Dagur - 06.09.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 06.09.1967, Blaðsíða 4
4 * 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Tekjur bænda lækkuðu AÐ þessu sinni var engin sumar- slátrun vegna nægra kjötbirgða í landinu. Kindakjöt var um eitt þús- und lestum meira en á sama tíma í fyrra, eða 3900 lestir 1. júní og þá var einnig til meira af nautgripa- kjöti en á sania tíma í fyrra. Smjörsalan jókst á síðasta ári úr 1093 lestum í 1535 lestir og er aukn- ingin um 40%. í ársbyrjun 1966 voru smjörbirgðir 1132 lestir en voru 1. júní komnar niður í 503 lestir og eru nú 230 lestir, þó hefur ekkert smjör verið flutt úr landi. Þarna gætir því aðgerða Framleiðslu ráðs í því að auka söluna með verð- lækkun og draga úr smjörframleiðsl- unni með því að koma smjörfitunni á markað erlendis í öðru formi en smjöri. Mjólkurframleiðslan hefur dregist nokkuð saman í landinu á þessu ári, einkum fyrra hluta þess. Hér á Akureyri hefur mjólkurmagnið til samlagsins minnkað um 6,38%, það sem af er árinu, miðað við fyrra ár. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda nú um helgina kom það fram hjá formanni samtakanna, Gunnari Guð bjartssyni, að tekjur bænda árið 1966 höfðu farið lækkandi. Hann sagði, að afurðaverð þyrfti að hækka um 20% nú í haust til að fá sömu tölu launatekna þeim til handa og reiknað var með í verðlagsgrund- vellinum s.l. ár eða kr. 197.358,00. Formaðurinn nefndi þær breytingar, sem lægi til grundvallar þessari þörf á liækkuðu búvöruverði og sagði síð- an í ræðu sinni: „Nú vita allir, að verðstöðvunar- lög eru í gildi, og gilda til 1. nóv. n.k. Þau ná til verðlags á hvers kon- ar vörum og þjónustu, en ekki til kaupgjalds. Þegar rætt er um verð á búvöru, er um að ræða raunveru- legt kaupgjald bændanna, þótt breyt ing þess komi fram í verðlagi bú- vörunnar. Verðstöðvunarlögin geta ekki svipt bændur þeim rétti, sem þeir hafa skv. framreiðsluráðslögun- um til verðbreytinga 1. sept. ef full- nægjandi rök eru fyrir slíkum breyt- ingum, en hins vegar þyngja þau þann róður, að fá viðurkenningu á réttmæti verðbreytinga búvörunn- ar.“ Þess mun nú skammt að bíða, að í ljós komi, hvort framleiðsluráðslög- in halda gildi sínu. Enn fremur hvort bændur fá hlut sinn réttan í nýjum verðlagsgrundvelli, svo sem lög mæla fyrir. Bændur munu ekki una því endalaust að búa við skarðari hlut en aðrar stéttir þjóðfélagsins — og þjóðfélaginu er annað sæmra. 99 MAIBLOMIÐ 99 Ameríkubréf 23. ágúst. VIÐ dveljum hér um sinn og fram eftir hausti í friðsælum og fögrum bæ, sem ég geri mér í hugarlund, að sé álíka fjölmenn ur og Húsavík, en það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir stærð bæjanna 'hér í Come- cticut-dalnum, því að við göt- urnar og kringum húsin eru há vaxin lauftré og byggðin hálf falin í þessum fagra trjágróðri. En í gegnum bæinn liggur þjóð vegur, sem innan bæjar nefnist Aðalstræti (Main Street) og þar þarf að vera á verði gegn um- ferðinni. Hinu megin við fljótið liggur hraðbraut nr. 91. Eftir henni komum við 23. júlí, og eftir henni lögðum við af stað nýlega suður í Massachusetts í 4. daga ferð. Ferðinni var heit- ið til Boston og út á Cape Cod, sem ég kalla Langanes og ber það nafn með rentu. Þar úti fyrir er opið haf, Atlantshafið. Við gistum næstu nótt og aðra síðar í borginni Rochester ca. 100 km. frá