Dagur - 21.06.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 21.06.1967, Blaðsíða 5
:, AGU Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Á að sleppa Griindarveikiniii út um land? •UVi siilvX-:-:?^ SS__8_»_».'_»__.«.Í.' Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. VEGAMÁL HVAÐ vegamál snertir erum við Is- lendingar í hópi hinna frumstæð- ustu þjóða. Hinsvegar á fimmti hver maður hér á landi bifreið. En vega- kerfi lándsins ber ekki hina miklu umferð og margir trúa því statt og stöðugt, að þjóðin ráði ekki við það verkefni, að leggja sterka og ryklausa aðalvegi um landið. En þegar á það er litið, að vegakerfið eru lífæðar byggða og borga er til mikils að vinna að koma vegamálunum til betri vegar. Tugum eða jafnvel hundruðum millj. kr. er varið til vegaviðhalds, sem segja má að fari að nokkru leyti í súginn. Efni veg- anna er slíkt og slitlagið þar með talið, að regn, vindur og hitabreyt- ingarnar, auk umferðarinnar sjálfr- ar, ónýta vegina á skömmum tíma og einnig allar viðgerðir. Og á meðan vegum er svo háttað, sem nú er, end- ast bílar lítið og viðgerðarkostnaður þeirra er margfalt meiri en þar, sem vegir eru sæmilegir. Þessu til viðbót- ar eru svo hinar hryggilegu yfirlý^- ingar, jafnvel sjálfs vegamálastjóra, að viðhald hinna hálfónýtu vega hér á landi væri orðið óviðráðanlegt verkefni, og er þá auðvitað átt við malar- og moldarvegina. Vegamálin eru komin í sjálfheldu og hindra eðlilega þróun í mörgum byggðum. Vantrúnni á getu þjóðarinnar til úr- bóta þarf að varpa fyrir borð. Snúa verður við á þeirri óheillabraut, að minnka vegaféð hlutfallslega, eins og gert hefur verið. Stjórnmálaflokk- ar hafa úrbætur í þessu efni á stefnu- skrá sinni. En samt renna ekki tekj- urnar af innflutningi bifreiða og rekstrarvara þeirra nema að takmörk uðum hluta til vegamálanna. Auð- vitað eiga allar tekjur ríkissjóðs af umferðinni að renna til endurbygg- ingu veganna og meira til. Ráðstefna F. í. B. á Akureyri rökstuddi þá ályktun sína, að það þyrfti 300 til 350 millj. kr. meira fé til veganna á ári en nú er veitt, og myndu þá vega- málin komast í það horf, að batna verulega í stað þess að drabbast nið- ur. Rætt hefur verið um hringveg um landið af betri gerð en nú tíðk- ast, enn fremur um að endurbyggja veg milli Reykjavíkur og Akureyrar með varanlegu slitlagi, o. s. frv. Til stórátaka í vegamálum þarf til að koma erlent lánsfé og væfi það þá að sjálfsögðu miðað við byggingu vand- aðra aðalvega um landið. En öll vega málin þarf að taka til gagngerðrar endurskoðunar eins fljótt og við verður komið og með það tvennt í huga, að núverandi ástand er gjör- samlega óþolandi og vegaviðhaldið óframkvæmanlegt, eins og vegum er nú háttað, og með það einnig í huga að vinna að vegamálum af stórhug og með framtíðarhag fyrir augum. AÐ GEFNU TILEFNI finn ég inig knúðan til að skrifa nokkur orð um hringornissýkina, sern kom upp á Grund í Eyjafirði, svo og meðferð þess máls frá upphafi, orðróm