Dagur - 06.09.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 06.09.1967, Blaðsíða 2
2 Táknræn mynd úr leik ÍBA og KR. Sex KR-ingar innan vítateigs. Akurnesingar fallnir í 2. deild Heppni og varnarleikur KR einkenndi leik Akureyringa og KR síðastliðinn sunnudag J»AÐ var norðan gola á íþrótta- vellinum sl. sunnudag er leikur ÍBA og KR íór fram, að við- stöddum um 3000 áhorfendiun, sem greiddu um 100 þús. kr. í aðgangseyri. — Akureyringar unnu hlutkestið og léku undan golunni fyrri hálfleik. Um leik þennan má segja í stuttu máli, að KR-lieppni og varnarspil, þar sem 9 KR-ingar lágu allan tíman í vörn, nema fyrstu 10 mínútur leiksins, færði KR ann að stigið, en aldrei var vafi á því hvort liðið var betra. Leik- ur þessi var ekki skemmtilegur fyrir áhorfendur, enda eru leik ir það aldrei,' þar sem annað liðið leggur alla áherzlu á vörn, og knettinum er spyrnt af aug- um eins langt og hægt er. — Það her öllum saman um það, er sáu leikinn, að ekki liefði verið ósanngjarnt að Akureyr- ingar hefðu unnið með 2ja marka mun. Úrslit þessa leiks þýða það fyrir Akureyringa, að mögu- leikar þeirra til sigurs í íslands mótinu minnka mjög, þó ekki sé ástæða enn til að afskrifa alveg þann möguleika, að Fram og Valur tapi stigi eða stigum í sínum leikjum, sem fram fara á laugardag og sunnudag. Fram hefur nú sennilega mesta möguleika, þar sem þeir mæta Akurnesingum, sem nú eru fallnir í 2. deild, en þó gætu Akumesingar skilið við deild- ina á eftirminnilegan hátt, því margt getur skeð í knattspyrnu. Dómari í leik þessum var KA og ÞÓR leika á fimmtudaginn NÆSTKOMANDI fimmtudag fer-fram júlímót í knattspyrnu (m.fl.) á- íþróttavellinum og hefst leikurinn kl. 6.30 e h. Marga mun fýsa að sjá Akur- eyrarliðin leika. Þau hafa að- eins leikið einu sinni áður í sumar og þá vann Þór. . Steinn Guðmundsson Reykja- vík og dæmdi hann allvel í heild, en var fremur aðgerðar lítill, sem er ekki gott þegar notaður er varnarleikur, eins og KR notaði, enda voru nokkr ar stympingar milli leikmanna, og oft þvaga við mark KR. Eitt er það, sem sjálfsagt er að vekja athygli á, en það er niðurröðunin í íslandsmótið. Því léku ekki Fram og Akra- nes um síðustu helgi? Var kannski verið að bíða eftir úrslitum úr leik ÍBA og KR? Það hefði óneitanlega verið sanngjarnast að þessir síðustu leikir mótsins héfðu allir farið fram' í einu. Búast h'efði mátt við að Akurnesingar hefðu bar izt af meiri hörku ef þeir hefðu ekki vitað um úrslit leiks KR og ÍBA, en leikið yið Fram á sama tíma. Niðurröðun leikja í Islandsmótinu þarf að taka til athugunar. Það eiga öll liðin að leika um sömu helgi eða í sömu viku, og hafa lokið jafnmörg- um leikjum, en ekki hafa þetta- eins og tíðkazt hefur, að sum liðin eiga ólokið 1—2 leikjum þegar önnur hafa lokið sínum. Það hefur verið algengast undanfarin ár að Akurevringar hafa leikið fyrstu leikina í ís- landsmótinu og lokið sínum leikjum fyrst. Þetta verður að breytast, þetta getur ráðið tals- verðu um úrslit mótsins. Er ekki ástæða til að taka þetta mál til umræðu á ársþingi KSÍ? Fyrri háifleikur Á fyrstu mínútum leiksins skiptust liðin á upphlaupum. Á 4. mín. komst Skúli inn fyrir og skaut, en skot hans lenti í fót- um