Dagur - 06.09.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 06.09.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H»rb»rgis- pantanir. L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 6. september 1987 — 59. tbl. Ferðaskrifstofan^r^ Skipuleggjum ódýrustu íerðirnar til annarra landa. Margir bifreiðaárekslrar :»55$«S$S5$S5$S$53$5$Í$Í$$$Í$SSÍ5$^^ 8ÍÐDEGIS á sunnudaginn varð bílaárekstur við Hafnarstræti 39. Valt önnur bifreiðin heilan hring og staðnæmdist á hjólun- úm. Mun hún vera hálfónýt. Aðeins ökumennirnir voru í foíl um þessum og sluppu þeir nær ómeiddir. Um hádegi á laugardag varð bifreiðaárekstur við Krossa- staðabrú á Þelamörk. Við eða eftir áreksturinn lenti önnur bifreiðin á brúarstöplinum og mun hún nær ónýt. Farþegar voru fluttir á sjúkrafoús úr bif- (Framhald á blaðsíðu 7). SÆLUHÚSIÐ Á ÖXNADALSHESÐI ERRISIÐ AF GRUKNI LENGI hefur verið þörf á sælu húsi á Oxnadalsheiði og sú þörf hefur vaxið síðan Bakkasel fór úr byggð. Þau gleðitíðindi gerð ust um síðustu helgi, að þar reis sæluhúsið af grunni og verður það væntanlega vígt um aðra helgi. Það er Slysa- varnadeild kvenna á Akureyri, sem sér um framkvæmd þessa, GODUR AFLI OG NÆG ATVINNA Húsavik 5. september. í sumar hefur aflast vel og' svo er enn, bæði á línu og handfæri, meira þó á línu. Hinsvegar sjáum við ekki síld í sumar. Atvinna er góð, vegna hins góða afla og auk þess er töluvert um bygg- ingarframkvæmdir. Þ. J. mun ætla að leggja fram fé fyr ir öllum kostnaði en afhenda það síðan Slysavarnafélagi ís- lands til umsjár. Formaður deildarinnar er Sesselja Eld- járn. Jón Sigurjónsson smiður sá um uppsetningu sælulhússins og er það 3.5x5.5 m. að flatarmáli og stendur skammt fyrir austan Grjótá, mjög nærri hinum fjöl- farna vegi um heiðina. Hús þetta er smíðað á ísafirði en flutt hingað í flekum og er frá- gangur þess hinn bezti, svo að uppsetningin gekk greiðlega. Á laugardaginn unnu 11 manns við uppsetninguna þegar flest var, þar af nokkrir skátar. Eftir er að leggja gólfið og mála húsið innan. Smám saman verð ur það svo búið þeim vistum og tækjum, sem nauðsyn krefur á slíkum stað m. a. sendistöð. ? Starfsmenn Trésmíðaverkstæðisins Iðju á Akureyri voru nýlega í skemmtiferð. Mættu þeir sunnanmönnum í Kerlingafjöllum. Eftir góðan nætursvefn í skála F. í. var skipst á gjöfum. Gjöf norðanmanna var 10 lítra mjólkurkassi frá Mjólkursamlagi KEA. Ármann Þorgrímsson, framkvæmdastjóri, afhendir hér gjöfina, en Sigurður Jónsson, flugmaður, ttíkur á móti. SS«æS35S33S5S3íW5S*fc«5SS5S$SSSS$SSS^^ Tryggja þarf fóðurþörfina með stórfelldri ræktun Gunnar Guðbjartsson endurkosinn formaður Stéttarsambands bænda AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda lauk um helgina. Gunn- ar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, var endurkjörinn formaður sam bandsins, en aðrir í stjórn, Ein- ar Ólafsson, Lækjarhvammi, Páll Diðriksson, Búrfelli, Bjarni Aukin niðurgreiðsla á kjöti og kartöflum Halldórsson, Uppsölum og Vil- hjálmur Hjálmarsson, Brekku. Varamenn: Jón Helgason, Segl- búðum, Ingi Tryggvason, Kár- hóli, Olafur Andrésson, Sogni, Guðmundur Sverrisson, Hvammi og Össur Guðbjarts- son. FYRIR skömmu var ákveðin 6 króna niðurgreiðsla á hverju kg. af kartöflum og nú hefur niðurgreiðsla á kindakjóti verið hækkuð verulega, svo og á unn um kjötvörum. Niðurgreiðsla kindakjöts nemur nú kr. 35.98 á kg. miðað við 1. verðflokk en fer lækkandi eftir verðflokkum og er kr 18.21 á 5. verðflokki kindakjöts. Þetta er gert til þess aS