Boston, á ís- lenzku læknisheimili. Þarna stunda trveir ungir • íslenzkir læknar framhaldsnám, báðir fjölskyldumenn, Þetta fram- haldsnám lækna í Bandaríkjun um, árum saman, virðist ekki vera heiglum hent. Vinnutími þeirra og næturvökur á sjúkra- húsum meiri en mér hefði kom ið til hugar og fræðilegt nám að auki. Þannig er uppeldi allra sérmenntaðra lækna hér í landi. Kaup er greitt, en myndi þykja lágt heima, og bifreið verða þessir læknar að eiga og reka á sinn kostnað. Talið er, að fram- haldsmenntun sú og starfsþjálf un, beri mikinn árangur. En leikmanni sýnist, að minna mætti gagn gera. Margt er hér í landi útlendra lækna við nám og starf af þessu tagi, og mun það koma sér vel hér eins og sakir standa, því að margir bandarískir læknar hafa verið kvaddir til þjónustu við sára og sjúka austur í Viet-Nam. Daginn sem við komum til Rochester, fórum við í stutta ferð til Boston, sem er höfuð- borg Massachusetts-ríkis, og raunar fræg borg t. d. úr sögu uppreisnarinnar gegn Bretum á 18. öld, og nú síðast af því, að Kennedy forseti var þaðan upp runnin, og ætt hans þar mjög umrædd um þessar mundir. Þama dvöldum við stundakorn í State House, mikilli höll og fagurri, sem er í senn aðsetur löggjafarþings þessa ríkis, ríkis stjórna og ráðuneytanna. Þama eru forsalir miklir, með hátíða- brag og skreyttir listaverkum og minjum. Með veggjum fram í svonefndum fánasal rísa gaml ir og nýir fánar Bandaríkjanna, allt frá þeim tíma, er stjörnurn ar voru aðeins 13 að tölu þang- að til nú, að þær eru 50. Þarna var höggmynd mikil og fögur af hjúkrunarkonu, sem ber ör- magna hermanni svaladrykk, þar sem hann mæðist af sárum sínum, gefin til minningar um líknarstörf, er unnin voru í borgarastyrjöldinni (þrælastríð inu) 1861—65. Þarna var líka merkileg mynd af Lincoln, sem tók á sig ábyrgðina á því að koma í veg fyrir að Suðurríkin klyfu ríkjasambandið, banda- ríska stórveldið, hið öflugasta nú á tímum, má með miklum rétti kallast hans verk og þeirra, sem með honum unnu. En sambúðarvandamál hvítra manna og svartra er enn ugg- vænlegt í þessu stóra landi, og hafa nú í sumar gerzt mikil tíð- indi og ill í sambandi við það mál sem kunnugt er. Við kom- um snöggvast á áheyrendapalla þingsins í Massachusetts, og sat það þá á fundi. Pallar voru þarna tveir, aðrir fyrir konur, hinir fyrir karla. Það sá ég strax, að margir þingmenn voru ekki í sætum sínum og hugsaði heim. Ræðumaður talaði af miklum ákafa um vegamál. For seti, í bláum einkennisjakka, barði bylmingshögg í borð með gríðarstórum tréhamri. Þá þagn aði sá, er í ræðustólnum stóð, en annar reis úr sæti fram í sal og gerði athugasemd, sem tók drjúgan tíma. Þá annað bylm- ingshögg í borðið, og sá er í stólnum stóð, hélt áfram ræðu sinni, en hinn settist. Þetta var svipmynd ein, ég sá, og ekki hafði ég tíma til að kynnast því nánar, sem þarna fór fram. Síð- an litum við inn á listasafn og skoðuðum þar aðallega fræga mynd frá Suðurhafseyjum eftir franska málarann Gouguin, sem við höfðum séð eftirmynd af áður, en frummyndin er þarna niður komin, og þykir víst ein höfuðprýði þess mikla safns, eft ir staðsetningu að dæma. Furðu mikið er þama af listaverkum Norðurálfu-meistara frá fyrri tímum. Daginn eftir fórum við alla leið út á Langanesfont og gist- um þar í tjaldi, en nesið reynd- ist miklu lengra en við