Dagur - 23.10.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 23.10.1968, Blaðsíða 8
8 GÆSIR SPÁ GÓÐRITÍÐ í VETUR Gunnarsstöðnm 21. okt. Svo óhemjumikið af gæsum er hér um slóðir, að með ólíkindum er. Segja veðurspámenn hér, að gæsirnar spái góðri tíð, annars myndu þær farnar. En til marks ium gæsamergðina er það, að á 30—40 ha. túni voru 250 lömb á beit, ásamt villigæsum. Reynt var að gizka á fjölda fuglanna og munu þær hafa verið um eitt þúsund talsins. í Hvammi var vel gróin 17 ha. sáðslétta, sem sáð var í í vor, ætluð lömb- um til haustbeitar. En þegar til átti að taka voru gæsirnar bún- ar með gróðurinn, svo varla sást strá eftir á hinni stóru og grónu nýrækt. Vegir eru færir en illfærir vegna bleytu, nema yfir Axar- fjarðarheiði, sem ennþá er ófær með öllu vegna snjóa. Gróður er álíka mikið söln- aður og venja er um miðjan september og valllendi fagur- grænt. Mikið grænfóður er enn úti á Langanesi en í Þistilfirði náðu bændur því að mestu. Enn hafa hinar útigengnu geitur, sem sáust í sumar, ekki náðzt. Væntanlega verður gerð gangskör að því að handsama þær fyrir veturinn. Ó. H. Kennaraþingið á Akureyri KENNARAÞING var haldið í Oddeyrarskólanum á Akureyri dagana 27.—28. sept. sl. Að þing inu stóðu Kennarafélag Eyja- fjarðar og Kennarasamband Norðurlands eystra. Þar flutti dr. Matthías Jónasson prófessor erindi, er hann nefndi: „Þáttur ímyndunarafls og innsæis í námi.“ Dr. Matthías hefur nú í haust starfað hér á Akureyri við rannsókn á nokkrum skóla- börnum. Egilsstöðum 21. okt. Fjallvegir eru allir færir, tíð góð en úr- komusöm. Annríki er hér mikið. Slátrun stendur yfir og menn eru að flýta sér að koma áfram byggingum. Barnaskólinn hér, er tekinn til starfa og eru nemendur um 130 talsins í barna- og unglinga deildum, og hefur fjölgað mikið frá fyrra ári. Húsnæði er orðið allt of lítið og er í atliugun með hvaða móti er unnt að bæta úr hinni aðkallandi húsnæðisþörf. Húsmæðraskólinn er byrjað- ur. Forstöðukona er Guðrún Ás geirsdóttir því Ingveldur Páls- dóttir lét af því starfi. Og nýi barnaskólinn í Hallormsstaða- skógi hefur tekið til starfa. 1. bekkur iagður niður. Eiðaskóli var settur fyrir hálf um mánuði. Skólastjóri er Þor- kell Steinar Ellertsson. Nem- endur eru 120 og komust færri að en vildu. Sérstaklega er fjöl- menni í 4. bekk, en fyrsti bekk- ur var lagður niður vegna lítill- ar aðsóknar og fátt í öðrum bekk. Fjórar kennslustofur í nýrri Aðrir fyrirlestrar á þinginu voru: Jóhann Sigvaldason kenn ari, Hörður Ólafsson kennari og Valgarður Haraldsson náms- stjóri. Þá fór fram kynning á skólavörum frá fyrirtækinu Múlalundur. í sambandi við þingið voru haldnir aðalfundir félaganna. Þar var mikið' rætt um sálfræði þjónustu í skólum og þörf á lærðum talkennurum til starfa (Framhald á blaðsíðu 7) Árni Jónsson. Nýr landnámsstjóri - Nýr tilraunastjóri ÁRNI JÓNSSON tilraunastjóri á Akureyri 'hefur verið skipaður landnámsstjóri í stað Pálma Einarssonar, sem lætur af því starfi fyrir aldurs sakir. Við tilraunastarfinu tekur Svarfdælingurinn Jóhannes Sig valdason. □ SKÓLAR Á IIÉRAÐI ERU AÐ HEFJA STÓRF viðbyggingu eru nú teknar í notkun, ennfremur kennara- stofa, skrifstofa og setustofa fyrir stúlkur. Ilátíðasalur skól- ans verður væntanlega fullbú- inn næsta ár. Fólksfjölgun er mikil í Egils- staðakauptúni og verða þar sennilega 640 héimilisfastir um næstu áramót. V. S. Jóhannes Sigvaldason. EldsvoSi á Laxamfri í Maður frá Húsvík játar íkveikju þar og víðar SÍÐASTLIÐNA miðvikudags- nótt varð eldur laus í hlöðu á Laxamýri í S.