markvarðar KR, þar voru KR-ingar heppnir. Á 7. mín. er hætta við mark ÍBA. Á 9. mín. á Kári skot á mark, en rétt framhjá. Á 28. mín. brunar Kári upp, en Ellert fylgir honum fast eftir og rennir sér að lokum fyr ir hann og Kári fellur og knött- urinn fer út fyrir endamörk, og dæmd markspyma. Á 35. min. er mark ÍBA í hættu, en Pétur bjarga-r. Á 40. mín. er horn- Ekki hef ég séð KR-inga nota slíka leikaðferð fyrr, sem þeir notuðu hér sl. sunnudag, en kannski hafa þeir verið að æfa sig fyrir leikinn við Aber- deen, sem fram fer ytra í þess- ari viku, og sennilega hefði þessi leikaðferð hentað vel fyrir íslenzka landsliðið er það lék við Dani. ÍBA-liðið sýndi með köflum góða knattspyrnu, en tókst ekki að skora að þessu sinni, átti líka erfitt um vik, þar sem 9 af leik- mönnum KR voru til varnar innan vítateigs, en óheppni má það kalla, að liðinu skyldi ekki takast að skora og þar með tryggja sér bæði stigin, en ekki finnst mér nú ástæða til að vera mjög óánægður með þessi úrslit. Það er staðreynd, að í 7 síðustu leikjum sínum í ís- landsmótinu 1967, hafa Akur- eyringar fengið 13 stig, unnið 6 leiki og gert 1 jafntefli. Það eru fyrstu leikimir, sem alltaf tapast, og í þetta sinn allir með 2 mörkum gegn 1. 2 stig úr þremur fyrstu leikjunum hefði þýtt það, að íslandsbikarinn væri, nú í góðum höndum hér nyrðra, en um það þýðir ekki að fást nú. Sv. O. UNGLINGAKEPPNI I FRJALSUM IÞRÓTTUM (Ljósm.: H. T.) spyrna á KR, en ekkert varð úr henni. Þannig lauk fyrri hálf- leik. Síðari hálfleikur. Margir bjuggust við, að KR- ingar myndu nú snúa vörn í sókn undan vindinum, en svo varð ekki. ÍBA-liðið sótti lát- laust allan síðari hálfleikinn, en 9 KR-ingar voru til varnar og_ tókst þeim að halda markinu hreinu. Á 4. mín. er hætta við mark KR, Kári skaut en KR- ingar vörðu. Á 13. mín. komst Kári inn fyrir, lék á markvörð, sem kom út á móti, en var að- eins of seinn að skjóta og KR- ingar spyrntu frá. Á 24. mín. er enn hætta við mark KR. Á 27. mín. er svo skalli að marki ÍBA, en yfir, Á síðustu mín.,leiksins kemur svo knötturinn óvænt fyrir fætur Kára og Skúla, en ekki tckst að spyrna. — Þannig endaði leikurinn, ekkert mark skorað, og eru það sjaldgæf úrslit hér á íþróttavellinum. Akureyringar eru nú efstir í mótinu með 13 stig, en menn bíða spenntir eftir úrslitum leikja Fram og Vals um næstu helgi. NÝLEGA fór fram keppni ung- linga í frjálsum íþróttum að Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu á vegum HSÞ. Þátttak- endur voru drengir og stúlkur á aldrinum 10—15 ára. Þetta er í 11. skiptið, sem slík keppni fer fram á vegum ungmennafélaga í Suður-Þing- eyjarsýslu. Þessi unglingakeppni er nauð synleg til þess að hlynna að íþróttaáhuga æskunnar, koma til móts við hana og gefa henni kost á því að keppa á mótum. Þeir Þingeyingar, sem nú ber hæst í frjálsum íþróttum, hafa allir verið þátttakendur í ung- lingakeppninni og fengið þar sína fyrstu reynslu. Hér er farið inn á þá braut að koma ungmennum fyrr í snertingu við íþróttirnar, en oftast er gert, og árangurinn virðist vera góður. Til þess að þetta beri árangur, þurfa leið- beinendur að sinna þessum ald- ursflokkum sérstaklega hjá hin um ýmsu ungmennafélögum og