Dagur - 24.01.1968, Síða 2

Dagur - 24.01.1968, Síða 2
2 KA minnisf 40 ára afmælis sins OBs Skemmtanir fyrir yngri félaga og gesti verða þriðjudaginn 30. og miðviluidaginn 31. janúar | NK. LAUGARDAG, 27. janúar, minnist Knattspyrnufélag Akur eyrar 40 ára afmælis síns, er var 8. jan. sl., með hófi í Sjálf- stæðishúsinu og hefst það kl. 7 e. h. með borðhaldi. — Dag- skráin verður í stórum drátt- um þannig: : Rakin verður í stuttu máli 1. DEILDARLIÐ ÞÓRS í körfu knattleik lék við íslandsmeist- ara KR sl. sunnudag í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík. Eftir mjög slæma byrjun, þar sem KR skoraði 15 stig gegn 2 stig- um Þórs á fyrstu 5 mínútum leiksins, tókst Þórsurum að halda nokkuð jöfnu það sem eftir var leiksins. í leikhléi var staðan 33 stig gegn 22 KR í vil, 11 stiga munur. Lið Þórs lék mun betur í síðari hálfleik og ÞVÍ MIÐUR get ég ekki rakið sjötugan feril Magnúsar, enda er það ekki aðalatriði, þvi að ég kynntist honum ekki að ráði fyrr en eftir 1950, en þá ‘kynnt- ist ég þeim góða dreng þeim mun betur. Fyrir 9 árum — þá báðir rúm lega sextugir — byrjuðum við að reka verzlun saman hér í bæ. Það kom í minn hlut að stjórna henni, því að Magnús þurfti að vinna á sínu verk- stæði og stjórna því. Eins og að líkum lætur, þui’fti ég oft að ráðfæra mig við hann og minnist ég þess ekki. að hann hafi nokkru sinni mót- mælt því, sem ég vildi og aldrei hefur orðið ágreiningur á milli okkar. Kann ég honum beztu þakkir fyrir þá ágætu sam- vinnu. Magnús er þekktur sem ágæt ur bólstrari og hefur verzlun okkar notið verka hans. Hann hefur tekið virkan þátt'í söng- málum á Akureyri og verið með í öllum kórum bæjarins — líklega þó ekki kvennakórnum, — en frægastur er hann fyrir bassasöng sinn í Smárakvartett inum og er ekki ofmælt að Magnús Sigurjónsson sé með beztu bassasöngvurum lands- ins. Giftur er Magnús Guðrúnu Jónsdóttur Tómassonar frá Grund í Eyjafirði, hinni mestu ágætiskonu, og eiga þau eina dóttur barna. Við hjónin send- um þeim okkar beztu kveðjur og hamingjuóskir á þessum tímamótum og þökkum margar liðnar ánægjustundir. saga félagsins. Tveir KA-félag- ar sýna fimleika. Þá verða nokkrir eldri félagar heiðraðir. Einnig skemmta leikararnir Arnar JónsSon og Eyvindur Erlendsson. — Aðgöngumiðar verða afhentir í Bókabúð Jón- asar Jóhannssonar frá kl. 2—-6 e. h. í dag og næstu daga og eru tókst KR að vinna þann hátf- leik með aðeins 2 stiga mun. Úrslit urðu því þau að íslends- meistarnir sigruðu nýliðana í 1. deild með 13 stiga mun, og eru það ekki slæm úrslit fyrir Þór. Á laugardaginn kl. 4 e. h. leika svo í íþróttaskemm'unni Þór og KR síðari leik sinn í 1. deild og verður þar eflaust um skemmtilega viðureign að ræða. Að endingu þetta Magnús: Það er þessi Elli kerling, sem farin er að sækja á okkur báða. Við slkulum reyna að halda henni í mátulegri fjarlægð við okkur, því að 'hún kvað stund- um vera dálítið brellin. Þó skul um við koma okkur vel við hana. Ef til vill lætur hún okk- ur afskiptalítla enn um sinn. Hafðu enn einu sinni