Dagur - 18.10.1967, Side 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Alþingi iekið
til starla
HINNI nýju, dýru hurð Alþingis-
hússins var formlega upp lokið fyr-
ir nýkjörnum alþingismönnum 10.
október. Ivostar liurðin 700 þús. kr.
Fyrstu umræður milli þingmanna
snerust um kjörbréf Steingríms Páls-
sonar eða.þó öllu fremur um fram-
boð Hannibals Valdimarssonar í
Reykjavík. I»að voru einkum Sjálf-
stæðismenn og talsmenn hinna stríð-
andi deilda Alþýðubandalagsins sem
héldu uppi þessum umræðum. En
við atkvæðagreiðslu sátu allir þing-
menn stjórnarflokkanna hjá. — En
kjörbréfið var samþykkt með 28 at-
kvæðum af 60.
Það kom fram, að stjómarflokk-
arnir báðir og Magnús Kjartansson
vilja láta breyta kosningalögunum
þannig, að ekki verði hægt að bjóða
sig fram í flokksnafni á þann liátt,
sem Hannibal gerði.
Kemur þá til álita, livort rétt sé
að auka enn vald flokka umfram
það, sem gert var í stjórnarskrár- og
kosningalagabreytingum árið 1959.
Fjárlagafrumvarpið er nú með
öðru sniði en fyrr og því erfiðara
um samanburð við fyrri ár, en ver-
ið hefur. Af greinargerð fjármála-
ráðherra má þó ráða, að um tölu-
verða hækkun sé að ræða, enda gert
ráð fyrir nýjum sköttum og hækkun
sumra þjónustugjalda og ríkisverzl-
unarálagningar. Þar á ofan eru svo
í frumvarpinu felldar burt niður-
greiðslur á neyzluvörum, sem talið
er að nemi 410 millj. kr. á næsta
ári. Neyzluvörumar eru þegar hækk-
aðar í verði, svo sem ahnenningur
hefur fengið að þreifa á í verzlun-
um. Samtímis fjárlagafrumvarpinu
hefur stjórnin svo lagt fram fmm-
varp til nýrra laga um efnahagsað-
gerðir. í því frumvarpi er gert ráð
fyrir lögfestingu hinna nýju skatta-
hækkana (farmiðagjald, eignaskatts-
hækkun, söluskattur af póst- síma-
gjöldum) ennfremur, að vísitölu-
greiðslur á laun skuli haldast óbreytt
ar, þrátt fyrir verðhækkun vara. En
nýr vísitöluútreikningur á að taka
gildi 1. marz n. k. en verðlagið þá
teljast 100 í ným vísitölu. Gert er og
ráð fyrir að framlengja á árinu 1968
ráðstafanir þær til aðstoðar sjávar-
útveginum, sem gerðar voru á þessu
ari.
Sú brella ríkisstjómarinnar að fela
dýrtíðarvöxt fram yfir kosningar, er
nú augljós orðin. Og það sem Fram-
sóknarmenn sögðu um það mál sl.
vor, er fram komið. □
verður farsæ
DAG einn í sumar sá ég Snorra
Sigfússon fyrrum skólastjóra
og námsstjóra á fleygiferð á göt
um Akureyrar og sýndist mér
hann alveg hafa snúið á lögmál
elli og hrörnunar. En mér varð
það til láns, að hann er vin-
margur og tók menn tali, svo ég
náði honum og bað um viðtal
um skólamál. Varð hann fús-
lega við 'þeim tilmælum. Hinn
kunna skólamann, Snorra Sig-
fússon, þarf ekki að kynna sér-
staklega, sízt hér norðanlands
og fer viðtalið hér á eftir.
Þú munt liafa lengri yfirsýn
um skólamálin, Snorri, en flest-
ir aðrir?
Já, ég ætti að hafa það, fermd
ur fyrir aldamót og alinn upp í
skóla baðstofunnar. Sá skóli var
býsna heilladrjúgur þótt ekki
væri harrn margbrotinn. í barna
skóla kom ég ekki fyrr en ég
skyldi kenna þar. Þá voru
hin fyrstu íslenzku lög um
barnafræðslu að taka gildi.
Og í farskóla, þorpsskóla
og kaupstaðaskóla eyddi ég
starfsævi minni að mestu, síð-
ast sem eftirlitsmaður með þess
um skólum hér norðanlands.