hugðum. En þar sem annarsstaðar eru vegir góðir og hratt farið. Áður en leiðin lá út á nesið höfðum við all langa dvöl í borginni Plymouth, sem er við sjó, mikill ferðamannastaður og baðstað- ur. Þama og á Langanesi eru frægar sögustöðvar og minjar frá landnámi hér í álfu. í Ply- mouth liggur seglskipið Mai- blómið (Mayflower II) — eða eftirlíking þess við bryggju. Á þessu skipi komu hinir svo- nefndu „pílagrímar“ frá Eng- landi vestur um haf haustið 1620, tóku land utarlega við Langanes og stofnuðu nýlendu í Plymouth. Pílagrímarnir voru sértrúarflokkur, sem hafði sagt sig úr ensku kirkjunni, og flýði fyrst til Hollands, til að stunda þar sína þuðsþjónustu, en sömdu síðan við Lundúnakaup- menn um flutning til hins nýja heims, og urðu fyrstir hvítra manna til að nema land í Nýja Englandi, en svo nefnast einu nafni 6 ríki í -norðausturhluta Bandaríkjanna. í 'hópnum virð- ist hafa verið um 100 manns, og eru nöfn þeirra flestra gleymd, en helmingur þessa fólks lézt á fyrsta ári, flestir í smitandi veiki, en slík sótt og e. t v. sú sama hafði þá rétt áður eytt Indíánum, sem áður voru á þess um slóðum. Indíáni einn, sem eftir lifði, kom á fund landnáms manna og varð þeim að miklu liði. Sambúð „pílagrímanna“ við Indíána nærlendis var jafn- an góð, og í Plymouth er stand mynd af Indíánahöfðingja, sem landnemarnif og næstu afkom- endur þeirra minntust með þökk. En víða mun sambúð hvítra landnema og frumbyggja landsins, því miður, hafa verið með öðrum hætti. Við skoðuðum „Maíblómið“ og fórum þar um borð. Skipið mun vera á stærð við miðlungs síldarbát íslenzkan, en bygging arlagið eins og myndin sýnir. Við sáum líkön af landnemun- um um borð, körlum, konum og bömum, við ýmsar aðstæður, fallbyssurnar, sem áttu að vera þeim og kaupskipinu til varnar, ef til árásar kæmi, siglingar- tæki 17. aldar og margt fleira. Eins og fyrr var sagt, er skipið, sem nú er til sýnis, aðeins eftir- líking, gerð eftir upplýsingum um almenna gerð slíkra skipa. Það er gjöf frá Bretum, smíðað í Bretlandi, og var siglt vestur vun haf 1957. í landi er til sýnis stór steinn, brot af granitklöpp- inni, þar sem talið er, að land- námsmennimir hafi stigið á land í Plymouth. Langanes er lágt og sendið, og í gegnum það innanvert er skipaskurður. Baðstaðir eru þar víða með ströndum fram og var þar fjöldi fólks í sjóbaði eða á sundi. Sjórinn er svalur nokk uð, en því hlýrra var ofansjáv- ar, enda heitt í veðri þessa daga. Við fórum um kvöldið út á vegarenda yzt á nesinu fyrir opnu hafi, óðum í „Atlantshaf- inu“ og söfnuðum fjörustein- um. Þarna var margt fólk í kvöldhúminu um og eftir sólar- lag. Ungur maður svartur og úng stúlka jafn svört, bæði fríð sýnum, sátu saman í hvítum sandinum og lögðu brosandi kinn að kinn. Tjaldstaður okkar var í furuskógi. Og nú minnist ég þess, að við erum búin að gista 8 nætur samtals í hjól- húsa- og tjaldborgum í 3 USA- ríkjum og 2 Kanada-ríkjum. I sumum þessara tjaldborga hafa trúlega gist hundrúð eða jafn- vel þúsundir manna samtímis. Ætla mætti, að háváði væri og ölvun á slíkum stöðum um næt ur. En ekki varð ég þess var að neinn í okkar hópi kvartaði undan slíku. Sjálfsagt hefir þarna verið eftirlit. Lítið urð- um við þess þó vör. En prúð- mennska fólksins, sem þarna gisti í tjöldum sínum og hjól- hýsum, er frásagnarverð. Þarna virtust gilda