beztu þökk fyrir okkar góða og gagn- lega félagsskap. Akureyri, 21. janúar 1968. Jón Níelsson. n,k. laiprdag félagar og gestir þeirra beðnir að taka miða sína sem fyrst. — Þá biður stjórn KA fólk vin- Samlegast að mæta stundvís- lega. Þriðjudaginn 30. janúar kl. 8.30 e. h. verður svo fagnaður fyrir yngri KA-félaga og gesti þeirra í Sjálfstæðishúsinu og sjá Hljómar frá Keflavík um fjörið. Miðvikudaginn 31. janúar kl. 3 e. h. verður svo skemmtun fyrir yngstu KA-félaga, 13 ára og yngri, og á þeirri skemmtun leika Hljómar einnig fyrir dansi. Ekki er að efa að KA-félagar og aðrir velunnar félagsins fjöl menna á þessar afmælissam- komur. SKÍÐALYFTAN í SELJALANDSDAL NÝLEGA var vígð og tekin í notkun 1200 m. skíðalyfta í Seljalandsdal — skíðalandi ís- firðinga. Við uppsetningu lyft- unnar voru unnar 2 þús. klst. í sjálfboðavinnu. En alls kostar lyftan 1.5 millj. kr. ísfirðingar fagna mjög þessu framtaki, enda breytist nú að- staða til skíðaiðkana til stórra muna með þessu framtaki. ís- firðingar hafa lengi verið góðir skíðamenn. □ - Nokkur orð um f jár- hagsáætlun Akur- eyrar 1968 (Framhald af blaðsíðu 5). frá húsinu að utan, grófpússa það að innan og fullbúa eina hæð eða sem því svarar. Þá verður hægt að flytja hluta Iðn skólans þar inn á hausti kom- anda. En því miður vantar enn hátt á þriðju millj. kr. til þess að þessi áfangi náist. Framlag bæjarins nú er 1.75 millj. kr., auk 0.8 millj. kr. frá sl. ári. En framlag ríkisins á þessu ári er aðeins 1.1 millj. kr. en hefði þurft að vera 2.5—3 millj. kr. Bæjarstjóri mun þegar hafa leitað eftir lánsfé til þessa áfanga byggingarinnár. Auk þess verður svo haldið áfram við nýbygginguna við Fjórð- ungssjúkrahúsið, auk ýmsra minni bygginga, segir Sigurður Oli Brynjólfsson að lokum, og þakka ég svörin. E. D. TIL SÖLU: Efri hæð hússins Möðruvallastræti 1. JÓN GEIR ÁGÚSTSSON, sími 1-19-80. Þór tapaði fyrir KR fyrir sunnan Tekst þeim að sigra KR á laugardaginn? SJÖTUGUR: Magnús Sigurjónsson húsgagnabólstrari r Handknattleiksmót Islands, 2. deild: Fyrstu leikir ÍBÁ við Þróft og ÍBK Fyrstu leikir í fþróttaskemmunni 3. og 4. febr: HANDKNATTLEIKSLIÐ ÍBA leikur fyrstu leiki sína í íslands mótinu, 2. deild, n. k. laugar- dag og sunnudag í Laugardals- höllinni í Reykjavík. Á laugar- dag leika þeir við Þrótt, en á sunnudag við Keflvíkinga. Erfitt er að spá um úrslit fyrirfram, en það er von hand- knattleikunnenda að .ÍBA-liðið standi sig vel í þessurn fyrstu leikjum sínum. Liðið hefur sýnt góða framför undanfarið og með Matthías Ásgeirsson sem burðarás og góðan keppnis vilja leikmanna, má vænta þess að liðið nái all-langt í 2. deild. Lokið er aðeins 2 leikjum í deildinni. ÍR sigraði Þrótt með 24:19, og Ármann og Keflvík- ingar gerðu jafntefli 25:25, og voru það óvænt úrslit. Fyrstu leikir Akureyringa á heimavelli verða 3. og 4. febrú- ar við Vestmannaeyinga, en þeir eru alveg óþekktir í hand- knattleik. Handknattleiksmót íslands 2. deild LOKS er leikjaröðin ákveðin í Handknattleiksmóti íslands, 2. deild, og hefur gengið á ýmsu áður en endanleg niður- staða fékkst. Leikir verða sem hér segir: Laugard. 