Ég hlaut því að vera kunnugur
öllum þáttum barnafræðslunn-
ar frá upphafi laganna 1907,
þessarar merkilegu löggjafar,
vel undirbúnu og alveg við
okkar 'hæfi þá. Og að sjálfsögðu
hlaut ég að hafa all náin kynni
af mörgum þeim valdsmönnum,
er með málefni barnafræðslunn
ar fóru þennan langa tíma, eða
um hálfrar aldra skeið. Og þá
var það, að því er mér virtist,
eins konar þegjandi samkomu-
lag allra þeirra, er með þau mál
efni fóru, að endurskoða skyldi
gildandi fræðslulög á 10 ára
fresti, eða svo. Enda gættu
kennarasamtökin þess að minna
á slíkt. Og þá var tekið tillit til
þeirra.
Það sýndi sig líka, að í hvert
sinn sem endurskoðun fór fram
kom breyting til bóta. Heldur
þokaði alltaf í áttina að því
( marki, sem kennarar vildu ná,
| svo að skóli fengi notið sín og
* börn haft sem bezt af veru sinni
þar. Og alltaf er sjálfsagt reynt
að sækja að þessu marki, þótt
það muni jafnan nokkuð undan,
að áliti þeii’ra sem ætlast til að
heimur fari ögn batnandi, og
eiga þá ósk heitasta að fá að
taka þátt í þein-i framvindu.
En hvað er að segja um nú-
núgildandi fræðslulög?
Þau eru nú, sem kunnugt er,
meir en tvítug að aldri. Þau
komu þó með mikið nýmæli á
sinni tíð. Fram til 1946 var ekki
hróflað við því meginatriði, að
barnaskólinn sæi um fræðslu
bama til 14 ára aldurs, til
fermingar. Aðeins eitt og eitt
barn, sem á undan var gat
fengið undanþágu frá seinasta
árinu. Nú var bamaskólinn
klofinn og skyldi 14. árið flutt
á eldra stig. Þetta varð örlaga-
rík breyting. Hún hefir ekki
reynzt uppeldislegur ávinning-
ur, að ég hygg, heldur þvert á
móti.
Hver var ástæðan til þessarar
breytingar þá?
Vafalaust sú, að ýmsir töldu
barnaskólann spanna yfir of
stórt vaxtarskeið. Væri því
rétt að kljúfa eldra skeiðið í
verknám og bóknám. Það gat
verið rétt en erfitt í fram-
kvæmd svo að gagni yrði, og
hefir aldrei getað orðið það sem
til var ætlazt. Voru þessi mál
mikið rædd á Norðurlöndum
upp úr 1930. Varð ég þess
greinilega var 1937 er ég var
þar á ferð til að draga í bú
Barnaskóla Akureyrar. Danir
voru þá með sinn próflausa
miðskóla, sem mér þótti gott
að kynnast, en Norðmenn
ræddu þá mjög þennan klofn-
ing um 13 ára aldur (eða 12)
og þó meir síðar. Þar virtist þó
andstaða gegn því brátt koma í
ljós. Hér var málið lítið sem
ekert rætt.
Er ég, árið 1933, lenti í því
að vera með að endurskoða
fræðslulögin, var varla minnzt
á að til mála kæmi að taka ár
ofan af bamaskólanum, þótt
bættist við 'hann neðan frá með
skólaskyldu við 7 ára aldur.
En umræður héldu áfram um
þetta, og þá einkum í Noregi.
Þar hafði farið fram all víðtæk
athugun á líkamlegum þroska
skólabama, er sýndi að sá
þroski kom fyrr en áður, og
var m. a. þakkað matgjöfum í
skólum þar. Þetta var líka at-
hugað hér á sinni tíð, í Mið-
bæjarskólanum í Reykjavík í
2 + 2 ár og í Bamaskóla Akur-
eyrar í 5 + 5 ár. Var mælt á
sama hátt og í Noregi og reikn-
að með sama mælikvarða. Og
hér kom hið sama í ljós, börn-
in uxu hraðar og urðu fyrr
líkamlega þroskuð en áður. Hér
hafði líka verið gefin mjölk og
lýsi í skólunum. Skýrsla um
mælingarnar á Akm-eyri var
prentuð 1942, og mælingarnar
bornar saman við Reykjavík og
Osló.
