Eg tel, að svo sé. Reynsl an sannar, að þrátt fyrir margs konar hömlur, sem settar hafa verið á íbúðabyggingar, m. a. í formi opinberra lánsfjártakmark ana og fyrirgreiðslubanns í bönk- um, þá hefur byggingarstarfsemi yfirleitt verið fyrirferðarmikil í heildarfjárfestingu þjóðarinnar. Með einum eða öðrum hætti hef ur byggingarþörfin sprengt af sér hömlurnar. Með góðu eða illu hefur húsbyggjendum tekizt að útvega fé til bygginga sinna, og hefur það komið eftir ýmsum leiðum, sem margar eru óhag- stæðar og oft fullkomlega óeðli- legar, ef miðað er við, að efna- hagsástandið sé heilbrigt. Fjár- magnið er því til, en það er skipu lagslaust og oft í höndum annar- legra afla í þjóðfélaginu. Vegna skipulagsleysisins dafnar því alls konar spákaupmennska í sam- bandi við byggingamálin og hef- ur hin óheillavænlegustu áhrif á verðlagsþróun og almennt efna- hagsástand, og ætti það ekki að þurfa að vera neinum undrunar- efni, þótt úrskeiðis gangi, þegar einn gildasti þáttur þjóðarbúskap arins er stórlega vanræktur. Því verr sem byggingamálin eru skipulögð því alvarlegra mun efnahagsástandið reynast, en því betur sem þau eru skipulögð því betur mun vegna almennu efna- hagslifi þjóðarinnar. Þvi fyrr sem ráðamönnum þjóðarinnar skilst, að beint samband er á milli skipulagsleysis húsnæðis- málanna og verðbólguvandans því meiri líkur eru til, að varan- legur hemill finnist á þá skað- vænlegu efnahagsþróun, sem hér ríkir. □ Gjafir til Elliheimilis Akureyrar ERFINGJAR Önnu Sigurðar- dóttur, Munkaþverárstræti 26, Akureyri, sem andaðist árið 1964 og óskaði þess við andlát sitt, að eignum sínum yrði varið til líknarmála, hafa afhent Elli- heimili Akureyrar þær til fullr- ar eignar, samtals kr. 143.178.07, og óskað þess, að upphæð þess- ari yrði varið til tækjakaupa, vistmönnum til gagns og gleði. Þá hefir Kvenfélagið Fram- tíðin enn fært Elliheimilinu gjafir: húsgögn í setuskála, og þakkar stjóm Elliheimilisins báðum þessum aðilum hinar ágætu gjafir og þann hug í garð þess, sem að baki stendur. Stjórn Elliheimilis Akureyrar. 5 Nýlega var verið að skipa upp þessum dráttarvélum við Togarabryggjuna. (Ljósm.: E. D.) Heildarvelta Loftleiða var tæpar 950 milljónir króna Rekstrarhagnaðurinn var 16.5 milljónir sl. ár HRINGORMUR 1 (Iiringskyrfi) I AÐALFUNDUR LOFTLEIÐA var haldinn 19. maí sl. Formað- ur félagsstjómar, Kristján Guð laugsson, setti fundinn, og kvaddi Gunnar Helgason til þess að stjórna honum, og Guð- mund W. Vilhjálmsson til að rita fundargerð. Kristján Guð- laugsson flutti fyrsta þátt skýrslu stjórnarinnar. Sagði hann m. a. að ýmsum yxi í augum fjárvelta félagsins enda væri hún mikil á íslenzka vísu, þótt hún væri smáræði eitt miðað við veltu erlendra flugfélaga, sem félagið keppti nú við. Ræddi hann um það, að‘ fyrr en varði yrði félagið að kaupa vélar af þotugerð, sem kostuðu mikið fé, en æskilegt væri, að félagið gæti keypt þær sjálft án stuðnings frá hinu opin bera, þar sem íslenzka ríkið hefði í mörg horn að líta af litlum efnum, og jafnvel þótt um ríkisábyrgð á kaupverðinu væri að ræða, væri það baggi, sem