halda VANRÆKSLA OLLISKIPTAPA í RÉTTARHÖLDUM þeim sem haldin voru í Stígandamálinu í Ólafsfirði, kom fram, að mikil vanræksla eða mistök höfðu átt sér stað um foorð: Eftir síð- ustu löndun á Raufarhöfn hafði ekki verið gengið frá lestar- lúgum svo sem vera bar. Kom betta fyrst í ljós þegar skip- verjar losuðu dekkfarminn úr skipinu, skömmu áður en það sökk. Taldi skipstjórinn engan vafa á því að sjór hefði farið þar niður. Mun þessi vanræksla eiga sinn þátt í því, að Stígandi sökk því farmur hans að þessu sinni var ekki meiri en í næstu ferð áður og sjóveður sæmilega gott. Þó munu fleira hafa kom- ið til, því sjór komst einnig í vélarrúm. ? vísitölunni niðri. Hækkun skatta, aukin upphitunarkostn- aður húsa og hækkun húsaleigu kostnaðar eru staðreyndir og til þess að þessir liðir færu ekki óhindrað inn í verðlagið var gripið til aukinna niður- greiðslna á þessum tveim vöru- flokkum. f nýja kjötverðinu fellst m. a., að í 1. verðflokki kindakjöts kostar kílóið í heil- um skrokkum í smásölu kr. 48.55. ? Gunnar Guðbjartsson. NYR BOÐSKAPUR f FORYSTUGREIN Morgun blaðsins 29. ágúst eru þessi orð: „Svo kann að fara, að ekki reynist unnt fyrir islenzku þjóðina að halda fyllilega þeim lífskjörum, sem við höfum búið við að undan- förnu, en þau eru líka hin langsamlega beztu sem ís- lenzka þjóðin hefur þekkt og því engin vá fyrir dyrum, þótt kjörin yrðu . eitthvað lakuri um skeið, á meðan verið er að komast yt i r þá erfiðleika sem, að steðja." Hér er verið að búa þjóð- ina undir ráðstafanir þær, sem stjómarandstæðingar héldu fram fyrir kosningar í vor, að gerðar yrðu að óbreyttri óheillastefnu ríkis- stjórnarinnar í eínahagsmál um. En því neitaði ríkis- stjórnin þá afdráttarlaust og fór hinum hörðustu orðum um gagnrýni, sem við engin rök hefði að styðjast. Lífsr kjör myndu batna, enda stæðu atvinnuvegirnir á traustum grunni „viðreisnar innar". — Auðvitað kann stjórnin engin önnur ráð en þau að skerða lífskjör fólks- ins í landinu og verða það líklega einu efndirnar á hin um gullnu kosningarloforð- um frá í vor. ' ? Á aðalfundinum var eftirfar- andi samþykkt: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1967 leggur áherzlu á, að verðlagning landbúnaðar- afurða fyrir verðlagsárið 1967— 68 fari nú fram samkvæmt gild andi lögum og við ákvörðun vinnuþarfar viðmiðunarbúsins verði lagðar til grundvallar nið urstöður Búreikningaskrifstof- unnar, svo og gerðar vinnumæl ingar, svo langt sem þær ná. Þá mihnir fundurinn á, að vextir, kostnaður við vélar, fyrning útihúsa og ýmsir fleiri liðir hafa jafnan verið vanmetn ir í verðlagsgrundvellinum og krefst leiðréttingar á því. Ennfremur krefst fundurinn þess, að í verðlagningunni nú í haust verði tekið fullt tillit til aukinnar notkunar fóðurbætis og áburðar, sem stafar af hörðu árferði. II. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1967 krefst þess, að leyfð verði til frádráttar á sksittskýrsl (Framhald á blaðsíðu 7)/ Jökulsá á Breiðamerk- ursandi brúuð Á LAUGARDAGINN var vígS ný brú á Jökulsá á Breiða- mer,kursandi. Er hún 110 m.' hengibrú milli turnstoða. Árni Pálsson og Helgi Hallgrímsson verkfi-æðingar teiknuðu brúna en yfirsmiður var Jónas Gísla- son. Heildarkostnaður er um 20 millj. kr. Með brúargerð þessari er miklum farartálma úr vegi rutt og trúlega er nú lokasókn hafin að því marki að fá hringveg um landið. Fjölmenni var við vígsluna og var framikvæmdinni mjög fagnað af þeim, sem bezt njóta hennar. ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.