Nú segi ég alls ekki að þama
liggi meginorsök til breytingar-
innar 1946, því að allir vita, og
þá ekki sízt þeir sem áttu eink-
um hlut að máli, að ekki fylg-
ist alltaf að hinn ytri og inni i
þroski, ef svo má taka 1il orða.
um bömum úrvals kennara, ef
vel átti að fara, skilningsríkan
og Ijúfan með skapsmuni í
jafnvægi. Og ekki sízt með
hjarta á réttum stað. Og einmitt
Snorri Sigfússon.
■hér var styrk leiðsögn nauð-
synleg og að einn væri sá, er
hana hefði og aðalumsjá með
hverjum hópi. Þetta varð að
meta miklu meira en annað,
þótt fræðslunni skyldi ekki
gleymt.
Barnaskólinn þekkti þessi
böm. Þau höfðu yaxið upp und
ir hans umsjá. Þá þekkingu
brast þann skóla sem við þeim
tók. Hann leit á sig sem fræðar-
ann fyrst og fremst, sem eðli-
legt var. Þar kon^u e. t. v. marg
ir kennarar hver með sína fræði
grein. Fræðslunni varð að
sinna, og ber ekki að áfellast
það. Til þess voru þessir nem-
endur sendir honum. Hitt væri
heldur, að lá löggjafanum það,
að skylda þá til að taka við þess
um lítt þroskuðu bömum til
náms, er litu þá líka á sig full-
/WVVV>/WV/VV>//VVVV/>//VV>/Vs//>/>/V>/>/>/V>/V'/>/V>/>/WVW>/Vs//>/>//V>//>/V>/>/VVVVs//>//>/V
Viðtal við Snorra Sigfússon, fyrrv. námsstjóra
En ég hygg að það hafi ýtt und-
ir þá skoðun, sem mjög bólaði
þá á og áður er nefnd, að
bamaskóli til 14 ára aldurs
mundi sennilega spanna yfir of
stórt þroskasvið, og væri því
réttlætanlegt að flytja 14. árið
yfir á eldra svið. Þetta ætluðu
Norðmenn sér, en hurfu frá.
Við höfum hins vegar búið við
það s.l. 20 ár. Þó held ég að
þetta spor hafi verið miklu
stærra, en menn gerðu sér
grein fyrir þá.
Viltu skýra það nánar?
Það hlaut að leiða til þess,
að bömum á mjög misjöfnu
þroskaskeiði væri ýtt til þeirra,
sem eldri voru og þroskaðri.
Það gat náttúrulega átt við líf-
ið í Láka að mega teljast með
mönnum, oft miklu fyrr en
hann hefur gott af. En hyggi-
legt er það ekki, og hefir aldrei
þótt. Og þetta vita raunar allir
og skilja. Kennarar ekki sízt,
sem um áratugi hafa kennt
börnum á þessu aldursskeiði.
Þeir þekktu bezt þann vanda
sem því fylgdi, eðlilegan að
vísu, en oft ærið enfiðan við að
fást. Þar þurfti vissulega margs
að gæta. Það varð að fá þess-
orðnari en þeim var hollt.
Það var mitt síðasta skóla-
stjórnarár á Akureyri, 1946—47,
er þessi lög tóku gildi og 7.
bekkurinn hvarf úr barnaskól-
anum, þó ekki allur. Ég man
enn þau miklu viðbrigði. Ég sá
eftir 'þessu fólki, fannst skólinn
fátækari, en starfið mun létt-
ara — þar en áður. En það fór
ekki fram hjá kennara sem
fylgdi bömunum yfir á eldra
stigið og jafnan hafði kennt
þessum aldursflokki, að flutn-
ingurinn hafði ekki orkað á
bömin til góðs, heldur þvert á
móti. Og allt í þá áttina, að þau
þóttust ekki lengur vera börn
og mættu því leyfa sér eitt og
annað, sem félagarnir gerðu,
þótt eitthvað væru eldri. Og
þannig mun þetta hafa reynzt
yfirleitt, ýtt undir þá löngun,
sem í brjósti flestra barna býr,
ekki sízt á þessu reki, að mega
teljast til þeirra sem eldri eru
og vera eins og þeir.
Hverjar eru svo afleiðing-
arnar?
