Dagur - 23.10.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 23.10.1968, Blaðsíða 2
Frá fundi áfengisvarnanefndanna við Eyjaf jörð FÉLAG áfengisvarnanefnda við Eyjafjörð hélt aðalfund sinn að Hótel Varðborg á Akureyri laugardaginn 5. þ. m. Auk fulltrúa áfengisvama- tnefndanna og stjórnar félagsins mættu á fundinum nokkrir gest ;ir, þar á meðal erindreki Áfeng- isvarnaráðs, Björn Stefánsson, sem flutti erindi á fundinum. Fjallaði erindið um heildarstarf semina varðandi áfengisvarnir, skýrslugerðir nefndanna og við- íhorf almennings til áfengismála. Fulltrúar skýrðu frá störfum nefndanna hver á sínu svæði og ræddu áfengismálin almennt. Gestir fundarins tóku þátt í 'umræðum fulltrúa um bindind- is- og áfengismál. Þóroddur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri UMSE, ræddi um störf sambandsins sérstaklega að bindindismálum. Hafði hann ásamt Magnúsi Sigurðssyni skólastjóra, sem sambandið fékk hingað, flutt erindi í skólum á sambandssvæðinu. Eiríkur Sigurðsson æskulýðs- iculltrúi sagði frá ferð sinni til Norðurlanda. Tók hann þátt í itundum, þar sem vandamálin voru rædd. Voru honum kynnt hispurslaust verri og betri hlið- ar samkvæmislífsins og því, hverjum tökum þar væri beitt til vandaðra uppeldis. Eftirfarandi tillögur voru ein- :óma samþykktar á fundinum: 1. „Fundurinn lýsir eindreg- inni andstöðu sinni við ölfrum- /arp það, er legið hefur fyrir A.lþingi og treystir því, að það aái ekki fram að ganga“. 2. „Fundurinn þakkar félaga- isamtökum þeim, sem gengist hafa fyrir áfengislausum skemmtisamkomum um verzl- jnarmannahelgina. Telur fund- rrinn, að félagasamtök æsku- iólksins í landinu geti miklu áorkað til vaxandi siðmenning- ar í skemmtanalífi þjóðarinnar og leggur áherzlu á, að fram- hald verði á því, að áfengi sé úti tokað frá samkomum um verzl- jnarmannahelgina". 3. „Fundurinn beinir þeim til nælum til áfengisvarnanefnd- anna, að þær vinni að því, að jkólamctum verði komið á sem víðast á félagssvæðinu. Sú r.-eynsla, sem fengizt hefur af iskólamótum í sveitunum innan yið Akureyri, gefur tilefni til pess að hvetja aðra til þess að iíoma upp hjá sér skólamótum neð svipuðu sniði“. 4. „Fundurinn beinir þeim ein dregnu tilmælum til Landssam- oandsins gegn áfengisbölinu að vinna að því við blöð og útvarp, að þau leggist á eitt í herferð gegn ofneyzlu áfengis. Þær svokölluðu herferðir, uem gerðar hafa verið gegn upp iolæstri og gróðureyðingu, gegn vanrækslu á umhirðu, snyrti- mennsku og ýmsu fleiru, hafa - f ÁFANGASTAÐ (Framhald af blaðsíðu 8). semd og skilning, keypt af þeim blöð og merki ár eftir ár og þannig látið verða árangur af erfiði þeirra og lagt stein í þá merku uppbyggingu, sem sam- tökin hafa staðið að frá upphafi. Hlutur allra þessara liðsmanna er mikill og góður og má ekki gleymast. Það hlýtur að veita ánægju og verða vísir auðnu að eiga þátt í því að „stvðja sjúka til siálfsbjargar“. Heill ykkur öll- um sem það hafið gert. Sjálfsvörn, Kristnesi. almennt mælzt vel fyrir og bor- ið töluverðan árangur. Almenn ingsálitið þarf einnig að sveigja til andúðar gegn óreglu og óhófi í hvaða mynd sem er. Hvort tveggja eru fylginautar of- drykkjunnar. Sókn til varnar ofdrykkju virðist færast nókkuð í aukana síðustu árin á vegum félagasam taka æskulýðsins og þurfa fjöl- miðlunartæki og almenningur að fylgja þeirri sókn vel eftir“. 