óskráð lög um að vera ekki öðrum til óþæginda og ganga vel um. Ella væri líka óverandi á slíkum stöðum, og þá yrði margur, sem ekki hefir efni á að dvelja á gistihúsi (hóteli eða móteli), að sitja heima í sumarleyfinu. Morgun- in eftir lögðum við af stað inn eftir Langanesi. Skógartrén í hinni sendnu jörð þarna á nes- inu, eru aðallega barrviðir og trén kræklóttari en ég hefi séð annarsstaðar hér í landi. Sums staðar utan til á nesinu eru hvít sandhólasvæði innan um trjá- gróðurinn. Það þótti mér fallegt. Þarna eru mörg þorp eða smábæir með nokkrum þús undum íbúa hver, einkum við sjó fram. Við dvöldum um stund í bænum Hyannis (íbúar 3—4 þús.). Þar býr Jósep gamli Kennedy, faðir forsetans, og kona hans a. m. k. um sumar- tímann, og á þar hús. Við bað- ströndina í Hyannis skoðuðum við minnismerki, nýrisið, hlað- inn steinvegg með stækkaðri lágmynd af forsetanum. Þar var þess getið, að minnismerkið væri gjöf frá nafngreindum bæ þar á nesinu. Svo busluðum við um tvo tíma í sjónum, höfðum ekki getað komið því við fyrr í ferðinni Þarna er sandfjara eins og annarsstaðar á grunnsævi. Var þetta góð tilbreyting og hressandi. Á slíkum stöðum er án efa heilsusamlegt að dvelja. Við fórum af Langanesi ná- lægt nóni og komum fyrir mið- aftan aftur til Rochester, en þá er venjulega kvöldverðartími hér í landi. Umferðin á móti okkur út á Langanes hinumeg- in á hraðbrautinni var gífurleg, enda föstudagur og helgarfrí lík lega að hefjast. hjá sumum í Boston og nágrenni hennar. Við fórum fram hjá kaþólskri bíla- kirkju í skógarjaðri. Þar er hægt að draga sig út úr um- ferðinni og gera bæn sína við altari drottins undir beru lofti. Kaþólskir eru margir í Massa- chusetts og víst einnig hér í New Hampshira. Á laugardaginn komum. við heim hingað til New Hamps- hira, en fórum aftur á sunnu- dag suður til Pittsfield í Massa- chusetts snögga ferð. Fórum fyrst hraðbraut nr. 91 sem fyrr, en síðan eftir vegi, sem kallað- ur er Indíánaslóð og liggur um þrönga dali í fjalllendi Massa- ehusetts. Fjöll eru þar allt að 1000 m. öll skógi vaxin. Mjög er hér fagurt, en við léntum í votviðri með steypiregni öðru hverfu. Frægar standmyndir eru þarna við veginn, elgurinn og Indíáninn, sem fagnar sólar- uppkomu með uppréttum hönd um og margt annað minnir á Indíánana, sem héðan komu og herjuðu á frændur sina suður (Framhald á blaðsíðu 7). Gunnar Friðriksson bifreiðastjóri MINNINGARORÐ Suðrænar ferðamyndir ÞEGAR við augum manns blaktir fáni í hálfa stöng, boðar það að einhver hefir hoi'fið sjón um okkar af þessari jörð. Við spyrjum og fáum svar. Miðviku daginn 24. ágúst, um hádegið blakti fáni við hálfa stöng á verzlunarhúsi KEA. Ég hitti mann á götunni og spyr: Hver er dáinn? Og svarið var: Gunn- ar Friðriksson bílstjóri á Stefni. Óvænt var hún mér þessi frétt, og hugurinn leitar til lið- ins tíma, til ársins 1938, þegar við Gunnar gerðumst stofnend- ur að Vörubílastöð Akureyrar. Þá voru atvinnuleysisár og erfiðir tímar. Marga daga var ekkert að gera. Þá varst það þú, Gunnar, vinur minn, sem með þínu bjarta brosi, hlýju og inni legu framkomu, sem færðir gleði yfir til hinna félaganna, sem óhyggjur höfðu út af fram- tíðinni. Það var alltaf líf, gleði og fjör, þar sem þú varst. Ég á svo margar minningar um sam- verustundir okkar á ferðalög- um og öðrum samverustundum, þegar