Það hefir óneitanlega eitt og
annað skeð í sambandi við
þessa aldursflokka á sl. 10—15
árum, sem okkur kom algerlega
skélana,
á óvart. Slíkt var varla hugs-
andi áður. Við getum margir
vottað það, að við munum varla
eftir neinum þeim vanda í sam-
bandi við skólaveru þessara 14
ára barna, sem lögregla þurfti
að skipta sér af. Sá vandi var
þá varla stærri en svo, að skól-
inn gat leitt það til lykta, lang
oftast, að ég hygg. Einhverjar
undantekningar eru að sjálf-
sögðu til.
En þetta virðist hafa breyzt
stórlega til hins verra upp á
síðkastið, afbrot færst neðar í
aldursstigann, og sá hópur vax-
ið óhugnanlega sem reykir og
drekkur og fremur afbrot.
„Þið hafið hér mikið af of
fullorðnum börnum“, sagði
norskur skólamaður hér fyrir
skömmu. Það gekk fram af hon
um að sjá böm sitja á veitinga-
húsum og taka þátt í almennum
danssamkomum eins og full-
orðið fólk. Hann taldi það happ,
að Norðmenn sneru frá klofn-
ing barnaskólans á sinni tíð.
Hvaða úrræði telur þú lík-
legii.st?
Líklega eru flestir, sem hugsa
þessi mál, búnir að koma auga
á það, að breytinga sé þörf, og
hefði fyrr mátt vera. Hefir
Reykjavík hin síðari ár tekið þá
eindregnu stefnu, að a. m. k. 14.
árið sé undir þaki bamaskólans
og stjórn hans, og helzt skyldu-
námið allt. Þetta er ugglaust
rétt stefna, en líklega lögbrot!
Það sýnir m. a. hvernig reynsl-
an hefir sannað þá þörf, að lög-
unum væri breytt. Og nú er
meira að segja farið að nefna
rétt eins og fyrir 20 árum. Og
15. árið þá að sjálfsögðu 8. bekk
líka. Og þá fyrst eiga gagn-
fræðaskólarnir að taka við.
En Akureyri, með hliðsjón af
þessu?
Ég tel alveg rétt að farið sé í
þessa slóð í þéttbýlisskólunum,
og raunar alls staðar, þar sem
mögulegt er. Það kann að vera
eitthvert úrvál, sem fara má
öðruvísi að með, en almennt á
það ekki að vera.
Akureyri á að byggja nýjan
barnaskóla og stækka til muna
Glerárhverfisskólann. Hinir
skólarnir eru af þeirri stærð, að
ekki er ákjósanlegt að hafa þá
stærri. Rými þarf gott, bæði
inni og úti, handa mjög mis-
aldra nemendum. Ég tel æski-
legt að skyldunámið allt yrði
undir sama hatti, þegar fram í
sækti og unnt verður að koma
því fyrir. En hraða ætti þeim
framkvæmdum sem gerði
barnaskólunum það mögulegt
að hafa sinn 7. bekk, fermingar
árið, eins og áður var. En tak-
markið á að vera það, að skyldu
námið allt sé imdir stjóm eins
og sama skóla.
Hvað viltu að lokum segja
um prófin og kennarastéttina?
Ég hefi um áratugaskeið talið
allt skólakerfið oflilaðið af próf
um, og sé nú að menn eru sum-
ir famir að hallast að því að svo
kunni að véfa. Próf eiga vitan-
lega rétt á sér, en má ekki of-
nota þau. Þau stela allt of mikl-
um tíma og eru flestum kval-
ræði sem fáa bætir, eða engan.
Landspróf á sinn tilverurétt, en
í gjörbreyttu formi, þar sem
leitað er meira að greind en
minnisatriðum. Og allt þarf
skólakerfið að endurskoðast.
að sem bezt verði séð fyrir upp
eldi þjóðarinnar. „Sú þjóð sem
á beztu skólana verður fremst
og farsælust' ef ekki í dag, þá
á morgun“, var haft eftir brezk
um þjóðspekingi hér á árunum.
Og skólarnir eru í þeim skiln-
ingi fyrst og fremst skólamenn-
imir, kennaramir. Þeir eru lífið
og sálin. Á þeim veltur það
hvort skóli verður að gagni eða
ekki. Þess vegna verður að gera
kennarastarfið eftirsóknarvert
starf, svo að þangað leiti góðir
menn og dugandi. Kennara-
stanf er vandasamt og þreyt-
andi og hreint ekki öllum hent.