manna á meðal, sögur, sannar og ósannar, og láta fram koma álit mitt á sjúk- dómi þessum, eftir nær 8 mán- aða reynslu. Sú reynsla hefur orðið mér dýr og frómt frá sagt erfið og ógeðfelld. ÞaS er upphaf þessa máls, aS seint í október á síðastliðnu hausti hófst slátrun á nautgrip- um í sláturhúsi KEA. Þegar Gísli bóndi Björnsson á Grund kom með gripi sína til slátrun- ar, var útlit þeirra þannig, að það þótti rarrnsóknarefni, og því var brugðið á það ráð, að senda eftir dýralækni, Guðmundi Knutsen, og tók hann sýnishofn af sjúkdómnum og var hann þegar sendur suður til Keldna og var þar greindur. Hófst dýra læknir þá handa að rannsaka með hverju eða hverjum „hring ormurinn" hefði borizt og hvað útbreiddur hann væri þegar orðinn. Þannig hagar til, að grip ir Gísla — bæði mjólkurkýr og geldneyti — hafa ekki gengið saman með gripum okkar hér í Grundarplássinu um nokkurra ára skeið. Mjólkurkýrnar hafði hann á eyðijörð (Holti), sem er afgirt land. Kýr mínar svo og kýr frá Holtsseli, Finnastöðum og Árbæ náðu hins vegar að Holtsgirðingunni. Vi'ð fyrstu rannsókn kom í ljós, að það sá á nokkrum kúm á framangreind um bæjum. Einnig kom í ljós, að sýnt þótti, að danskur maður, sem vann í fjósinu hjá Gísla, hefði borið veikina, enda bar hann það glögglega með sér, frá upphafi, að hann var ekki heill heilsu, hafði húðsjúkdóm, sem mikið bar á. Hófust nú lækn- ingar og var farið að fala meðöl, sem helzt þóttu við eiga, en þau reyndust ófáanleg — voru ekki til í landinu. Var þá farið að panta lyfin utanlands frá. Var hinn mesti seinagangur á að fá þau og var sýnt, að þar var illa á málum haldið — bæði var alltaf pantað svo lítið, að varla var til. skiptanna milli sýktu býlanna — en þó var hitt enn- þá furðulegra, að Gísli fékk miklu meira af þeim, en viS hinir, og álít ég, að þar hafi ver- ið öfugt að farið, því að veikin var þegar komin á hæsta stig hjá honum, enda búin að vara óáreitt um nokkurra mánaða skeið, en hún var þó í byrjun hjá okkur hinum. Þegar kom fram í desember, hættu að koma meðöl til okkar og gekk svo í rúman mánuð. Um áramótin báru hjá mér nokkrar kýr og var þá veikin komin á hátt stig, og var þá svo komið, að margar af kúnum voru mikið veikar, og trúi ég tæplega öðru en Guðmundur dýralæknir viðurkenni, að svo hafi verið, því hann kom þá næstum daglega í fjósið til mín, þó sjálfur væri oft illa haldinn af sjúkdómi þessurn. Minnkaði þá tilfinnanlega nyt í kúnum svo ég leitaði þá til samlagsstjórans — Vernharðs Sveinssonar — og bað hann að rannsaka fitumagnið daglega og varð hann góðfúslega við beiðni minni. Kom þá í ljós, að fitan í mjólkinni fór allt ofan í 2,6% — áður hafði ég haft meðal- fitu yfir árið rúm 4%. — En svo fóru meðölin að berast aft- ur, og eftir það var enginn skortur á þeim og þau notuð á ¦kýrnar án þess að spara nokk- uð, enda fór þeim að líða betur og fitan í mjólkinni jókst smátt og smátt, þótt hægt færi. Með- ölin gerðu mikið gagn, en eru á engan hátt þess