5. „Aðalfundur Félags áfengis varnanefnda við Eyjafjörð 1968 beinir þeirri áskorun til Áfengis varnaráðs, að það hlutist til um í samvinnu við Fræðslumynda- safn ríkisins að gerður verði flokkur skuggamynda, sem hent aði til notkunar við bindindis- fræðslu í skólum. Ennfremur að barnaskólum landsins verði séð fyrir nokkrum vinnubókarblöð- um til notkunar við fræðslu um skaðsemi áfengis- og tóbaks- neyzlu. Yrðu blöðin í líkingu við vinnublöð þau, er Bindindis félag kennax-a lét gera, en nú eru ekki fáanleg lengur“. (Framhald á blaðsíðu 5) -HAGLAUST (Framhald af blaðsíðu 1). Heyskapur varð í fullu meðal lagi þótt sumarið byrjaði seint. Væntanlega setja bændur gæti- lega á þó allt slyppi vel fram í vor, með ærnum tilkosnaði þó, eins og víðast annarsstaðar. Dilk ar voru yfirleitt vænni til frá- lags í haust en í fyrra og munaði víða um eitt kiló. Einn snjósleði er í sveitinni og verða e. t. v. fleiri. Þessi farar- tæki geta gjöxbreytt aðstöðu manna til vetrarferðalaga. En vitanlega má slík þróun ekki verða á kostnað vegagerðar og vegaviðhalds. Mikið var grafið af landi til þurrkunar í sumar í nreppnum. Framkvæmdir þar að lútandi annaðist Valmundur Hermóðs- son. Hafa vinnubrögð hans og hans manna reynzt mjög vel. Mikið hefur einnig verið brot- ið af landi til ræktunar og ætl- uðu sumir bændur að sá í flögin í haust. En snjórinn kom of fljótt, en þó verður einhverju sáð ef aftur hlýnar og veður verða sæmileg síðar í haust, því jörð er lítið frosin ennþá. Vegabætur voru nær engar í sumar og horfir til vandræða eins og fyrr í því efni. Gott færi er nú til fremstu bæja, en hag- laust eins og er. Þ. J. Barnaverndarfélag Akureyrar leitað liðsinnis GÓÐIR Akureyringar. N. k. miðvikudag munu börn knýja dyra hjá ykkur og bjóða bókina Sólhvörf á kr. 50. Bók þessi hefir jafnan flutt gott lestr arefni fyrir hina yngstu lésend- ur og því ávaillt verið kærkom- in. Reyndin hefir orðið sú, að færj'i hafa eignazt hana en vildu. Þá munu börnin heim- sækja ykkur öðru sinni næsta laugardag, fyrsta vetrardag, og bjóða þá merki félagsins á kr. 25. Ágóðinn af sölu bókanna og merkjanna rennur til viðhalds og í-eksturs Leikskólans Iðavall ar og til undirbúnings nýrra verkefna. Leikskólinn hefir á undanförnum árum gegnt mikil vægu hlutverki. Hann hefir m. a. gert einstæðum mæðrum kleift að vinna úti hluta úr degi, til þess að sjá farborða fjöl- skyldu sinni. Margt bendir til þess að á næstu mánuðum kunni að verða enn brýnni þörf fyrir slí'ka stofnun, þar sem vinna margra heimilisfeðra er að drag ast saman. Gæti orðið óhjá- kvæmilegt að eiginkonur þeirra leituðu sér vinnu utan heimilis til þess að forða neyðarástandi. Það er því von félagsins að bæjax-búar taki vel á móti böm- unum og leggi góðu máli mikil- vægt lið, eins og ávallt endra- nær. Birgir Snæbjörnsson. FRA KENNARAMNGINU A AKUREYRI (Framhald af blaðsíðu 8). við norðlenzka skóla. í því sam- bandi voru eftii'farandi tillögur samþykktar: „Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar haldinn á Akureyri 27.