erfiðlega gekk, bilaður bíll eða eitthvað amaði að, áttir þú létt með að leysa vandann og gera erfiðleikana að léttvæg um atburði. Það er mikils virði að eiga minningu um svo góðan dreng, handtak segir meira en nokkur orð. I því birtist hugur og hjarta gæzka, þess sem höndina réttir. Fá handtök eru mér minnis- stæðari en handtak þitt, vinur minn. Því gleymi ég aldrei. Þegar ég svo hugsa um það, hvað þú varst mér góður vinur, verður mér það ljóst, hvað fjöl- skylda þín hefir mikils að sakna. Þar á ég því miður eng- in orð til, sem veitt gætu þeim huggun, aðeins hlýjar, innilegar hugsanir, sendi ég öllum að- standendum, eiginkonu, börn- um og öðrum ástvinum. Örugg trú mín er sú, að öll eigum við eftir að hittast aftur á morgni nýs lífs. Góður Guð blessi þig, Gunnar minn, og alla ástvini þína. Að lokum þetta: Þegar jarðneskt brestur band búin lífsins glíma, og ég kem á ljóssins land Ijá mér hendi þína. Kári Larsen. Áðalfundur Æ.S.K. í Hólasfiffi um næstu helgi ÁTTUNDI aðalfundur Æsku- lýðssambands kirkjunnar í Hóla stifti verður haldinn um næstu helgi á Hvammstanga, og hefst hann laugardaginn 9. septem- ber kl. 4 e. h. í nýja félags- heimilinu. Verður þá flutt skýrsla stjórnarinnar og hinna ýmsu starfsgreina innan sam- bandsins. Flutt verður stutt erindi um föndur af frú Dóm- hildi Jónsdóttur á Skagaströnd og sýndir munir, sem unglingar hafa unnið. Jón Þorsteinsson, Ólafsfirði, flytur erindi um skemmtanir og kristindóm. Um kvöldið verður kinkju- kvöld í Hvammstangákirkju bæði fyrir almenning og full- trúana og flytUr séra Bolli Gústavsson framsöguerindi um mál fundarins: Skemmtanir og kristna trú. Gylfi Jónsson sum- arbúðastjóri sýnir litskugga- myndir frá starfi sumarbúð- anna við Vestmannsvatn, sem starfa á vegum ÆSK, einnig verða sýndir ýmsir þættir frá æskulýðsstarfinu. Kirkjukór Hvammstangakirkju syngur, og þá verður almennur söngur. Séra Jón Bjarman æskulýðsfull trúi flytur ávárp, og í lok kirkju kvöldsins verður almenn altaris ganga. Kirkjukvöldinu stjómar séra Gísli Kolbeins prestur á Melstað. Sunnudaginn 10. sept. flytur séra Kári Valsson morgunbæn. Síðan starfa umræðuhópar. Kos ið verður í nefndir og stjórn ÆSK — og fundinum slitið um hádegi. Kl. 2 síðdegis fara fram guðs- þjónustur á 6 kirkjum í sam- bandi við fundinn og starfa Byecherstræti 40, Miinchen, sunnudag 13. ágúst 1967. — RÓLEGT íbúðarhverfi, drjúg- an spöl frá miðborginni. Trjá- garður. fyrir hverjum dyrum. Af ganghellunum má seilast í epli og perur á aldintrjánum, en þráðbein, 20 m. há, hvít- stofna birkitré, kastaníutré og greni vaxa út við götuna. I verzslunarhverfi miðborgarinn ar er umferðin geysileg og fólks mergðin eins og sauðfé í rétt úti á íslandi — á hvíldarlausu iði og verður að bugða sig hallir hverja annarri skraut- legri og íburðarmeiri og er þessi talin hápunkturinn og ótrúlega hlaðin skrúði og lista- verkum. Því trúir enginn óséð. Viðhafnasalurinn er tæplega 100 m. langur og var allur lýst- ur með kertaljósum, sitja kert- in í glitrandi kristalhjálmum og voru 40 menn um hálftíma að kveikja á þeim öllum. Allsstað- ar er logagilt tréskurðarútflúr og hefur kóngur auðsjáanlega haft fræbærum tréskurðarmönn um á að skipa. Hann eyddi líka ganga þangað vagnar á tog- braut upp snarbratta hlíðina (120 m. yfir borgarána). Býggð ur á dögum hinna fyrstu ís- lenzku