umkomin að lækna til fulls. Halda má sýk- inni nokkuð niðri með þeim og gripirnir verða álitlegir ásýnd- um. Þannig stóð á, að ég átti um 40 ungviði — kálfa, sem voru sumir sex mánaða og eldri, og aðrir innan við sex mánaða. —. Hafði ég aldrei fengið neinn dropa af lyfjum til að lina þján- Snæbjörn Sigurðsson. ingar þeirra, vegna skorts á lyfjum. En þegar úr rættist með lyfin, gerði ég kröfu um lækn- ingu á ungviðunum, enda var mér farið að líða illa að horfa upp á þá alla útataða og kaun- um hlaðna — me'S hárlausum skellum, sem voru mjög áber- andi. Dýralæknir hóf verkið með aðstoð okkar heimamanna, en uppgafst þegar. Sagðist ekki ráða við þetta, hann mundi gera kröfu um, að þeim yrði lógað. Fellst ég á, að svo yrði að vera, að undangengnum samn- ingi við landbúnaðarráðuneytið. Nú liðu dagar og vikur og fékk ég engin meðul í geldneytin, en hins vegar fengu allir aðrir kálfaeigendur á hinu sýkta svæði meðul í sín ungviði. Ég galt þess, að þeir þóttu vera of margir. Um miðgóu var sendur af ráðuneytinu Sæmundur Frið- riksson forstjóri til að gera við mig samning, sem ég tel mig knúðan til að birta úr vegna sagna, sem gengið hafa. Þær eru á þá leið, að ég hafi ekki átt hús yfir geldneytin og að þau hafi verið vanfóðruð, og ekki hafi verið hægt að bera á kálfana, vegna þess að þeir hafi þurft að vera í þurru húsi. Og fyrir öllum þessum sögum er Guðmundur Knútsen borinn. En það sanna í málinu er þetta: Ég hafSi 8 kálfa í fjósinu og held ég, að það sé talið sæmi- lega gott hús, hefði því ekkert átt að vera því til fyrirstöðu, að borið væri á þá. Tæpa 20 hafði ég í fjárhúsi, þar sem 100 fjár var fyrir. Það hús er mjög gott — tvöfaldir veggir, stopp- að þak, með grindagólfi, svo að kálfarnir voru þurrir og hrein- ir. Sextán elztu kálfana hafði ég í trekklausu húsi, sem var opið nætur og daga — nema þegar aftakaveður voru. Hey gaf ég þeim úti — oftast nær — en matinn gaf ég inni. í samningi þeim, er Sæmund ur Friðriksson gerði f. h. land- búnaðarráðuneytisins við Snæ- björn á Grund, stendur m. a.: „Það skal fram tekið, að grip- irnir virðast vel fóðraðir og í góðum holdum og hirðing og annar aðbúnaður í góðu lagi." Nú spyr ég Guðmund Knút- sen að því hvort hann hafi sagt það, sem eftir honum var haft, og skora á hann að svara af- dráttarlaust, hvort hann telji mig hafa skort hús yfir hinn umrædda búpening, og hvort hann telji, að þeir hafi verið vanfóðraðir. Ég fullyrði, að ég og hann hafi séð ljótari gripi nú fyrir skömmu hér í nágrenn inu, sem Guðmundur hefur veri'S að reyna að lækna fram að þessu. Annars vísa ég til sláturhússstjórans. Hann hefur látið miður vinsamleg orð falla í minn garð, en ég afsaka hann, því ég tel hann ekki hafa borið skyn á þær aðstæður, sem þarna var búið við. En kjötið af gripum þessum fór í fyrsta og annað flokk, en þó líklega meira í annan flokk. í dag standa málin þannig, að hvergi hefur tekizt a'ð lækna sjúkdóm þennan og hann hefur einnig borizt í sauðfé. Engin