En því aðeins fást hæfir menn
til að sinna því, að sómasam-
lega sé við þá gert. Annars leita
þeir þangað sem betur blæs.“ —
Og þetta hefir gerzt og gerist
nú í stórum stíl.
Það er sjálfsagt margt sem
kallar að, nú sem oftar. En
hvað um það. Sú nauðsyn blas-
ir við umfram flest annað: að
gera kennarastarfið eftirsótt
svo að úrvalsmeim leiti þangað.
Uppeldismálin eru mál allra
mála, þegar öllu er á botninn
hvolft. Það má aldrei gleymast
neinni kynslóð, segir Snorri
Sigfússon að lokum og leggur
þunga áherzlu á orð sín.
Blaðið þakkar svörin. □
REIKISTJÖRNURNAR
NÝLEGA er komin út
fjórtánda bókin í Alfræðasafni
AB, og nefnist hún Reikistjörn-
umar. Eru aðalhöfundar henn-
ar þeir Carl Sagan, prófessor í
stjörnufræði og ráðunautur
Geimvísindastofnunar Banda-
ríkjanna, og J. N. Norton, kunn
ui' rithöfundur á vísindaleg
efni, en Örn Helgason, ungur
eðlisfræðingur og kennari við
Menntaskólann í Reykjavík,
sneri bókinni á íslenzku.
I formála, sem Jón Eyþórs-
son skrifar fyrir bókinni, drep-
ur hann á það helzta, sem hér
á landi hefur verið sýslað um
stjarnfræðileg efni, og minnir á
nokkur nöfn, sem þar koma við
sögu, allt frá Stjörnu-Odda,
^sem uppi var um 1100 til
Magnúsar landshöfðingja Step-
hensen, sem hafði miklar mæt-
ur á stjörnufræði og átti „býsna
góðan stjörnukíki.“ Allir Reyk
víkingar kannast við „næpuna“
á Landshöfðingjahúsinu við
Þingholtsstræti, en hitt vita
færri, að einmitt á þessum stað
Umrenningur
o
HINN kunni skagfirzki hagyrðingur, Hjörleifur Jónsson á Gils-
bakka, mun ekki hafa gert víðreist um dagana. Á liðnu sumri brá
hann þó vana sínum og fór að hitta vini og vandamenn í Eyjafirði
og Þingeyjarsýslu. Hann er á sjötugasta og áttunda árinu, og kvað
ekki seinna vænna að litast dálítið um. Heimkominn sendir hann
öllum, sem veittu honum fararbeina, sínar beztu kveðjur ásamt
eftirfarandi ljóði, sem hann biður Dag góðfúslega að flytja.
Fari ég að gægjast í glugga minninganna
þá grilli ég í ferðalag yfir Svalbarðsströnd.
Þar rann ég um á farkostum vina og vándamanna
og var í fyrsta sinni að skoða ókunn lönd.
Á Ströndinni ég notið hefi gestrisni og greiða
og góðar vættir bið því að jafna sakirnar
og hátíðlega framvegis blessun sína breiða
um byggðina svo kartöflumar geti vaxið þar.
Svo er runnið útfyrir, eða gegnum fjöllin
og athugað í skyndi hvað hinum megin býr.
Líkar eru hlíðarnar og svipuð fossafjöllin
en ferðamanni ókunnum birtist heimur nýr.
Þingeyingum yfirleitt þarf ég ekki að lýsa,
þjóðin hefur perlurnar tínt í vasa sinn,
og ætíð þegar kyndlar úr rökkri tímans rísa
er ríkur þeirra hlutur og tryggir sigurinn.
Að endingu er stanzað hjá Steingrími í Nesi
á stilltu sumarkvöldi með heilagt geislabað,
og þar er sem ég stuðlaða lífsspekina lesi
í litaskrúði friðarboðans yfir þessum stað.
Hagsældar og friðar bið ég umrenningum öllum,
sem eiga ferð um landið, og hafa á brattann sótt,
eins í byggðum dölum og upp á reginfjöllum
ég óska þeim til hamingju — og býð svo góða nótt.
EFTIRMÁLI.
Þó að stöku heimasæta kunni að eignast krakka
í kringum níu mánuðum eftir vissan dag
tel ég útilokað að það sé mér að þakka,
en þó er eitthvað bogið við svona ferðalag!
