Dagur - 06.09.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 06.09.1967, Blaðsíða 7
7 Tryggja þarf fóðurþörfina ber ár hvert. Skorar fundurinn á Sex-manna-nefnd að gera ráð fyrir þeim kostnaði, sem af þessu leiðir, í ákvörðun sölu- kostnaðar. IV. Vegna þráláts misskilnings vekur aðalfundur Stéttarsam- bandsins 1967 athygli á því, að komið er nú í veg fyrir vísitölu hækkun sem stafar af hækkun skattgjalda og olíuverðs, með því að auka niðurgreiðslur á landbúnaðai’vörur. Slíkar niðurgreiðslur voru og auknar haustið 1966 vegna hækkaðra rafmagns- og hita- f I f Við, sem dvöldum i orlofi á Husabakka i Svarfaðar- f dal, dagana 21.-29. ágúst sl. þökkum hjartanlega ® ánœgjustundir og ógleymanlega daga þar. (Framhald af blaðsíðu 1). um fyrning af verði útihúsa í samræmi við gildandi lög, þótt ekki liggi fyrir byggingarskýrsl ur. Telur fundurinn eðlilegt, ef byggingarkostnaður er ekki sannanlegur, að fyrningin verði reiknuð af matsverði, er mið- ist við kostnaðarverð eins og það er á hverjum tíma og felur .stjórn Stéttarsambandsins að fylgja málinu eftir. III. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1967 telur að sláturfjár- afurðir skuli vaxtareiknaðar til bænda eigi síðar en 1. nóvem- ORLOFSKONUR. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, SVEINN SVEINBJÖRNSSON, pípulagningameistari, Lyngholti 12, sem lézt 3. september, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju laugardaginn 9. september kl. 1.30 e. h. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn, HALLGRÍMUR FRIÐRIK SIGURÐSSON, Bjarkarbraut 19, Dalvík, lézt þann 1. þ. m. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Eiginkona, móðir, böm, tengdabörn og barnaböm. Öllum þeim fjölmörgu, er á margvíslegan hátt heiðr- uðu minningu okkar hjartkæra eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa, GUNNARS FRIÐRIKSSONAR, bifreiðastjóra, og vottuðu ökkur samúð með fögtum blómum, skeyt- um, minningargjöfum og á margvíslegan annan hátt, sendum við innilegar þakkir. Guð blessi ykkur öll. Sigiíður Helgadóttir. Svala Gunnarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Einar Gunnarsson, María Jóhannsdóttir, Dóra Gunnarsdóttir, Helga Unnsteinsdóttir, og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför dóttur, móður, tengdamóður, systur og ömmu okkar, VILBORGAR GÍSLADÓTTUR, Litla-Arskógssandi. Kristrún Gísladóttir, Gígja Marinósdóttir, Lovísa Marinósdóttir, Falur Friðjónsson, Þóra Marinósdóttir, Sigurjón Einarsson, Sigríður Gísladóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Óskar Gíslason, Jón Gíslason og dætrabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa GÍSLA R. MAGNÚSSONAR. Sigríður Gísladóttir, Júlíus Jónsson, Rósa Gísladóttir, Gunnlaugur Jóhannsson, Sólveig Sigurðardóttir, Finnbogi Gíslason, Ásbjörg Ingólfsdóttir, Magnús Gíslason, og barnaböm. veitugjalda og hafa síðan verið túlkaðar sem aðstoð við land- búnaðinn. Mótmælir fundurinn harðlega slíkum málflutningi og telur varhugavert að beina of mikilli niðurgreiðslu á einstakar vöru tegundir. Ályktun um ræktun: andi: „Út af erindum þeim, sem borizt hafa til aðalfundar Stétt- arsambands bænda um erfið- leika vegna harðinda og kal- skemmda í túnum, vill Stéttar- sambandsfundurinn taka fram, að skipuð ‘hefur verið þriggja manna