dæmi eru fyrir því, að hægt hafi verið að ráða niðurlögum sjúkdómsins með lyfjum. Skinn og húðir ósöluhæf vara og lík- legt má telja, að eins muni fara með gærur. Þá má og benda á, að ef reynt verður að búa við hinn sýkta búpening, verður ekki hjá því komizt, að kaupa mikið af lyfjum til að draga úr veikinni og þau mun kosta mikla peninga og aukið erfiði. Það, sem ber að gera, er að fara þá leið, sem líklegust er talin að beri árangur, að ákveðn um dómi yfirdýralæknis og hún er niðurskurður ásamt friðun og einangrun hinna sýktu svæða. Ef það er ekki gert, er málið vonlaust. Þá er bara sú leiðin eftir að láta þennan ófögnuð flæða yfir landið. Það er sagt, að þegar strútur- inn er að forða lífi sínu undan ágangi mannanna, grípi hann til þess örþrifaráðs, að stinga höfð inu í sandinn svo að hann sjái ekki frá sér, heldur, að þá muni ekki aðrir sjá hann. Eins fór fyrir Gísla bónda. Hann taldi, a'ð með því að slátra þeim grip- um, sem verst litu út, mundi ekkert á þessu bera. En það fór á annan veg. Þeir, sem unnu að lógun gripanna töldu að hér væri ekki allt eins og ætti að vera, og þá blasti við sú stað- reynd, að hér væri kominn áður óþekktur sjúkdómur og hann mjög alvarlegur, þar sem naut- gripir, sauðfé, hestar, svín og síðast en ekki sízt menn tækju hann, og hefur hann það fram yfir alla aðra búfjársiúkdóma, sem hér hafa herjað. En þessi mikla leynd olli því, að kýr voru seldar út í Höfðahveiifi og á því ferðalagi barst smitun á annan bæ. Eins og að framan greinir er það staðreynd, að ég hefi orðið fyrir miklu afurðatjóni, en þeir hinir telja sig ekki hafa orðið fyrir því, jafnvel hafi afurðir aukizt við að fá veiki þessa. Einn sagðist aldrei hafa haft betri fitu, og annar sagði, að aldrei hefði mjólkað betur hjá sér, en síðan veikin barzt í grip ina. Sá þriðji, sem að veikin herjaði hjá nokkru seinna, sagði, á meðan ekki var vitað að veikin væri til hans komin, að sjálfsagt væri að lóga þessum gripum strax, sem sýktir væru. En eftir að veikin hafði borizt til hans, vair hann á annarri skoðun, sagði að Danir hlægju að þessu, en ég held, að Danir hlæi ekki og það er grunur minn, að nú sé hann farinn að átta sig á, að sendingin sé ekki eins meinlaus og hann vill vera láta. Meinið er, að þeir menn, sem að hafa orðið fyrir barðinu á veiki þessari, skilja ekki, að hér er mikill voði á ferð fyrir land- búnaðinn, ef ekki verður mikið á sig lagt, og til þess að reyna að koma í veg fyrir að gerðar verði róttækar aðgerðir, sem nægja til að útrýma bölvaldi þessum, eru þeir að ófrægja mig. Þeir vita, að mér er ljós hættan og að ég geri 'allt, sem hægt er til að vara aðra við, enda er mikill voði á ferðinni. Þeir eru að reyna að læða inn, að afurðat]ón mitt stafi af því, að ég fóðri illa mínar skepnur. Þetta eru ógeðsleg ósannindi. Afurðir eftir hvern einstakling segja nokkuð um aðbúðina, og ég fullyrði, að mitt bú hafi ekki sýnt lakari útkomu en þeirra. Að lokum vil ég benda á, að þeir bændur, sem