Dagur - 04.09.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 04.09.1968, Blaðsíða 8
 SMÁTT OG STÓRT Ökumaður náði ckki beygjunni við kirkjuna. (Ljósm.: E. B.) ÓTTINN VH> FRELSIÐ Málfrelsi og ritfrelsi er höfuð einkenni lýðræðislegra stjórnar hátta, ásamt frjálsu vali fulltnia á löggjafarþing. Þetta frelsi ótt- ast Sovétríkin og takmarka und ir járnhæl sínum. Aukið frelsi fólks í Tékkóslóvakíu varð það eitur í beinum móðurríkis kommúnismans, sem leiddi til vopnaðra innrásar fimm þjóða og hernáms í Tékkóslóvakíu, sem allur heimurinn fordæmir. Hinum mikla harmleik er ekki lokið og allar líkur benda til þess, að ógnarstjórn verði neytt upp á þjóðir hins hernumda lands. VIÐRÆÐUR f gær munu hafa átt að hefjast viðræður þær, sem forsætisráð- Margar lireiiidýrasky ttur freista gæfiiiinar Egilsstöðum 2. sept. Þurrklítið hefur verið undanfarið á Aust- urlandi en menn eru langt komnir með heyskap á ræktuðu landi. Heyfengur mun verða í góðu meðallagi. Eitthvað hefur verið selt af heyi tii Bakka- fjarðar. SÍÐUSTU FRÉTTIR AF VIÐRÆÐUM FLOKKANNA f GÆRKVELDI liafði blaðið fregnir af því, að viðræður milli stjórnmálaflokkanna hefðu farið fram og hélt þingflokkur Fram- sóknarmanna fund að þeim lokn um. Skollin er á efnaliagskreppa, stjómmálakreppa og kaupaæði. Altalað er, að stjórnin hafi á prjónunum neyðarráðstafanir, sem ekki þoli bið, eða ráðrúm til að ræða. Rætt er líka um, að' gera úttekt á þjóðarbúskapnum og að lienni lokinni e. t. v. mynd uð stjórn allra flokka er nú- verandi stjórn hefur sagt af sér. Sumir draga þó í efa að slíkt samkomulag takist og telja þá niðurstöðu líklegri, að fyrst muni forseti lýðveldisins skipa utanþingsstjórn. Enn aðrir gera ráð fyrir, að þing verði rofið og efnt til kosninga. Uppgjöf stjóm arinnar er augljós. □ Menn skjóta. Nú eru menn farnir að borða hreindýrakjöt og er það gott nýtt. Menn sækja fast eftir veiði leyfum og hafa komið í hópum af Úthéraði og svo lengra til, svo sem úr Reykjavík og víðar. Hreindýrin voru fyrst ekki langt frá byggð en styggðust fljótt og munu hafa leitað langt inn til heiða. Heimilað var að skjóta 600 dýr og veit enginn hvað mikið er búið að drepa, þvi sumir virðast gripnir skot- æði. Sjónvarpsstöð verður reist á Gagnheiðarhnjúki. Mælingamenn frá sjónvarp- inu hafa í sumar verið að at- huga væntanlegan sjónvarps- stað. Mun nú ákveðið að reisa stöðina á Gagnheiðarhnjúki, sem er upp af Egilsstöðum og er um þúsund metra hár. Er talið, að með sjónvarpsstöð þar megi ná bæði til Vopnafjarðar og Djúpavogs með fáum endur- kaststöðvum. Stöðin verður reist á næsta sumri en í vetur munu verða gerðar útsendingar tilraunir. Talað*er um það hér, að stofna innan skamms tíma félag væntanlegra sjónvarps- notenda. Aðeins byggt á Egilsstöðum. Atvinna hefur verið allgóð í Egilsstaðakauptúni að undan- förnu, enda eini staðurinn að heita má, sem byggingafram- kvæmdir eru. Verið er að byggja tug íbúðarhúsa, kirkju, stórt verzlunarhús og næstu daga verður væntanlega byrjað á landssímahúsi og þar fyrir- hugað sjálfvirkt símakerfi. Fyrir liggur, að menntaskóla- nefnd Austurlands skili áliti sínu til menntamálaráðherra um byggingu menntaskóla á Austurlandi. En fjárveitingar hafa verið veittar til skólans síð ustu þrjú ár. Enn er ekki ákveð ið hvar skólanum verður valinn staður og mun