biskupa, endurbættur um 1500 og lítur enn furðu vel og traustlega út. Þar er minja- safn og útsýn er hið mikilfeng- legasta yfir borgina. Salzburg liggur í rúmlega 400 m. hæð yfir sjó og er borgin og borgar- stæðið talið með þeim fegurstu í Evrópu. í gamla borgarhlutan um standa mörg hús frá mið- öldum og eru sumar göturnar prestar og æskulýðsfélagar sam an við flutning messugjörð- anna. Messað verður á eftir- töldum kirkjum: Efra-Núps- ’kirkjú, Melstaðarkirkju, Hvammstangakirkju, Staðar- bakkakirkju, Tjamarkirkju og Víðidalstungukirkju, sem allar eru í Húnavatnsprófastsdæmi. Fundinn sækja prestar og æskulýðsfélagar af Norður- landi, og var sambandið stofnað 1959. Eru það frjáls samtök presta og æskulýðsfélaga til eflingar kristni og kirkju í stiftinu. Mark og mið samtak- anna felst í æskulýðsheitinu: Ég vil leitast við að fremsta megni að hafa Frelsara vom Jesúm Krist að leiðtoga lífs míns. (Fréttatilkynning frá ÆSK í Hólastifti). áfram í þrönginni. Merki stríðs ins eru að mestu horfin af yfir- borðinu. Þá var Múnchen fyrir 66 miklum loftárásum og er tal ið að þriðjungur alls íbúðarhús næðis hafi eyðilagzt. I útjaðri borgarinnar gefur að líta hæð alvaxna grasi, runnum og blóm um. Þarna eru skíðabrekkur barna á vetrum og góð útsýn yfir borgina og í björtu veðri mótar fyíir tindum Alpafjalla. En hissa varð ég, þegar hæðin mikla reyridist af mannahönd- um gjörð, hún er ruslahaugur, þ. e. múrsteinabrot og annað brak húsa sem hrundu í stríð- inu. Þessu var öllu ekið í þenn- an gríðarmikla haug og tyrft yfir. Lestin þýtur áleiðis til hinnar miklu ferðamannaborgar Salz- burg í Austurríki. Þorp og skóg ar virðast þjóta framhjá. Við stígum úr lestinni í Prien og ökum í fornfálegum lestarvagni út að fallegu vatni, þar sem fjöldi skemmtibáta var á sigl- ingu, og sumir stignir áfram líkt og reiðhjól. Það er stutt út í „Herraey“ og þangað ganga ferjur allan daginn fullar af ferðafólki, sem vill skoða fræga höll Lúðvíks Bæjarakonungs, reista fyrir hér um bil einni öld. Lúðvík lét byggja einar 8 GODAR GJAFIR ÞAKKADAR í ÞANN MUND, er Bama- 'heimilið við Ástjöm var að hefja starf sitt á þessu sumrí barst því mjög myndarleg pen- ingagjöf frá Lionsklúbb Akur- eyx-ar. Var hún ágóði af Bingói, sem haldið var sl. vetur. Mörg fyrirtæki og einstaklingar lögðu þar fram góðar gjafir og mikla vinnu. Mun fjárhæð þessari verða varið í það stórátak, sem nú er framundan, en það er að fá rafmagn til heimilisins. Verð ur línan lögð væntanlega á næsta ári. Þá færði Guðmundur Jör- undsson, útgei-ðarmaður í Reykjavik, heimilinu bát að gjöf (jullu). Er ekki að efa, að á þeim báti munu mörg sjó- mannsefnin taka sín fyrstu ára- tog. Við þökkum Lionsfélögum af alhug þessa stórgjöf, svo og öll- um þeim, sem studdu þá í fram taki þeirra. — Einnig þökkum við allar aðrar gjafir frá ein- staklingum. Sá fámenni hópur, sem styð- ur við starf Barnaheimilisins, er innilega þakklátur fyrir þann mikla hlýhug, sem kemur fram í verki. Við biðjum Guð að launa ykkur þetta allt. Fyrir hönd Bamaheimilisins Ástjörn. Bogi Pétursson. ótrúlegum fjárfúlgum í þetta og þjáði lýðinn eins og Salómon Gyðingakóngur, sagði annar leiðsögumaðurinn, snaggaraleg ur náungi, sem minnti á Jón Sólnes skólabróður minn. Skammt frá Herraey liggur Frúarey, þar er enn nunnu- klaustur. Ex’u systumar þar m. a. frægar