Dagur - 04.09.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 04.09.1968, Blaðsíða 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN Dagur LI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 4. september 1968 — 37. tbl. FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Simi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING HERNÁM TÉKKOSLOVAKÍU SVOHLJÓÐANDI ályktun var samþykkt á kjördæmisþingi Fram- sóknarmanna á Laugum 31. ágúst sl.: „Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra haldið að Laugum 30. og 31. ágúst 1968 vottar þjóðum Tékkó slóvakíu dýpstu samúð sína vegna her-innrásar fbmn ríkja Var- sjárbandalagsins í land þeirra, og lýsir þingið yfir megnri andúð sinni á athæfi innrásarríkjanna undir forystu Ráðstjómarríkjanna, sem með framkomu sinni liafa stórlega veikt vonir manna um batn_ andi samskipti stórvelda vesturs og austur“. □ Fólksbifreið fór nið- ur kirkj utröppumar KIRKJUTROPPURNAR upp að Akureyrarkirkju eru 108 eða nálægt því að tölu, dálítið erfið- ar og brattar eins og vegur sá, sem til lífsins liggur og forugar BRENNISTEINS- FÝLA Á AKUR- EYRI í GÆR f FYRRADAG brá öðru hverju fyrir sterkri brennisteinsfýlu í sunnanáttinni. Ræddu menn um, að eldur myndi uppi í suð- urátt. Ekki hefur um það frétzt, að eldgosa hafi orðið vart. Lík- legt er því, að hlaup hafi orðið í einhverri jökulá sunnan fjalla, en slíkum hlaupum fylgir oft fnykur mikill, svipaður og í eld gosum. □ í regni. Handrið auðvelda leið- ina og sumarblómin skarta til beggja hliða. Nú munu hvíldar- þrep þessa bratta vegar verða malbikuð. Okuglaður maður, sem í fyrra kvöld ætlaði að beygja austur fyrir kirkjuna, tókst það ekki, lenti niður í kirkjuti'öppur og mátti happi hrósa, að. sú för endaði án slysa á farþegum. Akvegur umhverfis Almreyr arkirkju er malbikaður og góð- ur, ennfremur greinilega merkt ur, og þar skal aka réttsælis. Aðspurð tjáði lögreglan blað- inu, að áfengi væri oftast með í verki, þar sem lögreglan þyrfti að koma til aðstoðar. Of hraður akstur væri algengur og til- hneiging til meira tillitsleysis í umferð en fyrst eftir umferðar- breytinguna. Flesta daga gista ölvaðir menn í fangageymsl- unni. □ Nokkrir fulltrúar á þinginu. Á neðstu tröppu frá vinstri: Benedikt Baldvinsson, Sigurður Jóhannes- son. Aftari röð f. v.: Þorsteinn Steingrímsson, Stefán B. Ólafsson, Áskell Einarsson, Þórarinn Kristj- ánsson, Teitur Björnsson, Gústaf Kjartansson, Hjalti Jósefsson, Sigfús Þorsteinsson og Jón Árnason, og Sigurður Óli Brynjólfsson. (Ljósm.: E. D.) Kjördæmisþingið á Laugum fjallaði um landS' og hér !Í SÍÐASTA föstudag, árdegis 30. ágúst hófst á Laugum í Reykja- dal kjördæmisþing Framsóknar manna í Norðurlandskjördæmi eystra, hið níunda aðalþing þess ara samtaka og lauk því síð- LlKLEGT AD iS LIGGIVIÐ LAND í VETUR En hvernig verða landsmenn undir það bunir? að annast þungaflutningana ef ís lokar leiðum á sjó. Olíugeym- ERFITT er jafnan að spá í fram tíðina þótt það jafnan sé reynt. Hafísinn sl. vetur er mönnum minnisstæður. Talað er um kóln andi veðráttu á norðurslóðum og sagan segir okkur, að oft komi hafísár í röð. Góðæristíma bilinu frá 1920 virðist lokið, veðurfræðingar telja líklegt, samkvæmt veðurathugunum á norðlægum slóðum, að næsti vetur geti orðið hafísvetur. Þegai' hafísinn kom að Norð- urlandi um síðustu áramót voru engar olíubirgðir til og nær ekk ert kjarxjfóður á norðlenzkum höfnum. Fullkomið neyðar- ástand hefði getað skapazt og munaði litlu að svo yrði. Það þurfa að vera til 5 mán- aða birgðir af oliu, kjarnfóðri BLOMA- OG LISTA- VERKASALA UNGUR maður, Örn Gíslason, hefur opnað nýja verzlun í Gler árgötu 32, og nefnir hana Blóma og listaverkasöluna. Þar fást blóm, í pottum og afskorin, málverk, listmunir, gjafavörur og allt til listmálun- ar. Á efri hæð er rammagerð. Sumt af vörunum, sem á boð- stólum eru munu ekki fáanlegar í öðrum verzlunum bæjarins. og annarri þungavöru þar sem innilokunarhættan er mest af völdum ísa. Þótt vegir væru greiðfærir, eru ekki nægileg flutningatæki til hér á landi til ar við norðlenzkar hafnir