torveldað gæti aðra fjár- málastarfsemi ríkisins og bæri að forðast slíkt í lengstu lög. „Af þessu leiðir þá aftur, að félagið verður að eiga þess kost að efla eigin fjárhag, þannig að það geti haldið velli og keypt þau tæki, sem nauðsyn krefst hverju sinni,“ sagði Kristján. „Gróði félagsins og viðunandi hagur í dag ætti engum heil- skyggnum manni að vaxa í aug um, enda er það þjóðarnauðsyn að félagið géti gegnt hlutverki sínu og notað sér aðstöðuna á viðunandi veg með eigin fjár- magni.“ Kristján sagði einnig: „Erfið- leikarnir sem framundan eru, verða varla meiri en þeir, sem að baki eru og hvetur það til bjartsýni og örvar til fram- kvæmda.“ Að lokinni ræðu Kristjáns tók Alfreð Elíasson framkvæmda- stjóri til máls og sagði frá starf semi félagsins. Árið 1966 var flogið í 18.120 klst. Þar af flugu RR-flugvél- amar 10.760 klst., DC-6B vél- arnar 7.177 klst., og léiguvélam ar 183 klst. Að jafnaði flugu RR-flugvélamar 9.18 klst. á dag, en DC-6 vélamar 6.03 klst. miðað við þann dagafjölda, sem þær voru til taks, en RR-vél- arnar voru nokkuð frá vegna lengingar og breytinga. Hver flugvél félagsins flaug að jafn- aði 8.17 klst. á degi hverjum, sem hún var í notkun. Samtals fóru vélar félagsins 1397 ferðir fram og til baka, þar af 800 til Evrópu og 598 til Bandaríkj- anna. Auk þess voru leigðar erlendar flugvélar í nokkrar ferðir. Á árinu fluttu Loftleiðir 165.645 arðbæra farþega, sem er 17.4% fleiri en árið 1965. í árslok hafði félagið flutt um 900 þúsund farþega frá upphafi, og mun því milljónasti farþegi Loftleiða verða fluttur nú í sumar. Hinir svonefndu viðdval arfarþegar voru 9.336 talsins síðasta ár, og nam sú aukning 104% frá árinu áður. Flutt voru 379.5 tonn af arð- bærri fragt, sem er 10.6% aukn ing frá árinu áður. Aukning póstflutnings var 36.2%, þ. e. 198 tonn á móti 145 tonnum ár- ið 1965. Flognir voru 8.750.587 km ár ið 1966 og nemur aukning á því sviði 1.6% miðað við árið á und an. Nýttir voru 72% sæta-km af þeim, sem framboðnir voru. Lækkunin nam 3.6 prósentu- einingum, og er þetta annað ár- ið í röð, sem sætanýting lækk- ar. Þessi 72% sætanýting er þó talin góð, þar sem framboð sæta-km. jókst um 21% á árinu. Veltuaukning Loftléiða á síð- asta ári nam 21% eða úr kr. 781.240.000 í kr. 949.420.000. Rekstrarhagnaður nam 16.566 millj. kr., og er það einnig nokk uð hærri upphæð en árið áður. Afskriftir af flugvélum og öðr- um eignum námu 211.919.000 krónum og er það alhæsta af- skrift í sögu félagsins, og senni lega hæsta afskrift skráð á einu ári hjá hlutafélagi hér á landi. Vaxtagreiðslur námu 40.798.000 krónum og er þar aðallega um vexti af Canadair-lánum að ræða. Þær fimm DC-6B flugvél ar, sem félagið á, hafa nú ver- ið full-afskrifaðar og eru skráð ar í bókum félagsins á 11.980.