Dagur - 14.08.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 14.08.1968, Blaðsíða 2
TRYGGVI HELGASON, FLUGMAÐUR: BÆRINN ÖKKAR Skot — og óverjaudi mark. ÍBA-VÖRNIN BRÁST ÞEGAR MEST REYNDIÁ - og KR sigraði 3:2 r Kári Arnason og Þórólfur Beck urðu að yfir- gefa völlinn í fyrri hálfleik - vegna meiðsla SAMKV. upplýsingum Hreins Óskarssonar, forstöðumanns íþróttavallarins, voru áhorfend ur hátt á fjórða þúsund sl. sunnudag að leik ÍBA og KR, »g er það mesta fjölmenni, sem horft liefur á knattspyrnukapp- leik á Akureyri. Vöm ÍBA brást illa í byrjun Ieiksins, og kostaði það 3 mörk, en síðari hlúti fyrri hálfleiks, er bezti leik kafli sem sézt hefur til ÍBA- liðsins í sumar og uppskáru þeir ivö mörk. Fimtn tnörk á 45 mín. er nokkuð, sem áhorfendur sjá ekki oft. Síðari hálfleikur ein- kenndist af hinum kunna vam- areik KR, með útafspyrnum og tilheyrandi og tókst þeim að halda markinu hreinu, og lauk jjví Ieik þessum með sigri KR I mörk gegn 2. Það var margt um manninn i íþróttavellinum á Akureyri pegar leikur ÍBA og KR hófst ikl. 4 sl. sunnudag, enda veður njög gott, 14 stiga hiti, og svo- íítil gola af norðri. Sólin skein og háði keppendum nokkuð. KR-ingar imnu hlutkestið og susu að leika undan golunni á syðra markið. Akureyringar (byrjuðu með kriöttinn og áttu ít’yrsta tækifærið, en KR riær apphlaupi á 4. min. og brást ÍBA-vörnin illa, Ólafur Lárus- uon komst í gegnum vörnina og skoraði fyrsta mark KR, án þess Samúel fengi nokkuð að gert, enda var hann meiddur. KR- ngar ná nú góðum tökum á .eiknum og þegar 24. mín. voru af leik stóð 3:0 fyrir KR, og NORÐURLANDSMOT í KNATTSPYRNU STAÐAN í Norðurlandsmótinu :í knattspymu er nú þannig að XA og Þór hafa hlotið 5 stig og eru jöfn. KA vann Völsunga á íþróttavellinum á Akureyri 4:0, en Þór vann KS á Siglufjarðar- velli einnig með 4:0. í kvöld, miðvikudag, leika Þór og Völs- ungar á íþróttavellinum á Akur eyri, en KA mætir KS á siglu- firði. vou áhorfendur farnir að búast við „bursti“. En á 4 mínútum breyttist stað an úr 3:0 í 3:2, Valsteinn gaf vel fyrir markið á 30. mín. og Guðni skoraði viðstöðulaust 3:1. Á 34. mín. endurtekur þetta sig, Val- steinn gefur vel fyrir, en Þor- móður skorar 3:2. Á' 40. mín. er svo hornspyrna á KR. Þormóð- ur spyrnir vel fyrir markið og Skúli nær að skalla, en knött- urinri fóf framhjá fast við stöng, þar skall hurð nærri hælum. Frá því Akureyringar skoruðu 1. mark sitt og til loka hálfleiks ins náði ÍBA-liðið öllum tökum á leiknum og réði gangi hans, en nokkurrar hörku gætti síð- ustu mínúturar, sem dómaran- um, Einari Hjartarsyni, tókst að halda að mestu niðri. Kári var ekki nema svipur hjá sjón, enda meiddist hann snemma í fyrri hálfleik, og sá ég ekki betur, en á honum væri brotið innan víta teigs, og upp reis hann haltur. Hann varð að yfirgefa völlinn rétt fyrir leikhlé, einnig varð Þórólfur Beck að yfirgefa völl- inn. Síðari hálfleikur var jafn leið inlegur og sá fyrri var skemmti- legur. KR-ingar lögðust í vörn og tókst að halda markinu hreinu, þótt tvívegis munaði litlu að Akureyringar tækist að skora. Valsteinn og Skúli voru í góðu færi á 37. mín., en tókst ekki að skora, þá skall hurð nærri hælum við mark KR á 40. mín. KR-ingar áttu líka tæki færi í síðari hálfleik og á 30. mín. bjargaði Gunnar Austfjörð á línu. Dómarinn, Einar Hjartarson, dæmdi vel og er hann tvímæla- laust sá bezti, sem dæmt hefur íhér á vellinum.í sumar. VALUR — ÍBK 0:0 Sl. mánudagskvöld lék.u á LaugardalsvelHnum í Reykja- vík Valur og IBK og lauk þeim leik með jafntefli, og var ekkert mark skorað, þrátt fyrir góð tækifæri beggja liða. Staðan í 1. deild er nú þannig, að KR er með 12 stig (8 leikir), ÍBA 10 stig (8), Fram 9 stig (7), Valur 8 stig..