rúma aðeins hluta þess, sem þarf til að hægt sé að tala um birgðir. Blaðinu er ekki kunnugt um (Framhald á blaðsíðu 2) SILDIN MUN NÚ A SUÐURLEIÐ SAMKVÆMT fréttum af síldar miðunum þokast síldin nú suður á bóginn og hefur Jakob Jakobs son fiskifræðingur, sem fylgist með síldargöngunum á hinum fjarlægu miðum, líklegt að um alvörugöngu síldarinnar sé að ræða og því of snemmt að af-- skrifa síldveiðar á þessu sumri. Síldin er afar stygg, stendur mjög djúpt og kemur upp undir yfirborðið litla stund þegar myrkt er orðið. Síldveiðiflotinn er minni nú er í fyrra eða eitt- hvað um 30 skip. Afli síðstu daga var nær enginn. í fyrra hófst söltun ekki fyrr en í september. Með það í huga er von til þess ennþá, að unnt verði að salta upp í gerða samn inga í haust. □ degis 31. ágúst. Margir fulltrú- anna munu hafa risið árla úr rekkju þann dag er þingið skildi hefjast, þeir sem um langan veg þurftu að fara og mættir voru þó á tilsettum tíma kl. 10 á föstudaginn. En á þeim tíma voru meðal annarra mættir full trúar Framsóknarfélaga bæði í vestasta og austasta hluta kjör- dæmisins. Nokkui' veðrabrigði voru í lofti, sumir hæstu tindar settu sem snöggvast upp gráa koll- hettu en hið neðra var allt gróð- urlendi óvenjumiklu grasi vafið, sem enn er í vexti. Hin mikla en síðkomna gi'óska þessa sum- ars verst enn haustlitum. Sleg- in og hirt ræktarlönd hinna þekku bændabýla blöstu hvar- vetna við auga þegar ekið var heirn að menntasetri Þingey- inga, Laugum, sem er orðinn fjölmennur staður vaxandi byggðar utan um þann skóla, sem héraðsmenn höfðu þrek og þolgæði til að reisa af litlum efnum en mikilli bjartsýni á sín um tíma. Þessi skóli er nú eini héraðsskóli landsins, sem ekki hefur verið afihentur ríkisvald- inu og sýnir það metnað þess fólks, sem að honum stendur. Við hlið héraðsskólans er Hús- mæðraskólinn, yngri stofnun, sem frá upphafi hefur, eins og héraðsskólinn, notið álits og trausts. í þessum skólum hafa tvær kynslóðir karla og kvenna notið þeh-rar fræðslu og vekj- andi áhrifa, sem góðir skólar veita. Á slíkum stað er gott að halda þing, og í gamla samkomu sal héraðsskólans, björtum og hlýjum, þar sem nokkrir tugir veggmynda af mörgum mæt- ustu mönnum héraðsins o. fl. setja sinn sérstæða svip, setti formaður kjördæmissambands- ins, Eggert Ólafsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði, þingið með stuttri ræðu. Minntist hann sérstaklega Jónasar Jónssonar frá Hriflu og risu fundarmenn úr sætum. Forsetar þingsins voru kjörnir þeir Karl Kristjáns (Framhald á blaðsíðu 4) Bændur munu sjálfir auglýsa búvöruverð AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda, sem haldinn var í Skógum undir Eyjafjöllum um sl. helgi, saniþykkti einróma, að fela stjórn Stéttarsambgndsins að setja verð á búvörur, verði verðlagsgrundvöllurinn ekki kominn fyrir 25. sept. n. k. Samkvæmt lögum skal verð- lagsgrundvöllurinn ákveðinn fyrir 1. sept. Þetta dróst í fyrra þar til í desembermánuði. Bænd ur fengu nær enga leiðréttingu þá, og una slíkri meðferð ekki lengur. Þá vantar um þriðjung nettótekna, er þeir eiga rétt á samkv. lögum. í ályktuu um þessi mál segír svo: „Verði niðurstaða verðlagn- ingar sú, (í sexmannanefnd) að enn vanti á það verð, er stjóm Stéttarsambandsins telu-r uu- andi við, skal hún leita heimild- ar til að gera sölustöðvun sam- kv. 17. gr. samþykktar Stéttar- sambandsins.“ □ Yiðræður st j órnmálaflokkanna eru liafnar ALÞIN GISMENN héðan að norðan héldu til Reykjavíkur nú um helgina, boðaðir á fundi þingflokka sinna. Tilefni þess- ara fundahalda nú, er ósk for- sætisráðherra um viðræður milli allra þingflokka um neyð- arástand það í efnalhagsmálum, sem nú hefur skapazt. Þingflokkamir völdu á mánu daginn tvo fulltrúa hver til þess ara viðræðna. Frá Sjálfstæðis- flokknum Bjami Benediktsson og Jóhann Hafstein, frá Alþýðu flokknum Gylfi Þ. Gíslason og Eggert G. Þorsteinsson, frá Framsóknarflokknum Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhannesson og frá Alþýðubandalaginu Lúð- vík Jósefsson og Björn Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.