Dagur - 18.08.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 18.08.1967, Blaðsíða 1
lJfYT"E2I Herbergis- pantanír. Ferða- skrifstofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árg. — Akureyri, laugardgainn 18. ágúst 1967 — 55. tölublað r * I >f 1 f Túngötu 1. reroaskrifstofansí»iii«5 Skipuleggjum ódýrustu ferðírnar til aanarro. landa. Nýja þoíðn kemur á miðvikudag GERT er ráð fyrir að hin nýja þota F. f. komi hingað til Akur eyrar á miðvikudaginn. En beð ið heíur verið eítir því, að lokið væri malbikun flugvallarins. Er ekki að efa, að Akureyringa fýsi að sjá þessa umtÖluðu og rómuðu flugvél, sem reynzt hefur framúrskarandi vel og hefur þegar valdið þáttaskipt- um í flugmálum F. f. Væntanlega verður hægt að segja nánar frá þessu í næsta tölblaði á þriðjudagskvöldið. ? SVIFSKIP, NÝJASTA FARARTÆKIÐ KOMIÐ er til landsins á veg um ríkisins, . Vestmannaeyja og Akraness, nýtt farartæki, svifskip eða flugnökkvi, til reynslu. Helzt verður að telja farartækið til skipa, enda lýtur það lögum og regl um samkvæmt því á sjó og vötnum, en fer auk þess á landi, sem ekki er mjög mis hæðótt. Svifskipið er 14.76 m. á lengd og 7 m. á breidd. Há- markshraði í logni og á sléttu vatni er 110 km. á klst. Þyngd skipsins fullhlaðins er 10 tonn. JFært þykir að sigla þess- um farkosti á sjó með far- þega þar sem aldan er 1.5 metrar á hadð, og í meiri öldu með fragt. Það er um 10 mínútna sigling frá Vest- mannaeyjum til lands á svif skipi og. farin hefur einnig verið reynsluför um sand- ana við Suðurströndina og gengið vel. Kaupverð þess skips, sem hér um ræðir, er um 16 millj. ísl. kr. Erlend reynsla þessara farartækja er enn stutt, en síðan 1965 hafa þó mörg svifskip verið notuð til áætlunarferða á stórám og vötnum í nokkr- um liindum. ? Á vígsludegi félagsheimilisins í Varmahlíð. Félagsheimilið vígt í Varmahlíð í Skagafirði 12. ágúst LAUGARDAGINN 12. þ. m. var nýtt félagsheimili vígt í VarmahlíS í SkagafirSi og heit- ir MiSgarSur. Mikil hátíðahöld voru og um 350 manns var boS- iS til vígslunar, sem hófst meS því aS formaSur byggingar- nefndar hússins, Sigurpáll Árna son, bauS gesti velkomna. SíS- an var helgistund, sem séra Gunnar Gíslason annaSist. Þar næst flutti Sigurpáll Árnason Norskir skógræklarmenn í heimsókn HÉR á landi hafa um skeiS dval iS norskir skógræktarmenn, 70 talsins og jafn stór hópur íslend inga hefur kynnt sér skógrækt- armál í Noregi. Sextán hinna norsku skóg- ræktarmanna hafa verið í Eyja firði og S.-Þingeyjarsýslu, 8 á hvorum staS hjá skógræktar- félögunumm, 12 karlar og 4 kon ur. Norska skógræktarfólkiS vinnur bæSi aS plöntun og grisj un. ÞaS kom um verzlunar- mannahelgina og hélt heim á leiS í gær. PlantaS var í Kóngs staSabálsi og í Arnarneshreppi og víðar og grisjaði í Leynings- hólum. Sameiginleg skemmti- ferS var farin. Aukin kynni fólks og aukin þekking í skóg- rækt er mikils virði. Og þótt við séum eflaust fremur þiggj- endur í þeim efnum, er skóg- rækt varSar hafa Norðmenn ekki séS ástæSu til aS slíta hin- um árlegu „nemendaskiptum" og megum viS vera þakklátir fyrir þaS, auk hinnar beinu aS- stoðar þeirra viS ræktun skóga á íslandi. ? byggingarsögu félagsheimilis- ins, en framkvæmdir hófust í júní 1963. Teikningar gerSu Gísli Halldórsson og Jósep Reynis, byggingarmeistari h.ef- ur veriS GuSmundur Márus- son, Þormóðsholti. Miðgarður