(8), ÍBV 4 stig (7) og ÍBK 3 stig (8). (Ljósm.: M. Ó. G.) Firmakeppni í knatfspyrnu ÁKVEÐIÐ hefur verið, að fram fari firmakeppni í knattspyrnu hér á Akureyri. Þátttökutilkynn ingar þurfa að berast fyrir næsta mánudagskvöld í síma 21588 (íþróttavallarhús) eða til Karls Steingrímssonar, símar 11494 og 21144. Þátttakendum verður gefinn kostur á æfinga- svæðum og leiðbeint um þau. Knattspyrnuráð Akureyrar. AKUREYRI hefir oft verið tal- inn fallegur bær, og er þá venju lega átt við skrúðgarða og trjá- rækt í kringum hús bæjarbúa. Margir garðar eru sérstaklega vel hirtir, og ræktaðir af mikilli smekkvísi. En með hinni ört vaxndi bíla- umferð hafa götur bæjarins breytzt í moldarflag. í þurrki leggst þykkt moldarlag yfir alla hluti, en í bleytu eru bílar, girð- ingar, húshliðar og annað sem snýr að götunum, atað aurleðju. Bæjarstjórnin með nýja bæj- arstjóra í broddi fylkingar, hefir ekki haft manndóm í sér að mal bika götur bæjarins. Og með því er átt við ALLAR götur bæjar- ins, en ekki bara spottana í kringum gömlu og nýju lög- reglustöðina. Heyrzt hefir að ferðamenn hafi ymprað á því, að ryk og skítur væri að verða nokkurs- konar aðalsmerki Akureyrar- bæjar. Það er sannarlega ánægjulegt fyrir Akureyringa að skarta slíku merki! í rauninni styttist hinn mal- bikaði hlutur gatnanna í bænum ár frá ári, þar sem malargötur lengjast með meiri hraða. Hvem ig væri að bjóða út alla nýbygg ingu gatna í bænum? Þá væri ef til vill von til þess að vel yrði unnið, og að framkvæmdum miðaði eitthvað áfram. Verkefni á vegum bæjarins eru iðulega unnin þannig, að fólk gæti haldið, að menn með einhverju verksviti kæmu þar aldrei nærri. Á þessu verður að koma breyting. Það nær engri átt að bæjarbúar ausi fé í ein- hver vitleysisvinnubrögð, — hálfgerð kleppsvinnubrögð. í minningargreinum um látna menn, þykir fínt að geta talið upp hvað viðkomandi hafi setið marga áratugi í ýmsum opin- berum störfum, til dæmis í hreppsnefnd. Er helzt ekki veru legt bragð af, nema hægt sé að nefna meira en hálfa öld. En er þetta ekki vafasamt hól? Fæstir eru slík ofurmenni, að geta þjónað slíkum störfum um ára- tugi, að nokkru gagni. Og varla er það mikill vegsauki að verða mosavaxinn í einhverri hrepps- nefnd eða bæjarstjórn, af ára- tuga þrásetu og aðgerðaleysi. En þá er spurningin, — hvers vegna eru ek-ki kosnir nýjir, yngri menn? Ef til vill gefa síð- ustu forsetakosningar bendingu um ný viðhorf. Tími aldamót- anna og þeirra manna sem með þeim komu, er liðinn. Við þurf- um einungis að sætta okkur við það, og viðurkenna það sem stað reynd. Við forsetakosningarnar var stefna gömlu stjórnmálamann- anna hafnað. Þurfum við Akur- eyringar ekki að gera slíkt hið sama, við næstu bæjarstjórnar- kosningar, og taka forystu í mál um allra Norðlendinga? □ - ÖLSTRÍÐIÐ (Framhald af blaðsíðu 8). skyldi hætt frá og með 15. júlí 1988. Saga þessa ölmáls í Svíþjóð er lærdómsrík, því að reynslan er ólýgnust. Áfengisvarnaráð. - „TÍU ÁRA HEILSULEYSI GERÐI MIG AÐ NÝJUM MANNI“ (Framhald af blaðsíðu 5). þennan mikla hita og hafði lagt hart að mér við byggingarnai'. Þessi veikindi voru upphaf að tíu ára vanheilsu. Þessi tíu ár töpuðust mér hvað atvinnu snerti. En þetta varð mér þó happatími hinn mesti í lífi minu. Hvernig niátti það verða? Jú, ég lá tvö ár í sjúkrahúsi og þangað kom góð stúlka til mín á hverjum degi og færði mér blöð og góðar bækur og fréttir úr umheimnum. Og hún gaf mér það sem var þó enn dýr mætara, löngunina til að sigra sjúkdóminn og lifa nýju og fegurra lífi en áður. Það er stúlkan, sem er nú héma hjá mér, segir Davíð og bendir á konu sína. Á þessum árum lærði ég að þekkja sjálfan mig og ég las margar ágætar bækur, sem ég hefði