Dagur - 13.09.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 13.09.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H*Ib"*u ^^^^^^^^ pantanir. Ferða- VJ^l skriístofen TúngÖtu 1. H K*jnm«9 H Akureyri. Sími 11475 Dagur L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 13. september 1967 — 60. tbl. Ferðaskrifstofan^"" Skipuleggjum ódýrustu ferðimar m onnarra londa. U HRÁEFNIVANTARTlt NIÐUR- SUÐUVERKSMIÐJUNNAR SMÁSÍLDARVEIÐI hefur al- gerlega brugðizt fyrir Norður- landi í sumar. Niðursuðuverk- smiðja K. Jónssonar & Co. á Akureyri hefur því ekki fengið Kísilvegurinn lagður fir hraunið yfi EFTIR miklar deildur um vega lagningu um hraunið við Reykjahlíðarkirkju vegna Kísil iðjunnar, þar sem Náttúru- verndarráð og Skipulagsnefnd- ir deildu, var málinu skotið til álits hæstaréttardómara, eink- um til að skera úr um vald- svið hinna opinberu nefnda. Niðurstaðan er sú, að umdeild- ur vegur verður lagður sam- kvæmt leið II. eða þar sem vega lagning hófst í sumar en var stöðvuð þá. Er þar með lokið deilunni um vegarstæðið. Dóm- arar, sem úrskurðinn kváðu upp eru: Gissur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson og Einar Arnalds. ? hráefni til þessarar framleiðslu sinnar, sem á smásíldinni bygg ist. En oft hafa unnið við verk- smiðjuna 100 manns þegamægi legt hráefni er fyrir hendi. Bæjarstjórn samþykkti í sum ar að skora á Atvinnumála- nefnd Norðurlands að styðja flutninga smásíldar frá höfnum við Faxaflóa hingað norður. Af þeim flutningum hefur ekki orðið. Það hefur aldrei skeð fyrr en í sumar, að, smásíld hafi ,ekki veiðzt á innanverðum Eyja- firði, sumarlangt. Hins vegar kynni þetta að geta breytzt í haust eða vetur. Stöðugt er fylgst með og síldar leitað. Síðan seint í ágúst hefur ver- ið unnið í verksmiðjunni að niðurlangningu gaffalbita úr ársgamalli kryddsíld. En haust veidd hafsíld þarf að liggja lengi í salti til að verða nothæf til niðurlagningar. Verður unn- ið við þetta þennan og næsta mánuð og veitir það 60—70 manns atvinnu þann tíma. ? Frá vinstri: Gunnar stýrimaður, Hreinn Þormar og HjöftuTfTSirfltsson ullarsérfræðingar og Víðir skipstjóri ræða um fatapakkana. ................. (Ljósm.: E. D.) Ullarföt um borð í Jöni Garðar GUNNAR Guðmundsson, stýri maður á síldarskipinu Jóni Garðar, talaði við hina sjó- hröktu menn af Stíganda og fékk þá hugmyndina um sér- stakan skjólklæðnað fyrir hvern og einn um brirð í skipi sínu, til öryggis. Gatnageríarg jald samþykkt í bæjarsf jórn BÆJARSTJÓRN hefur sam- þykkt að leggja á gatnagerða- gjöld á Akureyri í sambandi við úthlutun nýrra lóða, en enn þá hefur ekki verið ákveðin upp hæð þeirra. Tillögu um þetta bar Jón G. Sólnes bæjarfulltrúi fram í sambandi við úthlutun lóða við nýju götuna Birkilund, og var hún sambykkt. Samþykkt hafa verið nöfn á nýjum götum á hinu skipulagða svæði vestan Mýrarvegar og sunnan Þingvallastrætis. Við eina götuna, Birkilund, voru byggingarlóðir auglýstar fyrr í sumar og var umsóknarfrestur til 15. þ. m. Úthlutun hefur þó enn ekki farið fram vegna þess, að ekki hefur verið ákveðið hvað gatnagerðagjaldið yrði hátt. Götunöfnin á hinu nýja svæði eru þessi: Birkilundur, Espi- lundur, Einilundur, Skógar- lundur, Víðilundur, Grenilund- ur, Furulundur, Lerkilundur, Beikilundur, Reynilundur og Eikarlundur. Það nýmæli hefur verið tekið upp, að setja nákvæmari bygg- ingarskilmála en áÖur hefur tíðkast. Meðal þeirra eru þessir: Bygginganefnd samþykkir að eftirfarandi byggingaskilmálar skuli gilda fyrir Birkilund og Espilund: Á lóðinni skal reisa einnar hæðar einbýlishús úr steini, án kjallara. Gólfhæð við götu skal vera eins og sýnt er á mæli- blaði. Vegghæð frá gólfi á efstu þak brún skal vera 3.20—3.30 metr- ar. Þök húsanna skulu vera (Framhald á blaðsíðu 7). 