er um 4.400 rúm- metrar á tveimur hæðum og kjallara. Hurðir og harSviSar- þiljur framleiddi TrésmiSjan Borg á SauSárkróki. VélsmiSj- an Oddi á Akureyri sá um loft- ræstingarkerfi, raflagnir annaS ist ÞórSur P. Sighvatsson og Ólafur Pálsson, húsgögn smíS- aSi Stáliðn hi. á .Akureyri. ByggingarkostnaSur er 9—10 millj. kr. GuSmundur Márus- son lýsti húsinu og sýndi gest- um. Margar ræSur voru fluttar og húsinu færSar gjafir. Kirkju kór VíSimýrarsóknar gaf flýil, TrésmiSjan Borg gaf ræSustól, einnig bárust félagsheimilinu peningagjafir, m. a. frá Birní GuSmundssyni frá Reykjarhóli og Bjarna Halldórssyni á Upp- sölum. Frú Vigdís Óskarsdóttir frá Brekku gaf heimilinu nafn- ið MiSgarður og var það valið úr 150 tillögunöfnum. Veizlu- stjóri var séra Gunnar Gísla- son. ASaleigendur MiSgarSs eru Seyluhreppur, Akrahrepp- ur, Ungmennafélag Seylu- hrepps, Kvenfélag Seyluhreppa og Karlakórinn Heimir. Félagsheimilið stendur á hæð ofan VarmahlíSar og sunnan sundlaugar og er þar hin feg- ursta útsýn yfir Skagafiörð. ÞaS má segja að þaSan liggi veg ir til allra átta og búast má viS aS þarna verSi vinsæll skemmti staSur. HúsvörSur hefur veriS ráS- inn Kristján Sigurpálsson og óskum við honum góðs gengis í starfinu, en á honum mun að mestu hvíla mótun og rekstur Miðgarðs. S. G. Sumarhátíð Framsóknarmanna við Eyjaf jörð yerður í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 21. Ávarp flytja Ingvar Gíslason alþingismaður 'Og Jón A. Baldvinsson nem- andi. Magnús Jónsson óperu söngvari syngur og gaman- þætti flytja Karl Guðmunds son og Eyvindur Erlendsson. Sjá nánar í auglýsingu í blaðiim í dag. ? HARALDUR RÍKISARFINOREGSIHEIM- SÓKN Á AKUREYRI Haraldur ríkisarfi Noregs og Miklebost ambassador. HARALDUR ríkisarfi Noregs, sonur Ólafs konungs, kom í opin bera heimsókn hingaS til lands 10. ágúst. Hann er þrítugur að aldri, gjörvilegur maður, vin- sæll í heimalandi sínu, góður íþróttamaSur, alúðlegur og virðulegur í framgöngu. Ríkis- arfinn, ásamt föruneyti, kom með Blikfaxa til Reykjavíkur og tók forsetinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, á móti honum við landganginn, lúðrasveit lék þjóð söngva landanna og lögreglu- menn stóSu heiSm-svörS. Áður hafði forsætisráðherran, Bjarni Benediktsson, og fleiri tekið á móti honum á Keflavíkurflug- velli, en þar lenti hann stundu fyrr með hinni nýju þotu F. í. Haraldur ríkisaitfi naut þeirr ar gestrisni íslenzkrar stjórnar- valda, sem unnt var að láta í té í höfuðborginni, en ferðaðist einnig töluvert, fór upp í Borg- arfjörð og renndi m. a. fyrir lax í Haffjarðará, skoðaSi einnig hvalveiðistöðina í HvalfirSi. Kom í Skálholt, að Gullfossi og Geysi og vígði skógræktarstöð- ina á Mógilsá. Hann kynnti sér eftir föngum íslenzka list og menningu. Frá Stóra-Kroppi í Borgarfirði var flogið til Akur- eyrar. Flugvélin lenti á Akur- eyi-arflugvelli á sjötta tímanum á sunnudaginn. Með Haraldi var Jóhann Hafstein dómsmála ráðherra, ambassador íslands í Noregi, ambassador Norðmanna á íslandi og margt annað góðra gesta. Forseti bæjarstjórnar, bæj- arstjóri, bæjai-fógeti og norski vararæðismaðurinn tóku á móti ríkisarfanum á flugvellinum og var síðan ekið að Hótel KEA, þar sem bæjarstjórn bauð til 42 manna kvöldveizlu og gest- irnir tóku sér síðan gistingu. (Framhald á blaðsíSu 5).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.