Hjörleifur Jónsson.
undi hinn virðulegi valdsmaður
oft löngum kvöldstundum við
athugun á gangi himintungla,
þegar heiðskírt var. Þá getur
Jón lauslega nokkurra þeirra
rita, sem komið hafa á íslenzku
um stjörnufræðileg efni, en
„þessi bók, sem hér er boðin ís-
lenzkum lesendum, ber að öll-
um frágangi af öðrum bókum
hérlendis um sama efni“, segir
hann.
Reikistjörnurnar opna lesend
um svimandi sýn inn í ævin-
týralega framtíð. Og þó verður
mönnum kannske allra ljósast
að loknum lestri bókarinnar,
hversu margt af því undraverð
asta, sem vísindi nútimans með
allri sinni tækni leiða sífelld-
lega í ljós, kemui' illa til skila
í þeim daglega fréttaflutningi,
sem allur almenningur verður
að láta sér nægja í þeim efnum,
af .því að hann hefur lengst af
ekki átt í önnur hús að venda.
Reikistjörnurnar eru 200 bls.
að stærð. Eins og aðrar bækur
Alfræðasafnsins hafa þær að
geyma mikinn sæg mynda og
þar á meðal litmyndir á um það
bil 80 síðum. □
Anna frá Stóruborg
EINS og flestum mun kunnugt
hóf Almenna bókafélagið á síð-
astliðnu ári útgáfu á samstæð-
um flokki íslenzkra merkisrita
frá gömlum tíma og nýjum, og
nefnist hann Bókasafn AB.
Tekur flokkurinn jöfnum hönd
um til fræða og skáldskapar
svo sem bert verður af vali
þeirra bóka, sem þar hafa nú
þegar komið út, en þær eru
Kristrún í Hamravík eftir Guð
mund G. Hagalin, Líf og dauði
eftir Sigurð Nordal, Sögur úr
Skarðsbók gefnar út af Ólafi
Halldórssyni og Píslarsaga síra
Jóns Magnússonar í útgáfu Sig
urðar Nordals. Loks hefur nú
fimmta bókin bætzt við, en það
er skáldsagan Anna frá Stóru-
borg eftir Jón Trausta. Er þar
tvímælalaust um að ræða eina
af allraskemmtilegustu sögum
þessa vinsæla höfundar og þarf
því ekki að efa, að hún verði
enn sem fyrr aufúsugestur á
mörgu heimili.
Guðmundur Magnússon, sem
tók sér rithöfundarnafnið Jón
Trausti, fæddist 12. febrúar
1873 að Rifi á Sléttu, nyrzta bæ
á landinu, og lézt í Reykjavík
18. nóvember 1918. Hann ólst
upp við fátækt og hrakninga,
naut aldrei neinnar skólavistar,
en óbugandi hneigð til skáld-
skapar og mennta skilaði hon-
um snemma yfir ótrúlegar tor-
færur til merkilegs þroska og
þótt hann ætti aldrei annars
kost en að hafa ritstörfin í hjá-
verkum, gerðist hann engu að ;
síður einn afkastamesti höfund
ur íslenzkur og var um skeið
tvímælalaust vinsælastur sagna
skálda meðal alls. almennings.
Upphaflega var honum Ijóð-
formið tiltækast, en úrslitasigur
sinn sem rithöfundur vann
hann með skáldsögunni Höllu,
sem kom út 1906, og Heiðar-
býlis-sögunum, sem fylgdu í
kjölfarið. í þessum sígildu bók-
um er höfundurinn staddur á
sögusviði eigin bei’nsku þar
sem hann er öllu gérkunnugur,
jafnt náttúruöflum og umhverfi
sem ævikjörum fólksins og
örlagabaráttu. En áður hafði
Jón Trausti sótt sér efnisvið í
sögu íslands frá fyrri öldum og
þangað leitaði nú hugur hans
æ fastar um sinn. Af þeim toga
eru Sögur frá Skaftáreldi, 1912
—1913 og Góðir stofnar I-^-H,
1914—1915, en fyrra bindi
þeirra er einmitt Anna frá
Stóruborg, sagan, sem nú hefur
verið valin til útgáfu í Bóka-
safni AB.