- 000 krónur, og er það sama upp hæð og árið áður. Vegna þess að Loftleiðir hafa ekki fengið leyfi til þess að fljúga RR-400 vélum til Norðurlandanna, varð bið á að selja DC-6B vélamar, en nú mun svo komið, að þær séu óseljanlegar, að því er fram kom á aðalfundinum. Búið er að lengja allar RR-400 vélam- ar og hefur þá fjárfesting félags ins á þessum fjórum vélum numið samtals 1 milljarði 120 milljónum 715 þús. krónum, og eru varahlutakaup þar með tal- in. Heildarskuldbindingar fé- lagsins gagnvart Canadair vegna flugvélakaupanna námu um áramótin 772 milljónum króna. í ræðu Sigurðar Helgasonar vai'aformanns félagsins kom fram, að Loftleiðir keppa nú við 22 félög um Norður-Atlants- hafsmarkaðinn, en félagið hélt á síðasta ári sömu hlutfallstölu og áður af heildarmagni flutn- inganna. Búizt er við að fjögur flugfélög bætist við á þessari leið, og verða þá fleiri félög um samkeppnina þar en á nokkurri annarri flugleið í veröldinni, og þá. er yopnið aðeins eitt, lægri fargjöld. í árslok voru starfsmenn 989 og þar af 663 hérlendis og 326 erlendis. Heildarvelta félagsins varð 950 milljónir króna, og læt ur því nærri, að hver starfs- maður hafi aflað brúttó um 1 milljón króna að jafnaði. Félag- ið greiddi starfsmönnum í kaupuppbót um 3 milljónir króna um sl. áramót. Þá má geta þess, að Loftleiðir seldu bönkunum gjaldeyri fyrir 327.2 milljónir króna, auk þess sem þær útveguðu sjálfar gjaldeyri til að greiða afborganir af vél- um, varahlutum og öllum erlend um rekstri. Félagið hefur greitt í opinber gjöld, þ. e. útsvar og aðstöðugjald, um 37 milljónir króna síðustu 5 árin. Að lokinni samþykkt reikn- inga var stjórn félagsins endur- kjörin, en hana skipa: Kristján Guðlaugsson, Alfreð Elíasson, Einar Ámason, Kristinn Olsen og Sigurður Helgason. Vara- stjóm og endurskoðendur eru hinir sömu og áður. Á fundin- um var samþykkt tillaga þess efnis, að greiddur verði 10% arður af hlutabréfaeign, og jafn framt var samþykkt að leggja í varasjóð þá upphæð af tekju- afgangi árið 1966, sem lög heimila. Þá var samþykkt að greiða starfsmönnum félagsins kaupuppbót árið 1967. Stjóm- inni var ennfremur heimilað að greiða 200 þúsund krónur til hvíldar og orlofsheimilis starfs- liðs félagsins. Q TIL viðbótar tímabærri og skörulegri grein ritstjóra Dags 20. þ. m. um hringormasýkina, tel ég rétt að þetta komi fram: Hinn 9. marz sl. var sam- þykkt á Búnaðarþingi með 23:1 atkv. svofelld ályktun, borin fram af búfjárræktarnefnd þingsins: „Búnaðarþing skorar á land- búnaðarráðherra að hlutast þeg ar í stað til um, að útrýmt verði hringormasýki þeirri (hrings- kyrfi), sem náð hefur fótfestu í Eyjafirði. Þar sem yfirdýralækn ir telur öruggast til útrýming- ar veikinni að beita niðurskurði, verði öllum nautgripum lógað á þeim bæjum, þar sem sýkinnar hefur orðið vart, og í framhaldi af því gerðar hverjar þær var- úðarráðstafanir, sem þorf er á að dómi yfirdýralæknis. Enn- fremur verði eigendum grip- anna tryggðar fullar bætur úr ríkissjóði fyrir bústofnsmissi og afurðatjón." Þessari ályktun :lét nefndin fylgja stutta greinargerð, svo- hljóðandi: „Búfjái'ræktarnefnd lítur svo á, að mál það, er ályktun þessi fjallar um, sé svo alvarlegs eðlis, að Búnaðarþing geti ekki farið svo heim, að það láti það ekki til sín taka. Höfuðrökin fyrir efni ályktunarinnar telur nefndin þessi: 1. Lækningar á sjúkdómnum eru, að því er yfirdýralæknir telur, mjög dýrar og vinnu- frekar. 