1 gær hitti blaðið hann og Víði Sveinsson skipstjóra að máli úti á Gefjun, þar sem þeir voru að taka á móti þessum skjólfatapökkum. Fötin, sem búin eru til úr 100% ull á Gefj- Tin -eru: Nærbolir og buxur, sokkar og teppi. Þetta verður geymt í kassa við hlið gúmí- björgunarbátsins. Allir þekkja gæði íslenzku ullarinnar, sem meðal annars eru í því fólgin að ullarfötin eru mjög skjólgóð þótt þau blotni. Um leið og við vonum að ekki þunfi að nota þennan „öryggisklæðnað" á sjónum, óskum við þess einnig að sjóhraktir menn njóti þess hlýjasta og bezta, sem völ er á í klæðnaði. Jón Garðar fer á veiðar í dag eða á morgun, en losaSi áður afla sinn í Krossa- nesi og fór í slipp til smávið- gerðar. Hann er fyrsta skip ís- lenzka síldveiðiskipaflotans, sem þennan auka-skjólfatnað hefur innanborðs, en væntan- lega ekki til lengdar sá eini. HAFRANNSOKNARSKIPIÐ ÁRNI FRIÐRIKSSON Á MANUDAGINN kom nýja hafrannsóknar- og síld arleitarskipið Arni Friðriks son, til landsins, og var af- hent Hafrannsóknarráði með athöfn. Skipið ér 450 lestir, búið góðri aðstöðu og tækj- um til hafrannsókna og sild- arleitar. Skipstjóri er. Jón Einarsson en síldarleitar- stjóri verður Jakob Jakobs- son fiskifræðingur. Mun skipið halda á miðin ein- hvern næsta dag til að leita síldar. Árni Friðriksson er fyrsta hafrannsóknarskipið í eigu Islendinga og sérstaklega smíðað til að notast við vísindastörf. ? Unnar kjötvörur frá Akureyri eftirsóttar EFTIR hálfs árs starf nýrrar Kjötiðnaðarstöðvar KEA á Ak- ureyri eru samvinnumenn bjart sýnir um reksturinn,. þótt stofn kostnaður væri mikill. Búið var eftir þennan tíma að selja unn- SÍLDIN FÆRIST NÆR LANDI Byrjað að háfa úr ágætu kasti. (Ljósm.: S. J.) UM HELGINA var vaðandi síld 110 sjómílur nær en verið hefur. Bendir það til þess, að síldarstofninn við Svalbarða sé nú loks kominn á hreyfingu í suðurátt. En megin veiðisvæðið hefur líka færst nær. En undan farnar sex vikur eða lengur hefur verið beðið eftir þessu. 1 fyrrinótt veiddust 9145 lestir síldar. Menn gera sér vonir um, að síldin stefni nú á miðin aust- an við land. En hún verður all- lengi á leiðinni, eða meira en mánuð því gönguhraði hennar er aSeins 20—25 mílur á sólar- hring þegar bezt lætur, og enn er hún hátt í 700 sjómílur frá landinu. Enn getur veiðzt vel þótt orðið sé áliðið. ? ar kjötvörur fyrir nær 17 millj. króna og greiða á sama tíma starfsfólki nær 3 millj. króna í vinnulaun. Engar kvartanir höfðu borizt og má heita ein- stakt og í sumum tegundum, svo sem niðursoSnum kjötvör- um, hefur eftirspurn verið meiri en hægt var aS fullnægja. Er nú til athugunar aS fjölga starfsfólki og auka vélakost stöðvarinnar, en til þess er góS aSstaSa í hinum rúmgóðu húsa kynnum. Þá er í ljós komið aS vinnuafl og vélakostur nýtist mun betur nú en fyrstu vinnslu vikui-nar. ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.