aldrei gefið mér tíma til að lesa, ef ég hefði verið vinn- andi maður og hugsaði margt. Ég er nú ekki að halda því fram, að ég sé hvítþveginn af allri synd síðan ég gekk í gegnum hreinsunareld veikindanna. En síðan hefi ég jafnan reynt að láta minn innri mann ráða orð- um mínum og gerðum, eða sam- vizkúna, ef menn vilja orða það svo. Tíu ára veikindin var minn bezti skóli, sem ég hef notið á ævinni, skóli, sem gjörbreytti lífsviðhorfum mínum og þrosk- aði mig andlega. Seinna varstu við verzlun? Já, eftir að ég kom af spítal- anuni fór ég að stunda verzlun, bókaverzlun, af því ég var ekki maður til að vinna erfiðisvinnu eins og áður. Ég verzlaði eink- um með íslenzkar bækur og blöð og var bóksali í tuttug.u ár, Þetta var sú'bókaverzlun, sem Ólafur Thorgeirsson átti áður og er hann féll frá, keypti ég allt bókasafnið hans. Ég hafði alltaf góð sambönd við ísland. Það eru 12 ár síðan ég hætti að verzla, en hélt þó áfram nokk- urri sölu heima hjá mér eftir þetta. Síðan hefi ég fengizt ögn við ritstörf, einkum ritaði ég í vestur-íslenzku blöðin, bæði greinar og kvæði. Þegar ég hætti að hafa tölu á því, höfðu um eitt hundrað greinar og kvæði eftir mig komið á prenti vestra. Um átta hundruð blað- síður átti ég í Ijóðmælum og nokkur þúsund í óbundnu máli, allt í handritum. Þetta safn gaf ég Landsbókasafninu, ásamt bókasafninu mínu, um 1400 eintök. Kona Davíðs, frú Hallgerður Róslaug, er fædd vestra. For- eldrar hennar hétu Þorgerður Eysteinsdóttir, borgfirzk, og Jón Magnússon, Skagfuðingur. Þau kynntust í Ameríku og giftust þar. Sjálf er Hallgerður vel menntuð kona og var lengi kenn ari, fyrst í ýmsum smærri bæj- um og þorpum en síðan í Winni peg. Hún hefur ekki áður til ís- lands komið en heimili foreldra hennar var talið mjög íslenzkt og sjálf talar hún góða íslenzku. I viðtalslok biðja þau hjónin fyrir beztu kveðjur til þeirra mörgu, sem greiddu götu þeirra hér á landi í þessari heimsókn og báru fram árnaðaróskir landi og þjóð til handa. Frú Hallgerður og Davíð Björnsson eru dæmigerðir Vest ur-íslendingar. Þau eru að sjálf sögðu kanadískir ríkisborgarar í einu yngsta menningarríki nú- tímans, en búa að arfleifð feðr- anna og eiga þann metnað, að vera .þeirri arfleifð trúir og gamla landinu til sóma. Þetta hefur Vestur-íslendingum tek- izt. svo, að það eru talin með- mæli til hverskonar starfa, að vera af íslenzkum uppruna. ís- lendingar hér heima eru 200 þúsundir. Kanadamenn 20 milljónir en Bandaríkjamenn 200 milljónir. Kanada er mjög auðugt land af málmum og enn ekki byggt land nema að hluta, þ. e. á allbreiðu belti norðan við landamæri Bandaríkjana og Kanada. Kanadísku þjóðabrot- in mynda eina sterka heild, þrátt fyrir ólíkan uppruna sinn, framfarir eru mjög örar, mennt un góð og framtíðarverkefni þjóðarinnar ótæmandi í yíðáttu miklu og náttúruauðugu landi. Það var gæfa íslendinga, sem kusu eða urðu að yfirgefa ætt- land sitt fyrir þrem aldarfjórð- ungum, að verða þegnar hinnar ungu kanadísku þjóðar og okk- ar gæfa einnig, að þetta litla þjóðaibrot skuli enn halda slíkri ti-yggð við „gamla landið“, sem raun ber vitni. Dagur þakkar viðtal og árn- aðaróskir og óskar viðmælend- um sínum góðrar ferðar. E. D. Ný sjónvarpsverzlun NÝLEGA opnaði Radiovinnu- stofan, Helgamagrastræti 10, úti bú (afgreiðslu og verzlun) að Strandgötu 17. Þar verða til sölu BLAUPUNKT og B & O sjón- varpstæki, einnig útvarpstæki hverskonar, bíltæki og segul- bandstæki margar gerðir. Fyrst um sinn verður verzlunin opin frá kl. 1—6 e. h. og laugardaga 9—12 f. h. Eigendur Radiovinnu stofunnar eru Axel Guðmunds- son, útvarpsvirkjameistari og Einar J. Kristjánsson, útvarps- virki. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.