2. Yfirdýralæknir telur von- lítið að hægt sé að útrýma sjúk NÝLEGA heimsóttu Kristnés- hæli góðir gestir, fulltrúar frá S.Í.B.S., sambandsstjórnarmenn irnir Oddur Ólafsson yfirlæknir á Reykjalundi og Kjartan Guðnason forstjóri. Þeir eiga báðir sæti í néfnd þeirri, sem skipuð var á 14. þingi S.Í.B.S. til að athúga um vinnustofur Kristneshælis. "En vinnustofur þessar, sem tóku til starfa árið 1948, eru fyrir löngu orðnar of litlar og ; auk; þeás þannig úr garði gerðar a& að- staða til vinnu þar er óviðún- andi og samsvara í engukröf- um tímans. Hins vegar er.óum- deilanlegt, að stofnun sem' Krist neshæli þarf nauðsynlega -að geta veitt vistfólki sínu við- -hlítandi skilyrði til starfa,_því að þau veita ekki aðeins- hags- bót og dægradvöl, héldur eru líka, oft á tíðum þreinn læknis- dómur. Uppbygging fullkom- inna vinnustofa við hælið hefði verið æskileg, en ekki er. sýnt að slíkt geti átt sér stað að svo stöddu. Hins vegar vill S.Í.B.S. koma dómnum að fullu með því að beita lækningum. Ef það reyn- ist rétt, virðist óhugsandi að komast hjá því, að hann breið- ist út með fólki og fénaði, og er þá ógerlegt að gera sér grein fyrir, hver fjárútlát og óþæg- indi slíkt kann að kosta um langa framtíð. 3. Erlend reynsla sýnii-, að sauðfé og hross geta tekið og borið sýkina og segir sig sjálft, hvaða áhrif það hefði, ef svo tækist til hér. 4. Yfirdýralæknir telur á hinn bóginn miklar líkur til að unnt yrði að útrýma sýkinni með aðgerðum þeim, er í álykt- uninni er stungið upp á.“ Um þetta mál urðu miklar umræður á Búnaðarþingi og mikill einhugur, enda þótt hálf- ur annar maður væri með nokkrar vangaveltur. Er mér sérstaklega minnisstæð ágæt ræða, sem Ketill á Finnastöð- um, annar af tveim fulltrúum Eyfirðinga, flutti. Enda þótt honum, sem öðrum bændum, væri að sjálfsögðu sárt um góð- an bústofn, vildi hann ekki láta það standa fyrir því, að gerðar. væru þær ráðstafanir, er telja mætti til almennrar nauðsynjar. Þá væri vel, ef þorri manna væri svo félagslega þroskaður, að hann setti almenna þörf ofar eigin hagsmunum og einka- sjónarmiðum. 23. maí 1967. i Gísli Magnússon, form. búfjárræktarn. Búnaðarþ. til liðs við Kristnes með því að veita árlega' fjárhæð nokkra til vinnustofanna, hvort heldur sem er til styrktar daglegum rekstri eða til bættrar vinnu- aðstöðu. Þessa ákvörðun gjörðu þeir sunnanmenn, Oddur Olafs- son og Kjartan Guðnason, kunna á viðræðufundi í Krist- neshæli þann 18. þ. m. Þessi góða liðveizla S.Í.B.S. mikilvægu málefni til stuðnings mun verða ráðamönnum og vin um Kristneshælis ánægja og uppörvun og vekur voriir að öðrum stærri og raunhæfari sigrum. Deildir sambandsins hér nyrðra geta veitt málinu veru- legan styrk, sýni þær góðan skilning og örugga samstöðu í sókn og vörn, og sanni þannig svo að ekki verði véfengt, að enn eru ósviknir hlekkimir í í festi þeirra samtaka, sem reistu Reykjalund og létu eld hugsjónanna loga svo að hann brenndi sig inn í hjarta þjóðar- innar. STYRKJA VINNUSTOFUR Á KRISTNESHÆLI ‘ (Fréttatilkynning). j

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.