hafa Þingeyingar gert það. Onnur héraðssambönd ung- mennafélaga í landinu hafa sum sótt fyrirmynd í þessu efni til HSÞ og er ekki að efa, að hér hefur verið rétt stefnt Q „Hús og búnaður“ BLAÐIÐ hefur verið beðið að vekja athygli á mánaðarritinu „Hús og búnaður", sem sam- nefnt fyrirtæki gefur út og kostar árgangurinn 300 krónur. Ritið fjallar um húsbyggingar og búnað húsa og er mjög mynd skreytt. Innréttingar, heimilis- tæki og annar innri búnaður er gert að umtalsefni svo og lita- val, ræsting, upphitun o. fl. Rit stjóri er Snorri Hauksson hí- býlafræðingur. — Væntanlegir áskrifendur hér um slóðir geta sent óskir sínar þar um í póst- hólf 49 á Akureyri. Q Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis verður haldinn að Freyvangi sunnudaginn 17. september n.k. Fundurinn hefst með guðsþjón ustu í Munkaþverárkirkju kl. 1.30 e. h. Séra Stefán Snævarr á Völlum predikar. í messulok flytur prófastur ávarp og yfir- litserindi um kirkjumál á síð- asta ári. Eftir messu verður fundinum framhaldið að Freyvangi. Þar verða rædd venjuleg héraðs- fundarmál og sérstaklega tekin til umræðu, samkvæmt ósk biskups, þingsályktunartillaga síðasta kirkjuþings varðandi greiðslu til presta fyrir auka- verk: a. hvort greiðslur til presta fyrir aukaverk í núverandi mynd skuli niður felldar, b. hvort, þá og með hvaða hætti, prestum skuli tryggðar uppbætur fyrir missj þeirra tekna, sem um er að ræða. Á fundinum mun séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri sýna skuggamyndir, og ef til vill verða þar fleiri erindi flutt. Héraðsprófastur. I ; NYTT ÍITGÁFU- OG KVIK- MYNDAFYRIRTÆKI TVISTUR, útgáfu- og kvik- myndafyrirtæki hleypur af stokkunum þessa dagana með útgáfu á frumsamdri skemmti- sögu eftir íslerizkan höfund, Hreggvið Hlyn. Svo sem þegar er Ijóst, er starfsemi þessa nýja fyrirtækis tvíþætt, annars vegar bókaút- gáfa, hins vegar kvikmynda- gerð. Sem bókaútgáfa mun fyrir- tækið aðallega halda sig við frumsamdar íslenzkar skemmti sögur, og reyna að hleypa lífi í slíka sögugerð, sem íslendingar hafa verið svo sorglega fátækir af. Útgáfan mun ekki binda sig við jólamarkaðinn, heldur vænt ir hún þess að bækur hennar verði það sölulegar að þær verði keyptar á þeim tíma sem þær koma út. Miðað er við handhægar og ódýrar bækur, hentugar að taka með sér hvert sem er -r— í ferðalög — bólið o. s. frv. Sem kvikmyndaframleiðandi, hefur fyrirtækið þegar hafið undirbúning að sjónva'rpskvik- myndagerð á sumri komanda. Ung íslenzk menntakona sem stundar nám við erlendan kvik myndaháskóla, er nú að leggja síðustu hönd á kvikmyndahand ritið sem samið er upp úr ís- lenzku skáldverki. Forráðamenn ,,Tvists“ vænta þess, að landsmönnum finnist þetta tímabært og forvitnislegt framtalk og þess vert að styrkja kvikmyndatökuna að sumri með því að kaupa bókina sem nú kemur á markaðinn. Kápumynd á „2 tvöfaldir & 4 einfaldir“ hefur Hallgrímur Tryggvason tekið og annast uppsetningu. (F r éttatilky nning ) Hinn þjóðkunni íþróttafrömuð- ur, Sigurður Greipsson í Hauka dal, varð sjötugur 23. ágúst sl. íþróttaskóli hans varð fertugur á þessu ári. Afmælisins var minnst á verðugan hátt syðra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.