nefndin, sem skipuð er 10 mönnum, þríklofin í málinu. Sumir vilja reisa skól- ann á Eiðum, aðrir á Egilsstöð- um og enn aðrir í Neskaupstað. V. S. herra óskaði að eiga við stjórnar andstöðuflokkana hér á landi. Á þessu stigi málsins skal engu um það spáð, til hvers þær við- ræður leiða. En fremur ólíklegt má telja, að stjómarandstöðu- flokkarnir geti nú orðið ráðu- nautar ríkisstjómarinnar í efna hagsmálum, eri um þau fjalla viðræðumar, því lítt hafa þeirra ráð verið tekm til grema á und- anfömum árum. Nokkuð er rætt um þessi mál í leiðara blaðsins á öðrum stað. SÖMDU AF SÉR Minnzt er um þessar mundir 10 ára útfærslu fiskveiðilandhelg- innar hér við land. Útfærslan tók gildi 1. sept. 1958, en þá var vinstri stjórn Hermanns Jónas- sonar við völd í landinu. Þann dag stækkaði ísland. Baráttunni við Breta eftir útfærsluna Iauk með sigri íslendinga. En sigur fslendinga í landhelgisdeilunni varð dálítið endasleppur, því þegar núverandi stjórnarflokk- ar tóku við völdum sömdu þeir af þjóðinni rétt til frekari ein- hliða útfærslu og þar við situr enn í dag. MARGT ER MANNA BÖLIÐ Nú láta menn sér ekki lengur nægja að stela bílum, sem er nær daglegur viðburður, þvrí fyrir skömmu tók ölvaður mað- ur litla flugvél traustataki í flug skýli og flaug henni í klukku- (Framhald á blaðsíðu 7). ykklir norðlenzkra kvenna AÐALFUNDUR Sambands norðlenzkra kvenna, sá 55. í röð inni, var haldinn að Laugarlandi í Eyjafirði dagana 20.—21. júní Vinsælar somar- og haustskemmtanir Frostastöðum 19. ágúst. Síðast- liðið laugardagskvöld héldu Framsóknarmenn í Skagafirði sína árlegu sumarhátíð. Var hún haldin að félagsheimilinu Mið- garði við Varmahlíð og ágæta vel sótt eins og jafnan áður, samkomugestir á 7. hundrað. Á samkomunni fluttu ræður þeir Ólafur Jóhannesson alþing ismaður og formaður Fram- sóknarflokksins og Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Leik- Trúboðshjón nýflutt til Ákureyrar í VIKUNNI sem leið, fluttust kristniboðshjón frá Reykjavík hingað til Akureyrar. Það eru dönsk hjón, Holger og Tove Frederiksen, sem starfa sem vottar Jehóva. Hér á Akureyri munu þau heimsækja fólk í heimahúsum, sem er einkenn- andi fyrir votta Jehóva. Þar að auki munu þau leggja mikla áherzlu á að stjóma ókeypis biblíunámskeiðum í heimahús- um. iSamkomur verða haldnar reglulega. Annað vrekefni þeirra er að þjálfa aðra í þessu starfi. Það eru núna um 15 manns hér í bæ, sem taka þátt í kristniboðsstarfi með vottum Jehóva. Holger Frederiksen hefur ver ið hér á landi um þrjú ár og hef ur áður starfað fyrir sunnan, bæði í Reykjavík og Kópavogi. Hann byrjaði að starfa sem kristniboði í Danmörku árið 1942 og hefur haldið því starfi áfram síðan. Hann er reyndur ræðumaður og flytur alltaf erindi sín á íslenzku. Bæði hjón in eru mjög hrifin af Akureyri og eru mjög ánægð með að hafa fengið tækifæri að flytja hingað og starfa hér. í þessu sambandi má einnig geta þess að vottar Jehóva munu halda mót hér í bæ dag- ana 29. ágúst til 1. september. Það er nú verið að undirbúa mótið. Um hundrað gestir eru væntanlegir að sunnan. □ ararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason skemmtu með gamanþáttum og Magnús Jóns- son óperusöngvari söng við und irleik Ólafs Vignis Albertssonar píanóleikara. Að endingu var svo dansað til kl. 3 eftir mið- nætti