27. janúar (Laugardalshöll) Þróttur—ÍBA Sunnud. 28. janúar (Laugardalshöll) ÍBK—ÍBA Laugard. 3. febrúar (íþróttaskemma) IBA—ÍBV Sunnud. 4. febrúar (íþróttaskemma) ÍBA—ÍBV Laugard. 10. febrúar (íþróttaskemma) ÍBA—Þróttur Sunnud. 11. febrúar (Aukaleikur) ÍBA—Þróttur Laugard. 17. febrúar (Laugardalshöll) ÍR—ÍBA Sunnud. 18. febrúar (Laugardalshöll) Ármann—ÍBA Laugard. 9. marz (íþróttaskemman) ÍBA—ÍBK Sunnud. 10. marz (Aukaleikur) ÍBA—IBK Laugard. 16. marz (íþróttaskemman) ÍBA—Ármann Sunnud. 17. marz (Aukaleikur) ÍBA—Ármann Slysavarnafélag íslands 40 ára NK. MÁNUDAG, hinn 29. jan., eru 40 ár liðin frá stofnun Slysa varnafélags íslands. Það er sér- stakt lán hversu hjálparhönd þessara samtaka hefir sífellt orðið máttugri með hverju ári. Björgunarskip, skipbrotsmanna skýli, sjúkraflugvélar og slysa- varnasveitir með margbrotin tæki hafa á þessum árum bjarg að miklum fjölda manna úr lífs háska og bægt frá hörmúm og sorg. Einnig má minna á skýlin á fjallvegum, sem mörgum hafa orðið ómetanlegt athvarf í vond um veðrum. Er þess skemmst að minnast, að eitt slíkt, Sesseljubúð, var vígt sl. sumar á Oxnadalsheiði. Á bak við þetta margháttaða björgunarstarf býr kærleikur og fórnarlund fjölda fólks. sem göfugri hugsjón leggur sitt lið. Með hlýhug og þakklæti verð- ur hugsað til þessara liðsveita á merkum tímamótum. Slysa- varnafélagi íslands verður ósk- að áframhaldandi heilla og giftu og störfum þess beðið blessunar. Á Akureyri hefir verið starf- andi Kvennadeild S. F. I. í 33 ár. Á hverjum vetri hafa félags konur fjölmennt í kirkjuna þann sunnudag, sem lagt hefir verið út af eða lesin frásögnin af því, er Jesús kyrrði vind og sjó. Þá hafa þær sent bænir í hæðir um að Guð héldi vernd- arhendi sinni yfir sjómönnum, forðaði frá slysum og styddi þá er vinna að slysavörnum. Þenn an sama sunnudag hafa þær gengist fyrir fjársöfnun, til þess að geta unnið slysavörnum sem mest gagn. Það hefir löngum komið í ljós að bæjarbúar eru fúsir að leggja Kvennadeildinni lið. Vonandi verður svo einnig á sunnudaginn' kemur. Þá gang ast slysavarnakonur fyrir fjár- öflun í Sjálfstæðishúsinu. Bazar hefst þar klukkan tvö e. h. og kaffidrykkja kl. þrjú. Messað verður í Akureyrarkirkju kl. fimm e. h. Slysavamafélagi íslands flyt ég hamingjuóskir á afmælinu og félagssystrum á Akureyri þakka ég giftudrjúgt starf og eftirminnilegar samverustundir. Birgir Snæbjömsson. Fjórða mesta aflaárið (Framhald af blaðsíðu 1). mun lægra en næstu tvö ár á undan, en hins vegar hærra en meðalverð næstu finn ára á undan, 1962—1966. En verðbólgan hefur stór- aukizt, og þess vegna er nú komið sem komið er. □ TAPAÐ Merktur RONSON gaskveikjari tapaðist fyrir helgina. Vinsamlegast skilist á af- greiðslu Dags. Fundarlaun. ELDRI-DANSA KLÚBBURINN Dansleikur í Alþýðuhús- inu laugardaginn 27. janúar. Hefst kl. 9 e. h. Húsið opnað fyrir miða- sölu kl. 8 sama kvöld. Góð mússik. Stjórnin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.