Anna frá Stóruborg gerist á
sextándu öld og fylgir trúlega
hinum sögulegu heimildum eins
og þær hafa geymzt, ýmist í
samtíðarskilríkjum eða skráð-
um munnmælum frá síðari
tíma. Aðalsöguhetjan, Anna frá
Stóruborg undir Eyjafjöllum,
var auðug kona og ættstór, dótt
ir Vigfúsar Ei'lendssonar hirð-
stjóra (d. 1521), en sagan fjall-
ar annars vegar um ástir henn-
ar og Hjalta Magnússonar,
smalapiltsins, sem hún tók bók-
staflega á arma sína, og hins
- LANDBÚN AÐARSÝNING NÆSTA SIIMAR
(Framhald af blaðsíðu 1).
ekki sízt ber að nefna búfjár-
sýningar, sem þama verða
einnig.
Ýmsar stofnanir og fyrirtæki,
er vinna að landbúnaðarmálum,
eða hafa viðskipti við bændur,
munu taka þátt í sýningunni og
undirbúningi hennar. Eftirfar-
andi stofnanir hafa tilnefnt full
trúa í 21 manna sýningarráð:
Búnaðarfélag íslands, Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, Stétt
arsamband bænda, Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga, Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins,
- Tónlistarfélagið á Akureyri hefur sex tónleika á vetri komanda
En til hvers eru skólar og
skólakerfi ef ekki fást kennar-
ar? Þeirra er mikiU skortur nú.
Fyrir mörgum árum ræddi ég
þessi mál í útvarpi og sagði þá
m. a.: „Kennarastéttin þarf að
verða hópur úrvalsmanna að
menntun og mannkostum, svo
(Framhald af blaðsíðu 8).
ureyri. Hann hefii' vakið athygli
í London sem mjög efnilegur
celloleikari og hlaut hann mikla
viðurkenningu og lofsamleg um
mæli við lokapróf fi'á Royal
Academy of Music í London.
6. Sinfóniuhlgómsveit íslands
mun koma norður um mánaða-
mótin maí—júní og vérða það
25 ára afmælistónleikar félags-
ins. Hljómsveitina er óþarft að
kynna, en hún vakti afar mikla
hrifningu tónlistarunnenda hér
í voi' og bárust félaginu þá ótal
áskoranii' að vinna að því að fá
Sinfóniuhljómsveitina' " árlega
hingað til Akureyrar.
Endurnýjun félagsskírteina
styrktarmeðlima fer fram í
bókaverzl. Huld vikuna mið-
vikudaginn 18. okt. til miðviku-
dagsins 25. okt. á hádegi. Mjög
er áríðandi að félagsmenn end-
umýi skírteini sín í tæka tíð,
ella eiga þeir á hættu að þau
verði seld öðrum. Félagið er nú
fullskipað miðað við rými í tón-
leikasal, eða 290 manns. Þeir
sem eru á biðlista félagsins at-'
hugi miðvikudaginn 25. okt.
eftir hádegi, hvort nokkrir að-
göngumiðar hafi losnað. Áskrift
argjald má greiða í einu eða
tvennu lagi, fyrri hluta starfs-
árs eða árið allt og nemur verð
hvers miða sem svarar kr. 100.
Hverjum styrktarfélaga eru
ætlaðir 2 miðar á hverja tón-
leika. Félagsgjald er ekkert.
Styrkur Tónlistarfélagsins ligg-
ur í því að allir félagsmenn
sæki sína miða og þá hefir fé-
lagið bolmagn til að efla starf-
semi sína enn meir bg stuðla að
fjölbreyttu tónhstarlífi í bæn-
um. Tónlistarfélagið býður alla
sína velunnara velkomna til
nýs starfsárs, sem vonandi verð
ur ánægjulegt tónlistarár.
Tónlistarfélags Akureyrar.
vegar um viðureign hennar við
bróður sinn, Pál lögmann á
Hlíðarenda.
Anna frá Stóruborg er 208
blaðsíður, prentuð í Odda h.f.
og bundin í Sveinabókbandinu.
Tómas Guðmundsson hefur rit-
að formála fyrir bókinni, þar
sem dregin eru saman í stuttu
máli helztu æviatriði höfund-
arins. □
Tuttugu og tveir
lielgisöngvar
Það var sr. Bjarni Þorsteins-
son, sem gerðist fyrstur til að
opna augu almennings og fræði
manna fyrir þeirri auðlegð
fegurðar og Ustar, sem fólst í
íslenzku þjóðlögunum, enda
helgaði hann rannsóknum.