sýkin hefur borizt til, hafa sýnt mikiö ábyrgðarleysi, og jafnvel geng- ið svo langt, að telja fólki trú um að búið væri að útrýma 'henni að fullu. Þetta er furðu- legt. Nú í dag stöndum við sízt nær því marki en í upphafi að lækna veikina. En það er annað, sem vert er að geta um. Við höfum enn menn, sem hafa félagslegan þroska, hugsjónir og halda vöku sinni. Héðan úr sveitinni fór piltur að Hvanneyri. Systkini þessa pilts höfðu sýkzt af sjúk- dómi þessum. Pilturinn fór heim í jólaleyfi, en þegar það var liðið,. fór hann aftur til Hvanneyrar til að setjast í skól- ann. Skólastjórinn sendi hann þegar heim aftur — vildi ekki eiga á hættu, að hann bæri veik ina. Pilturinn og aðstandendur hans voru engan veginn ánægð yfir, en þessu varð ekki breytt. Nokkru seinna vitnaðist, að hann hafði tekið veikina. Ef skólastjórinn hefði ekki tekið svo drengilega og skynsamlega á málinu, má telja fullvíst, að illa hefði farið á hinu mikla Hvanneyrarbúi. Mér hefur verið sagt af einum sýslunefndarmanni, að lagt hafi verið bréf inn á sýslufund Ey- firðinga frá þeim mönnum, sem veikin hefur herjað hjá, og að tilgangur með bréfinu hafi ver- ið sá, að slæva aðgerðir sýslu- nefndar til að taka jákvæða af- stöðu til þessa máls, og muni það hafa tekizt. Tvö nöfn eru nefnd í sambandi við þetta bréf. Þeirra Gísla Björnssonar hrepp stjóra á Grund og Ketils Guð- jónssonar á Finnastöðum, sem varfulltrúi Eyfirðinga á bún- aðaíþingi, greiddi hann þar at- kvæði með ályktun þeirri, sem samþykkt var þar í máli þessu, sem kunnugt er. Gísli Magnús- son, Eyhildarholti, formaður bú fiárræktarnefndar Búnaðar- þings, gétur þess í blaðagrein, að Ketill hafi haldið þar ágæta ræðu og talið nauðsynlegt, að gerðar væru þær ráðstafanir, er telja mætti til almennrar nauð- synjar. Þessi var afstaða hans á Búnaðarþingi, en hún er nú orð in önnur heima í héraði. Skrifað á Grund 18. júní Snæbjörn Sigurðsson. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). lítt til sunds í straumvatni falln ir. Lambið gerði eina tilraun til að stökkva upp á bakkann en hún mistókst, stóð það svo um stund á steininum og litaðist um. Lagðist það svo til sunds niður með bakkanum, þar til það fann skarð í hann og upp- gönguleið. Mun það hafa orðið frelsinu fegið og einnig glöddust veiðimenn. ........v.'.'.r'W!' . . . . 1 'l11! ¦¦ "¦¦•'!• l'« »¦!¦ I I I I I I..... iiiiBH|pll|llS^|r j*i*i'isss;i-'i'i*i*._*_* 1 *_l_l-í-!^*íix-'í*i*í*í'i*i'.'.'.'j*-*.* * * * ! * * !-t-'-*úi!'t»*'"'''*'*'*.....'J Reynir Hjarkson, K Frá 17. júní-mótinu á Akureyri 1967 S! SIIQ 15. JUNI (tyrri dagur). 