—28. september 1968, skorar á fræðslumálastjóra og Sam- band norðlenzkra sveitarfélaga, að nú þegar vei-ði unnið að því að koma á fastri sálfi'æðiþjón- ustu í skólum landsins. Bendir fundurinn á, að umferðasál- fræðiþjónusta væri hugsanleg sem byrjunax-framkvæmd er gæti orðið skólastarfinu að nokkru liði.“ „Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar haldinn á Akui-eyri 29.—28. september 1968, skorar á fræðslumálastjórn og Sam- band norðlenzkra sveitarfélaga, að nú þegar verði unnið að því að senda nokkra kennara utan til náms í talkennslu. Fundur- inn telur brýna nauðsyn bera til þess, að mirmst einn talkennari sé starfandi í hverjum lands- fjórðungi." Þá vár samþykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar haldinn á Akureyri 27.—28. september 1968, heitir á kennara og foreldra skólabarna, barnaverndanefndir og lögreglu yfirvöld, að reka ái'óður fyrir og fýlgja fast eftir reglugerð um útivist barna á kvöldin. Á starfs tíma skólanna vitandi það að nægilegur svefn er höfuðskil- yrði þess að eðlilegur og nauð- synlegur árangur náist í skóla- starfinu.11 „Aðalfundur KFE 1968, fagn- ar þeirri aukningu, sem orðið hefur á námskeiðum, sem hald- in eru á vegum fræðslumála- stjórnar. Skorar fundurinn á fræðslumálastjóra og fræðslu- yfirvöld, að sem allra fyrst kom ist skipulag á námskeið þau, sem fræðslumálastjórn gengst fyrir, þannig að þeir kennarar, sem sækja vissan fjölda nám- skeiða, eigi rétt á launahækk- unum um einn flokk eða fái fullt kaup meðan þeir sækja námskeiðin." Kennarafélag Eyjafjarðar hef ur um 27 ára skeið gefið út tíma ritið Heimili og skóla. Það rit fjallar um uppeldismál og er rit stjóri þess hinn kunni rithöf- undur og skólamaður Hannes J. Magnússon. Að loknum fundahöldum bauð Kennarafélag Eyjafjarðar fundargestum til kaffidrykkju. Þingið sóttu um fimmtíu kenn- arar af Norðurlandskjördæmi eystra. Stjórn Kennarafélags Eyjafjarðar skipa: Formaður Indriði Úlfsson skólastjóri og meðstjórnendur Edda Eiríks- dóttir skólastjóri og Jónas Jóns- son kennari. (Fréttatilkynning) IBUÐ TIL LEIGU. Uppl. í síma 1-27-75. VERZLUNARHÚS- NÆÐI TIL LEIGU í Hafnarstræti 86. Uppl. í síma 2-16-26. TIL LEIGU er á Ytri-Brekkunni HERBERGI OG ELD- UNARPLÁSS fyrir konu. — Húshjálp æskileg. Uppl. í síma 1-21-63. KÆLISKÁPAR OG FRYSTIKISTUR - KÆLIKLEFAR! Tek að mér að sjá um viðgerðir og breytingar á ofangreindum tækjum. Uppl. í síma 1-29-17. Hámundur Björnsson. Geymið auglýsinguna! KERTI japönsk, þýzk, dönsk lienta við öll tæki- íæri. GERVIBLOM í íjölbreyttu úrvali. NYJAR EFTIR- PRENTANIR í úrvali. Munið okkar vinsæla BLÓMA- OG LISTA- VERKAKJALLARA. BLÓMAGRIND- UR - BLÓMAKER BLÓMABORÐ Tökum fram í dag nýja sendingu af hinum vinsælu LAVA-KERAMIK frá Glit. BLÓMABÚDiN LAUFÁS Frá mánudeginum 28. október gefum við 20-50% afsláít af eldri vörum. Komið og gerið góð kaup meðan úrvalið er mest. VERZLUNiN DRÍFA Bifreiðaeigeiidiir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.