þeirra og varðveizlu stóran
hluta síns merka ævistarfs. Síð
an hafa ýmsir lagt þar hönd á
plóginn og þeirra á meðal er í
fremstu röð dr. Róbert A. Ottós
son, söngmálastjóri þjóðkirkj-
unnar. Mun nú enginn stande.
honum á sporði um kunnáttu i
þeim efnum, er varða íslenzk
sálmalög og aðrar kirkjulegar
söngerfðir frá fyrstu tíð og
fram á vora daga. Um það ber
. ljósan vott rit það, sem nú er
síðast komið frá hans hendi, en
það eru Tuttugu og tveir helgi-
söngvar fyrir kóra og söfnuði.
Hefur hann ekki aðeins radd-'
sett söngvana og búið þá ti!
flutnings, heldur skrifar hanr.
og með þeim ýtarlegar skýrinj;
ar, þar sem greint er frá heim-
ildum og rakinn uppruni þeirra
og ferUl, hvers um sig. Útgef-
andi er A. B.
- Skólar á Héraði að
hef ja starf
Garðyrkjufélag íslands, Sölu-
félag garðyrkjumanna, Kven-
félagasamband íslands, Mjólkur
samsalan í Reykjavík, Osta- og
smjörsalan, Áburðarsala ríkis-
ins, Landgræðsla ríkisins, Slát-
urfélag Suðurlands, Skógi'ækt
ríkisins, Landbúnaðárráðuneýt-
ið, Landnám ríkisins, Bænda-
skólarnir á Hólum og Hvann-
eyri, Tilraunastöðin Keldum,
Vélasjóður ríkisins, ‘ Búnaðar-
bankinn.
Ofanskráðar stofnanir hafa
kosið fulltrúa í sýningaxnáð.
Sýningan-áð hefur svo kosið
eftirtalda menn í sýningar-
stjórn:
Sveinn Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri, Halldór Pálsson,
búnaðarmálastjóri, Agnar
Tryggvason, framkvæmdastjóri,
Kristinn Helgason, innkaupa-
stjóri, Pétur Gunnarsson, for-
stjóri.
Sýningarráð hefur ráðið Agn
ar Guðnason ráðunaut aðal-
framkvæmdastjóra sýningarinn
ar og Kristjáp Karlsson erind-
reka honum tU aðstoðar.
Þess er vænst að þeir, sem
áhuga hafa á að taka þátt í sýn
ingunni gefi sig fram við Agnar
Guðnason, c/o Búnaðarfélagi
íslands, sími 1 92 00, mun hann
veita allar frekari upplýsingar.
Sýnmgarstjómm.
(Framhald af blaðsíðu 1).
Pálsdóttir. Nýr skólastjórabú-
staður hefur verið tekinn til af-
nota við Hallormsstaðaskóla nú
í haust. Hann var teiknaður hjá
húsameistaraembættinu af Þor-
valdi S. Þorvaldssyni arkitekt.
Byggingaframkvæmdir annað-
ist Brúnás h.f. á Egilsstöðum.
Barnaskólinn verður settur á
sunnudaginn og hefst þá annað
starfsár þess nýja skóia, sem
ennþá er ekki fullgerður og'
óvígður. Skóli þessi er fyrir
fjóra hreppa. Skólinn hefur
heimavistarním fyrir 56 nem-
endur. Skólastjóri er Guðjón
Jónsson.
Leit að heitu vatni vestan
Lagarfljóts bar ekki árangur.
Borinn var fluttur að Urriða-
vatni, og þar byrjað í holu,
boraðri fyrir nokkrum árum,
Komið er niður á 150 metra
dýpi. Hitinn er tæplega 50 stig
en vatn ekkert. Skammt frá var
áður borað úti í vatninu og
bullar enn vatn úr þeirri holu
og er það vatn 58 stig. Það
vatn er óvirkjað. í haust fannst
volg uppspretta í Slenjudal,
. undir Skagafelli. Þar var áður
búið og hét Þuríðarstaðir. Sagn
ir voru til um þessa volgru en
menn vissu ekki hvar hún var,
Að þessum stað mun vera um
12 km. frá Egilsstöðum, nálæg;
veginum til Reyðarfjarðar.
Örlítið föl er á jörð, driftir til
fjalla. Frostið fór yfir 10 stig.
Allir fjallvegir eru enn færir,
en víða eru vegir hálir og vara->
samir. V. £»