800 m hlaup. mín. 1. Ásgeiv Guðmundsson KA 2:09,0 2. Þórir Snorrason UMSE 2:10,5 3. Bergur Höskuldsson UMSE 2:13,6 •1. Halldór Guðlaugss. UMSE 2:13,9 Langstökk. m 1. Sig. V. Sigmundsson UMSE 6,13 2. Sigurður Friðriksson HSÞ 6,03 3. Lárus Æ. Guðmundsson ÍMA 5,92 4. Jón Bcnónýsson HSÞ 5,80 200 m hlaup. sek. 1. Rcynir Hjartarson KA - 23,9 2. Lárus Guðmundsson IMA 24,4 3. Jón Bcnónýsson HSÞ 24,7 4. Jón Friðgeirsson UMSE * 25,2 4x100 m boðhlaup. sek. 1. Sveit UMSE 47,2 2. Sveit KA 47,3 Kúluvarp. m 1. Þóroddur Jóhannss. UMSE 12,80 2. Sig. V. Sigmundsspn UMSE 12,41 3. Oddur Sigurðsson KA 11,72 Kringlukast. m 1. Þóroddur Jóhannss. UMSE 34,00 2. Sig. V. Sigmundsson UMSE 33,17 29,39 26,34 2. Oddur Sigurðsson KA 2,96 3. Reynir Hjartarson KA 2,85 1500 m hlaup. mín. 1. Bergur Höskuldsson UMSE 4:40,6 2. Þórir Snorrason UMSE 4:41,2 3. Halldór Guðlaugss. UMSE 4:43,7 Hástökk. m 1. Halldór Matthíasson KA 1,77 (Jatnt Akureyrarmeti). 2. Reynir Hjartarson KA 1,74 3. Jóhann Jónsson UMSE 1,64 Spjótkast. m 1. Viíhj. Ingi Árnason KA 45,77 2. Halldór Matthíasson KA 45,05 3. Oddur Sigurðsson KA 43,11 1000 m boðhlaup. mín. 1. Sveit UMSE 2:09,3 (Hreinn, Jóh. J., Jóh. Fr. og Sig V.) 2. Sveit KA (Ingi, Kári, Asg.) 2:10,8 Halldór J. og 17. júní bikarinn er gefinn árlega af Olíusöludeild KEA og er veittur þeim keppanda frá Akureyri eða Eyjafirði, sem beztum árangri nær samkvæmt gildandi stigatöflu. Keppni var að þessu sinni mjög tvísýn og var í fyrstu \ álitið, að Halldór Matthíasson (1,77 m í hástökki) og Þórodd- ur Jóhannsson (12,80 í kúlu- varpi) hefðu orðið hlutskarp- astir með 652 stig. En við end- urskoðun á stigaútreikningi kom í ljós að Reynir Hjartar- son hafði gert enn betur og hlotið 653 stig fyrir 200 xn hlaup á 23,9 sek. En þessir þrír voru lang stigahæstir keppenda. ? MAGNÚS OG HAFLIÐI SIGURVEGARAR 3. Oddur Sigurðsson KA 4. Halldór Jónsson KA 17. JÚNI (seinni dagur). 100 m hlaup (mótvindur). sek. 1. Reynir Hjartarson KA 12,0 2. Höskuldur Þráinsson HSÞ 12,0 3.-1. Jóhann Friðgeirsson UMSE 12,2 3.-4. Sig. V. Sigmundssoh UMSE 12,2 Stangarsíökk. m 1. Kári Árnason KA 2,90 KEPPNISTÍMABIL kylfinga hófst um síðastliðinn mánaða- mót og f ór þá f ram Flaggkeppni. Sigurvegari í þeirri keppni varð Magnús Guðmundsson. í þessari keppni náði Magnús að leika hringinn í 35 höggum, sem er bezti árangur á vellinum í vor. Þá léku þeir Ragnar Steinbergs son og Gunnar Sólnes í 38 högg um. Virðist sem kylfingar séu komnir í sæmilega æfingu. Úrslit ur'ðu þessi: 1. Magnús Guðmundsson. 2. Ólafur Stefánsson. Kalí og erfitt vor í Laxárdð Kasthvammi 11. júní. Það var stöðug norðanátt til 29. maí, og hrímaði öðru hverju, frost flest ar nætur — allt að 10 stig —, marga daga var einnig frost. Góðir dagar voru frá 29. maí til 4. júní og þá var von allra að vorið væri komið, o gveitti ekki af, en svo var aftur kaldara í nokkra daga o gsnjóaði hér niður að Laxá þann 6. júní en gott veður nú í 4 daga. Gróður er frekar lítill enn, sem vonlegt er, þó er viður að springa út og mjög hefur gróið þessa síðustu daga, því nógar hafa úrkomur verið, og ef hlýn- ar að ráði ætti að spretta ört, og veitir ekki af því, bráðum fer dagurinn að styttast. Sauðburði er allsstaðar lokið — eða svo til — og gekk hann vel, lambahöld ágæt hjá flestum og víðast mikið tvílembt. !Ein það kostar mikið bæði í fóðri og vinnu að vera