nefnd á vegum landbún aðarráðuneytisins til þess að rannsaka þessi mál og gera til- lögur til úrbóta í þessum efn- um. Væntir fundurinn þess, að nefndin fái nauðsynlegan fjár- hagslegan stuðning, svo takast megi að leysa þessi mál á við- unandi hátt í þetta sinn. En þar sem þetta vandræða- ástand er ætíð yfirvofandi, skor ar Stéttarsambandsfundurinn á Búnaðarþing og stjórn Stéttar- sambands bænda að gera ráð- stafanir um framtíðarlausn þess ara mála er skapi meira öryggi í þessum efnum en verið hefur og vill í því sambandi benda á eftirfarandi: 1. Fundurinn telur, að Land- nám ríkisins þjóni bezt hlut- verki sínu með því að beina ræktunarframkvæmdum sínum inn á þá braut, að framkvæma í samráði við búnaðarsambönd in ræktun á stói-um samfelldum svæðum í þeim heruðum. sem minnstan heyfeng hafa og sýnt hafa, að afkoma bænda er af þeim sökum háð öryggisleysi og þeir verða oft fyrir fjárhagsleg um áföllum vegna fóðurskorts. Ræktun þessi verði fram- kvæmd þar sem góð ræktunar- skilyrði eru fyrir hendi og sízt hætta á, að ræktunin verði fyr- ir áföllum af völdum tíðarfars. Landið fullræktað verði, ef hægt er, leigt sveitarfélögum, til þess að þau geti jafnað fóðri á milli eftir þörfum, en að þeim frágengnum leigt einstakling- um til heyskapar. Fundurinn lítur svo á, að með þessum hætti mætti auka • á öryggi í búskaparháttum margra héraða og jafna og bæta aðstöðu þeirra bænda, sem nú eru verst settir í þessu efni. 2. Að stjórn Stéttarsambands ins sé falið að vinna að því, að verulegt fjármagn fáist frá opin berum aðilum til rannsóknar á eðli og orsökum kals. 3. Að Bjargráðasjóður verði efldur, svo að hann verði ávallt megnugur að gegna því hlut- verki sem honum er ætlað í þessum efnum.“ □ - FRA SIGLUFIRÐI (Framhald af blaðsíðu 8). 150 m. af göngunum. Göngin eru 796 m að lengd. í Barnaskóla Siglufjarðar verða 290 nemendur í vetur. Hlöðver Sigurðsson tekur á ný við skólastjórn. J. Þ. - Margir árekstrar (Framhald af blaðsíðu 1). reið þessari, en engin meiðsli voru alvarleg. Á laugardag, sunnudag og mánudag ui’ðu 12 bifreiða- árekstrar en ekki meiri slys á fólki. Mikil ölvun var um helg- ina og „steinninn“ þétt setinn, en verulegar óspektir urðu ekki. □ KIRKJAN. Ekki verður mess- að í Akureyrarkirkju nú á sunnudaginn, sökum fjarveru prestanna á aðalfundi -ÆSK í Hólastifti, sem haldinn verð ur á Hvammstanga. KIRKJUKVÖLD í Svalbarðs- kirkju. Athygli skal vakin á auglýsingu í blaðinu í dag um kirkjukvöld í Svalbarðs- kirkju n. k. föstudagskvöld kl. 9. STYRTARFÉLAGI VANGEF- INNA hefm- borizt 5000.00 kr. peningagjöf frá Snjl. J. — Kærar þakkir. Jóhannes Óli Sæmundsson. DAVÍÐSHÚS verður lokað nú fyrst um sinn. — Húsvörður: Kristján Rögnvaldsson, sími 1-14-97. • LION SKLÚBBIJRINN HUGINN heldur fund að Hótel KEA fimmtu- daginn 7. sept. kl. 12.00. Athugið breyttan fundarstað. AKUREYRINGAR! - Merkja- söludagar Hjálpræðishersins eru n.k. föstudag og laugar- dag. Styrkið gott málefni. — Krakkar! Sunnudagaskólinn byrjar á sunnudaginn 10. septem'ber kl. 2. Öll börn vel- komin. — Abnenn samkoma kl. 8,30 e. h. sama dag. Kapt. Ingrid Olsen talar. Allir vel- komnir. — Hjálpræðisherinn. I.O.G.T. — St. Brynja nr. 99 •heldur fund í Bjargi fimmtu daginn 7. sept. n. k. kl. 8.30. Inntaka nýrra félaga. Rætt um skemmtiferð o. fl. Kaffi á eftir fundi. Æ.t. HLUTAVELTU heldur kven- félagið Hlíf sunnudaginn 10. þ. m. kl. 4 síðdegis í Alþýðu- húsinu. Margt góðra muna. Allur ágóðinn rennur til barnaheimilisins Pálmholts. Nefndin. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við bama- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. - SMATT OG STORT (Framhald af blaðsíðu 8). nútímanum að sniðganga mátt vel gerðra auglýsinga. LÉLEG BARNAMYND Bíógestur skrifar: Ég fór með bömum mínum í Borgarbíó á sunnudaginn kl. 3. Myndin hét Læknir á grænni grein. É hef ekki í mörg ár farið í bíó kl. 3, en bömin mín fara það stund- um og ég hélt, að þá væri sæmi legar kvikmyndir, um að ræða. En að þessari mynd lokinni var ég hissa og reið. Kvikmyndin gerist á spítala og er um lækna, sem höfðu meiri áhuga fyrir töfrandi hjúkmnarkonum en sjúklingum. Kannski mannlegt, en léleg fyndni og síður en svo þroskandi fyrir böm í þeim aldursflokki, sem sækir 3-bíó. Mér finnst að templarar eða og aðrir sem velja bamamyndir ættu að sýna þann metnað og menningu að hafa góðar myndir á sunnudögum kl. 3 fyrir jTvgri kynslóðina, eða láta þáð ógert. HJÚSKAPUR. Þann 2. septem- ber voru gefin saman í hjóna band í Akureyrarkirkj u brúð hjónin ungfrú Anna Karls- dóttir og Sigurjón Gunnlaugs son frá Þingeyri. — Heimili þeirra er að Kambsmýri 12, Akureyri. COCA-COLA-KEPPNI. Fyrsta Coco-Cola-keppnin hjá Golf klúbbi Akureyrar verður háð um næstu helgi. Vífilfell h.f. hefur gefið verðlaunagripi til að keppa um og hafa golf- klúbbar í Reykjavík og Vest- mannaeyjum keppt um þá áður. Þetta er 72 holu keppni, bæði með og án forgjafar. —• Mótið hefst kl. 5 e. h. á föstu- dag og verða þá leiknar niu * holur. Á laugardaginn varða leiknar 27 holur og hefst keppnin kl. 10 f. h. Keppní hefst kl. 8,30 að morgni sunnudags og lýkur þann dag og verða þá 36 holur leiknar. Allir kylfingar landsins eru velkomnir til keppni. GJAFIR til Fjórðungssjúkra- hússins. Frá Þórhöllu Svan- holt kr. 1000.00. Frá ónefndri konu, afhent af Stefáni Jóns- syni, Skjaldarvík, kr. 1000.00. Með þökkum móttekið. — G. Karl' Pétursson. MINJASAFNIÐ verður opið daglega þessa viku, en úr því aðeins á sunnudögum. - Málverkasýning (Frcimhald af blaðsíðu 8). æskan þess væntanlega í ríkum mæli. Þá hefur Tónlistarskólinn ráð ið Ingibjörgu Steingrímsdóttur í vetur í stað Ingimars Eydals, sem nú verður kennari á Akur- eyri. Nær samfelld vinna hefur verið í frystihúsinu og þótt eng in síld hafi verið söltuð ér at'- vinnuástandið sæmilegt. Anna frá Ólafsfirði hefur t. d. landað hér 80 tonnum af ufsa úr þrem- ur róðrum og heimabátar hafa oft aflað vel í sumar. Heyskapur varð meiri en útlit benti til fyrr í sumar og verkun heyjanna allgóð. J. H. - „MAÍBLÓMIÐ44 (Framhald af blaðsíðu 4). í New York. Við komum heim aftur í tunglskini kl. 1 eftir mið nætti. Á hraðbrautinni var sprett úr spori og var nú mjög farið að draga úr umferðinni. Allmikið var þó um „jólatré", sem við íslendingar nefnum svo, en það eru háfermdir vöru flutningabílar með mjög mörg- um ljósum hér og þar, er skygg ir. Margir þeirra fara óraleiðir, og nóttin er þeim bezt, þegar öðrum ökutækjum fækkar á alfaraleiðum. wMim JÖRÐ ÓSKAST til kaups eða leigu í næstu fardögum. Tilboðum skil- að á afgreiðslu Dags, merkt jörð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.