-Þing. Af sérstakri tilviljun varð eldsins vart nógu snemma til þess, að hægt væri að bjarga á fjórða hundrað fjár úr viðbyggðu fjárhúsi. Með að- stoð slökkviliðs frá Húsavík og margra manna úr nágrenninu, tókst að kæfa eldinn. En þá var þak og hurðir hlöðunnar ónýtt orðið og mikið af heyi einnig, en alls voru þar 700—800 hestar. I AFANGASTAÐ Strax lék grunur á, að um íkveikju af mannavöldum væri að ræða, því hiti var enginn í hlöðunni rétt áður. Bjöm og Vigfús Jónssynir búa á Laxamýri, ásamt hinum aldna og kunna föður sínum Jóni H. Þorbergssyni. Sýslumannsembættið á Húsa- vík annaðist rannsókn þessa máls. Við þá rannsókn játaði maður einn á Húsavík að hafa kveikt í lilöðunni á Laxamýri, ennfremur á fimm stöðum á Húsavík. Maður þessi er kvæntur fjölskyldufaðir og hafa þau hjónin óskað eftir að hann gangi undir geðrannsókn. ÞEGAR litið er yfir 30 ára starfs sögu S. í. B. S. er margs að minnast og margt að þakka. Hver deild sambandsins er hlekkur í þeirri keðju, sem orð- ið hefur svo virkur þáttur í ís- lenzku þjóðlífi, og jafnframt svo sérstæðui' þáttur, að aðrar þjóð- ir eiga þar enga hliðstæðu. Deildin Sjálfsvörn, Kristnes- hæli var stofnuð árið 1938, af 60 manna hópi, sumra helsjúkra. Þeir tóku höndum saman af heilum hug og trúin á sigurmátt samtakaviljans varð þeim vegar ljós og orkugjafi. Ýmislegt þarft og gott hefur deildin unnið á þessum þremur áratugum. Hún he-fur jafnan reynt að halda full an trúnað við þær hugsjónir, sem urðu kveikja hennar á sín- um tíma — hennar og annarra samstæðra félaga. Aðalstarf deildarinnar ár hvert er skipu- lagning Berklavarnardagsins og framkvæmdir í sambandi við sölu merkja og blaðsins „Reykja lundar“, sem nú í haust kom út í tuttugasta og annað sinn. Deildin í Kristnesi vill, í til- efni þessara tímamóta, minnast allra þeirra sem hafa stutt hana í starfi í sambandi við Berkla- varnardagana með því að leggja til bíla og liðskost í söluferðir út um sveitir, oft í misjöfnu veðri og við þreytandi aðstæð- ur. Á þessu sviði hafa margir unnið vel og trúlega svo árum skiptir — og aðrir nýjir hafa tekið við af þeim og sýnt skiln- ing og þegnskap og lagt sig fram í starfi. Ollum þessum liðsmönn um flytur Sjálfsvörn Kristnesi alúðaitþakkir fyrir ánægjulega samvinnu og örugga leiðveizlu. Jafnhliða ber og að þakka því ágæta fólki, sem tekið hefur þessum erindrekum deildarinn- ar og þá jafnframt S. í. B. S. — tveim höndum sýnt þeim vin- (Framhald á blaðsíðu 4) Nýr prestur á Möðruvöllum? NÆSTKOMANDI sunnudag verður prestkosning í Möðru- vallaklaustursprestakalli. En þar hefur verið prestlaust rúm tvö ár. Umsækjandi er aðeins einn, Þórhallur Höskuldsson cand. theol. Hann hefur nýlokið prófi við Guðfræðideild Háskólans. Þórhallur er Hörgdælingur, ættaður frá Skriðu. Eftir að prestlaust varð á Möðruvöllum hefur enginn sótt um prestakallið fyrr en nú. Er þess því að vænta, að umsókn þessa unga guðfræðings verði vel fagnað. En til þess að prest- kosningin verði lögmæt þarf helmingur atkvæðisbærra manna að greiða honum at- kvæði. □ SMÁTT & STÓRT LIPURT TUNGUTAK Gylfi ráðherra hélt fræga ræðu nýlega á fundi Verzlunarráðs. Auk þess að boða nýja stefnu í landbúnaðinum (sem Ingólfur ráðherra síðar mótmælti), minntist hann á „höftin“. Um þau sagði hann: „Ég tel að ný höft megi undir engum kring- umstæðum vera þáttur í þeim ráðstöfunum, sem gera á“. Gylfi heldur svo áfram og segir þá: „Vel getur komið til mála, að beita innflutningshöftum og þó sérstaklega algeru banni á inn- flutningi einstakra vörutegunda í stuttan tíma ... einkum meðan verið er að undirbúa varanlegar ráðstafanir“. Engin höft, segir ráðherrann, í hæsta lagi algert bann á inn- flutningi einstakra vöruteg- unda! Og svo talar hann um varanlegar ráðstafanir, eins og hann sé að skopast að vandræð- um og getuleysi eigin stjórnar! AFLABRESTUR OG VERÐHRUN! Árið 1958 dróu íslendingar 580 þús. tonn fiskjar úr sjó. Það kölluðu Sjálfstæðismenn aflaár. Árið 1967 varð aflinn 895 þús. tonn og kalla Sjálfstæðismenn það aflabrest. Rétt er að gera sér grein fyrir því, að aðeins þrisvar