með lambær í húsi í 4—5 vikur. Elztu lömbin eru 5 vikna gömul um þessa helgi. Flestir eru búnir að sleppa einlembum, og við hér í Kasthvammi slepptum tvílemb- um á föstudagsmorgun, þann 9., og eru það fyrstu tvílembur sem sleppt er hér í dal. Aðrír eru með tvílembur heima á tún um og gefa auk þess hey og fóðurbætir. Flestir létu hey sín duga, en fóðurbætiskaup eru orðin mikil. • Ekki hefur verið hægt að bera á tún fyrir bleytu, og sum litu út eins og mýrarflói eftir rigninguna á fimmtudaginn. Annríki er nú mikið, því allur tíminn fram að þessu hefur far- ið í sauðburðinn, seni er þá lengsti og erfiðasti síðan 1949. Kjörsókn var ágæt hér í dag. G. Tr. G. 3. Ragnar Steinbergsson. 4. Sigurður Stefánsson. Fyrsta bikarkeppnin fór fram á Golfvelli félagsins um fyrri helgi. Þá var keppt um Micky's Cup bikarinn. Keppnin er»18 holu höggleikur með % forgjöf. Eftir fyrri hluta keppninnar (9 holur) hafði Þórarinn Jónsson tekið forustuna með 36 högg nettó, en fast á eftir komu Olaf- ur Stefánsson og Haukur Jakobsson með 37 högg, og Haf liði Guðmundsson með 38 högg. En í seinni hring tók Hafliði fljótt forustuna en Þórarinn fylgdi fast á eftir. Eftir 17 holur hafði Hafliði örugga forustu og lék hringinn í 32 höggum nettó (36 högg brúttó), sem er prýðis árangur og annar bezti sem náðzt hefur á einum hring í keppni í vor. Hafliði, sem kom- inn er ýfir fimmtugt, hefur ver- ið með beztu kylfingum klúbbs ins sl. 20 ár og virðist enn í góðu forrni. Úrslit urðu þessi: högg 1. Hafliði Guðmundsson 70 2. Þórarinn Jónsson 74V3 3. Ólafur Stefánsson 78 4. Haukur Jakobsson 79 5. Frímann Gunnlaugsson 81 KVEÐJUORÐ MAGNÚS GUNNLAUGSSON, iðnverkamaður á Akureyri, var til moldar borinn á Tjörn í Svarfaðardal 10. júní sl. að við- stöddu miklu fjölmenni Séra Stefán V. Snævarr jarðsöng. Konur. önnuðust veitingar handa kirkjugestum í Húsa- bakkaskóla að jarðarför lokinni. Magnús var fæddur á Ytri- Reistará í Amarneshreppi 10. júlí árið 1899 en fluttist nokk- urra daga gamall 'að Hreiðar- staðarkoti í Svarfaðardal og var tekinn í fóstur af hjónunum þar, Þorbjörgu Þórðardóttur og Aðalsteini Sigurðssyni. Ellefu ára gamall fór hann á ný til foreldra sinna og var hjá þeim um skeið en þaðan fór hann vestur í Fljó.t og ' vár 'þar á ýmsum bæjum, irieðal annars var hann smali á Hraunum. Þá var fremur hart í ári, víðast fátækt og verður víst ekki sagt, a'S hinn ungi sveinn hafi alizt upp við neitt dekur a. m..k. ekki þegar foreldrahúsum og Hreið- arstaðakoti sleppti. Átján ára kom hann aftur í Svarfaðardal og dvaldi þar á ýmsum stöSum, þar til hann fluttist til Akur- eyrar fyrir tveim áratugum og gerðist þar verkamaður og i'ðn- verkamaður en siSast blaSburS armaSur, eftir aS starfsþreki tók aS hnigna. Magnús Gunnlaugsson var mikill Svarfdælingur og unni þeirri sveit til dauSadags af allri sinni meSfasddu tryggS og ræktarsemi. Hann gaf, af litlum efnum, öllum kirkjum SvarfaS- ardals peningagjafir og Húsa- bakkaskóla ágætar bókagjafir. Hann