og lék hin góðfræga dans- hljómsveit Gautar á Siglufirði fyrir dansinum. Skagfirzkir Framsóknarmenn hafa nú um alllangt skeið haldið tvær skemmtisamkomur á ári, aðra að sumrinu, hina síðla hausts, aðra í Miðgarði, síðan hann tók til starfa, hina á Sauð- árkróki. Hefur jafnan verið reynt eftir föngum að vanda til þessara móta, enda ávallt fjöl- sótt. Hygg ég það ekkert skrum þótt sagt sé, að þau njóti al- mennra vinsælda í héraðinu. mhg — 1968. Stjórn sambandsins ásamt fulltrúum mættu á Akureyri að kveldi þess 19. júní. Var konum ekið að dvalarheimili vangef- inna, sem nú er verið að byggja upp með Glerá sunnanverðri. Skoðuðu þær nýbygginguna undir leiðsögn Jóhannesar Óla Sæmundssonar. Síðan var hald- ið að Laugalandi, þar sem Hér- aðssamband eyfirzkra kvenna undir stjórn frú Sigríðar Einars dóttur frá Eyrarlandi sá um allan greiða í sambandi við fund inn. Auk venjulegra fundarstarfa fluttu erindi þeir Jóhannes Óli Sæmundsson um málefni van- gefinna og Jón Rögnvaldsson er ræddi um garðyrkju og garð- yrkjuskóla. Taldi hann mikla þörf á slíkum skóla norðanlands og heimkynni hans bezt sett á Akureyri í sambandi við Gróðr arstöðina þar. Þetta er eitt af aðaláhuganiálum Sambandsins. Þá skal þess getig, að sr. Bjart- mar Kristjánsson, Laugalandi, hafði helgistund í upphafi fund- arins og frú Helga Kristjáns- dóttir, Silfrastöðum, hafði sýni- kennslu í smurðu brauði. Einnig var sýning á handavinnu úr Öngulsstaðahreppi. Helztu samþykkth' fundarins voru sem hér segir: 1. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að leiða til lykta á viðunandi hátt garðyrkjumál Norðlendinga. Óskar fundurinn þess, að þetta mál komist í fram kvæmd á næsta Alþingi, svo að skólinn geti hafist á komandi vori. 2. Fundurinn fer þess á leit við fræðslumálastjórn íslands, að hún í samráði við skólastjóra og kennara leggi aukna áherzlu á kennslu í skýrum og réttum framburði móðuimálsins og reyni eftir því sem unnt er að afmá latmælið úr máli hinnar uppvaxandi kynslóðar. 3. Fundurinn sendir áskoruh til allra íslenzkra húsmæðra um að nota sem mest íslenzkar iðn- aðarvörur. Áminnir hann þær um, að íslenzkar iðnaðarvörur standast flestar fyllilega saman- burð við hliðstæðar erlendar vörur, en íslenzkur iðnaður á nú í vök að verjast vegna hins mikla innflutnings. Fundurinn (Framhald á blaðsíðu 2). TALAÐIVIÐ HUNDINN EINS OG MAÐUR VIÐ MANN JÓHANNES STEFÁNSSON bóndi á Kleifum í Gilsfirði hef- ur lengi átt ágæta, skozka fjár- hunda, samanber sýningu á getu þeirra á landbúnaðarsýn- ingunni. En þar tóku þeir fé og ráku í hús, á þann hátt, sem úrvals fjárhundar einir gera. Maður einn að vestan sagði blaðinu svo frá: Það er orðið langt síðan ég þekkti til á Kleifum. En þá átti Jóhannes bóndi þar eða þeir feðgar skozka, ágæta fjárhunda. Sem dæmi um það, sá ég eitt sinn að hausti til hvað slíkir hundar eru ágætir. Bóndi var að smala og ég var með honum. En við þurftum ekkert að gera því hundurinn gerði það sem gera þurfti. Við sáum þrjár kind ur hátt upp í fjalli og bóndi benti hundinum á þær og sagði honum að sækja þær og koma með þær. Þegar hundurinn, sem var stór, dökkur að lit, loðinn og jafnan þögull og hæglátur, hafði komið auga á kindurnar, tók hann sprettinn. Hann hljóp (Framhald á blaðsíðu 2).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.