í sögunni hefur sjávaraflinn verið meiri en hann var 1967. Og aðeins tvisvar á síðasta áratug hefur verð á sjávarafla erlendis verið Snemma á þessu ári og seint á síðasta ári kom upp eldur á nokkrum stöðum á Húsavík og greip þá um sig mikil hræðsla, þar sem grunur lék á, að ein- hver af borgurunum gengi með „brennuæði“. Lágu margir und- ir grun í þessu efni. Málið er nú upplýst og var það mikil nauð- syn, bæði fyrir hinn ógæfusama mann og aðra. (Samkvæmt viðtali við Jó- hann Skaptason sýslumann). hagstæðara. Þó tala Sjálfstæðis menn um verðhrun, ásamt afla- brésti! HEIMATILBÚNIR ERFIÐ- LEIKAR Erfiðleikar atvinnuveganna og í efnahagsmálum yfirleitt eru því hvorki af aflabresti eða verð- hruni því hvorugt var fyrir hendi, heldur eru þeir öðrum þræði heimatilbúnir en stafa einnig að nokkru af því, að afl- inn og verðmæti hans eru rýrari en þegar bezt var. Hinir heima- tilbúnu erfiðleikar eru fyrst og fremst þeir, að verðbólgan inn- anlands hefur algerlega raskað samkeppnisaðstöðu okkar á er- lendum mörkuðum. Þar við bæt ist svo lánsfjárskorturinn, okur- vextir og hin gífurlega óreiða í peningamálum yfirleitt. Hin heimatilbúna kreppa nú, heitir öðru nafni „viðreisn“. BINDINDISMENN SKEMMTA SÉR Á öðrum stað hér í blaðinu eru auglýst spilakvöld og dans á vegum stúknanna á Akureyri. Sérstök ástæða er íil að vekja athygli á því, að hér er um skemmtanir fyrir almenning að ræða, sem öllum eru heimilar, bindmdismönnum og öðrum, þótt ölvun sé að sjálfsögðu bönnuð. FLJÚGANDI FISKUR Nokkrir áhugamenn á Húsavík og nágrenni hafa undanfarið at- hugað möguleiká á að flytja út fisk með flugvélum, einkum smáan þorsk, flatfisk og rauð- maga. Hefur frumstofnun félags, er að frekari athugunum vinni, þegar farið fram. Ráðgert er, að einhverjir þessara áhugamanna fari utan snemma í næsta mán- uði til að kynna sér söluhorfur og kaup á farkosti til flutning- anna. Skjálfandaflói er fiskisæll. Fiskflutningar í lofti frá Aðal- dalsflugvelli eru sannarlega verðir fullrar athugúnar. SÉRSTAKT BLAÐ UM BÆJARMÁL NÚ GEFIÐ ÚT Á SAUÐÁRKRÓKI Frostastöðum 17. okt. Fyrir nokkru kom út á Sauðárkróki fjölritað blað, gefið út af Fram- sóknarmönnum þar á staðnum, og nefnist Bæjarfréttir. Tilgang urinn með blaðinu er einkum sá, eins og segir í formálsorðum, að ræða og skýra þær fram- kvæmdir, sem bæjarfélagið hef- ur með höndurn hverju sinni og leiðrétta missagnir og rang- færslur því að „. .. alltaf eru það einhverjir, sem telja sig hafa af því hag, eða þá gaman, að koma af stað röngum og stundum skaðlegum fréttaflutn- ingi, jafnvel í landspressuna" — og — „Hugmyndir Framsóknar- félags Sauðárkróks, ... er að koma á framfæri fréttum af framkvæmdum bæjarfélagsins og málefnum þess í þeirri vissu, að hverjum þeim, sem les, þyki að þessum upplýsingum nokkur fengur og auðveldi þeim um leið að meta rétt og á hlutlægan hátt umrædd málefni“. Sem kunnugt er höfðu Sjálf- stæðismenn haft hreinan meiri- hluta í stjórn Sauðárkróksbæjar um árabil. Hér skal ekki um það rætt hvernig þeim fórst úr hendi bæjarmálaleiðsögnin. En dómur kjósenda um það var sá, að við síðustu bæjarstjórnarkosningar misstu þeir 2 bæjarfulltrúa af 4. Að þessum sárum hefur ekki að fullu setzt enn, svo sem sjá hef- ur mátt í Noi'ðanfara. Enn koma svo til aðfinnslur manna, sem vegna einkennilegrar innri gerð ar fremur en af pólitískum ástæðum, telja sig jafnan þurfa að vera í andófi við þá, sem för- inni ráða. En hvernig sem menn annars telja sér henta að túlka málin þá verður ekki um það deilt, að framkvæmdir á vegum Sauðárkróksbæjar hafa verið venju fremur miklar í sumar: Stofnun Útgerðarfélags Skag- firðinga og í framhaldi af því kaup og rekstur m/s Drangeyj- ar, lagfæring á höfninni, gatna- gerð, endurbætur á hitaveitu- (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.