fyrir brauðgerð og Ijúffengan líkjör, sem þær blanda og selja með góðum hagnaði. Við erum í Salzburg, borg sem er eldri en íslandsbyggð og höfðu Rómvei'jar þama rriarkað og tollstöð. Allt er fullt af ferða mönnum (yfir milljón á hverju ári) og erfitt stimdum að fá gistingu. Við náum í herbergis- ávísun á jámbrautarlestinni og flýtum okkur að komast á stað- inn. Allt í lagi — herbergin hreinleg og verð hóflegt, en þetta er raunar fi'emur dýr boi’g, mun dýrari en gististað- irnir í Tyi-ol. Gegnt glugganum blasir við mikið fjall 638 m. hátt og nær þvei'hnípt eins og fugla bjarg, en alvaxið skógi upp á brúnir. Löng gata liggur með- fram fjallinu og nokkrar fornar byggingar hallast alveg upp að hömrunum. Mér kom ósjálfrátt í hug „Ólfur reið með björgum fram“. En það ævintýri.þekkist miklu víðar en á íslandi. Það er til í ýmsum myndum víða um EVrópu, allt suður á Balkan- skaga. Ellefta ágúst gengum við víða um borgina í góðu veðri og sáum furðu margt forvitni- legt. Kirkja hins sæla Blasiusar stendur fast við klettana, byggð 1350, mjög falleg. Salzburg er fæðingarstaður Mozarts óg er hús hans og munir þar til sýnis og þangað sífelldur straumur ferðamarma, enda margt að sjá. Hátíðarhljómleikar í minningu Mozarts hafa verið haldnir í hálfa öld og hlýddum við á einn þátt þeii-ra í mai-marasalmxm, þar er hljómburður óvenju skýr og góður. Okkur varð hugsað til Háskólabíós — ham- ingjan hjálpi þeim þar!! Kastali mikill og fagur uppi á „Munka- fjalli“ gnæfir yfir boi-gina og bara þi-öng sund og bannaðar bílum, en verzlun er þar afar mikil og sífelldiu' straumur ferðamanna svo innfæddir eru í minnihluta mikinn hluta árs- ins. En þeir græða vel á ferða- fólkinu. Veitingastaðir eru alls staðar, margir hverjir smáir og fornlegir að búnaði, með múr- steinshvelfingar, súlur og boga. Við snæðum kvöldverð á einum staðnum, sem rúmar svona 30 manns við boi-ðin og fengum góðan mat og þjónustu. Úti í horni heyrist hvísl og tíst líkt og í fuglahóp. Þar sátu 6 japanskar skátastúlkur í aust- rænum^ sloppum og foringi þeirx-a í góðum fagnaði. Sáum við hópinn aftur á Mozart-tón- leikum seinna um kvöldið, hlustandi með andakt á strengjasveit fi'á Pi-ag. Úti á göt unum streymdi mann'hafið fram og aftur og heyrðust ót.al tungu mál. Þar var svartskeggjaður Arabi með grænan vefjai-hött og indverskar konur í drag- síðum slæðuklæðum. Leiðsögu- maður hélt fyrirlestur á ensku um boi-gina úti á miðju toi-gi. Mér brá, því að þarna var Helgi Sæm. lifandi kominn, limabux-ð ur og andlitsfall, ótrúlega svip- að. Ég var orðinn svangur og gekk að grænmetisvagni, en hvern sá ég — annan en Þói’ð mirrn á Sæbóli, hann stóð við vagninn, þi-ekvaxinn og íbygg- inn og hrópaði „ferskjui-. vín- ber og bananar". Fleiri mann- gerðir þóttist ég þekkja að 'heiman, þótt vitanlega væri um allsendis óskylt fólk að ræða. Ég labbaði um sólbi-endur með sti-áhattkúf þarlendan og í frá- hnepptu „biskupavesti“ brúnu heiman af íslandi. Ó, fjallabúi, Tyrólar, sögðu Ameríkanarnir og tóku myndir í ákafa! Konur gengu um rogandi með fullar körfur af nýkeyptum minja- gripum og handiðnaðarvörur allskonar, en þær eru hér mjög smekklegar og úi-val mikið. Tyrol og nágrenni er tilvalið ferðamannaland ekki síður en Spánn og Kanaríeyjar. IngóKur Davíðsson. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.