var lengi fram eftir ævi eldheitur ungmennafélagi ög í lok maí og byrjun júní ár hvert kemur fjöldi af nýju starfsfólki til að vinna hjá Kaupfclagi Eyfirðinga, mest til þess að leysa eldra starfsfólkið af í fríum þess, sem nú eru 21—27 dagar virkir. Kaupfélagið reynir að kynna nokkuð starfsháttu samvinnufélaga fyrir þessu nýja fólki, skýrir fyrir því hvers það njóti og hvers af því sé krafist í starfi. — Á myndinni er Vilhelm Ágústsson, búðareftirlitsmaður Nýlenduvörudeildar, að sýna nýju starfsfólki deildarinnar hvern ig stimpla skuli vörurnar inn á peningakassann. (Ljósm.: G. P. K.) ósérhlífinn að starfa fyrir mál- efni þeirra félaga, mælskumaS- ur á málþingum, mikill sam- ræSumaSur, fróSleiksfús og minnugur. Hann fékkst ofur- lítiS viS vísnagerS, ritaði eitt og annað í blö'S og tímarit og var áhugamaSur um félags- og menningarmál. Hann var alla ævina aS afla sér margvíslegrar þekkingár og bætti sér á þann hátt mjög vel upp þá menntun, sem honum auSnaSist ekki aS hljóta á skólabekk; Samvizkusamur var Magnús í starfi, tryggur vinur vina sinna og hugsjónum sínum trúr. Ýmislegt skemmtilegt datt hon um í hug og lengi fékkst hann jafnvel viS aS búa til nýtt tungu mál. Kva'ð hann vísur við raust á því máli í vinahópi. Daglegur gestur var hann síSustu misseri á skrifstofum Dags, spurSi þá margs og setti heldur ekki Ijós sitt undir mæliker. Og þótt okk ur fyndist mælska hans stöku sinnum úr hófi og þróttmikill málrómur e. t. v. truflandi á stundum, var hann þó ætíð vel- kominn gestur og tómlegra þeg ar hann var að fullu horfinn okkur. Heilsa hans var mjög tæp síðustu mánuðina og varð ég þess þá oft var hve Svarf- aðardalur átti djúp ítök í hon- um og líkast því að heimasveit- in hans, sem hann unni svo fölskvalaust, seiddi hann til sín. Magnús fékk þá ósk sína upp fyllta að hvíla í svarfdælskri mold. Löngu eftir að grærm gró'ður þekur leiSi hans, munu sveitungar hans og vinh- meta átthagatryggð hans, sem var einstök bæði í orði og verki. E. D. Karlakórinn j kominn heim KARLAKÓR AKUREYRAR kom úr söngför sinni til Norður Ianda aS morgni hins 17. júní, eftir 15 daga ánægjulega ferS. Hvarvetna mætti hann hinum ágætustu viStökum og söngur inn fékk góða dóma. — í för þessari voru rúmlega 80 manns, þar af 41 söngmaSur. Farar- stjóri var Jónas Jónsson frá Brekknakoti en fyrir hönd FerSaskrifstofunnar Jón Egils- son forstjóri. SíSustu 2 daga ferSarinhar var dvali'S í Kaupmannahöfn, en þar stóSu þá yfir niikil há- tíSahöld vegna 800 ára afmælis borgarinnar. Q Studdir á kjörstað Ófeigsstöðum 12. júní. Sauðgróð ur er að verða sæmilegur. Allir fóru að kjósa, sem vetl- ingi gátu va^dið, og tvo þurfti að styðja, en áhugi þeirra var nógur þótt fætur væru orðnir þreyttir. Vegir eru orðnir sæmilegir. Geysilegur vöxtur er í fljótinu en það hefur ekkret gert af sér ennþá. Hætt var að hýsa það síðasta af fénu þann 10. júní her á Ófeigsstöðum. B. B,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.